Ég var að leita að vatnskassa um daginn og sló á þráðinn til stjörnublikks... Man því miður ekki hvað sölumaðurinn hét sem ég talaði við en allavegna hann sagðist ekki eiga neinn kassa handa mér í þennan bíl sama hvaða útfærsla þetta væri þar sem að hann taldi að þær væru nokkrar.
En hann vildi ekki sleppa mér úr símanum fyrr en að við mundum finna hvaða kassi þetta væri og finna raðnúmer. Og eftir lýsingar hjá mér og mikla leit hjá honum fann hann kassann og sagði mér að prófa hringja í Gretti vatnskassa, sjá hvort þeir ættu kassa með þessu raðnúmeri og ef ekki að þá gæti ég haft samband við sig aftur og þá gæti hann alveg pantað hann. Og allan tíman meðan hann var að leita spjallaði hann í gleðitón um daginn og veginn og bað mig vel að lifa og hafa gaman af lífinu. Og kassann fékk ég í gretti og hann smellpassaði.
Mikill munur að lenda á svona hjálpsömum og glöðum sölumönnum en því miður eru þeir ekki allir svona hjá varahlutasölum og umboðum og sumir segja bara strax "nei ekki til" og stundum hefur maður því miður alltof oft hringt aftur og fengið að tala við annan sölumann sem að finnur svo það sem átti ekki að vera til. En nú er ég kominn aðeins útfyrir efnið en allavegna...... Lof á þennan sölumann
Lof Stjörnublikk
Re: Lof Stjörnublikk
Sæll,
lenti í því sama eftir að hafa hringt í stjörnublikk og þeir áttu ekki til réttann kassa fyrir mig.
ég er með 22-rte í bílnum hjá mér en var víst bara með stock kassann fyrir 22-re vél (sem stjörnublikk átti til) og að sögn stjörnublikks væri ekki með nógu góða kælingu fyrir túrbó vélina... Hann sagði mér að tala við grettir sem átti svo heldur ekki kassann til, var á leiðinni í ferð sömu viku og ég var mjög stressaður á að fá kassa. Ég fór að spá hvort ég gæti ekki reddað mér með þessum stock kassa sem stjörnublikk átti og hringdi í þá á meðan ég var inn á verkstæði grettis og svaraði ekki síminn, þá hringir starfsmaður grettis í farsímann hjá þessum sem vinnur hjá störnublikk og fer þetta á hreint með stock kassann og verð, en segir að hann hjá störnublikk mæli alls ekki með því að nota þann kassa með minn mótor.
Endaði þannig að grettir gat smíðað fyrir mig 3 raða kassa, eða fengið kassa eftir helgi, tók 3raða kassann og komst í ferðinna. Það er sko ekki verið að spá í samkeppni þarna á milli, heldur reyna þeir allt til þess að maður fái Kassa sem virkar.
Vill gefa lof á Bæði Grettir og stjörnublikk fyrir þessa þjónustu.
lenti í því sama eftir að hafa hringt í stjörnublikk og þeir áttu ekki til réttann kassa fyrir mig.
ég er með 22-rte í bílnum hjá mér en var víst bara með stock kassann fyrir 22-re vél (sem stjörnublikk átti til) og að sögn stjörnublikks væri ekki með nógu góða kælingu fyrir túrbó vélina... Hann sagði mér að tala við grettir sem átti svo heldur ekki kassann til, var á leiðinni í ferð sömu viku og ég var mjög stressaður á að fá kassa. Ég fór að spá hvort ég gæti ekki reddað mér með þessum stock kassa sem stjörnublikk átti og hringdi í þá á meðan ég var inn á verkstæði grettis og svaraði ekki síminn, þá hringir starfsmaður grettis í farsímann hjá þessum sem vinnur hjá störnublikk og fer þetta á hreint með stock kassann og verð, en segir að hann hjá störnublikk mæli alls ekki með því að nota þann kassa með minn mótor.
Endaði þannig að grettir gat smíðað fyrir mig 3 raða kassa, eða fengið kassa eftir helgi, tók 3raða kassann og komst í ferðinna. Það er sko ekki verið að spá í samkeppni þarna á milli, heldur reyna þeir allt til þess að maður fái Kassa sem virkar.
Vill gefa lof á Bæði Grettir og stjörnublikk fyrir þessa þjónustu.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Lof Stjörnublikk
Ég tek undir þetta.
Ég þurfti að fara eins og skot og koma bíl útaf plani hjá ákveðnu verkstæði ofar í götunni. Hann mátti ekki standa þar yfir helgi og þeir höfðu neitað að gera við hann. Ég mæti upp eftir einn míns liðs og bið þá um að hjálpa mér að ýta bílnum af planinu og út á götu. Hafði hugsað mér að láta hann renna niður götuna og reyna að hitta í stæði neðar. Það var enga hjálp að fá svo ég djöfla bílnum einn út á götu, hann fer að renna, ég stekk upp í og reyni að stýra en hann fer ekki alla leið í stæðið sem ég var að miða á.
Ég er þarna einn að hamast við að ýta tveggja tonna sendiferðabíl í stæði þegar tveir starfsmenn frá Gretti koma hlaupandi út (í grenjandi rigningu) og hjálpa mér að koma honum fyrir.
Topp náungar!
Ég þurfti að fara eins og skot og koma bíl útaf plani hjá ákveðnu verkstæði ofar í götunni. Hann mátti ekki standa þar yfir helgi og þeir höfðu neitað að gera við hann. Ég mæti upp eftir einn míns liðs og bið þá um að hjálpa mér að ýta bílnum af planinu og út á götu. Hafði hugsað mér að láta hann renna niður götuna og reyna að hitta í stæði neðar. Það var enga hjálp að fá svo ég djöfla bílnum einn út á götu, hann fer að renna, ég stekk upp í og reyni að stýra en hann fer ekki alla leið í stæðið sem ég var að miða á.
Ég er þarna einn að hamast við að ýta tveggja tonna sendiferðabíl í stæði þegar tveir starfsmenn frá Gretti koma hlaupandi út (í grenjandi rigningu) og hjálpa mér að koma honum fyrir.
Topp náungar!
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Lof Stjörnublikk
Gaman að heyra þessar sögur. Hef nokkrum sinnum skipt við Gretti og fengið sama viðmót og lýst er hér að ofan. Kurteisi, hjálpsemi og sanngjarnt verð.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur