Hvaða Frostlögur ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stjáni » 06.jan 2011, 09:34

Núna i morgun 6. jan. þegar ég fór út og setti minn cherokee 4.0 í gang fansst mér hitamælirinn vera að stíga heldur hátt þannig ég drap á og opnaði húddið og sá að frosið var á honum ekki beint beingaddað heldur krapaði vel þannig hann náði greinilega ekki hringrás á kælikerfið.
Í gær skipti ég út vatni og frostlög bara svona til að vera í "góðum" málum fyrir frost enda nýkominn með bílinn og guð má vita hvað gamall lögur væri á....
Ég setti bara þennann gamla bláa og blandaði 1 á móti einum s.s. 50/50 mælirinn minn sýndi -8 í morgun og svo var jú vindkæling.
Hverju mæliði með á ég að fá mér einhvern annan frostlög eða blanda þetta bara einhvernveginn öðruvísi?
Ætlunin er að nota þennann bíl eitthvað á fjöll þannig hann þarf nú að þola gott betur en þetta,
samkv. mæli á bensínstöð á hann að þola -24 einsog hann er núna

Kv. Kristján



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá hobo » 06.jan 2011, 09:40

Þú ættir að vera í góðum málum næstu 3 árin.


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stjáni » 06.jan 2011, 09:43

Ekki ef það er að frjósa á honum hér niðrí byggð í -8 plús vindkæling svo fer ég á fjöll þá hlýtur hann að frostspringa í td. -15 eða meira... Tala nú ekki um ef það er mikill vindur með :D

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá hobo » 06.jan 2011, 09:50

Fyrirgefðu ég mislas þetta.
Þá hljómar þetta undarlega fyrst það er nýr kælivökvi á honum með 50/50 blöndu.
Ég held þú þyrftir að tappa þessu undan og prófa annan frostlög, þetta er ekki eðlilegt.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Polarbear » 06.jan 2011, 09:53

sæll

vindkæling hefur engin áhrif á bíla. þessir vindkælingastuðlar eru bara reiknaðir til að sýna orkutap húðar í ákveðnum vindi m.v. logn. þetta breytir ekki neinu um hvenær vatn frýs.... :) -8°c eru alltaf bara -8°c hvort sem það er logn eða vindur. Hitt er svo annað mál að bílvél, ---eftir að hún er orðin heit--- kólnar hraðar í vindi en logni, hreinlega eins og allir aðrir hlutir. Vélin kólnar samt aldrei niðurfyrir útihitastig þrátt fyrir vind. Vindkæling hefur því engin áhrif á kalda bílvél sem húkir útá plani yfir nótt.

hitt er annað mál að það er eitthvað bogið við þessa blöndu hjá þér. Annaðhvort hefurðu verið að þynna út kælivökva sem þegar hefur verið þynntur út eða það hefur verið mun meira hreint vatn á vélinni hjá þér en þú héllst þegar þú skiptir um vatn.

settirðu í gang eftir vatnsskiptin og svona? þannig að þetta blandaðist á vélinni? léstu hann hitna þangað til hann opnaði örugglega vatnslásinn?

það er allavega eitthvað bogið við það að 50/50 blanda frjósi við -8.
Síðast breytt af Polarbear þann 06.jan 2011, 10:06, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stjáni » 06.jan 2011, 10:03

Ok alltaf lærir maður eitthvað nýtt :) vissi ekki þetta með vindkælinguna en já ég átti óopnaðann brúsa af frostlög og blandaði hann 50/50 á 2ltr flösku og hellti á úr henni þar til ég kom ekki meiru, setti í gang og miðstöð stillt á heitt að sjálfsögðu og bíllinn látinn ganga þar til greinileg hringrás var komin á kerfið og rafmagnsviftan búin að fara í gang og slökkva á sér.
Svo brunaði ég á n1 á móts við bsí og þar mældi maðurinn fyrir mig þolið og sagði hann það vera -24 sem mér fannst eðlilegt miðaðvið þessa blöndu.
Spurning hvort að frostlögurinn sé "gallaður/ónýtur" eða mælirinn á bensínstöðinni ekki að gefa rétta mælingu eða bensínkallinn mislesið á mælinn,
finnst það afar ólíklegt að ég hafi klikkað á blönduninni en allt er nú hægt líka,
ég bý nú við hliðina á bensínstöð (ekki veitir af) kannski maður hlaupi yfir og prófi þeirra mæli og sjái þá aðra mælingu.... samt bara svo augljóst að hann þolir allavega ekki þann kulda sem er núna :P

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá AgnarBen » 06.jan 2011, 10:44

Er þá nokkuð annað í stöðunni en að tappa ÖLLU úr kælikerfinu og setja nýja blöndu, það er ekki hægt að hafa þetta svona. Minn Cherokee er með þennan rauða frostlög en ég hef ekki kynnt mér muninn á þessum tveimur.

kveðja
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá SiggiHall » 06.jan 2011, 10:47

Varstu örugglega búinn að skola gamla út af kerfinu? Ekki víst að gamli og nýi blandist vel saman

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá hobo » 06.jan 2011, 10:55

Er tappi eða krani á blokkinni á þessum vélum? Það er allavega á mörgum vélum til að tappa kælivökvanum af.


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stjáni » 06.jan 2011, 10:58

Já ég tel mig hafa skolað vel út en það má þó vel vera að eitthvað hafi orðið eftir.
Ég var einmitt að hugsa útí hvort það gæti verið orsökin fyrir þessu...
En jú það er ekkert annað í stöðunni en að þruma bílnum í hlýjuna og skola hann alveg út
og setja nýtt á svo þetta verði pottþétt til friðs :)

ps. Takk fyrir frábær svör :)
kv. Kristján

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá oggi » 06.jan 2011, 11:11

var að blanda bláan comma frostlög í vinnuni í gær 50/50 hlutföll og mældi svo frostþolið og það var um -40gráður. Liturinn hefur eitthvað með endingu á tæringavörninn að gera ég held að rauður sé 5ár, græn 3ár og blár sé 2ár svo má ekki blanda einhverjum af þessum tegundum saman


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Dodge » 06.jan 2011, 12:01

Hefur ekki bara verið hreint vatn inná honum eftir að þú skolaðir kerfið út.

Ég hef alltaf í svona tilfellum flett uppá því hvað kerfið tekur (ef þetta er nokkuð stock bíll) og sett helminginn af þeirri tölu óblandaðann frostlög og fyllt svo upp með vatni.


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stjáni » 06.jan 2011, 12:14

Mig grunar það dáldið sterklega þar sem mælirinn sýndi að hann þyldi einungis -24 En samt finnst mér skrítið að það skuli "hálf" frjósa á honum í -8 stigum

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá hobo » 06.jan 2011, 12:33

Ef þú skolaðir kerfið með vatni þá getur verið að blandan hafi endað of þunn. En ef þú skolaðir ekki, gæti þetta þá ekki bara verið örsök þess að blandaðir hafi verið tveir frostlegir saman og útkoman endað í kekkjum, eða var þetta örugglega krapi?
Þetta verður ekki fullkomið fyrr en kerfið er skolað út og tappað sé af blokkinni, sé það hægt. Ef ekki þá verður maður að vita hvað kerfið geymir mikið vatn eftir aftöppun.

Góð leið er að kanna rýmd kælikerfisins í handbók bílsins, tappa síðan af og þá veit maður hve mikið situr eftir í kerfinu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Freyr » 06.jan 2011, 14:24

Það er tappi á blokkinni hjá þér, hann er mjög neðarlega og aftan við miðju og mig minnir að hann sé vm, bak við pústgreinina en er ekki viss samt, gæti verið að hann sé hm.

Freyr


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stjáni » 06.jan 2011, 15:56

Freyr wrote:Það er tappi á blokkinni hjá þér, hann er mjög neðarlega og aftan við miðju og mig minnir að hann sé vm, bak við pústgreinina en er ekki viss samt, gæti verið að hann sé hm.

Freyr


Glæsilegt ég ætti að geta þefað hann uppi :P
Takk fyrir kærlega :)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá HaffiTopp » 13.jan 2011, 09:58

Heimsmeistarinn sem mældi kælivatnið hjá þér hefur einfaldlega gert það vitlaust.
Kv. Haffi


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá HHafdal » 13.jan 2011, 10:13

Ok alltaf lærir maður eitthvað nýtt :) vissi ekki þetta með vindkælinguna en já ég átti óopnaðann brúsa af frostlög og blandaði hann 50/50 á 2ltr flösku og hellti á úr henni þar til ég kom ekki meiru,
Hvað settirðu marga lítra af 50/50 blöndunni ?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stebbi » 15.jan 2011, 16:26

Það eiga að fara um 12 - 14 lítrar af kælivatni á svona Cherokee, það eru 7 af frostlegi og 7 af vatni. Mér hefur alltaf fundist best að þegar það er búið að tæma kerfið og maður veit ca hvað á að fara á það að byrja á því að setja allan frostlögin fyrst og toppa svo upp með vatni. Þá þarf maður bara að bæta vatni eða 50/50 blöndu til að lofttæma. Muna síðan að hafa miðstöðina stillta á HOT þegar allt þetta er framkvæmt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvaða Frostlögur ?

Postfrá Stjáni » 14.jún 2011, 01:17

Hahaha já sennilega hefur hann náð að kluðra því á einhvern hátt ;D


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir