Ég átti eftir að setja inn mynd af pústinu fullbúnu og máluðu með grillspreyi. Pústhitamælir eftir túrbínu, á eftir að setja annan skynjara fyrir túrbínu. Ætla að hafa tvo í tilraunaskyni.

Vatnskassaviftur komnar á sinn stað, á bara eftir að mála. Ég notaði hluta af grindinni sem fylgdi viftunni sem er úr saab, hitt smíðaði ég. Tvær svona, alveg eins, önnur framaná kassanum og hin aftaná.

Vinstri viftan hér, hún er fyrir aftan kassann.

Hægri viftan er hér, hún er fyrir framan vatnskassa. Plássið er að verða af skornum skammti.

Ekki er mikið pláss í afgang.

Flottur er hann úti í sólinni, kominn á stór dekk að aftan.
