Smá 6x6 umræða
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Smá 6x6 umræða
Daginn.
Er með smá pælingu, hvort ætli drífi nú meira í snjó, að öllu öðru jöfnu, 6x6 38" bíll eða 4x4 44" bíll.
Mín tilfinning er sú að 6x6 bíllinn ætti að drífa meira sem kemur heim og saman við flest sem ég hef kynnt mér, en eru einhverir hérna sem hafa einhvera reynslu af svona tækjum?
Er með smá pælingu, hvort ætli drífi nú meira í snjó, að öllu öðru jöfnu, 6x6 38" bíll eða 4x4 44" bíll.
Mín tilfinning er sú að 6x6 bíllinn ætti að drífa meira sem kemur heim og saman við flest sem ég hef kynnt mér, en eru einhverir hérna sem hafa einhvera reynslu af svona tækjum?
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Smá 6x6 umræða
Sæll nú vandast málið hvernig bíla ertu með í huga 6x6 ram á 38 og 80 Cruser á 44 eða?
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Smá 6x6 umræða
Sælir fyrir mér og af minni reynslu td. raminn hér og valpinn báðir 6x6 þá fer þetta eftir færi. Valpinn minn 6x6 á 38" ólestaður var ekki góður í snjó nema djúpri mjöll og krapa ef ég hefði átt 44" 4x4 Valp þá hefði sá bíll drifið meira og verð skemmtilegri í snúningum og hjakki. 6x6 Raminn að mínu mati ef hann væri á 38" væri hann duglegri á 38 en 4x4 á 44 finnst mér. Þó er þetta allt háð færi og aðstæðum brekkum skörum krapa og lestun. Vont að svara þessu rétt finnst mér kveðja guðni
Re: Smá 6x6 umræða
Hérna er "dekkjareiknir" frá að mig minnir eigenda GJárn. Ágætis tafla sem inniheldur fullt af mældum stærðum á dekkjum, ég bætti við reit fyrir fjölda dekkja og setti inní flotstuðuls jöfnuna hjá honum.
Þarna sérðu allavega muninn á flotinu milli 6x38" og 4x44". Svo er vanarlega meiri klifurgeta á 6x6 þar sem 4 dekk taka flotið í brekkunni og aftasta hásingin vanarlega aftar en á 4x4 bíl.
Ég er reyndar ótarlegur 6x6 pervert og hef alltaf verið hrifinn af þeirri pælingu :)
Þarna sérðu allavega muninn á flotinu milli 6x38" og 4x44". Svo er vanarlega meiri klifurgeta á 6x6 þar sem 4 dekk taka flotið í brekkunni og aftasta hásingin vanarlega aftar en á 4x4 bíl.
Ég er reyndar ótarlegur 6x6 pervert og hef alltaf verið hrifinn af þeirri pælingu :)
Kveðja, Birgir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Smá 6x6 umræða
Svo má líka ekki gleyma að maður er bara að bæta við floti og gripi án þess að auka mótstöðu mikið með 6x6, þar sem sporið breikkar ekki, aftur á móti eins og þegar menn fara í 46" og þannig dekk þá er jú grip og flot nóg, en mótstaðan við snjóinn orðinn alveg hrikaleg samanborið við 38".
Þessi reiknir er ágætur en finnst þetta full mikil einföldun, þar sem dekk bælast mjög mismunandi og eru þá radial dekk oftast að bælast betur, en ágætis viðmið.
Með brekkugetuna, er það nú ekki oft þannig að menn eru ekkert í vandræðum að drífa en um leið og hallar örlítið upp þá er allt fast, held að 6x6 myndi koma mjög sterkt inn þar.
Guðni, hvað var Volvoinn að vikta hjá þér?
Þessi reiknir er ágætur en finnst þetta full mikil einföldun, þar sem dekk bælast mjög mismunandi og eru þá radial dekk oftast að bælast betur, en ágætis viðmið.
Með brekkugetuna, er það nú ekki oft þannig að menn eru ekkert í vandræðum að drífa en um leið og hallar örlítið upp þá er allt fast, held að 6x6 myndi koma mjög sterkt inn þar.
Guðni, hvað var Volvoinn að vikta hjá þér?
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Smá 6x6 umræða
Sælir hann vigtað 2500kg með skúfunni og ekkert á pallinum. Setti á hann 400kg og þá lagaðist hann veruleg fannst mér. Þetta er duglegt á brekkuna ef það er nægt afl og gíring á bakvið það. Í dag mundi ég aldrei hugsa um 6x6 á einhverjum smá jeppa og ekki heldur stórum bíl til að leika mér á. Alltof dýrt dæmi finnst mér á allan hátt í rekstri. En það er nú bara mitt álit. Gunni Kredd og Gunni Júll báðir á 6x6 ram annar 49" og hinn 46" drífa alveg helling og eyða alveg helling af peningum.Það er til Wyllis gulur sem er 6x6 sem lítið hefur borið á og hef ég heyrt að hann drífi og annar rauður með blæju gamall það eru til myndir af þessum bílum og einhverjar dirfgetu sögur. kveðja guðni
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Smá 6x6 umræða
Það er alltaf gaman að spá í 6x6 en það er að sjálfsögðu slatti af þyngd og viðnámi sem bætist við í drifrás.Svo verður kvikindið alveg svakalega stirt og þvingað í beygjum nema að fara út í að setja mismunadrif milli afturöxla og síðan helst að geta lyft í búkkann/öftustu hásinguna,það yrði laaangflottast.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Smá 6x6 umræða
Ræddi þetta eitt sinn við mann sem ferðaðist eitthvað með gula 6x6 38" willys. Sá talaði um að sá guli væri þunglamalegri á allann hátt og færi t.d. styttra í brekkukeppnum (það sem kom mér mest á óvart) en sambærilega búinn willys 4x4 á 38". Hinsvegar hefði hann stundum gert hluti í t.d. krapa sem áttu að vera óhugsandi. Til að gera langa sögu stutta líkti maðurinn bílnum við snjóbíl frekar en jeppa, mikil drifgeta við þungar aðstæður en hægari við flestar aðstæður og þungur í rekstri m.v. 4x4 jeppa. Þetta er s.s. allt haft eftir öðrum manni, þekki þetta hreinlega ekki sjálfur.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Smá 6x6 umræða
Afhverju eru menn ekki með þetta á loftpúðum og síðan glussatjakka (sem er smellt frá og festir uppí grind þegar hásingin er niðri) til að hífa hásingu upp?
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Smá 6x6 umræða
Bara hafa loft á búkkann líka miklu einfaldara og geta svo aðeins lyft í til að fá meira trakk á öxulinn kúl.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Smá 6x6 umræða


Svona er þetta meðal annars á studebaker og mörgum öðrum bílum eftir stutt gúggl. Er þetta ekki langbesta lausnin? Ætli þetta slái ekki framdrifinu og aftasta drifinu út á sama tíma, og drifið því aðeins á miðhásingunni?
Best er líka að reyna að halda fjaðraðri vigt sem minnstri. Það þarf að vera mjög sterkur búnaður sem heldur millikassa við hásinguna þegar þetta fjaðrar og hristist, sem kemur auðvitað fram í aukinni fjaðrani vigt...
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Smá 6x6 umræða
Ég er aðeins búinn að pæla í þessu og enda alltaf á því að finnast það skynsamlegast að hafa öll dekk á sjálfstæðri fjöðrun. Það væri þá hægt að taka einhverskonar millikassa og setja á milli afturdrifanna og sleppa niðurgírun þar. Sitt hvoru megin á millikassann myndu afturdrifin festast. Það sem fengist með þessu væri skemmtilegri fjöðrun útaf lægri ófjaðraðri þyngd (lygilega algengt vandamál í 4 hjóla jeppum, hvað þá 6 hjóla!). Líka hægt að hafa styttra á milli dekkjanna án þess að það væri til vandræða, sjálfstæð fjöðrun hreyfist þráðbeint upp og niður. Og bara eitt afturdrifskapt.
Sá bíll sem ég myndi vilja prófa þetta á væri Suzuki Jimny á 35"! Væri hægt að nota t.d. Land Cruiser 80 sídrifsmillikassa á milli afturdrifanna og Hiace afturdrif og öxla, og jafnvel blaðfjaðrir á milli spyrnanna og fá þannig (svipað og Pinzgauer) misfjöðrun milli dekkjanna á sömu hlið. Ef maður vill vera flottur á því væri hægt að hafa loftpúða og tengja hafa þá samtengda sitt hvoru megin (eins og það er held ég í rauða Pinzgauernum sem er til hérna á Íslandi)
Túrbínu á vélina og sjálfstæða fjöðrun að framan. Eða maður gæti bara klárað ókláraða 4 hjóla jeppaverkefnið og farið út að leika, en hey, það er alltaf gaman að pæla aðeins.
Svona er þetta í Pinzgauer. Öxlarnir lokaðir inní röri og svakaflott allt saman.

Sá bíll sem ég myndi vilja prófa þetta á væri Suzuki Jimny á 35"! Væri hægt að nota t.d. Land Cruiser 80 sídrifsmillikassa á milli afturdrifanna og Hiace afturdrif og öxla, og jafnvel blaðfjaðrir á milli spyrnanna og fá þannig (svipað og Pinzgauer) misfjöðrun milli dekkjanna á sömu hlið. Ef maður vill vera flottur á því væri hægt að hafa loftpúða og tengja hafa þá samtengda sitt hvoru megin (eins og það er held ég í rauða Pinzgauernum sem er til hérna á Íslandi)
Túrbínu á vélina og sjálfstæða fjöðrun að framan. Eða maður gæti bara klárað ókláraða 4 hjóla jeppaverkefnið og farið út að leika, en hey, það er alltaf gaman að pæla aðeins.
Svona er þetta í Pinzgauer. Öxlarnir lokaðir inní röri og svakaflott allt saman.

-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Smá 6x6 umræða
Freyr wrote:Ræddi þetta eitt sinn við mann sem ferðaðist eitthvað með gula 6x6 38" willys. Sá talaði um að sá guli væri þunglamalegri á allann hátt og færi t.d. styttra í brekkukeppnum (það sem kom mér mest á óvart) en sambærilega búinn willys 4x4 á 38". Hinsvegar hefði hann stundum gert hluti í t.d. krapa sem áttu að vera óhugsandi. Til að gera langa sögu stutta líkti maðurinn bílnum við snjóbíl frekar en jeppa, mikil drifgeta við þungar aðstæður en hægari við flestar aðstæður og þungur í rekstri m.v. 4x4 jeppa. Þetta er s.s. allt haft eftir öðrum manni, þekki þetta hreinlega ekki sjálfur.
Kv. Freyr
Sæll Freyr akkúrat upplifði ég þetta svona. Þetta er fínt í vörubílum og svo bara að fá sér snjóbíl með jappanum
Re: Smá 6x6 umræða
Steyer sem framleiddi Pinzgauer fyrir margt löngu, framleiðir G Benz í dag í 6x6 útfærslu og hafa lagt til hliðar allt sem líkist Pizgauer sem var með part time millikassa og afturdrifin fastengd saman.
Drifkerfið í 6x6 G Benz er það sama og í 6x6 Sprinter þ.e. sídrifs millikassi sem splittar torkinu 30% fram og 70% aftur.
Á miðjuhásingunni er síðan mismunardrif sem skilar 40% í miðjuhásinguna og þau 30% sem eftir eru fara svo í öftustu hásinguna.
Þessi uppsetning veldur því að bíllin stýrir víst nokkuð lipurlega þangað til farið er að læsa e-h af þessum 5 mismunadrifum.
Eldsneytisnotkun og dekkjalíf er víst í lagi með þessari uppsetningu sem er þvingunarlaus í venjulegum akstri.
Langsum mismunadrifið í miðhásingunni er fra Oberaigner og lílega væri 6x6 Oberaigner Sprinter (sem er "hilluvara") með sama drifkerfi á 38" mun vænlegri gripaflutningavagn heldur en þessir 46" Sprinterar sem maður hefur séð í umferðinni og minna einna helst á hænur á stultum vegna sóðalegrar upphækkunar.
Drifkerfið í 6x6 G Benz er það sama og í 6x6 Sprinter þ.e. sídrifs millikassi sem splittar torkinu 30% fram og 70% aftur.
Á miðjuhásingunni er síðan mismunardrif sem skilar 40% í miðjuhásinguna og þau 30% sem eftir eru fara svo í öftustu hásinguna.
Þessi uppsetning veldur því að bíllin stýrir víst nokkuð lipurlega þangað til farið er að læsa e-h af þessum 5 mismunadrifum.
Eldsneytisnotkun og dekkjalíf er víst í lagi með þessari uppsetningu sem er þvingunarlaus í venjulegum akstri.
Langsum mismunadrifið í miðhásingunni er fra Oberaigner og lílega væri 6x6 Oberaigner Sprinter (sem er "hilluvara") með sama drifkerfi á 38" mun vænlegri gripaflutningavagn heldur en þessir 46" Sprinterar sem maður hefur séð í umferðinni og minna einna helst á hænur á stultum vegna sóðalegrar upphækkunar.
Re: Smá 6x6 umræða
Ég þekki eitthvað til þessara hluta; ég smíðaði undirvagninn í Gula 6x6 willysinum hans Guðjóns Egils hér á Selfossi. Við ferðuðumst talsvert mikið saman og ég hef að auki nokkrum sinnum fengið hann lánaðan í vetrarferðir. Ég þekki því gripinn ágætlega og hvernig hann virkar. En af því að mér er málið skylt þá er ég tæplega hlutlaus í lýsingum. :)
Við skulum bara orða þetta svona; Gamli gulur á sínum 6 x 38" radial mudder drífur mun meira í dæmigerðum sjó en dæmigerður 44" bíll. Stundum er munurinn hverfandi, stundum gríðarlegur - það fer eftir færi og náttúrulega hvernig bíl um er að ræða.
Ég man t.d. eftir ferðum þar sem léttir 44 bílar stóðu þeim Gula fast á sporði og mátti ekki á milli sjá hvor dreif meira, eða kannski öllu heldur, hvor komst hraðar í þungu færi. Í svipinn man ég ekki eftir neinu tilfelli þar sem einhver 44" bíll sýndi yfirburði yfir þann Gula, eða komst eitthvað sem hann komst ekki. En hinar ferðirnar eru bara miklu fleiri þar sem hann hafði klára yfirburði og stundum alveg ótrúlega mikla og var í því að búa til för fyrir t.d. 44" bíla sem komust lítið áfram eða hreinlega ekki neitt utan við förin. Hann hefur alltaf staðið sig vel þegar færið nógu og vont.
Heilt yfir þá er hann gríðarlega duglegur í brekkum, sem er ekki slæmt þegar litið er til þess að hann er ekkert sérstaklega lágt gíraður: á 4:10 drifum, með 1:2 í millikassa en reyndar 1:7 í fyrsta gír. Í brekkum hjálpar auka-afturhásingin augljóslega mikið, en af því að spurt er um samanburð við 44" bíla er rétt að benda á að öll 44" dekk (hingað til, því miður) eru diagonal og þau skila oft á tíðum lélegu gripi m.v radial. Gott dæmi um hvernig þetta virkar er þegar ég skrapp á honum upp á Heklu, það tók mjög fljótt af: 10 mínútur í botni í 2. gír í lága drifinu. Ferðafélagarnir voru á tveimur Patrolum á 44" D.C Þeir komust ekki upp fyrsta hjallann einu sinni, þau höfðu ekkert grip í hjarnið sem var á Heklunni þann daginn.
Síðan er annað einkenni á 6 hjóla bílunum sem er mikil dráttargeta. Sá guli dregur fantavel, þar jarðar hann langflesta 44" bíla.
Þannig að sem svar við upphaflegri spurningu: Þá drífa 6 stk 38" radial betur en 4 stk. 44" - allavega í bílum sem eru milli 2-3 tonn. Ekki endilega alltaf, en oftast er það þannig.
Við skulum bara orða þetta svona; Gamli gulur á sínum 6 x 38" radial mudder drífur mun meira í dæmigerðum sjó en dæmigerður 44" bíll. Stundum er munurinn hverfandi, stundum gríðarlegur - það fer eftir færi og náttúrulega hvernig bíl um er að ræða.
Ég man t.d. eftir ferðum þar sem léttir 44 bílar stóðu þeim Gula fast á sporði og mátti ekki á milli sjá hvor dreif meira, eða kannski öllu heldur, hvor komst hraðar í þungu færi. Í svipinn man ég ekki eftir neinu tilfelli þar sem einhver 44" bíll sýndi yfirburði yfir þann Gula, eða komst eitthvað sem hann komst ekki. En hinar ferðirnar eru bara miklu fleiri þar sem hann hafði klára yfirburði og stundum alveg ótrúlega mikla og var í því að búa til för fyrir t.d. 44" bíla sem komust lítið áfram eða hreinlega ekki neitt utan við förin. Hann hefur alltaf staðið sig vel þegar færið nógu og vont.
Heilt yfir þá er hann gríðarlega duglegur í brekkum, sem er ekki slæmt þegar litið er til þess að hann er ekkert sérstaklega lágt gíraður: á 4:10 drifum, með 1:2 í millikassa en reyndar 1:7 í fyrsta gír. Í brekkum hjálpar auka-afturhásingin augljóslega mikið, en af því að spurt er um samanburð við 44" bíla er rétt að benda á að öll 44" dekk (hingað til, því miður) eru diagonal og þau skila oft á tíðum lélegu gripi m.v radial. Gott dæmi um hvernig þetta virkar er þegar ég skrapp á honum upp á Heklu, það tók mjög fljótt af: 10 mínútur í botni í 2. gír í lága drifinu. Ferðafélagarnir voru á tveimur Patrolum á 44" D.C Þeir komust ekki upp fyrsta hjallann einu sinni, þau höfðu ekkert grip í hjarnið sem var á Heklunni þann daginn.
Síðan er annað einkenni á 6 hjóla bílunum sem er mikil dráttargeta. Sá guli dregur fantavel, þar jarðar hann langflesta 44" bíla.
Þannig að sem svar við upphaflegri spurningu: Þá drífa 6 stk 38" radial betur en 4 stk. 44" - allavega í bílum sem eru milli 2-3 tonn. Ekki endilega alltaf, en oftast er það þannig.
Síðast breytt af olei þann 24.mar 2013, 21:02, breytt 2 sinnum samtals.
Re: Smá 6x6 umræða
Freyr wrote:Ræddi þetta eitt sinn við mann sem ferðaðist eitthvað með gula 6x6 38" willys. Sá talaði um að sá guli væri þunglamalegri á allann hátt og færi t.d. styttra í brekkukeppnum (það sem kom mér mest á óvart) en sambærilega búinn willys 4x4 á 38". Hinsvegar hefði hann stundum gert hluti í t.d. krapa sem áttu að vera óhugsandi. Til að gera langa sögu stutta líkti maðurinn bílnum við snjóbíl frekar en jeppa, mikil drifgeta við þungar aðstæður en hægari við flestar aðstæður og þungur í rekstri m.v. 4x4 jeppa. Þetta er s.s. allt haft eftir öðrum manni, þekki þetta hreinlega ekki sjálfur.
Kv. Freyr
Þessi lýsing er ekki fjarri lagi, utan við brekkukeppnirnar. Þeir eru ekki mjög margir sem sigra þann Gula þar nema við einhverjar sérstakar aðstæður þar sem kraftur og léttleiki er aðalmálið.
En hann er mjög ólík græja að keyra og nota en venjulegur 38" willys. Þunglamalegri og allt öðruvísi í öllum hreyfingum. Og já - hann ansi drykkfelldur líka.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Smá 6x6 umræða
Hvaða rella ýtir þeim Gula áfram? Gaman væri að skyggnast inní smíðamyndir, eða einhverskonar undirvagnsmyndir af honum líka :)
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Smá 6x6 umræða
elliofur wrote:Hvaða rella ýtir þeim Gula áfram? Gaman væri að skyggnast inní smíðamyndir, eða einhverskonar undirvagnsmyndir af honum líka :)
Upphaflega var í honum 350 GM sem - fyrir slysni- fékk svo háa þjöppu að hann gekk einungis á flugvélabensíni. Síðar var sett í hann 350 TBI (throttle body injection). Það munar einum gír hvað hún er slappari en sú háþrýsta.
Ég á því miður engar smíðamyndir af honum.
-
- Innlegg: 63
- Skráður: 13.okt 2011, 21:07
- Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
- Bíltegund: Pajero
- Staðsetning: Reykhólar
Re: Smá 6x6 umræða
eitthverstaðar sá ég kit sem var hæt að fá í eitthverjara hásingar þar sem það kom bara úrtak aftan á hásinguna líka
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Re: Smá 6x6 umræða
Tók myndir af gula á selfossi vorið 2008:










-
- Innlegg: 93
- Skráður: 19.mar 2011, 21:09
- Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: Smá 6x6 umræða
Nú vaknar upp smá forvitnis spurning hjá mér, þar sem maður er nú til þess að gera nýlega farin að spá og fylgjast með í þessum jeppa bransa
Er þessi 6 hjóla guli jeep í fullu fjöri enn þann dag í dag?
Er þessi 6 hjóla guli jeep í fullu fjöri enn þann dag í dag?
Re: Smá 6x6 umræða
Plötustaða er "á ökutæki" og sami eigandi síðan '90 svo ég veðja á að hann sé í fullu fjöri
Re: Smá 6x6 umræða
Jebb, hann er klár í næstu ferð.
Re: Smá 6x6 umræða
Flott!
Re: Smá 6x6 umræða
Ólafur, ertu til í að lýsa stuttlega hvernig stífurnar að aftan eru uppsettar? Er stífan afturúr A stífunni eina efri stífan á öftustu hásingu og sést svo glitta í þverstífuturn fyrir þá öftustu?
Freyr
Freyr
Re: Smá 6x6 umræða
Freyr wrote:Ólafur, ertu til í að lýsa stuttlega hvernig stífurnar að aftan eru uppsettar? Er stífan afturúr A stífunni eina efri stífan á öftustu hásingu og sést svo glitta í þverstífuturn fyrir þá öftustu?
Freyr
Já, rétt hjá þér.
Hann er með tvær neðri stífur á fremri hásingunni og svo A stífu að ofan - svipað og Range Rover að aftan.
Á aftari hásingunni er hann með tvær neðri stífur - sem tengjast í fremri hásinguna. Á miðjum þeim stífum er loftpúðinn. (það eru bara 2 púðar að aftan)
Það er síðan ein stífa að ofan sem tekur veltinginn á hásingunni og hún tengist í A stífuna á þeirri fremri. Loks er dæmigerð þverstífa fyrir hliðar slagið.
Upphaflega var A stífa á aftari hásingunni sem festist í grindina. Gaui breytti þessu eftir nokkur ár vegna þess að við vissar aðstæður kom óheppilegt brot á hjöruliðinn við pinioninn á henni.
Ég mundi smíða þetta svolítið öðruvísi í dag :)
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Smá 6x6 umræða
http://differentialeng.com/InstalledVehicles.htm
hérna er linkur hjá einum sem framleiðir gegnumgangandi hásingu
hérna er linkur hjá einum sem framleiðir gegnumgangandi hásingu
-
- Innlegg: 181
- Skráður: 26.apr 2011, 13:41
- Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
- Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80
Re: Smá 6x6 umræða
Sælir
Þetta er flott umræða.
Ólafur hvernig var fjöðrunin að koma út að aftan með þessari útfærslu, þ.e. halfgerð veltihásing að aftan. Maður mydni ætla að þessi fjöðrun ætti að koma vel út.
Þú segir að þú myndir gera þetta öðruvísi í dag, hverju myndir þú helst breyta?
Annað hvað telja menn að þetta sé að auka mikið álag á vél með tilheyrandi eldseytis eyðslu, 10% , 20 % 30 %?
Spurning hvort hægt sé að komast upp með' veikari hásingu aftast ef menn koma fyrir tork splitt mismunardifi á milli þeirra þannig að miðju hásingin sjái mesta torkið.
kv
KFS
Þetta er flott umræða.
Ólafur hvernig var fjöðrunin að koma út að aftan með þessari útfærslu, þ.e. halfgerð veltihásing að aftan. Maður mydni ætla að þessi fjöðrun ætti að koma vel út.
Þú segir að þú myndir gera þetta öðruvísi í dag, hverju myndir þú helst breyta?
Annað hvað telja menn að þetta sé að auka mikið álag á vél með tilheyrandi eldseytis eyðslu, 10% , 20 % 30 %?
Spurning hvort hægt sé að komast upp með' veikari hásingu aftast ef menn koma fyrir tork splitt mismunardifi á milli þeirra þannig að miðju hásingin sjái mesta torkið.
kv
KFS
Re: Smá 6x6 umræða
Þessi úgáfa af fjöðrun kemur að sumu leiti skemmtilega út. Hún jafnar mjög vel út ójöfnur og hann er mjög mjúkur og þægilegur að aftan í ósléttu. Og hann trakkar mjög vel. Hún er samt barn síns tíma og mætti vera slaglengri og það hefur verið svolítið viðhald á drifsköftum undir honum. Liðirnir eru ekki að starfa við optimal aðstæður.
Ég hef verið t.d verið að velta því fyrir mér að afnema 4 linkið á aftari hásingunni og setja á hana stífur, sambærilegar við Range Rover/Patrol framstífur, sem festust beint í fremri hásinguna. Drifskaftsupphengjan er á fremri hásingunni og með svoleiðis stífum væri kominn fastur pinionhalli á þá aftari þannig að hún miðaði pinion alltaf beint í upphengjuna. Með tvöfaldan hjörulið við upphengjuna ætti það skaft að vera til friðs með möguleika á lengra fjöðrunarsviði.
Það er síðan spurning hvernig maður mundi smíða þetta í dag: það fer eftir því hvernig bíll þetta væri og í hvað ætti að nota hann.
Það sem ég tel vera stærsta málið í svona 6x6 bíl sem á að vera ofur snjógræja er þyndardreifing. Sá Guli er t.d tómur 1200 kg að framan en síðan ekki nema 500 kg á hvora afturhásingu. Það er augljóst að ef honum er ekið í snjó tómum þá er þessi framöxull óþarflega þungur. Það sem jafnar þetta út að hluta til er að bensíntakurinn (300L) er alveg aftast í grindinni og farþegar/farangur lestar hann meira að aftan. Hér er komin skýring á því af hverju 6x6 bílar drífa alveg jafn vel, ef ekki betur, þegar þeir eru fullir af farþegum og dóti. Líka af hverju þeir standa sig vel í brekkum.
Ein hugmynd er að keyra fremri afturhásinguna eins framarlega og hægt er til að taka þyngd af framhásingunni. Þá eru líkur á því að bíllinn yrði heldur óstýrlátur á vegi og því heppilegt að hafa hana sem einskonar búkka sem hægt væri að lyfta upp og keyra græjuna eingöngu á aftari hásingunni. Slík útfærsla útheimtir að sjálfsögðu ólíkt fjöðrunarkerfi.
Það er erfitt að segja hvað 6x6 bætir mikið við í eyðslu, 30% gæti verið nærri lagi. 6 hjóla bílar eru miklu þyngri en sambærilegir 4 hjóla og reyndar oftast meira dót í þeim og fleiri farþegar.
Ég hef verið t.d verið að velta því fyrir mér að afnema 4 linkið á aftari hásingunni og setja á hana stífur, sambærilegar við Range Rover/Patrol framstífur, sem festust beint í fremri hásinguna. Drifskaftsupphengjan er á fremri hásingunni og með svoleiðis stífum væri kominn fastur pinionhalli á þá aftari þannig að hún miðaði pinion alltaf beint í upphengjuna. Með tvöfaldan hjörulið við upphengjuna ætti það skaft að vera til friðs með möguleika á lengra fjöðrunarsviði.
Það er síðan spurning hvernig maður mundi smíða þetta í dag: það fer eftir því hvernig bíll þetta væri og í hvað ætti að nota hann.
Það sem ég tel vera stærsta málið í svona 6x6 bíl sem á að vera ofur snjógræja er þyndardreifing. Sá Guli er t.d tómur 1200 kg að framan en síðan ekki nema 500 kg á hvora afturhásingu. Það er augljóst að ef honum er ekið í snjó tómum þá er þessi framöxull óþarflega þungur. Það sem jafnar þetta út að hluta til er að bensíntakurinn (300L) er alveg aftast í grindinni og farþegar/farangur lestar hann meira að aftan. Hér er komin skýring á því af hverju 6x6 bílar drífa alveg jafn vel, ef ekki betur, þegar þeir eru fullir af farþegum og dóti. Líka af hverju þeir standa sig vel í brekkum.
Ein hugmynd er að keyra fremri afturhásinguna eins framarlega og hægt er til að taka þyngd af framhásingunni. Þá eru líkur á því að bíllinn yrði heldur óstýrlátur á vegi og því heppilegt að hafa hana sem einskonar búkka sem hægt væri að lyfta upp og keyra græjuna eingöngu á aftari hásingunni. Slík útfærsla útheimtir að sjálfsögðu ólíkt fjöðrunarkerfi.
Það er erfitt að segja hvað 6x6 bætir mikið við í eyðslu, 30% gæti verið nærri lagi. 6 hjóla bílar eru miklu þyngri en sambærilegir 4 hjóla og reyndar oftast meira dót í þeim og fleiri farþegar.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Smá 6x6 umræða
Sælir félagar þessi fjöðrun fannst mér ekki slæm í Valpinum að aftan virkaði vel í skörum og þúfum og fleiru
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Smá 6x6 umræða
Takk fyrir góð svör Ólafur og allir sem hafa kommentað hér, góð umræða.
En hvernig er hann í stýri úti á götu sá guli? Veit að það er töluverð slip sem verður á afturhjólunum í svona bílum, bara spá hvað maður finnur fyrir því þar sem þeir eru frekar léttir að aftan, annað en t.d. vöruflutningabílar sem eru sexhjóla?
Svo með að hífa upp aftari hásinguna (eitthvað sem mér fannst mjög sniðugt) er kannski ekki svo góð hugmynd þar sem þá yrði afturhásingin sem eftir stæði vafalaust með meiri öxulþunga en framhásingin og það eykur "oversteer" ekki alveg það sem maður vill á jeppa, tala nú ekki um í hálku. Fyrir utan að þá væri meira mekkanó að aftan og örugglega þyngra en ella.
Svo er það að setja framhásingu með glussatjakk og láta hana beygja með, eins og menn hafa væntanlega séð á vöruflutningabílum, veit að menn lofsama þanng búnað í þeim geira, bílarnir verða mun meðfærilegri.
En hvernig er hann í stýri úti á götu sá guli? Veit að það er töluverð slip sem verður á afturhjólunum í svona bílum, bara spá hvað maður finnur fyrir því þar sem þeir eru frekar léttir að aftan, annað en t.d. vöruflutningabílar sem eru sexhjóla?
Svo með að hífa upp aftari hásinguna (eitthvað sem mér fannst mjög sniðugt) er kannski ekki svo góð hugmynd þar sem þá yrði afturhásingin sem eftir stæði vafalaust með meiri öxulþunga en framhásingin og það eykur "oversteer" ekki alveg það sem maður vill á jeppa, tala nú ekki um í hálku. Fyrir utan að þá væri meira mekkanó að aftan og örugglega þyngra en ella.
Svo er það að setja framhásingu með glussatjakk og láta hana beygja með, eins og menn hafa væntanlega séð á vöruflutningabílum, veit að menn lofsama þanng búnað í þeim geira, bílarnir verða mun meðfærilegri.
Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Smá 6x6 umræða
Sá Guli er bara keyrður með drif á fremri afturhásingunni í vegkeyrslu. Þeirri aftari er slegið út til að minnka þvingun. Hann er vissulega svolítið spes í akstri, maður finnur að hann er frekar á því að fara beint, en það háir honum ekki í vegkeyrslu. Maður getur alveg notið útsýnisins á þjóðvegunum og hann er nokkuð stilltur á vegi og alveg þokkalegur í hálku.
Við bjuggumst við mikilli þvingun og veseni í innanbæjarsnatti - ekki ósvipað og þú ert að pæla Hjörtur - en sá ótti reyndist ástæðulaus. Jú - ef lagt er á í borð á þurru malbiksplani þá verður svolítið gúmí eftir á því og kannski heyrist smá baul í túttunum, en hann beygir fínt. Það litla sem hann er notaður innanbæjar er ekkert vandamál og snúningsradíusinn ekkert sérlega stór þar sem hann snýr sér meira um fremri afturhásinguna.
Í svona bíl er ástæðulaust að velta fyrir sér beygjum á afturöxli, allavega miðað við reynsluna af þeim Gul og IceCool.
Við bjuggumst við mikilli þvingun og veseni í innanbæjarsnatti - ekki ósvipað og þú ert að pæla Hjörtur - en sá ótti reyndist ástæðulaus. Jú - ef lagt er á í borð á þurru malbiksplani þá verður svolítið gúmí eftir á því og kannski heyrist smá baul í túttunum, en hann beygir fínt. Það litla sem hann er notaður innanbæjar er ekkert vandamál og snúningsradíusinn ekkert sérlega stór þar sem hann snýr sér meira um fremri afturhásinguna.
Í svona bíl er ástæðulaust að velta fyrir sér beygjum á afturöxli, allavega miðað við reynsluna af þeim Gul og IceCool.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Smá 6x6 umræða
Hafiði mælt hvað stendur miki þyngd á hvorri afturhásingu?
Er að spá ef þetta er sett upp eins og í þessum gula hvort það hvíli ekki meiri þyngd á fremri afturhásingunni?
EDIT: reyndar er örugglega jafnt á þeim gula, er að spá þá ef menn eru með sér púða fyrir fram og aftur-afturhásingar, þá ætti sú fremri að bera meira, myndi maður halda.
Ef maður væri með þær á búkka myndi álagið vafalaust dreifast jafnt, en veit ekki alveg hvernig þannig búnaður væri í ófærum, er eitthver með þannig útfærslu hjá sér haldiði?
Er að spá ef þetta er sett upp eins og í þessum gula hvort það hvíli ekki meiri þyngd á fremri afturhásingunni?
EDIT: reyndar er örugglega jafnt á þeim gula, er að spá þá ef menn eru með sér púða fyrir fram og aftur-afturhásingar, þá ætti sú fremri að bera meira, myndi maður halda.
Ef maður væri með þær á búkka myndi álagið vafalaust dreifast jafnt, en veit ekki alveg hvernig þannig búnaður væri í ófærum, er eitthver með þannig útfærslu hjá sér haldiði?
Dents are like tattoos but with better stories.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Smá 6x6 umræða
Hvað finnst mönnum um svona? er maður endanlega búinn að missa vitið? :)


Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Smá 6x6 umræða
Það borgar sig sennilega Hjörtur, að hafa líka stífur og skaft í aftari hásinguna svo hún verði ekki eftir ;)
Kveðja, Birgir
Re: Smá 6x6 umræða
Hjörtur, er ekki málið að hafa miðjuhásinguna rétt fyrir aftan fram huðarnar?
Gætir jafnvel skellt farþegahurðinni á milli afturhásinga, og bætt við glugga á milli hurða!
Gætir jafnvel skellt farþegahurðinni á milli afturhásinga, og bætt við glugga á milli hurða!
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 02.mar 2011, 19:34
- Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
- Bíltegund: Chevrolet K2500
- Staðsetning: Vík í Mýrdal
- Hafa samband:
Re: Smá 6x6 umræða
ákvað að hrista upp gamlan þráð í staðinn fyrir að búa til nýjan
http://www.patrol4x4.com/forum/members- ... atrol-112/
http://www.patrol4x4.com/forum/members- ... atrol-112/
Re: Smá 6x6 umræða
Óþarflega langur rass á þessum kannski fyrir minn smekk allavega.
Sniðug hugmynd samt að setja bara pall aftaná frekar en að lengja boddí. Leiðinlegt að ganga um skottið kannski, en fer eftir aftursæta frágangi samt hvernig það fúnkerar framan úr bíl.
Allavega fínt að hafa pallinn fyrir varadekk, kaðla, eldsneyti í lausu, leiðinlega farþega og þessháttar :-)
kv
G
Sniðug hugmynd samt að setja bara pall aftaná frekar en að lengja boddí. Leiðinlegt að ganga um skottið kannski, en fer eftir aftursæta frágangi samt hvernig það fúnkerar framan úr bíl.
Allavega fínt að hafa pallinn fyrir varadekk, kaðla, eldsneyti í lausu, leiðinlega farþega og þessháttar :-)
kv
G
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Smá 6x6 umræða
Svo má ekki gleyma Rauða æxlinu hanns Nonna Reynis
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur