Sælir, ég er svona skítsæmilega fær í að laga eða skipta út því sem brotnar eða beyglast, en þetta vandamál skil ég ekki alveg eins vel.
93 Hilux hjá mér, með 22r-e mótornum tók upp á því um daginn að vera máttlausari en vanalega, einnig finnst með hann eyða svakalega.
Þegar ég kippti TPS sensor-inum úr gekk hann mun betur. Á ég bara að gleyma honum úr sambandi eða hafiði einhverja hugmynd um betri ráð?
Eins annað vandamál, stundum er eins og innsogið fari ekki af þegar hann er kaldur, fer þá ekki niður fyrir 1500+ í lausagangi og reykir svolítið. Er þetta kannski eitthvað tengt eða alveg nýr hausverkur?
Fyrir utan þetta malar hann eins og kisi og keyrir fínt
Öll hjálp vel þegin,
kv. tóti
22r-e til vandræða
Re: 22r-e til vandræða
Er ekki TPSinn að skila vitlausu gildi, þ.e. er hann ekki að segja vélinni að hún sé köld þó svo hún hafi hitnað og þá heldur hann innsoginu inni. Svo þegar þú aftengir tekur tölvan eitthver viðmiðunar gildi fyrir TPSinn.
Mitt athvæði fer á að skipta honum út :)
Mitt athvæði fer á að skipta honum út :)
Síðast breytt af birgthor þann 16.mar 2014, 17:53, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 22r-e til vandræða
Er vélarljós logandi í mælaborðinu þegar hann er í gangi?
En þegar þú svissar á bílinn?
En þegar þú svissar á bílinn?
Re: 22r-e til vandræða
Ekkert vélarljós. Er ekki ýmislegt sem veldur að tps er vitlaus - þ.e. annað en að skynjarinn sjálfur sé ónýtur?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 22r-e til vandræða
Kemur vélaljósið ekki þegar svissað er á bílinn með dautt á vélinni?
Ef ekki, þá er peran ónýt og þarf að skipta um.
Þá getur þú lesið tölvuna með mjög einföldum hætti.
Ef ekki, þá er peran ónýt og þarf að skipta um.
Þá getur þú lesið tölvuna með mjög einföldum hætti.
Re: 22r-e til vandræða
möguleiki á að fá kóðana upp öðruvísi en að tengja hann við tölvu ?
*edit, kominn á google, kominn með þetta :)
*edit, kominn á google, kominn með þetta :)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 22r-e til vandræða
Já flott
Hér er þetta líka http://www.scribd.com/doc/20516094/22RE-diagnositics
En peran þarf auðvitað að virka svo hægt sé að gera þetta.
Hér er þetta líka http://www.scribd.com/doc/20516094/22RE-diagnositics
En peran þarf auðvitað að virka svo hægt sé að gera þetta.
Re: 22r-e til vandræða
Innsogs-spíssinn (auka spíss sem mokar inn bensíni í starti og meðan bíllinn er skítkaldur) getur tekið upp á því að standa opinn.
Rífa hann úr og tengja batterí(9V á að duga) til að opna hann meðan spíssahreinsi er sprautað í gegn gæti verið málið. Smá maus þar sem þetta er banjótengi en það má finna út úr því...kannski sprauta inn á hann öfugu megin frá...
Svo er ekki ólíklegt að hitaskynjari sé að rugla, sérstaklega sá sem er í vatnsganginum fyrir bensínkerfið.
Það er hægt að finna út úr honum með fjölmæli(mæla viðnám, Ohm) á ákveðnu hitastigi. Man ekki nákvæmlega við hvaða hita á að fá út hvaða viðnám, á þetta á blaði einhvers staðar úti í skúr. Þetta er samt eins í flestum Toyota skynjurum og örugglega hægt að gúggla gildin.
Ég lenti í því að lofttappi í kælikerfinu setti allt í rugl(V6 bíll samt), eftir að ég skipti um kælivökva. Ráðið við því var að keyra bílinn upp í ruðning og láta hann ganga smá stund með trýnið upp í loftið á meðan ég bætti á í rólegheitum. Það er sjálfsagt skrúfa þarna einhvers staðar til að lofttæma, en þetta er mikið einfaldara finnst mér, enda ekki gert ráð fyrir fullvöxnum höndum í svona vélarrúmi...
Vona að eitthvað af þessu hjálpi :-)
kv
G
Rífa hann úr og tengja batterí(9V á að duga) til að opna hann meðan spíssahreinsi er sprautað í gegn gæti verið málið. Smá maus þar sem þetta er banjótengi en það má finna út úr því...kannski sprauta inn á hann öfugu megin frá...
Svo er ekki ólíklegt að hitaskynjari sé að rugla, sérstaklega sá sem er í vatnsganginum fyrir bensínkerfið.
Það er hægt að finna út úr honum með fjölmæli(mæla viðnám, Ohm) á ákveðnu hitastigi. Man ekki nákvæmlega við hvaða hita á að fá út hvaða viðnám, á þetta á blaði einhvers staðar úti í skúr. Þetta er samt eins í flestum Toyota skynjurum og örugglega hægt að gúggla gildin.
Ég lenti í því að lofttappi í kælikerfinu setti allt í rugl(V6 bíll samt), eftir að ég skipti um kælivökva. Ráðið við því var að keyra bílinn upp í ruðning og láta hann ganga smá stund með trýnið upp í loftið á meðan ég bætti á í rólegheitum. Það er sjálfsagt skrúfa þarna einhvers staðar til að lofttæma, en þetta er mikið einfaldara finnst mér, enda ekki gert ráð fyrir fullvöxnum höndum í svona vélarrúmi...
Vona að eitthvað af þessu hjálpi :-)
kv
G
Re: 22r-e til vandræða
Takk fyrir hjalpina, fer í þetta á morgun - byrja að útvega mér peruna í check engine haha
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur