Landmannalaugar

Til að skipuleggja ferðir, auglýsa eftir félögum, spyrja fregna af færð og ástandi vega.

Höfundur þráðar
EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Landmannalaugar

Postfrá EinarR » 02.jan 2011, 17:47

Sælir spjallverjar. Hefur eitthver farið inn í landmannalaugar um helgina? ef svo er hvernig fannst ykkur færið?


Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Landmannalaugar

Postfrá hobo » 02.jan 2011, 18:09

Ég var nálægt heklu og afleggjaranum á fjallabak um helgina, manni fannst það vera sumar frekar en vetur. Líklegast er klaki í vöðum mesta hindrunin, allavega ekki snjór.


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Landmannalaugar

Postfrá Magnús Ingi » 02.jan 2011, 18:45

Einn félagi minn fór á fimmtudaginn minnir mig þarna innúr og fór í gegnum sigöldu og sagði að það hefðu bara verið fínt færi bara pollar og svo harður snjór en hann sagði að frostastaðahálsinn væri ófær eða var það þá vegna þess að vegurinn væri fullur og ekki hægt að fara útfyrir veginn. en aðstæður geta verið allt aðrar í dag..

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Landmannalaugar

Postfrá Brjótur » 02.jan 2011, 19:10

Sælir aftur ég var í laugum fyrir helgina og þetta er bara frosið, klaki og harðfenni Frostastaðaháls er engin hindrun bara að fara jarðfallið og vera hægra megin í því, ég fer aftur á morgun og gæti miðlað upplýsingum ef menn vilja.

kveðja Helgi


Höfundur þráðar
EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá EinarR » 02.jan 2011, 19:24

flott þakka upplýsingarnar. við erum að hugsa um að fara næstu helgi þangað. ef það rætist úr veðurspá þá ætti þetta ekki að vera mikið brask. En frostastaðarháls er það ekki hæðin rétt aður en maður kemur inn að laugum? ekið upp smá hæð meðfram vatni ekki rétt?
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá -Hjalti- » 02.jan 2011, 22:48

Jú það passar ,

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Landmannalaugar

Postfrá JonHrafn » 02.jan 2011, 22:52

Hún getur oft verið helvíti erfið hinu megin frá í hálku útaf hliðarhalla.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá DABBI SIG » 02.jan 2011, 23:57

Fórum félagar síðasta miðvikudag-fimmtudag og ætluðum Dómadal í laugar. Gekk vel inn fyrsta hluta Dómadals, eitthvað um snjó en aðallega grjótharðfenni og klaki, vegurinn illa farinn. Svo inn við afleggjara að Landmannahelli var allt orðið klaki og við keyrðum á klaka alla leið að brekkunni niður að Dómadalsvatni, þar er hliðarhalli og snjór/klaki og lentum í veseni. Gæti trúað að klakinn sem við keyrðum ofaná í Dómadal( en brotnuðum eitthvað niður )sé orðinn frekar óspennandi núna í hitanum. Við brotnuðum meira niður á bakaleið og vorum þó bara yfir nótt þarna. Það er þó ekkert djúpt, aldrei upp að stuðara þá.
-Defender 110 44"-

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Landmannalaugar

Postfrá Brjótur » 03.jan 2011, 20:50

Jæja ég fór í Landmannalaugar í dag og það var í góðu lagi, fór inn Sigölduleiðina brotnaði ís í pollunum en svo var allt frosið fyrir innan hnausapoll, fór Jarðfallsleiðina ekkert mál og síðan Dómadalsleið til baka vorum 2 á leiðinni til baka og vorum bara snöggir allt botnfrosið á þeirri leið.

kveðja Helgi

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Sævar Örn » 03.jan 2011, 21:11

hljómar vel, spáir líka frosti út vikuna, er að spá að renna uppeftir næstu helgi
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


heidarra
Innlegg: 2
Skráður: 06.jan 2011, 21:48
Fullt nafn: Heiðar Reyr Ágústsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá heidarra » 06.jan 2011, 21:51

Góða kvöldið.

Hvernig er færið þarna í Landmannalaugar núna?
Er óhætt að fara þetta einbíla?
Er á 37" Trooper.


Höfundur þráðar
EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá EinarR » 06.jan 2011, 22:39

ég efast um að það sé nokkuð sniðugt að fara núna. Það er svakalegt óveður á messt öllu landinu. Það er ekki umferð þarna svo að það er minna gáfulegt að fara einbíla. Annars veit ég ekki nákvæmlega hvað bíllinn hjá þér er vel græjaður
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Landmannalaugar

Postfrá Stjáni » 06.jan 2011, 23:05

mæli mikið frekar með að renna um helgina, sýnist spáin lofa góðu :)
lítið varið í að vera basla þarna í kolvitlausu veðri einbíla


heidarra
Innlegg: 2
Skráður: 06.jan 2011, 21:48
Fullt nafn: Heiðar Reyr Ágústsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá heidarra » 07.jan 2011, 16:57

Já ég var að pæla að fara þarna um helgina eða næstu... er ekkert með mikla reynslu og þess vegna að velta fyrir mér aðstæðum til þess að fara einbíla. Bíllinn er á 37" og með loftdælu.

Er ekki yfirleitt einhver traffík þarna um helgar þegar vel viðrar?

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Landmannalaugar

Postfrá Brjótur » 07.jan 2011, 19:52

það er ómögulegt að segja núna hvernig færðin verður núna á morgun þó svo það hafi verið fínt og frosið síðasta mánudag
trúlega hefur (lesist vonandi) snjóað eitthvað :) en ég tel það nú ekki mikið vit að fara einbíla fyrir óvana og ætla að treysta á að einhverjir séu á ..ferðinn...

kveðja Helgi

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá -Hjalti- » 07.jan 2011, 20:29

Er ekki sniðugast að menn rotti sig saman ?
Það virðast þónokkrir ætla inneftir um helgina ,
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Hagalín » 07.jan 2011, 21:06

Væri það ekki alveg upplagt......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Sævar Örn » 07.jan 2011, 22:10

FÖRum inneftir á morgun á fullt af súkkum og gistum, skv. veðurspám ætti ekkert að hafa snjóað en maður heldur auðvitað í vonina, aðallega bara að fá smá ferkst loft og prufa bílana, hugsa að þær verði fleiri súkkurnar sem eru í sinni fyrstu ferð eftir yfirhalningu heldur en aðrar...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Hagalín » 08.jan 2011, 12:36

Er eitthvað að frétta af ferðalöngum á leið inn í landmannalaugar? Ég veit af einum hóp sem ætlar inn að Hveravöllum frá Setrinu. Svo ætla ég inn að Skjaldbreið og hlöðufelli að norðan verðu á morgun og eyfirðingaveg sunnanmegin til baka, þannig að við ættum að fá einhverja hugmynd um snjóalög á hálendinu eftir helgina.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá -Hjalti- » 08.jan 2011, 16:04

endilega pósta ástandinu hér , svo lengi sem að þetta sé ekki alsvört staða
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Hagalín » 08.jan 2011, 17:09

Heirði af ferðalöngum í Setrinu, fóru vestan þjórsárinnar og upp þar, er ekki alveg viss hvaða leið. Ekki mikill snjór en eitthvað byrjað að aukast þegar nær dró setrinu, væntanlega komust þeir í snjó frá setrinu í kerlingarfjöll að austanverðu.
Annar hópur fór línuvegin frá Kaldadal inn á haukadalsheiði og þar inn á kjöl. Ekki mikill snjór en nægur til þess að einhverjar festur voru og ekki óhætt að vera einbíla.

Fæ væntanlega fréttir seinna í kvöld og pósta þeim hér inn.

Ein eitthvað að frétta af Súkkuhóp sem fór inn í Laugar.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


binnzter
Innlegg: 4
Skráður: 04.jan 2011, 22:53
Fullt nafn: Brynjar Berg Guðmundsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá binnzter » 08.jan 2011, 20:17

ég fór í dag með félögunum upp línuveginn frá Lundaríkjadal og fórum við uppá Skjaldbreið, og fórum við kaldadal til baka með viðkomu upp í Jaka, það er nánast autt en þó eithverjir skaflar byrjaðir að myndast, Skjaldbreiðin var bara harðfeni alveg upp og vorum við ca 30 mín upp á topp frá línuveginum með eithverju brasi og renneríi á klakanum, þannig að það er snjólaust á þessu svæði!!!! en við fengum frábært veður sem að bjargaði deginum:)

eithverjar fréttir af færi á öðrum leiðum???

kv Brynjar Berg

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Landmannalaugar

Postfrá Brjótur » 09.jan 2011, 20:53

Sælir Landmannalaugafarar hefur nokkuð breyst færið um helgina? er þetta ekki bara harðfenni og flennifæri eins og í síðustu viku? ég er að fara á morgun aftur.

kveðja Helgi

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá arni87 » 10.jan 2011, 07:28

Ég var í Dalakofanum um helgina og fór í dómadal og ætluðum í Laugarnar á sunnudeginum, þá var klaki og harðfenni yfir öllu en við fórum ekki lengra í laugarnar en gatnamótin dómadal, ljótipollur, laugar og inn í hrauneyjar, þarsem við lentum í kúplingsveseni og vildum ekki leggja í hálsinn.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Sævar Örn » 10.jan 2011, 11:57

Enginn nýr snjór hvorki á leiðinni úr hrauneyjum í laugar né úr laugum og niður dómadal eins og við fórum á nokkrum súkkum um helgina, gamall sestur snjór og mikið svell, allt gaddfrosið og engin hætta á að lenda í blautu amk. fyrr en hlýnar næst.

Mjög gott að keyra þetta slétt harðfenni yfir öllu og þekur allt landið þannig maður getur keyrt styðstu leiðir, svolítið brölt í gegnum hraunið en allt í lagi fyrir lunkna ökumenn, hjáleiðin frá hliðarhallabrekkunni er svolítið snjólítil og hentar löngum og lágum bílum illa, súkkurnar fóru létt með þetta enda meter milli hjóla og engin hætta á að reka neitt niður...


hér eru smá myndir

http://www.facebook.com/album.php?aid=3 ... =642127906
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 650
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Landmannalaugar

Postfrá Hjörturinn » 10.jan 2011, 13:19

Sælir

fórum á 4 bílum í gegnum hrunamannaafrétt uppí setur og þaðan illahraun til Hveravalla, slatti af snjó í illahrauni og norðan við kerlingafjöll og skaflar á stöku stað á leið upp í setur, Kjölur var alveg auður og sunnan við kerlingafjallaafleggjarann var allt svart.

kíktum líka uppá langjökul við skálpanes, Jökullinn var frekar sprunginn en okkur sýndist samt alveg vera fært uppá hann við innstu jarlhettu

mjög góð ferð og brakandi blíða alveg, furðulegt að við sáum ekki kjaft allaferðina, nema nokkra bíla við skálpanes.
hérna eru myndir:
http://www.facebook.com/album.php?aid=320456&l=07ac734828&id=648067958

leiðin:
Image
Síðast breytt af Hjörturinn þann 10.jan 2011, 19:01, breytt 1 sinni samtals.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá Refur » 10.jan 2011, 18:33

Skemmtilegar myndir frá Súkkuferðinni, það er eitthvað skemmtilegt við svona súkkur :)
Myndirnar þínar Hjörtur... Af hverju drullaði maður sér ekki með???

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá nobrks » 10.jan 2011, 18:45

Þessir fésbókalinkar eru frekar óþolandi, þ.s. maður þarf að vera í söfnuðnum til þess að sjá myndirnar!

Er ekki hægt að hafa þessi albúm opin eins og hjá Ferðafrelsinu ????

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Sævar Örn » 10.jan 2011, 18:51

Mínar myndir eiga að vera öllum opin, allavega er "refur" ekki vinur minn a fésinu svo ég viti til... og hann virðist sjá þær
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 650
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Landmannalaugar

Postfrá Hjörturinn » 10.jan 2011, 18:59

Myndirnar þínar Hjörtur... Af hverju drullaði maður sér ekki með???


já það er sko góð spurning!

Er ekki hægt að hafa þessi albúm opin eins og hjá Ferðafrelsinu ????


maður þarf víst að senda "puplic link" af albúminu, ekki bara urlið sem er þegar maður opnar það sjálfur (þetta sést neðst í smáuletri í albúminu)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar

Postfrá Sævar Örn » 11.jan 2011, 07:08

Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá nobrks » 12.jan 2011, 23:07

Takk fyrir þetta strákar, þetta hjálpar 17% þjóðarinnar að sjá myndirnar ;)


steindór
Innlegg: 98
Skráður: 07.feb 2010, 13:22
Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson

Re: Landmannalaugar

Postfrá steindór » 08.apr 2011, 13:10

Sælir allir, hvernig er fjallabaksleið nyrðri á sumrin, vegur 208 ?, er hægt að fara hana á eindrifa bílum (Benz Sprinter húsbíl). Þá meina ég að fara inn á leiðina fyrir vestan Klaustur. Hvernig er þessi leið t.d. samanborið við Sprengisand?. Já, spyr sá sem ekki veit. Kv. Steindór T. Halldórsson

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Landmannalaugar

Postfrá Stebbi » 08.apr 2011, 18:22

Hef farið þetta seint í Júlí á Econoline á einu drifi, ekkert stórmál ef að ökumaðurinn er þokkalega heill í hausnum. Það sakar ekki að hafa svolítin slatta af krafti ef að það á að fara yfir vaðið við Eldgjá, það er sandur í botninum þar sem hægir aðeins á manni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur