Góðan dag,
erum að skipta um bíl og þar sem kærastinn minn þarf mjög rúmgóðan bíl þá fórum við að skoða jeppa. Við fundum einn Musso á Bland sem okkur líst vel á, en við vorum vöruð við að bilanatíðni Musso jeppa væri mjög há. Er það rétt? Hvernig eru Musso-eigendur að fíla bílana sína?
Bíllinn sem um ræðir er 2001 árgerð. Við höfum ekki efni á mikið nýrri bíl.
Á maður að kaupa Musso?
Re: Á maður að kaupa Musso?
Ekki verri en aðrir gamlir jeppar. Varahlutir frekar ódýrir. Bilanir meira smápillerí betra að geta gert við smábilarnir sjálfur
Re: Á maður að kaupa Musso?
Koreubílar fengu strax á sig drasl stimpil. Margir smærri bílar hafa reynst illa en stærri bílarnir virðst endast þokkalega. Ég hef aldrei átt Musso en þekki nokkra sem hafa átt eða eiga slíka bíla ég hef ekki heyrt þá kvarta þótt við sem eigum ekki svona bíla teljum þá vera algjört drasl.
Musso virðist hafa enst þokkalega bila svipað og aðrir bílar og virðast seljast aftur þegar menn þurfa að losa sig við þá. Þetta síðastnefnda segir mér að kostirnir séu fleiri en gallarnir því bílar sem eru með stóra galla detta yfirleitt hratt niður í verði og eru erfiðir í endursölu.
Musso virðist hafa enst þokkalega bila svipað og aðrir bílar og virðast seljast aftur þegar menn þurfa að losa sig við þá. Þetta síðastnefnda segir mér að kostirnir séu fleiri en gallarnir því bílar sem eru með stóra galla detta yfirleitt hratt niður í verði og eru erfiðir í endursölu.
Re: Á maður að kaupa Musso?
Kærar þakkir fyrir athugasemdirnar.
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Á maður að kaupa Musso?
Einn sagði við mig að það hefði hrjáð suma þessa bíla að vera mánudagseintök.
Bílar sem eru enn á götunni eru þeir sem voru framleiddir aðra daga vikunnar og því minna um bras í þeim heldur en öðrum.
Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það :)
Bílar sem eru enn á götunni eru þeir sem voru framleiddir aðra daga vikunnar og því minna um bras í þeim heldur en öðrum.
Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það :)
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Á maður að kaupa Musso?
Ég á tvo svona og kann ágætlega við þá. Sá eldri er keyrður 295 þús hann er 2,9 diesel ekki orginal turbo en er samt kominn með garrett túrbínu úr musso hann er með bens skiptingu. Ég er búinn að keyra þann bíl yfir 100 þús sjálfur og það eina sem hefur klikkað í mótor er að vatnsdælan byrjaði að leka í ca 220 þús og þá skipti ég um hana. Í 250 þús gaf heddpakkning sig fór á milli tímagírs og fremsta cilinders og þá át hann smurolíu en tapaði ekki vatni. Ég reif í sundur þreif allt allt vel og vandlega og setti saman með nýjum boltum og pakkningu allt keypt í Öskju og allt vað frábært. Kostnaður með nýjum keðjusleðum var undir 30 þús. Túrbínan sem var sett í hann þegar hann var nýr gaf upp öndina í ca 260 þús ef ég man rétt, þá skipti ég henni út fyrir garrett sem ég fékk fyrir lítið sú var haug slitin en entist samt um 40 þús og þá fór önnur talsvert betri í. Þannig er hann í dag. þessum bíl breytti ég fyrir 38" þegar hann var keyrður ca 210 þús. Þá bætti ég aðeins við olíuverkið og jók túrbo þrísting og sveraði pústið í 3". Vinnslan er alveg ágæt en maður er jú alltaf að sækjast eftir meira afli. Pabbi átti bílinn á undan mér og keyrði hann ca 100 þús og eina alvarlega biluninn var þegar skiptingin hrundi það var útaf því að hann var að draga alltof þunga kerru og skiptingin hitnaði alltof mikið. Við létum gera hana upp og ég setti mælir á hana og komst að því að kælingin fyrir hana var ekki næg og setti viðbótarkæli á hana síðan þá hefur hún verið til friðs. Yngri bíllinn er 2,9 diesel orginal turbo með B.T.R.A. skiptingu. Sú skipting er með overdrive og lock-up. þessi bíll er óbreittur keyrður 315 þús þann bíll er búið að nota ca 25 þús í minni eigu. Þegar ég fékk hann þá var farinn hjólalega að framan meirihlutin af mælaborðsperunum voru sprungnar og eldsneytismælirinn virkaði ekki. Ég hef ekki gert annað við þann bíl en að laga þessi atriði hjólalegan kostaði ca 15 þús mótstaðan fyrir mælirinn ca 10 þús. Umboðið hefur átt nánast allt til í þetta ef mig hefur vantað eitthvað og er ódýrt miðað við önnur umboð. svo er auðvelt að fá notaða varahluti. Vissulega bilar þetta eins og aðrir bílar en það tekur minna í veskið að redda því á musso en flestum öðrum jeppum og ég hef ekki orðið var við að ég sé að gera við oftar en aðrir.
Re: Á maður að kaupa Musso?
Já þú átt að kaupa Mússó Ef hann er diesel...... ef hann er bensín slepptu því
Pesónulega er ég að elska þessa bíla þeir eru einfaldir að gera við eiða ekki miklu miðað við jeppa í sama stærðarflokki
(dísilvélarnar)
varahlutaverð er mjög hagstætt enda er mikið af bílum sem enda í parta.
ég á einn 1999 og átti einn 1997 (Sem náði 360 þúsund Kram enn í lagi)
sem ég spaðaði í varahluti fyrir nýrri bílinn.
ég tel að þessir bílar eru gríðalega vanmetnir útaf toyotu/ford tísku hérna og að þetta sé sett saman í kóreu þá virðast vera fordómar fyrir þessari tegund en hvað getur klikkað þegar meirihluti kramsins kemur ekki einusinni frá kóreu
Mercedes vélar og skiptingar í eldri bílum
Sjálskiptingar frá Ástralíu í nýrri bílum
Amerískar hásingar (Dana)
og Millikassi frá borg warner (Er mjög virt fyrirtæki í skipabransanum)
með réttu viðhaldi ná dieselvélarnar leikandi 500.000km enda Mercedes rokkar
Ég verð að viðurkenna að það er einn veikleiki í þessum bílum og það er rafkerfið en það er ekkert sem er alvarlegt
en þar sem dieselvélin notar ekki tölfu en bensínbíllin gerir það þá myndi ég forðast bensínbílinn
ég hef séð nokkra til sölu með bilaða tölfu (bensínbílana)
Pesónulega er ég að elska þessa bíla þeir eru einfaldir að gera við eiða ekki miklu miðað við jeppa í sama stærðarflokki
(dísilvélarnar)
varahlutaverð er mjög hagstætt enda er mikið af bílum sem enda í parta.
ég á einn 1999 og átti einn 1997 (Sem náði 360 þúsund Kram enn í lagi)
sem ég spaðaði í varahluti fyrir nýrri bílinn.
ég tel að þessir bílar eru gríðalega vanmetnir útaf toyotu/ford tísku hérna og að þetta sé sett saman í kóreu þá virðast vera fordómar fyrir þessari tegund en hvað getur klikkað þegar meirihluti kramsins kemur ekki einusinni frá kóreu
Mercedes vélar og skiptingar í eldri bílum
Sjálskiptingar frá Ástralíu í nýrri bílum
Amerískar hásingar (Dana)
og Millikassi frá borg warner (Er mjög virt fyrirtæki í skipabransanum)
með réttu viðhaldi ná dieselvélarnar leikandi 500.000km enda Mercedes rokkar
Ég verð að viðurkenna að það er einn veikleiki í þessum bílum og það er rafkerfið en það er ekkert sem er alvarlegt
en þar sem dieselvélin notar ekki tölfu en bensínbíllin gerir það þá myndi ég forðast bensínbílinn
ég hef séð nokkra til sölu með bilaða tölfu (bensínbílana)
-
- Innlegg: 63
- Skráður: 13.okt 2011, 21:07
- Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
- Bíltegund: Pajero
- Staðsetning: Reykhólar
Re: Á maður að kaupa Musso?
ég persónulega myndi ekki kaupa musso en það er einungis smekksatriði ég verð að segja að ég hafði mikkla andúð á þessum bílum og ég þekki menn sem fóru flatt á því að kaupa svona bíl þegar þeir voru verðmætir en í dag er ervit að mæla gegn þeim því þeir sem eftir eru virðast ekki vera neinu verri en fjærskildu frændurnir frá japan en hinnsvegar þá er þetta gamall jeppi og það borgar sig einfaldlegga ekki að eiga svona bíl nema maður hafi getu og kunnátu til að bilanagreina og gera við sjálfur.
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15
Re: Á maður að kaupa Musso?
Hef átt bæði bensín og dísel, báðir mjög fínir bílar, rúmgóðir, gott að keyra þá og sparneytnir!
Mæli eindregið með Musso, en auðvitað er fólk mismunandi, margir sem fíla svona bíla ekki.
Mæli eindregið með Musso, en auðvitað er fólk mismunandi, margir sem fíla svona bíla ekki.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir