Grand Cherokee með V6
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Grand Cherokee með V6
Sælir hér.
Er ekki rétt skilið hjá mér að V6 vélin komi fyrst 2005 í Grand Cherokee? Hvernig er sú vél í samanburði við 4L High-Output línu-sexuna í afli og eyðslu?
Er ekki rétt skilið hjá mér að V6 vélin komi fyrst 2005 í Grand Cherokee? Hvernig er sú vél í samanburði við 4L High-Output línu-sexuna í afli og eyðslu?
-
- Innlegg: 157
- Skráður: 23.okt 2010, 20:27
- Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Grand Cherokee með V6
hef mykið prufað Cherokee með þessari vél. Mér þykir hún einstaklega spræk og skemtilega. Aflið er allt öðurvísi en í gamla 4L V6 vinnur á aðeins hærri snúning og er ekki jafn mikill "trukka" mótor. Held að flestir mótorar sem eru sambærilegir gamla 4L í stærð séu með mun minni í eyðslu. EN hinns vegar eru fáar vélar sem standa 4L vélinni í styrk og endingu.
Re: Grand Cherokee með V6
Hef átt svona bíl. S.s 2005 V-6. Skemmtilegur bíll en hann var að eyða nánast nákvæmlega sama og 4,7 V-8 sem bróðir minn átti, en ekki eins skemmtileg vinnsla. Munaði kanski 1l. Ég tæki frekar sama boddy ltd með 4,7. Til nokkrir svoleiðis hérna, færð mest fyrir peninginn þar að mínu mati.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Grand Cherokee með V6
Svopni wrote:Hef átt svona bíl. S.s 2005 V-6. Skemmtilegur bíll en hann var að eyða nánast nákvæmlega sama og 4,7 V-8 sem bróðir minn átti, en ekki eins skemmtileg vinnsla. Munaði kanski 1l. Ég tæki frekar sama boddy ltd með 4,7. Til nokkrir svoleiðis hérna, færð mest fyrir peninginn þar að mínu mati.
Ok, takk fyrir uppl. Veit ekki hví þeir eru að bjóða þessar minni vélar ef þær eyða nánast því sama og stærri rokkar sem vinna svo mun betur úr dropanum. Skoða þetta. En þarna 2005 og seinna er líklega ekki hægt að fá venjulegan millikassa í þesum bílum, er þetta ekki allt sídrif?
Re: Grand Cherokee með V6
Ég held að það sé millikassi í báðum V-8 gerðunum. En veit reyndar ekki hvort hann er rwd eða bara 4wd. En mér sýnist vera hægt að fá 4,7 bílinn á svipuðu verði og V-6 bílinn. Ekki spurning! En ég mæli með þessum bíl, skemmtilegur akstursbíll og rúmgóður. Færð mikið fyrir peninginn en viðbúið að Eyðslan er frá 12-19l.
-
- Innlegg: 157
- Skráður: 23.okt 2010, 20:27
- Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Grand Cherokee með V6
Hinns vegar hefður maður ekki heyrt mikið að góðum hluti um þessa 4,7 vél. þar af leiðandi mindi ÉG frekar fá mér V6 bílinn. En það er nú bara orðið á götunni
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 19.mar 2013, 13:33
- Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
- Bíltegund: Wrangler Ultimate
Re: Grand Cherokee með V6
3.7 vélin eyðir jafnmikið og 4.7 vélin og vinnur ekki neitt.
4.7 vélin hefur bad rep á sér vegna þess að of margar ,,húsmæður" hafa átt svona bíla og ekki smurt þá og þarafleiðandi hefur heddið hrunið í þeim og stangar og höfuðlegur.
Passaðu bara að smurbókin sé í lagi en það á svosum við alla bíla í dag.
kv
Gunnar
4.7 vélin hefur bad rep á sér vegna þess að of margar ,,húsmæður" hafa átt svona bíla og ekki smurt þá og þarafleiðandi hefur heddið hrunið í þeim og stangar og höfuðlegur.
Passaðu bara að smurbókin sé í lagi en það á svosum við alla bíla í dag.
kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Grand Cherokee með V6
Er það ekki rétt hjá mér að það sé ekki lágt drif við þessa v6 vél? en annað vitið þið er mikill munur á eyðslu milli 4,7 og 5,7 ég prófaði 5,7 2005 bíl og mér fannst eins og það hafi verið keyrt aftan á mig þegar ég gaf í. Lagði ekki í að reka hann þar sem ég hafði reynsluna af 4,7
Re: Grand Cherokee með V6
Hef ekki átt 5,7 en þekki nokkra. Þar ertu kominn vel yfir 20 innanbæjar m.v þær reynslu sögur sem ég hef heyrt. Frá eigendum svona bíla. En þú ert líka að fá eitthvað fyrir peninginn þegar þú gefur honum :)
Re: Grand Cherokee með V6
5.7 er 16-20 innanbæjar og það er í sparakstri getur dottið niðrí 12-14 úti á þjóðvegum
Re: Grand Cherokee með V6
V6 voru framleiddir í mjög takmörkuðu magni með lágu drifi og bara 2006-7. Veit bara um einn á Íslandi.
Re: Grand Cherokee með V6
Er með einn með 5,7 vélinni. Líflegur og skemmtilegt að keyra.
M.v. það sem ég hef heyrt um 4,7 vélina er eyðslan svipuð og við vissar aðstæður minni.
Ég hef ekki fengið eyðslutölur (nema í stuttan tíma) yfir 18 lítrum. Alla jafna er eyðslan í innanbæjarakstri (slatta á brautunum, minna í húsagötum) 15,5-17,5 (hærri talan á veturna). Á vegum er ég alla jafna að sjá eyðslu frá 12-14. Hann er reyndar undarlega viðkvæmur fyrir mótvindi, eyðslan fer upp í 14 en á móti dettur hann undir 12 þegar farið er undan vindi. Þá held ég að hægt væri að vera sparneytnari með aðeins agaðri akstursmáta en ég hef.
Ef aksturinn er almennt stuttar leiðir með miklum beygjum og köldum mótor þá gæti ég trúað að eyðslan fari yfir 20.
M.v. það sem ég hef heyrt um 4,7 vélina er eyðslan svipuð og við vissar aðstæður minni.
Ég hef ekki fengið eyðslutölur (nema í stuttan tíma) yfir 18 lítrum. Alla jafna er eyðslan í innanbæjarakstri (slatta á brautunum, minna í húsagötum) 15,5-17,5 (hærri talan á veturna). Á vegum er ég alla jafna að sjá eyðslu frá 12-14. Hann er reyndar undarlega viðkvæmur fyrir mótvindi, eyðslan fer upp í 14 en á móti dettur hann undir 12 þegar farið er undan vindi. Þá held ég að hægt væri að vera sparneytnari með aðeins agaðri akstursmáta en ég hef.
Ef aksturinn er almennt stuttar leiðir með miklum beygjum og köldum mótor þá gæti ég trúað að eyðslan fari yfir 20.
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Grand Cherokee með V6
Miðað við þessar tölur þá er þetta mun minna en ég bjóst við. Mjög spennandi bíll að breyta og finnst mér og þá ekki spurning að taka hann með 5,7 :)
Re: Grand Cherokee með V6
Langar dáldið að heyra hvernig þeir hafa komið undan breytingu, er ekki einhver sem vill tjá sig?
Ég veit um einn dísel á 35" en hvað með bensín bílana? Hef séð einn á 33" (eða 285), þekkir einhver til?
Ég veit um einn dísel á 35" en hvað með bensín bílana? Hef séð einn á 33" (eða 285), þekkir einhver til?
Re: Grand Cherokee með V6
Ég er með einn svona hemi upphækaðan um 4", með websto miðstöð og 107L aukatank, frábær ferða og veiðibíll, fínt að geta sofið í honum.
Mér var sagt af fróðum manni að það sé ekki hægt eða stórmál að setja 38" undir bílinn.
En svo á að fara að breyta einum svona á 46" að mér skylst, en þá verður allur drifbúðnaður skorinn undan bílnum og mikið af rafmagnsdóti hreinsað í burtu.
Mér var sagt af fróðum manni að það sé ekki hægt eða stórmál að setja 38" undir bílinn.
En svo á að fara að breyta einum svona á 46" að mér skylst, en þá verður allur drifbúðnaður skorinn undan bílnum og mikið af rafmagnsdóti hreinsað í burtu.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Re: Grand Cherokee með V6
Átti 1993 Grand Cherokee með 4,0 L6 og hún sló ekki feilpúst öll þau ár sem ég átti bílinn. Er núna á 2007 JGC með 3,7 V6 og hún virkar vel og mér finnst hún skemmtilegri en vélin í gamla. Fimm þrepa skiptingin hjálpar líka til.
Eyðslan er um 12 í langkeyrslu en innanbæjarakstur er um 16 á sumrin en um 18-19 á veturna. Viðhald hefur verið mjög lítið (og vélin verið til friðs).
Má vel vera að munur á eyðslu sé lítill á þessari vél og 4,7 en hún gerir allt sem ég bið um :)
Eyðslan er um 12 í langkeyrslu en innanbæjarakstur er um 16 á sumrin en um 18-19 á veturna. Viðhald hefur verið mjög lítið (og vélin verið til friðs).
Má vel vera að munur á eyðslu sé lítill á þessari vél og 4,7 en hún gerir allt sem ég bið um :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Re: Grand Cherokee með V6
Ert þú með svarta bílinn í Hafnarfirði? Þennan með skrítnu grindinni (er þetta stangarhaldari?)? Mig langar að fara svipaða leið með minn...
Hvernig er hann hækkaður hjá þér, keyptirðu Superlift kit eða er þetta eitthvað sérsmíðað með kubbum og gormum eða...?
Hef heyrt svipað, það ætti ekk að vera stórmál að græja stórt undir hann (þ.e. framkvæmdin) en spurning hversu sterkt orginal hjólasettið er. Hefur þú lent í einhverju þess háttar?
ps. sorrí thor_man, að ég sé að stela þræðinum þínum!
Hvernig er hann hækkaður hjá þér, keyptirðu Superlift kit eða er þetta eitthvað sérsmíðað með kubbum og gormum eða...?
Hef heyrt svipað, það ætti ekk að vera stórmál að græja stórt undir hann (þ.e. framkvæmdin) en spurning hversu sterkt orginal hjólasettið er. Hefur þú lent í einhverju þess háttar?
ps. sorrí thor_man, að ég sé að stela þræðinum þínum!
Re: Grand Cherokee með V6
Clone451 wrote:Ert þú með svarta bílinn í Hafnarfirði? Þennan með skrítnu grindinni (er þetta stangarhaldari?)? Mig langar að fara svipaða leið með minn...
Hvernig er hann hækkaður hjá þér, keyptirðu Superlift kit eða er þetta eitthvað sérsmíðað með kubbum og gormum eða...?
Hef heyrt svipað, það ætti ekk að vera stórmál að græja stórt undir hann (þ.e. framkvæmdin) en spurning hversu sterkt orginal hjólasettið er. Hefur þú lent í einhverju þess háttar?
ps. sorrí thor_man, að ég sé að stela þræðinum þínum!
Ég er með þennan svarta í Hafnarfirði og með veiðistangarhaldara framan á honum á sumrinn sem ég nota oft sem blómastadiv á milli veiðitúra.
Kjartan upp í Mosó GK viðgerðir pantaði þetta kitt fyrir mig hjá Benna og setti í bílinn 2006, bíllinn hefur komið mjög vel út og án vandræða, þegar það er búið að hækka bílinn þetta mikið þá ruglar það stöðuleikakerfið í bílnum en hægt er að fá uppdate á það, allavega fyrir 33" upphækkun, þér er velkomið að kíkja á bílinn ef þú vilt og fá nánari uppl.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir