Reynsla af Patrol 3.0 ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sælir.
Hefur einhver ykkar reynslu af 3 lítra vélinni í Patrol ?
Kv.
Stjáni.
Hefur einhver ykkar reynslu af 3 lítra vélinni í Patrol ?
Kv.
Stjáni.
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Ég er búinn að eiga gamla patrol y60 1995 módel á 44" og svo núna y61 2001 módel sjálfskiptan 3.0l á 44"
Finnst mér töluverður munur á þessum vélum, bæði í afli og eyðslu. 3.0l vélin er mun sprækari allavega á sjálfskiptinguni hjá mér og er ég mjög sáttur með það combo. Mældi ég eyðsluna hjá mér á 44" núna í desember og var hann með rétt tæpa 16l pr 100km utanbæjar lestaður með 140l af olíu, spil og famelíuna í helgarferð í sumarbústað.
Samt sem áður er sá gallinn á henni að hún er mjög viðkvæm finnst mér á að það komi einhver fyrirstaða og drulla í síur bæði hráolíu og loftsíu.
Einn daginn hjá mér þá fannst mér bara aflið hafa minkað um allt að helming og ekki er það nú eitthvað svakalegt fyrir. Það sem var orsökin hjá mér allavega var að hráolíusían var orðin smá drullug. Skipti ég um hana og þá varð hann góður.
Annars eru örugglega aðrir sem hafa meiri reynslu af þessari vél hér inni á spjallinu.
Finnst mér töluverður munur á þessum vélum, bæði í afli og eyðslu. 3.0l vélin er mun sprækari allavega á sjálfskiptinguni hjá mér og er ég mjög sáttur með það combo. Mældi ég eyðsluna hjá mér á 44" núna í desember og var hann með rétt tæpa 16l pr 100km utanbæjar lestaður með 140l af olíu, spil og famelíuna í helgarferð í sumarbústað.
Samt sem áður er sá gallinn á henni að hún er mjög viðkvæm finnst mér á að það komi einhver fyrirstaða og drulla í síur bæði hráolíu og loftsíu.
Einn daginn hjá mér þá fannst mér bara aflið hafa minkað um allt að helming og ekki er það nú eitthvað svakalegt fyrir. Það sem var orsökin hjá mér allavega var að hráolíusían var orðin smá drullug. Skipti ég um hana og þá varð hann góður.
Annars eru örugglega aðrir sem hafa meiri reynslu af þessari vél hér inni á spjallinu.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Takk kærlega fyrir þetta svar.
Bíllinn sem verið er að spá í er að vísu beinskiptur.
Væti gaman að heyra fleiri álit.
Kv.
Bíllinn sem verið er að spá í er að vísu beinskiptur.
Væti gaman að heyra fleiri álit.
Kv.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sæll ég er sammála Hagalín með 3.0 bílinn, ég er búinn að eiga 2 og keyra svoldið 1 beinskiftan og ok það kemst aðeins betur til skila þessi orka sem er til staðar ;) en hann er mörgum sinnum skemmtilegri sjálfskiftur, annars er 4.2 málið :)
Gleðilegt ár :)
Helgi
Gleðilegt ár :)
Helgi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Takk kærlega fyrir þetta svar Helgi.
Eru þetta áreiðanlegar vélar ?
Hvað er gjarnt á að bila í þeim ?
Kv.
Eru þetta áreiðanlegar vélar ?
Hvað er gjarnt á að bila í þeim ?
Kv.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
forhitunin á það til að bila, þeir eru einnig frekar gjarnir á að ryðga á slæmum stöðum þ.e. gólf sílsar og grind í afturhjólboga..
já grínlaust, þó þeir séu árgerð 99...........
já grínlaust, þó þeir séu árgerð 99...........
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sævar Örn wrote:forhitunin á það til að bila, þeir eru einnig frekar gjarnir á að ryðga á slæmum stöðum þ.e. gólf sílsar og grind í afturhjólboga..
já grínlaust, þó þeir séu árgerð 99...........
Ég var að skipta út köntum hjá mér og setti breyðari gerðina af 44" frá Formverk, það rið sem var í sílsum og undir köntum hjá mér var einungis út af aulahætti hjá þeim sem setti þetta á í upphafi. Ekkert riðvarið þar sem skrúfað er í eða neitt svoleiðis. Þvílíkir sauðir.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sælir aftur ekki hef ég heyrt um hitaravandamál í 3.0 bílnum en hinsvegar var það þekkt í 2.8, og nei ekki get ég nú sagt að þetta séu áreiðanlegar vélar, nema.. að þú ætlir ekki að breyta bílnum og nota sem slíkan þær eru bara ekki að höndla það almennilega, allavega ekki mikla notkun en skiftingin er frábær og annað kram.
kveðja Helgi
kveðja Helgi
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Hafa dugað ágætlega í lítið breyttum bílum. Mikilvægt er að nota orginal síur og skipta reglulega um olíu. Ég nota orginal kælivökva líka en það eru skiptar skoðanir um það eins og flesta hluti sem viðkoma þessum bílum. Ég skipti um olíu á 5000km fresti og nota sömu olíu og hefur alltaf verið á honum. Swinghjólið virðist fara fara í þeim langt undir 200,000km (170,000km hjá mér) og er það dýr aðgerð.
En hér er linkur þar sem mikið af upplýsingum um þessar vélar er að finna ásamt öllu sem viðkemur Patrol.
http://www.patrol4x4.com/forum/ ... lítið mál að skrá sig og taka þátt í umræðum og margir tilbúnir að aðstoða.
Hér er það sem ég hef þurft að gera fyrir minn 3,0L bíl... viewtopic.php?f=9&t=184
En hér er linkur þar sem mikið af upplýsingum um þessar vélar er að finna ásamt öllu sem viðkemur Patrol.
http://www.patrol4x4.com/forum/ ... lítið mál að skrá sig og taka þátt í umræðum og margir tilbúnir að aðstoða.
Hér er það sem ég hef þurft að gera fyrir minn 3,0L bíl... viewtopic.php?f=9&t=184
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Nú er ég ekki Patrol eigandi en hef umgengist þá nokkra og haft kynni af þónokkrum 3.0 Patrolnum. Að mínu mati þá tekur því ekki að setja þetta í gang ef þeir eru komnir á 44" eða stærra, annað eins máttleysi er erfiðara að finna sérstaklega ef að þeir eru sjálfskiptir. Ég hef átt túrbolausa hiluxa og þaðannað verra en þetta er eitthvað sem ég myndi aldrei kaupa nema úrbrætt til þess eins að setja vél í þetta.
Tek undir með Helga Brjót, 4.2 er málið í svona þungan bíl.
Tek undir með Helga Brjót, 4.2 er málið í svona þungan bíl.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Þessi bíll sem umræðir er 38" breyttur og er mest hugsaður sem veiðibíll.
Kv.
Stjáni.
Kv.
Stjáni.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Alpinus wrote:Hafa dugað ágætlega í lítið breyttum bílum. Mikilvægt er að nota orginal síur og skipta reglulega um olíu. Ég nota orginal kælivökva líka en það eru skiptar skoðanir um það eins og flesta hluti sem viðkoma þessum bílum. Ég skipti um olíu á 5000km fresti og nota sömu olíu og hefur alltaf verið á honum. Swinghjólið virðist fara fara í þeim langt undir 200,000km (170,000km hjá mér) og er það dýr aðgerð.
En hér er linkur þar sem mikið af upplýsingum um þessar vélar er að finna ásamt öllu sem viðkemur Patrol.
http://www.patrol4x4.com/forum/ ... lítið mál að skrá sig og taka þátt í umræðum og margir tilbúnir að aðstoða.
Hér er það sem ég hef þurft að gera fyrir minn 3,0L bíl... viewtopic.php?f=9&t=184
Þetta patrol spjall er frábært. Og gaman að fylgjast með á því. Ég er búinn að vera þarna inni í rúma 2 mánuði og menn virðast vita mikið um þessa bíla. en þeir hlæja nú nánast bara af 2,8 bílunum. 4,2 er toppurinn og ódrepandi í þeirra augum. En talandi um 4,2 hvað eru þessar vélar að fara á?? Ég hef heyrt að Kiddi á Selfossi sjái um að panta svona vélar fyrir menn. Er eitthvað til í því?
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Stebbi wrote:Nú er ég ekki Patrol eigandi en hef umgengist þá nokkra og haft kynni af þónokkrum 3.0 Patrolnum. Að mínu mati þá tekur því ekki að setja þetta í gang ef þeir eru komnir á 44" eða stærra, annað eins máttleysi er erfiðara að finna sérstaklega ef að þeir eru sjálfskiptir. Ég hef átt túrbolausa hiluxa og þaðannað verra en þetta er eitthvað sem ég myndi aldrei kaupa nema úrbrætt til þess eins að setja vél í þetta.
Tek undir með Helga Brjót, 4.2 er málið í svona þungan bíl.
Gæti ekki verið meira ósammála varðandi 3.0 vélina og sjálfskiptinguna :)
En smekkur manna er mismunandi og kröfurnar mismunandi, það skírir kanski andúð manna á patrol vélunum.
Málið er að eins og ég hef sagt áður að sú vél er veik fyrir drullu í loft og hráolíusíum. Þeir sem eru miklir slóðar í síuskiptum lenda auljóslega í því að bílarnir missi afl. Eru nú allir sammála því að það er nú ekki mikið fyrir tala nú ekki um ef einhver hindrun er til staðar. Einn frændi frúnnar var að fá sér patrol með 2.8 2000módelið á 44 tommu. Sá bíll fór ekki ofar en 3-4 gír út á vegi og eyddi 30l á hundraði. Hann fékk bílinn hjá feðgum sem áttu báðir Patrol og þar frameftir. Þegar ég benti honum á loftsíuna og hráolíusíuna tók hann loftsíuna úr og viti menn, hún var öll lokuð og fór varla loft í gegn. Skánaði bíllinn til mikilla muna og á hann eftir að skipta um hráolíusíuna og er hún væntanlega drullug líka.
Menn þurfa bara að hugsa um þetta og hafa þetta í lagi því ekki kraftmeiri bílar en þetta meiga ekki við því að eitthvað standi í veg fyrir því að hann skili báðum hestöflunum í hjólin :)
Kv Hagalín stoltur Patrol eigandi.
PS: Þó að 4.2 sé á planinu samt sem áður.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
jeepson wrote:Þetta patrol spjall er frábært. Og gaman að fylgjast með á því. Ég er búinn að vera þarna inni í rúma 2 mánuði og menn virðast vita mikið um þessa bíla. en þeir hlæja nú nánast bara af 2,8 bílunum. 4,2 er toppurinn og ódrepandi í þeirra augum. En talandi um 4,2 hvað eru þessar vélar að fara á?? Ég hef heyrt að Kiddi á Selfossi sjái um að panta svona vélar fyrir menn. Er eitthvað til í því?
Ég hafði samband við hann fyrir ekki svo löngu síðan. Þá átti hann ekki til vélar. En þá hafði byrgirinn hans úti hækkað verðið hjá sér eitthvað og var hann að giska á að vélin hjá honum færi yfir 800þ kall stk....... Sem mann þykir svolítið mikið.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Stebbi wrote:Að mínu mati þá tekur því ekki að setja þetta í gang ef þeir eru komnir á 44" eða stærra, annað eins máttleysi er erfiðara að finna sérstaklega ef að þeir eru sjálfskiptir.
Hagalin wrote:Menn þurfa bara að hugsa um þetta og hafa þetta í lagi því ekki kraftmeiri bílar en þetta meiga ekki við því að eitthvað standi í veg fyrir því að hann skili báðum hestöflunum í hjólin :)
Þó að við séum ósammála þá erum við algjörlega sammála.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
sælir
Ég átti bsk 44" 3.0 Patrol í 3,5 ár og var mjög ánægður með hann og ferðaðist mikið á honum bæði í snjó og á sumrin. Auðvitað eru þessar vélar frekar latar en langt frá því að vera ónothæfar. Ég hef prófað svona bíl sjsk á 38" og fannst hann mjög fínn í skakið, þetta eru náttúrulega frábærir ferðabílar, fara vel með mann og fjaðra vel.
Minn bíll var á orginal vél og fór hún hjá mér í 155 þús km, hún ofhitnaði og það kom gat/sprunga í tvo innstu stimplana, heddið fór og fleira skemmtilegt. Ég fékk nýja vél í ábyrgð hjá IH en þurfti að sjá um ísetninguna sjálfur þar sem hún var orðin 6 ára gömul. Það þarf að passa hráolíusíuna mjög vel og það þurfti að skipta um strekkjarann tvisvar á mínum bíl en það var áður en ég keypti hann. Hann eyddi 15-18 lítrum á hundraði eftir aðstæðum á malbiki á 44" (marg mælt) og svipað á 38" þar sem hann var svo lágt gíraður (5.42).
Þessar vélar voru meingallaðar til að byrja með en fyrstu vélarnar hrundur eins og flugur og voru mikið af þeim innkallaðar til að byrja með (2000-2001) af Nissan (IH). Þetta gerðist ekki bara á Íslandi heldur einnig í Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum. Það sem var að gerast var að innstu stimplarnir ofhitnuðu og það koma gat á þá þar sem þeir fengu ekki næga olíukælingu. Menn giska reyndar á það að það hafi hreinlega ekki verið neinn búnaður til staðar til að sprauta á stimplana. IH hætti svo innköllunum 2001 eftir að meintar lagfæringar voru gerðar en áfram héldu vélarnar að hrynja í bílum sem voru undir álagi (td breyttum bílum). Ég held því fram að það eina sem hafi verið gert var að auka við olíumagnið. Minn bíll var 2001 módel og hefur verið á 38"/44" frá upphafi, aldrei kubbur á vélinni.
2003 voru svo gerðar breytingar á vélinni, sagan segir að þá hafi verið kominn búnaður í þær sem sprautar smurolíunni neðan á stimplana til að auka kælingu. Þetta hefur verið að mestu til friðs síðan þó örugglega séu til dæmi um vélahrun. Heddin hafa eitthvað verið að fara líka.
Mórallinn í þessari sögu er því ... keyptu bíl með vél sem er 2003 eða nýrri !
kveðja
Agnar
Ég átti bsk 44" 3.0 Patrol í 3,5 ár og var mjög ánægður með hann og ferðaðist mikið á honum bæði í snjó og á sumrin. Auðvitað eru þessar vélar frekar latar en langt frá því að vera ónothæfar. Ég hef prófað svona bíl sjsk á 38" og fannst hann mjög fínn í skakið, þetta eru náttúrulega frábærir ferðabílar, fara vel með mann og fjaðra vel.
Minn bíll var á orginal vél og fór hún hjá mér í 155 þús km, hún ofhitnaði og það kom gat/sprunga í tvo innstu stimplana, heddið fór og fleira skemmtilegt. Ég fékk nýja vél í ábyrgð hjá IH en þurfti að sjá um ísetninguna sjálfur þar sem hún var orðin 6 ára gömul. Það þarf að passa hráolíusíuna mjög vel og það þurfti að skipta um strekkjarann tvisvar á mínum bíl en það var áður en ég keypti hann. Hann eyddi 15-18 lítrum á hundraði eftir aðstæðum á malbiki á 44" (marg mælt) og svipað á 38" þar sem hann var svo lágt gíraður (5.42).
Þessar vélar voru meingallaðar til að byrja með en fyrstu vélarnar hrundur eins og flugur og voru mikið af þeim innkallaðar til að byrja með (2000-2001) af Nissan (IH). Þetta gerðist ekki bara á Íslandi heldur einnig í Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum. Það sem var að gerast var að innstu stimplarnir ofhitnuðu og það koma gat á þá þar sem þeir fengu ekki næga olíukælingu. Menn giska reyndar á það að það hafi hreinlega ekki verið neinn búnaður til staðar til að sprauta á stimplana. IH hætti svo innköllunum 2001 eftir að meintar lagfæringar voru gerðar en áfram héldu vélarnar að hrynja í bílum sem voru undir álagi (td breyttum bílum). Ég held því fram að það eina sem hafi verið gert var að auka við olíumagnið. Minn bíll var 2001 módel og hefur verið á 38"/44" frá upphafi, aldrei kubbur á vélinni.
2003 voru svo gerðar breytingar á vélinni, sagan segir að þá hafi verið kominn búnaður í þær sem sprautar smurolíunni neðan á stimplana til að auka kælingu. Þetta hefur verið að mestu til friðs síðan þó örugglega séu til dæmi um vélahrun. Heddin hafa eitthvað verið að fara líka.
Mórallinn í þessari sögu er því ... keyptu bíl með vél sem er 2003 eða nýrri !
kveðja
Agnar
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Hagalín wrote:jeepson wrote:Þetta patrol spjall er frábært. Og gaman að fylgjast með á því. Ég er búinn að vera þarna inni í rúma 2 mánuði og menn virðast vita mikið um þessa bíla. en þeir hlæja nú nánast bara af 2,8 bílunum. 4,2 er toppurinn og ódrepandi í þeirra augum. En talandi um 4,2 hvað eru þessar vélar að fara á?? Ég hef heyrt að Kiddi á Selfossi sjái um að panta svona vélar fyrir menn. Er eitthvað til í því?
Ég hafði samband við hann fyrir ekki svo löngu síðan. Þá átti hann ekki til vélar. En þá hafði byrgirinn hans úti hækkað verðið hjá sér eitthvað og var hann að giska á að vélin hjá honum færi yfir 800þ kall stk....... Sem mann þykir svolítið mikið.
Já sæll. Maður hlýtur nú að fá þessar vélar fyrir minni pening. En fyrir 800 kall er maður væntalega að fá vél með kössum og sköftum er það ekki? Maður ætti kanski að spyrja á ástralska spjallinu hvað svona vél er að fara á þarna úti hjá þeim. Bróðir vinar míns sledi svona vél á 200 kall að mig minnir. En það var bara vélin og átti eftir að raða henni saman. Ég veit reyndar ekki hvort það fylgdi altenator og startari með henni. En t.d varðandi þetta krafleysi sem menn eru að tala um í 2,8 vélinni þá er ég ekki alveg að skilja það. Það var búið að hræða mig með fullt af drauga sögum um þessar vélar. Og altaf gerði maður grín af patrol og talaði maður ílla um þessa bíla. Svo fór ég einn daginn að pæla betur í þessum bílum og sá það að kramið væri nú als ekki slæmt. En menn töluðu nú mikið um að þessir bílar ynnu ekkert fyrr en 3000sn og uppúr. Ég hef tekið eftir því að bíllinn hjá mér vinnur fínt frá 1000sn og uppúr. Ég tek af stað t.d í öðrum gír án þess að gefa inn með. píni hann alveg niður í 1200 sn í brekkum á öðrum En auðvitað er hann ekkert voða sprækur upp heiðarnar heldur. En ég hef svosem náð að halda honum í 95 upp brekku í fjórða gír brekkan er pínu brött. Það getur hobo hérna á spjallinu vitnað til um þar sem að hann hefur nú oftar en einusinni ferða þessa heiði (Gemlufalsheiði) En ég get svosem ekki sagt annað en að ég sé bara sáttur við bílinn eins og hann er. Vélin er nýlega yfirfarin. Ég hugsa að menn séu oft að miða þetta kraftleysi kanski við vél sem er ekin 300 plús og spíssar kanski ornir slappir. Og þá er auðvitað þetta litla afl sem menn tala um í þessum farið að minka hressilega. Svo er það líka spurningin, hvort það snúist altaf um það að vera með útúr tjúnnaða 8cyl og vera altaf fyrstur upp allar brekkur og öll fjöll. Ég tek það reyndar fram að ég keyri minn bíl með tilliti til þess að það sé hita vandamál og annað. skipti um olíur á réttum tíma. hrá olíu síu minst tvisvar á ári. og mun skipta um frostlög einusinni á ári. Því ég hugsa að það sé mikið um það menn fatti ekki að frostlögurinn súrni mun fyrr á vélum með álheddi og þar sem missir hann frekar sína eiginleika..
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sælir
Úr því að menn eru byrjaðir að tala um 2.8 vélarnar er mér orðið óhætt að leggja orð í belg því að 3l patrolvél hef ég aldrei átt og miðað við hvað mér hefur verið sagt myndi ég ekki sækjast eftir því nema þá helst í alnýjustu patrolum.
Vinur minn og kunningi skipti 2,8 TDi vélinni úr 98 patrol fyrir 4,2 og sagði eftir þá aðgerð að 2,8 vélin væri stórlega vanmetin og 4,2 ofmetin. Ég trúði þessu passlega og þegar mín gamla 2.8 fór skipti ég henni út fyrir túrbólausa 6.2 chevy. Þá skildi ég hvað hann var að meina með að 2.8 væri vanmetin.
2,8 mótorinn hefur tvo galla og það er aflið á lágsnúningi og ending. Það er ekki ásættanlegt að þurfa vélarupptekt á 180.000 km fresti og það er ekki ásættanlegt að þurfa að þæfa á 2000 snúningum eða startaranum. Að öðru leyti er 2.8 patrolvélin snilldarvél, áreiðanleg, stabíl og gangviss. Að auki virðist henni engu máli skipta þó að maður snúi henni upp úr öllu valdi, sem er bráðnauðsynlegt þegar vélin vinnur ekki betur en saumavél undir 2000 sn. Þegar menn eru að hugsa um vélar af þessari stærð eru þær vandfundnar sem hafa annað eins snúningssvið. Þannig mætti halda að driflækkun og milligír er frábært kombó við þessa vél, enda selst þessi búnaður eins og heitar lummur í þessa bíla.
Um 3l. vélarnar hef ég ekki mikið að segja en ef menn eru að klára þær á 6 árum er það ekki góð ending og miðað við það hvernig aflinu í þeim hefur verið lýst fyrir mér eru þetta ekki jeppavélar. Sá sami og skipti yfir í 4.2 sagði að 2.8 mótorinn væri miklu mun öflugri jeppavél heldur en 3l. en hér eru auðsjáanlega menn sem eru á öndverðri skoðun. Ég er ekki hissa á að menn lofi þessa bíla sjálfskipta því að sjálfskiptingin hjálpar klárlega vélum sem hafa ekkert afl á lágum snúningi.
Ég þykist hinsvegar alveg viss um að kramið í 3l. bílnum s.s. gírkassi allavega sé mun stærri og sterkari heldur en í 2.8 og þeirri uppfærslu veitti ekki af. Ætli afturdrifið í 3l bílnum sé ekki allavega tommu sverara (þó að sú breyting hafi tæplega verið nauðsyn).
Kv Jón Garðar
P.s. Ef einhver heldur eftir þennan lestur að mér finnist Patrol ekki góðir bílar er það alls ekki þannig. Patrol eru albestu fánalegu jeppar og ekki furða að hann sé vinsæll hjá m.a. túristaökumönnum sem hafa í gegnum tíðina þefað uppi bestu blöndu af áreiðanleika og verði. Það er engin jepparferð án Patrol.
Úr því að menn eru byrjaðir að tala um 2.8 vélarnar er mér orðið óhætt að leggja orð í belg því að 3l patrolvél hef ég aldrei átt og miðað við hvað mér hefur verið sagt myndi ég ekki sækjast eftir því nema þá helst í alnýjustu patrolum.
Vinur minn og kunningi skipti 2,8 TDi vélinni úr 98 patrol fyrir 4,2 og sagði eftir þá aðgerð að 2,8 vélin væri stórlega vanmetin og 4,2 ofmetin. Ég trúði þessu passlega og þegar mín gamla 2.8 fór skipti ég henni út fyrir túrbólausa 6.2 chevy. Þá skildi ég hvað hann var að meina með að 2.8 væri vanmetin.
2,8 mótorinn hefur tvo galla og það er aflið á lágsnúningi og ending. Það er ekki ásættanlegt að þurfa vélarupptekt á 180.000 km fresti og það er ekki ásættanlegt að þurfa að þæfa á 2000 snúningum eða startaranum. Að öðru leyti er 2.8 patrolvélin snilldarvél, áreiðanleg, stabíl og gangviss. Að auki virðist henni engu máli skipta þó að maður snúi henni upp úr öllu valdi, sem er bráðnauðsynlegt þegar vélin vinnur ekki betur en saumavél undir 2000 sn. Þegar menn eru að hugsa um vélar af þessari stærð eru þær vandfundnar sem hafa annað eins snúningssvið. Þannig mætti halda að driflækkun og milligír er frábært kombó við þessa vél, enda selst þessi búnaður eins og heitar lummur í þessa bíla.
Um 3l. vélarnar hef ég ekki mikið að segja en ef menn eru að klára þær á 6 árum er það ekki góð ending og miðað við það hvernig aflinu í þeim hefur verið lýst fyrir mér eru þetta ekki jeppavélar. Sá sami og skipti yfir í 4.2 sagði að 2.8 mótorinn væri miklu mun öflugri jeppavél heldur en 3l. en hér eru auðsjáanlega menn sem eru á öndverðri skoðun. Ég er ekki hissa á að menn lofi þessa bíla sjálfskipta því að sjálfskiptingin hjálpar klárlega vélum sem hafa ekkert afl á lágum snúningi.
Ég þykist hinsvegar alveg viss um að kramið í 3l. bílnum s.s. gírkassi allavega sé mun stærri og sterkari heldur en í 2.8 og þeirri uppfærslu veitti ekki af. Ætli afturdrifið í 3l bílnum sé ekki allavega tommu sverara (þó að sú breyting hafi tæplega verið nauðsyn).
Kv Jón Garðar
P.s. Ef einhver heldur eftir þennan lestur að mér finnist Patrol ekki góðir bílar er það alls ekki þannig. Patrol eru albestu fánalegu jeppar og ekki furða að hann sé vinsæll hjá m.a. túristaökumönnum sem hafa í gegnum tíðina þefað uppi bestu blöndu af áreiðanleika og verði. Það er engin jepparferð án Patrol.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Izan wrote:P.s. Ef einhver heldur eftir þennan lestur að mér finnist Patrol ekki góðir bílar er það alls ekki þannig. Patrol eru albestu fánalegu jeppar og ekki furða að hann sé vinsæll hjá m.a. túristaökumönnum sem hafa í gegnum tíðina þefað uppi bestu blöndu af áreiðanleika og verði. Það er engin jepparferð án Patrol.
Það er nú neflielega það. Þessi bílar eru nú al slæmir fyrst að þeir eru svona vinsælir. Þar að auki virðast þessir bílar seljast þokkalega og halda nokkuð góðu verði að mér fynst. Kramið burt séð frá mótor virðist vera nokkuð sterklegt. annars held ég að það sé lítið mál að láta 2,8 endast vel. Þetta er oft spurning um meðferð og annað. t.d í brekku. er ekkert nauðsinlegt að vera að pína bílinn á háum gír bara til að geta haldið kanski 15-20 meiri hraða upp brekkuna. Ég vel allavega að hafa bílinn í lægri gír og láta hann vinna létt.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Hagalín wrote:Sævar Örn wrote:forhitunin á það til að bila, þeir eru einnig frekar gjarnir á að ryðga á slæmum stöðum þ.e. gólf sílsar og grind í afturhjólboga..
já grínlaust, þó þeir séu árgerð 99...........
Ég var að skipta út köntum hjá mér og setti breyðari gerðina af 44" frá Formverk, það rið sem var í sílsum og undir köntum hjá mér var einungis út af aulahætti hjá þeim sem setti þetta á í upphafi. Ekkert riðvarið þar sem skrúfað er í eða neitt svoleiðis. Þvílíkir sauðir.
Misjafn sauður í mörgu fé. Það er næstum alveg sama hvernig reynt er að ganga vel frá þegar borað er í boddí eða átt við bert járn - ryðgar allt í drasl fyrir rest á undan öðru í bílnum.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Jæja ég get nú ekki skilið ef einhver ætlar að halda því fram að 2.8 og 3.0 séu skemmtilegri og kraft-togmeiri heldur en 4.2
ég er búinn að eiga allar gerðirnar og 4.2 ber af á allan hátt og þá er er ég að tala um Nissan mótor ekki toy 4.2, þekki þá ekki, ef 4.2 Nissan er ekki að virka betur en 2.8 3.0 þá er klárlega eitthvað að þeirri vél.
kveðja Helgi
ég er búinn að eiga allar gerðirnar og 4.2 ber af á allan hátt og þá er er ég að tala um Nissan mótor ekki toy 4.2, þekki þá ekki, ef 4.2 Nissan er ekki að virka betur en 2.8 3.0 þá er klárlega eitthvað að þeirri vél.
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Brjótur wrote:Jæja ég get nú ekki skilið ef einhver ætlar að halda því fram að 2.8 og 3.0 séu skemmtilegri og kraft-togmeiri heldur en 4.2
ég er búinn að eiga allar gerðirnar og 4.2 ber af á allan hátt og þá er er ég að tala um Nissan mótor ekki toy 4.2, þekki þá ekki, ef 4.2 Nissan er ekki að virka betur en 2.8 3.0 þá er klárlega eitthvað að þeirri vél.
kveðja Helgi
Er ekki það málið að þeir sem eru ósáttir við 4.2 er eitthvað að þeim mótor.
En Helgi, hvernig túrbínu ertu með á þínum mótor? Er hún þessi stóra frá Kidda Bergs ásamt stórum cooler eða frá öðrum?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sælir
Ég ætla ekki að leggja vinum mínum orð í munn en ég geri fastlega ráð fyrir að honum hafi þótt munurinn minni en til var stofnað. 4.2 patrolvél hef ég aldrei prófað og get ekki lagt mat á hana sérstaklega en ég er sammála því að 2.8 mótorinn er vanmetinn.
Ég held að það sé enginn að ætla að 4,2 mótorinn sé daprari en 2,8 en munurinn má vera mikill ef farið er út í breytinguna. Ef mótorinn kostar 800 þúsund og túrbínukittið með öllu 600þ þá má svona mótor vera andskoti mikið skemmtilegri en sá sem er tekinn úr. Eru ekki sammála því gæskur?
Breytingin á mínum var algjör, hann fékk loksins mátt á lágsnúningi og gengur mun hægar en á hinn boginn á meðan túrbínuna vantar verður hann aldrei "sprækur". Aðgerðin var hinsvegar mun ódýrari en 4.2 sem ég skoðaði nokkuð vel.
Það er eitt í viðbót sem þarf að taka til greina þegar menn sjá gamla dótið í fortíðarhyllingum og það er að þegar menn gera svona miklar breytingar á bíl sem þeir eru vanir að nota og beita þá þarf býsna mikinn tíma og vesen að læra að keyra og nota nýja búnaðinn. Mér finnst ég vera á byrjunarreit enda bíllinn orðinn allt annar þrátt fyrir að vera gamli pattinn minn. Hugsanlega gæti verið auðveldara að fara á annan bíl og byrja þannig upp á nýtt því að með gamla bílinn gerbreyttann ertu enn í sama gamla sætinu þínu sem þú varst búinn að haga þér á ákveðinn máta í öll þessi ár.
Kv Jón Garðar
Ég ætla ekki að leggja vinum mínum orð í munn en ég geri fastlega ráð fyrir að honum hafi þótt munurinn minni en til var stofnað. 4.2 patrolvél hef ég aldrei prófað og get ekki lagt mat á hana sérstaklega en ég er sammála því að 2.8 mótorinn er vanmetinn.
Ég held að það sé enginn að ætla að 4,2 mótorinn sé daprari en 2,8 en munurinn má vera mikill ef farið er út í breytinguna. Ef mótorinn kostar 800 þúsund og túrbínukittið með öllu 600þ þá má svona mótor vera andskoti mikið skemmtilegri en sá sem er tekinn úr. Eru ekki sammála því gæskur?
Breytingin á mínum var algjör, hann fékk loksins mátt á lágsnúningi og gengur mun hægar en á hinn boginn á meðan túrbínuna vantar verður hann aldrei "sprækur". Aðgerðin var hinsvegar mun ódýrari en 4.2 sem ég skoðaði nokkuð vel.
Það er eitt í viðbót sem þarf að taka til greina þegar menn sjá gamla dótið í fortíðarhyllingum og það er að þegar menn gera svona miklar breytingar á bíl sem þeir eru vanir að nota og beita þá þarf býsna mikinn tíma og vesen að læra að keyra og nota nýja búnaðinn. Mér finnst ég vera á byrjunarreit enda bíllinn orðinn allt annar þrátt fyrir að vera gamli pattinn minn. Hugsanlega gæti verið auðveldara að fara á annan bíl og byrja þannig upp á nýtt því að með gamla bílinn gerbreyttann ertu enn í sama gamla sætinu þínu sem þú varst búinn að haga þér á ákveðinn máta í öll þessi ár.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Ég held að menn séu að miskjilja soddið þetta með að 4,2 sé ofmetinn. Það er ekkert verið að hann sé daprari. Ég var búinn að heyra að 4,2 turbo væri á 800kallinn og reyndar að non turbo vélin væri á 600 kall . Þess vegna spurði ég t.d hvort einhver gæti staðfest þetta. En það er auðvitað dýr aðgerð að fra útí 4,2 mótorinn. En munurinn kanski sem að ég sé við það að fara í 4,2 frekar en 6,2 eða einhverna annan 8cyl. er sá að það passar alt á milli. Reyndar þarf að breyta eitthvað smá hvað rafkerfi varðar. svo sem að fá rétta tölvu fyrir glóðakertin, ádrepara, snúningsmælir og að minnir hita mælirinn. En það er samt sára lítið verk að gera þetta. Þetta eru aðalega tengin sem þarf að breyta og jafnvel færa. Allavega miðað við það sem að ég hef frá fyrrverandi eiganda bílsins míns. Pattinn minn var orginal með 4,2 en er núna með 2,8. Tek það samt fram að sá sem ég keypti bílinn af hirti bara vélina úr honum og setti 2,8 kram í hann. Sem að ég er ekki alveg að skilja. Frekar hefði ég selt 2,8 bílinn og notað þennan áfram. Þar sem að boddý grind er í fínu lagi. En það er samt kanski spurning um hvort að við eigum ekki frekar að stofna nýjan þráð þar sem að við getum rætt einmitt 2,8 3,0 3,3 og 4,2 Þar sem ða við erum eiginlega komnir út fyrir það sem að þessi þráður á nú að vera um :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
jeepson wrote:En það er auðvitað dýr aðgerð að fra útí 4,2 mótorinn. En munurinn kanski sem að ég sé við það að fara í 4,2 frekar en 6,2 eða einhverna annan 8cyl. er sá að það passar alt á milli.
Þarft nýjan gírkassa líka með 4.2.
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Heddið í 4.2 á það til að springa milli ventla allavega á þeim vélum sem eru með after market turbo. Hef ekki heyrt af því með orginal turbo mótorana. Gamla 3.3 vélin er örugglega sterkasta vélin af þessum patrol vélum, verður seint talin spræk en endist. Gamli patrolinn sem við höfum í sveitinni er keyrður yfir 500 þús og aldrei hefur sú vél verið opnuð. Einu sinni verið kíkt á spíssa þá var hann keyrður ca 220 þús og svo fór vatnsdælan í ca 350 þús. Þega vatnsddælan fór þá sauð hressilega á honum en heddpakkningin heldur enn. Sá bíll er ekki turbo og máttlaus eftir því.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Já ég mundi aldrei fara í þá aðgerð að setja turbo á non turbo mótor. Færi frekar beint í mótor sem væri orginal turbo.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sælir gaman að þessu spjalli, jæja Hagalín ég var með pínulitla túrbínu sem heitir schwitser (held þetta sé rétt stafað) og hún var bara að gera það ágætt, en núna er ég að taka upp mótorinn nýjar slífar,legur, hringir,stimplar, og já stimpilkollarnir renndir niður um 0,75mm til að minnka þjöppuna niður í turbóþjöppu, og já stærri túrbína og ég get ekki sagt annað en að ég hlakka til að keyra aftur, kostnaður í efni í þessa upptekt er aðeins 230.000- kall sem mér finnst vel sloppið, svo er vinnan bara mitt gaman. ég á sem sagt svona vél til sölu sem þarfnast upptektar ef einhver hefur áhuga:)
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
og hvað eru þessar 4.2 vélar að endast lengi Helgi áður en það þarf að taka þær upp eins og þína?
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
hún er komin eitthvað rúmlega 300.000 ? en á tveim heddum og það afþví hún er keyrð með túrbínu án þess að renna stimplana.
-
- Innlegg: 258
- Skráður: 27.nóv 2010, 14:16
- Fullt nafn: Leifur Ingi Magnússon
- Staðsetning: Þórshöfn
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
sælir og skemtilegt spjall hérna í gangi
ég á nu ekki sjálfur patrol en ég er buinn að vera i kringum einn sem pabbi gamli á þú veist hvaða bíll það er hagalín....hvíti 38" patrolinn ´sem maggi sverris á þarna á skaganum...og ég var á honum nuna um daginn hann er loftlæstur að framan og orginal læsing að aftan þetta er 95 árgerðin 2,8 grútmátlaust á þjóþveginum en þegar kemur að því að fara að jeppast eitthvað á þessu þá er fátt sem stoppar þessa bíla hef svosem ekkert slæmt um patrolin að segja hvað þá þegar hann er kominn utaf þjóðveginum....upp fyrir patrol
ég á nu ekki sjálfur patrol en ég er buinn að vera i kringum einn sem pabbi gamli á þú veist hvaða bíll það er hagalín....hvíti 38" patrolinn ´sem maggi sverris á þarna á skaganum...og ég var á honum nuna um daginn hann er loftlæstur að framan og orginal læsing að aftan þetta er 95 árgerðin 2,8 grútmátlaust á þjóþveginum en þegar kemur að því að fara að jeppast eitthvað á þessu þá er fátt sem stoppar þessa bíla hef svosem ekkert slæmt um patrolin að segja hvað þá þegar hann er kominn utaf þjóðveginum....upp fyrir patrol
Nissan patrol 46" breyttur en stendur á 44" með teingdamömmubox
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur
Kv Leibbarinn
Trooper 3.0 TDI '99 -seldur
Santa fe '03 -seldur
Toureg V6 '03 -seldur
Mazda3 sport 2.0 '04 -seldur
Camaro Z28 '01 -seldur
Civic 1600Vti '99 -seldur
Kv Leibbarinn
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Ég get allaveganna borið saman eitt stykki bsk 2,8 1996 mdl og 3,0 ssk 2002 mdl(minnir mig). Báðir með 5 hesta kerrur aftaní, 2,8 bíllinn var MIKLU(með stórum stöfum)skemmtilegri. 3,0 bíllinn átti jafnvel til að stoppa og heimta lága og fyrsta þarsem 2,8 bíllinn spændi upp í fyrsta háa. Skulum hafa það á hreinu að þarna erum við á bröttum og leiðinlegum dráttarvélaslóðum á leið í afrétt;) Að öðru leyti var 3,0 svosem skemmtilegri svona laus og liðugur.
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Sælir
Helgi, hvað ertu að láta túrbínuna blása núna og hvað á hún að gera eftir að þú rennir af stiplunum?
Kv Jón Garðar
Helgi, hvað ertu að láta túrbínuna blása núna og hvað á hún að gera eftir að þú rennir af stiplunum?
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
steinarxe wrote:Ég get allaveganna borið saman eitt stykki bsk 2,8 1996 mdl og 3,0 ssk 2002 mdl(minnir mig). Báðir með 5 hesta kerrur aftaní, 2,8 bíllinn var MIKLU(með stórum stöfum)skemmtilegri. 3,0 bíllinn átti jafnvel til að stoppa og heimta lága og fyrsta þarsem 2,8 bíllinn spændi upp í fyrsta háa. Skulum hafa það á hreinu að þarna erum við á bröttum og leiðinlegum dráttarvélaslóðum á leið í afrétt;) Að öðru leyti var 3,0 svosem skemmtilegri svona laus og liðugur.
Voru báðir bílarnir með hlutföll?? Svo er eins og hefur komið fram hér í þessum þræði að bílarnir eru rosalega misjafnir, t.d í 2.8 gamla var hægt að láta breyta túrbínuni þannig að hún kæmi fyrr inn, veit ég ekki hvernig það kom út þar sem ég hef ekki prófað þannig bíl sjálfur.
Ég sumar fór ég með Viking jeppaferðafellhýsi upp í Veiðivötn, og viktar helg ég það hýsi tæð 1500kg. (Endilega leiðréttið ef ég fer með rangt mál) Var það ekkert mál. Maður fann alveg fyrir því en ekkert þannig. Mældi ég eyðsulna hjá mér frá Akranesi í Árnes. Var ég á 39.2" Trexus á 16.5"breyðum felgum :/
Var á þessum km eyðslan 18.7l/100km og var ég nokkuð sáttur með það bara. Eru meira að segja tveir vottar af því og annar mikill Toyota kall. Vorum við Þrír í bílnum með veiðidót, verkfæri, ís, 140l af olíu og tala nú ekki um "mjólkina" sem fyrlgir svona veiðiferðum. Var ég bara sáttur með þess eyðslu á eldflauginni hjá mér.
Pabbi fór einu sinni vestur á Skarðströnd á gamla 1995 patrol 38" sem ég átti á undan þessum sem ég er á núna. Fór hann með bílafluttingarkerru til þess að sækja 1500 Ram 1996 módelið sem varð vélarvana á Skarðsströndinni og talaði hann um eftir þá ferð hvað það kom honum á óvart hve duglegur bíllinn var með þetta í eftirdragi vestur frá Akranesi til baka.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Hagalin wrote:og viktar helg ég það hýsi tæð 1500kg. (Endilega leiðréttið ef ég fer með rangt mál)
Ef ég man rétt þá nær 9 feta Viking ekki að losa 750Kg. Minnir eins og að þau séu 570kg eins og þau koma af kúnni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
JáJá,báðir með hlutföll:)og báðir með orginal enda báðir bara 33 tommu kettlingar enda ætlaðir sem dráttartæki. Það var nú bara þannig fyrir nokkrum árum að enginn var alvöru hestamaður nema patrol væri fyrir kerrunni:) Þeir voru líka nokkrir sem komu skjöldóttir af svita útúr pattanum sínum eftir að tækla heiðarnar með miðstöðina í botn á heita í 25 stiga hita að sumarlagi:)heheh
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Kvöldið var að koma heim frá því að rifa heddið aftur af og setja splunkunýtt í staðinn, keyrði ekki heim í kvöld en setti í gang og gengur flott :) og ég veit ekki hvað túrbínan mun blása, held reyndar að hún sé breytt og blási mikið, ég skal segja ykkur seinna meira um það, það sem fæst við að renna af stimpilkollunum er minni þjappa og þaraf leiðandi minni kollhiti í vélinni en það er örsökin fyrir því að heddin fara í þessum vélum, af því þær eru að hita stimpilkollana of mikið þegar það er komin túrbína, vonast til að keyra heim annaðkvöld.
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Reynsla af Patrol 3.0 ?
Stebbi wrote:Hagalin wrote:og viktar helg ég það hýsi tæð 1500kg. (Endilega leiðréttið ef ég fer með rangt mál)
Ef ég man rétt þá nær 9 feta Viking ekki að losa 750Kg. Minnir eins og að þau séu 570kg eins og þau koma af kúnni.
Sorry, var að rugla um tegund. Þetta var Fleetwood 11 feta offroad hýsi. þau eru orginal 1300kg.......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur