Læsing í afturdrif á hilux?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá aggibeip » 25.mar 2014, 11:30

Sælir.

Ég er með 90' hilux á 38" - 2.4 Dísel. Einhversstaðar heyrði ég að það væri einhver original læsing í þessum bílum. Er eitthvað til í því? Hvernig læsing er það þá?

Mig langar annars í handstýrðann lás og langaði mig að vita hvað menn hafa sett í bílana hjá sér og hvað það hefur kostað í heildina að kaupa lásinn og setja hann í.

Kveðja.
Agnar Sæmundsson


Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá Óskar - Einfari » 25.mar 2014, 11:37

Ef þetta er orginal diesel bíll þá þykir mér ansi líklegt að það sé handstýrð rafmagnslæsing í afturdrifinu. Er enginn snúningtakki neinstaðar í mælaborðinu hjá þér sem stendur á DIFF LOCK ?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá Stebbi » 25.mar 2014, 11:46

Kom ekki rafmagnslásinn eitthvað seinna í Hilux. Man ekki eftir '90 árgerð með rafmagnslás nema hann hafi verið settur í eftirá. Og Doublecab kom ekki með diskalás nema SR5 bíllinn sem var 99% bensínbílar. Annars er þessi bíll örugglega búin að sjá eitt eða tvö afturdrif og annað eins af framdrifum um ævina þannig að það getur verið hvað sem er í honum.
Mjög auðvelt að sjá hvort að það er rafmagns eða loflás með því að skoða drifið, annað hvort er rafmagnsmótor utaná eða loftslanga í köggulinn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá sukkaturbo » 25.mar 2014, 12:02

Sælir félagar raflasinn kemur í 1991 disel bílunum og það er lítið mál að gera þá handvirka kveðja guðni

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá Óskar - Einfari » 25.mar 2014, 12:07

okey, ef þetta er ekki raflæstur bíll og þú vilt hafa selective locker þá er um það verlja að verða sér út um raflás og breyta hásingunni fyrir hana. Kostar smá vinnu en er ekkert svo mikið mál. Annar möguleikinn er loftlás, slíkur kostar rúmlega 200þ nýr í dag.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá villi58 » 25.mar 2014, 12:56

Raflás kom ´91 og það var orginal tregðulás í ´90 disel bílnum.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá aggibeip » 25.mar 2014, 14:45

Mig minnir að það sé tregðulás í honum svona þegar þið minnist á það...

Hvar fæ ég annars svona rafmagnslás í þetta? Þetta er original með 5:71 hlutföllum..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá villi58 » 25.mar 2014, 15:11

aggibeip wrote:Mig minnir að það sé tregðulás í honum svona þegar þið minnist á það...

Hvar fæ ég annars svona rafmagnslás í þetta? Þetta er original með 5:71 hlutföllum..

Ég mundi sleppa rafmagnsmótornum og setja lofttjakk, getur notað köggul sem er gerður fyrir mótor.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá Óskar - Einfari » 25.mar 2014, 15:34

aggibeip wrote:Mig minnir að það sé tregðulás í honum svona þegar þið minnist á það...

Hvar fæ ég annars svona rafmagnslás í þetta? Þetta er original með 5:71 hlutföllum..


Rafmagnslás færðu á partasölu, þarft líka að fá stýringuna fyrir mótorinn og passa að mótorinn sé í lagi. Getur líka slept mótornum og látið setja lofttjakk í staðin, þá þarf að græja dælu, loftforðabúr og loftloka.
Einnig er hægt að fá semsetta tilbúna Toyota E-locker héðan: http://www.marlincrawler.com/differential/complete/toyota-electric-equipped
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Læsing í afturdrif á hilux?

Postfrá Óskar - Einfari » 25.mar 2014, 15:42

Bara svo það sé á hreinu að þá er rafmagnslæsing ekki eitthvað sem þú bætir við núverandi drifköggul heldur þarf að fá driköggul með rafmagnslæsingu. Síðan þarf að færa drifhlutfallið á milli eða fá nýtt hlutfall. Til að þetta passi í hásinguna hjá þér þarf síðan skera aðeins úr gatinu svo að læsingargaffallinn komist fyrir, bora og snitta fyrir löngu boltunum. Svona gerði ég þetta á mínum gamla Hilux.
Ef þessi bíll er ennþá á blaðfjöðrum að aftan gæti verið rosalega einfalt og þæginlegt að fá bara tómt hásingarör í sömu breidd með rafmagnslás.
Það er minna svona maus við að setja loftlás í drifið. Þá notarðu sama drifköggul og sama hlutfall. Kambinn þarf að færa á milli og án þess að gefa nokkur loforð þá skilst mér að oft sé hægt að sleppa með því að stilla kampinn aftur en ekki dýptina á pinion. Að vísu er stilling á 5,71 frekar krítísk ef hún á að endast út úr bænum.
Verð á loftlásum í dag er bara óskiljanlegt :(
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur