Sælir félagar, nú er ég að vandræðast. Er að skoða það að fá mér aftur breyttan jeppa, 38" og bauðst musso sport og þá bíla þekki ég ekki. Hef bara átt toyotur og ford. Nú þegar maður skoðar verðmun á cruser/hilux og á musso sport þá er sá munur mikill og því jú verð á toyotum og breyttum bílum almennt er orðið algert rugl. Segið mér sem þekki til eru þessir bílar að virka þokkalega, vél/drifbúnaður er eitthvað sem þarf að hræðast sérstaglega við þessa bíla eða á ég bara að gleyma þessari tegund. ??
Mbk Tóti.
Musso Sport 38" ???
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Musso Sport 38" ???
Ef þú þekkir þessa bíla illa, láttu þá einhvern líta á hann sem þekkir til.
Á Bifreiðaverkstæði Grafarvogs þjónusta þeir Musso og myndu örugglega söluskoða hann fyrir þig.
Á Bifreiðaverkstæði Grafarvogs þjónusta þeir Musso og myndu örugglega söluskoða hann fyrir þig.
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 22.okt 2011, 00:15
- Fullt nafn: Reynir Hilmarsson
- Bíltegund: Musso 39,5-44"
- Staðsetning: Húsavík
Re: Musso Sport 38" ???
Ég mundi kaupa hann ekki seinna en strax ef það er þessi!!!
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
Reynir Hilmarsson Húsavík.
Re: Musso Sport 38" ???
Já ég ætla að viðurkenna að þessi lítur ekkert illa út og virðist skemmtilega breyttur á góðu verði.
Ég hef átt 2x Musso með 2,9 diesel, man ekki árgerðir og þetta voru þeir bílar sem voru ódýrastir í rekstri af þeim jeppum sem ég hef átt.
Ég hef átt 2x Musso með 2,9 diesel, man ekki árgerðir og þetta voru þeir bílar sem voru ódýrastir í rekstri af þeim jeppum sem ég hef átt.
-
- Innlegg: 92
- Skráður: 18.mar 2011, 09:48
- Fullt nafn: Ragnar Rafn Eðvaldsson
- Bíltegund: Wrangler
- Staðsetning: Reykjavík (stundum Djúpivogur)
Re: Musso Sport 38" ???
Ég ek um á 38" 2000 árg af Musso og líkar vel. Keypti hann í haust og þó það sé ekki langur reynslu tími þá hefur hann allavega staðið sig vel í það sem af er.
Kv Ragnar Rafn Eðvaldsson
ragnarrafn@gmail.com
ragnarrafn@gmail.com
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur