Ég keypti mér fyrir nokkru slatta af álitlegum rafmagnstengjum, allt frá 1x uppí 6x. Ég hef séð þetta í nokkrum bílum áður, hvort þetta kemur original frá einhverjum framleiðendum veit ég ekki en þetta eru góð tengi virðist vera, vatnsþétt og traust.
Svo þegar ég ætla að fara að setja þetta á víra þá uppgötva ég að það er eiginlega ekki nokkur leið nema með einhverju sérverkfæri!
Svona líta tengin út
Ég spurði seljandann hvort hann gæti bent mér á einhverja töng til að klemma þetta saman og hann vissi varla um hvað ég var að tala held ég..
Vitið þið hvaða græju væri best að nota? Kannski þarf fleiri en eina til að þetta fari allt rétt saman..
Ég er búinn að leita talsvert á ebay en ég svosem veit varla hverju ég er að leita af :)