Chevrolet Suburban 46"
Re: Chevrolet Suburban 46"
flott stuff! og fínasti litur á vél, sé ekki ástæðu fyrir því að mála þetta svart.
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
Engin ástæða til að mála þetta svart... en...
Matt-svart kastar hitanum best frá sér...
Matt-svart kastar hitanum best frá sér...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Hr.Cummins wrote:Engin ástæða til að mála þetta svart... en...
Matt-svart kastar hitanum best frá sér...
Ég ætla nú ekkert að vera að þenja hann :D
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
elliofur wrote:Hr.Cummins wrote:Engin ástæða til að mála þetta svart... en...
Matt-svart kastar hitanum best frá sér...
Ég ætla nú ekkert að vera að þenja hann :D
enda taldi ég enga ástæðu til að mála hann svartan ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Komin gírstöng. Smotteríis frágangur eftir þarna í gólfinu, bíður betri tíma... :)

Nærmynd af stykkinu sem þurfti að smíða. Ég notaði gírstöng úr gömlum landcruiser, pabbi renndi nýja stýringu og þá smellpassaði þetta saman. Á eftir að setja rétta bolta í þetta og mála.


Nærmynd af stykkinu sem þurfti að smíða. Ég notaði gírstöng úr gömlum landcruiser, pabbi renndi nýja stýringu og þá smellpassaði þetta saman. Á eftir að setja rétta bolta í þetta og mála.

http://www.jeppafelgur.is/
Re: Chevrolet Suburban 46"
Fyrst þeir koma viftuspaðanum fyrir í patrol þá ætti hann að passa í hjá þér... þarf reyndar smá rennismíði og ákveðinn spaða
kv Hlynur
kv Hlynur
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Nú er ég að fara með nýju felgurnar í sandblástursgræjur. Hvað finnst ykkur að sé best að gera næst? Galvaninsera og mála eða epoxy grunna og mála eða eitthvað annað? Má ekki kosta of mikið, sýra og galvan kostar ca 20 þúsund. Endanlegt yfirborð verður að vera svart.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
Hvað þarf ég að gera til þess að eignast viftuspaðann þinn Elli...
Það varð smá slys hjá mér í kvöld og ég gjöreyðilagði minn :'(
Það varð smá slys hjá mér í kvöld og ég gjöreyðilagði minn :'(
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Hr.Cummins wrote:Hvað þarf ég að gera til þess að eignast viftuspaðann þinn Elli...
Það varð smá slys hjá mér í kvöld og ég gjöreyðilagði minn :'(
Hringdu í mig um miðja næstu viku, þá skal ég vera búinn að ákveða hvort ég nota hann eða ekki :-)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Chevrolet Suburban 46"
elliofur wrote:Nú er ég að fara með nýju felgurnar í sandblástursgræjur. Hvað finnst ykkur að sé best að gera næst? Galvaninsera og mála eða epoxy grunna og mála eða eitthvað annað? Má ekki kosta of mikið, sýra og galvan kostar ca 20 þúsund. Endanlegt yfirborð verður að vera svart.
Ætli veiti nokkuð af því að húða þær, fjandans saltpækill á öllum vegum og þá verða þær til friðs mjög lengi.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Er eitthvað sem mælir gegn því að galvaninsera felgur?
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Chevrolet Suburban 46"
elliofur wrote:Er eitthvað sem mælir gegn því að galvaninsera felgur?
það held ég ekki... það hefur allavega verið gert ansi oft!
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Chevrolet Suburban 46"
Bæði felgusettin hjá mér eru galvaniseruð, ég hef ekki lent í neinum vandræðum. Og ég hef aldrei affelgað, ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort kantarnir voru valsaðir eða ekki.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Chevrolet Suburban 46"
Epoxy grunna og mála svo. Svo getur þú slett ætigrunn á kantana. Hann er stamur og dekkin tolla betur á er mér tjáð. Ætla að prufa þetta með felgurnar mínar.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Chevrolet Suburban 46"
USH sandblástur voru með eitthvað olíuborðpallasull sem þeir máluðu felgur með. Veit ekki í hvaða litum það var í boði umfram þennan felgugráa, en þetta er gjörsamlega ódrepandi stöff. Sér ekki á neinu eftir margra ára notkun og slæma meðferð. Mæli algjörlega með því ef að menn ætla að eiga þetta í einhver ár.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
Epoxy Grunn og Polyurethane málningu.. (skipalakk)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Hann fann snjóinn! ...Eða fann snjórinn hann?

Eitthvað að mjakast.
Kominn kúplingspedali.

Kúplinspedali nýmálaður.

Búinn að láta Kristján rennismið í Borgarnesi plana pústgreinina fyrir mig.

Þetta er farið að taka á sig mynd, búinn að snúa loftinntakinu og túrbínan komin á.

Mér finnst þetta frekar falleg pústgrein :)

Þessi pústgrein stendur mér í ca 25þúsund kalli plús vinna. Er nokkuð ánægður með það, vinnan er að sjálfsögðu bara ánægjan! Ég er kominn með gamla baðvog í skúrinn og vigtaði pústgrein og túrbínu, samtals 19kg.
Á mánudag fer ég svo með felgurnar í sandblástur. Er ennþá að velta fyrir mér næstu skrefum, held að galvan verði ofaná, það er bara svo mikið auðveldara heldur en að jukka í þessu fokkíng epoxy ógeði. En það er ennþá hægt að sannfæra mig um annað :)

Eitthvað að mjakast.
Kominn kúplingspedali.

Kúplinspedali nýmálaður.

Búinn að láta Kristján rennismið í Borgarnesi plana pústgreinina fyrir mig.

Þetta er farið að taka á sig mynd, búinn að snúa loftinntakinu og túrbínan komin á.

Mér finnst þetta frekar falleg pústgrein :)

Þessi pústgrein stendur mér í ca 25þúsund kalli plús vinna. Er nokkuð ánægður með það, vinnan er að sjálfsögðu bara ánægjan! Ég er kominn með gamla baðvog í skúrinn og vigtaði pústgrein og túrbínu, samtals 19kg.
Á mánudag fer ég svo með felgurnar í sandblástur. Er ennþá að velta fyrir mér næstu skrefum, held að galvan verði ofaná, það er bara svo mikið auðveldara heldur en að jukka í þessu fokkíng epoxy ógeði. En það er ennþá hægt að sannfæra mig um annað :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Chevrolet Suburban 46"
Kosturinn við að láta galfhúða er sá að þetta getur verið endanlegur frágangur, eða þangað til þú nennir að mála sem ekkert bráðhastar. Ryðgar allanvega ekki meðan þú áhveður þig.
-
- Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: Chevrolet Suburban 46"
Elli hér var að detta inn í skúr í Keflavíkini alveg nákvæmlega eins bíll Svartur á 35 tommu dekkjum og er hann að fara í 46 tommu breytinguna og á Cummings innflutta á bretti við hliðina á ser atlas gír og fleira góðgæti
Hendi inn myndum þegar að verkefnið fer af stað en þinn bíll er fyrirmyndin í útliti :) hjá Stráknum
Hendi inn myndum þegar að verkefnið fer af stað en þinn bíll er fyrirmyndin í útliti :) hjá Stráknum
Kemst allavega þó hægt fari
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Líst vel á það Gummi! Endilega láttu hann halda úti þræði um hann og byrja sem allra fyrst! :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Chevrolet Suburban 46"
Það er líka kostur við galvið að það er frekar þykkt og dekkin tolla betur á og snúast síður á felgunni.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
19kg er djók... settið mitt er ef að ég ætti að giska nær 50kg :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 05.apr 2011, 14:12
- Fullt nafn: Kári Þorleifsson
- Bíltegund: JEEP
- Staðsetning: Austurrísku ölpunum
Re: Chevrolet Suburban 46"
Þetta er allt að koma hjá þér, hrikalega flottur.
Baaaara eitt.. Þessi gírhnúi er alveg hrikalega gay í svona getnaðarlegum bíl

mér finnst að þú ættir að setja svona eða eitthvað svipað í græjuna ;)


Þú ert nú alveg maður til að smíða eitthvað álíka
Baaaara eitt.. Þessi gírhnúi er alveg hrikalega gay í svona getnaðarlegum bíl

mér finnst að þú ættir að setja svona eða eitthvað svipað í græjuna ;)

Þú ert nú alveg maður til að smíða eitthvað álíka
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
kári þorleifss wrote:Þetta er allt að koma hjá þér, hrikalega flottur.
Baaaara eitt.. Þessi gírhnúi er alveg hrikalega gay í svona getnaðarlegum bíl
Sjáum hvernig þetta kemur út á endanum, þetta er ekki alveg búið :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Þetta potast, búinn að taka ákvörðun um að vera með tvær rafmagnsviftur, plássið leyfir ekki gömlu gerðina og alls ekki með sílikon kúplingu. Búinn að smíða nýjan vatnsstút, þurfti að gera það til að fá stútinn í rétta átt og til að flækja málin þá er alternatorsfestingin á þessum stút líka. Næst er að klára að ganga frá túrbínunni, búinn að græja slefrörið en á eftir að græja upphengju fyrir túrbínuna niður á blokk, svo er að tengja vökvastýrið. Næsta frí fer í það, í lok næstu viku. Tvær myndir.




http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Dýr Reykjavíkurferð í dag, 4 síur og 35 lítrar af olíu ásamt sandblæstri á felgunum fyrir litlu dekkin, 14" breiðar og 16" háar.


http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 22
- Skráður: 19.okt 2013, 22:44
- Fullt nafn: jóhann óli gunnbjörnsson
- Bíltegund: toyota hilux
Re: Chevrolet Suburban 46"
þetta verður rosalegt ! held að það se kominn timi að við strákarnir úr buðardal komum og kikjum í heimsókn og fáum að skoða ;)
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
Hlakka virkilega til að sjá þetta keyra hjá þér Elli :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
- Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: Chevrolet Suburban 46"
Keyra þetta mun ekki keyra þetta mun þjóta um :)
Kemst allavega þó hægt fari
-
- Innlegg: 157
- Skráður: 01.feb 2010, 01:11
- Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Chevrolet Suburban 46"
Sæll Elli og til hamingju með þennan, flottur!
Ég er með nánast eins bíl, ja svona útlitslega allavega, 4link framan og aftan, loftpúða og hleðslujanfara. Er að spá í hvernig dempara þú ert að hugsa um eða hvernig demparar eru í honum. Ég er með Koni að aftan hjá mér og það er í lagi, ég er með ballansstangir að aftan og framan gafst upp á að hafa þær ekki, en að framan eru SilverE demparar sem eru ekki að gera sig, hann slátrar þeim strax. Er búinn að skoða aðeins og líst vel á Bilstein 5125 eða 5165, þekki bara ekki hvenig þetta er að gera sig í raun. Minn er hugsanlega léttari að framan en þinn en kanski ekki, 406 SBC, 465 kassi og 560C kassi þar aftan á og 205 NP millikassi, jú sennilega er þetta eitthvað léttara en ætti samt ekki að muna öllu.
Kv Stefán
Ég er með nánast eins bíl, ja svona útlitslega allavega, 4link framan og aftan, loftpúða og hleðslujanfara. Er að spá í hvernig dempara þú ert að hugsa um eða hvernig demparar eru í honum. Ég er með Koni að aftan hjá mér og það er í lagi, ég er með ballansstangir að aftan og framan gafst upp á að hafa þær ekki, en að framan eru SilverE demparar sem eru ekki að gera sig, hann slátrar þeim strax. Er búinn að skoða aðeins og líst vel á Bilstein 5125 eða 5165, þekki bara ekki hvenig þetta er að gera sig í raun. Minn er hugsanlega léttari að framan en þinn en kanski ekki, 406 SBC, 465 kassi og 560C kassi þar aftan á og 205 NP millikassi, jú sennilega er þetta eitthvað léttara en ætti samt ekki að muna öllu.
Kv Stefán
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Takk fyrir hlý orð strákar, þau eru hvetjandi og skemmtileg :)
Varðandi demparafyrirspurnina þína Stebbi þá hef ég mjög lítið spáð í dempurum og veit ekkert hvað þeir heita sem ég er með, man ekki einusinni hvernig þeir eru á litinn! :)
Hann er mjög mjúkur, þe jákvætt mjúkur, ég er mjög ánægður með fjöðrunina í honum þó ég hafi ekki farið í neinar krefjandi torfærur á honum ennþá, þá hef ég aðeins farið útfyrir veg og sú reynsla er mjög jákvæð. Hann er hinsvegar svakalega svagur, það er ekki fyrir neinar ungmeyjar að keyra hann eins og hann er núna, út um allan veg og þannig. Ég var með lífið í lúkunum þegar ég var að keyra hann heim úr Reykhólahreppnum, vegurinn í gegnum Dalina er gamall og mjór og það var óþægilegt að mæta Vestfjarðaflutningabílunum þar, vægast sagt. Þetta hefur þó vanist að hluta og maður lærir á hann. Jeppaveiki er engin, hann er eins og draumur í stýri :)
Þegar ég fer að prufa hann eftir þessar breytingar þá verð ég fyrst á 41" irok radial, verður gaman að sjá hvernig hann verður á þeim dekkjum með óbreytta fjöðrun. Annars er planið að setja í hann ballansstangir, en þær eru ekki til staðar núna. Frekari fjöðrunarbreytingar eru ekki á döfunni, þó með honum hafi fylgt einhverjir heví djútí deparar sem fyrri eigandi sagði mér að væru ætlaðir í beyjubúkka í scania. Þeir eru nýjir og ónotaðir. Ég veit ekki hvort þeir eiga erindi í þennan bíl, ég á eftir að rannsaka það mál.
Ég skal reyna að muna að komast að því hvað dempararnir hjá mér heita næst þegar ég ligg undir honum :)
Varðandi felgurnar. Þær voru úti í bíl yfir nótt og það féll strax örlítið á þær.
Ég er búinn að ákveða að þær fara í sýru og galvaninseringu eftir að ég er búinn að setja á þær suðumúffu fyrir krana, bora ventlagöt á öðrum stöðum og sjóða á þær eyru fyrir úrhleypibúnað.
Stór hluti af þeirri ákvörðun er útaf ryðpollum sem í tveimur felgunum eru, þó þeir séu að mestu hreinir þá er örlítið eftir í sumum þeirra. Einnig eru botnarnir ekki alveg fullblásnir, það er útaf því að þetta var blásið í vél og þar sest sandurinn í botnana og eru smá helgidagar þar.

Varðandi demparafyrirspurnina þína Stebbi þá hef ég mjög lítið spáð í dempurum og veit ekkert hvað þeir heita sem ég er með, man ekki einusinni hvernig þeir eru á litinn! :)
Hann er mjög mjúkur, þe jákvætt mjúkur, ég er mjög ánægður með fjöðrunina í honum þó ég hafi ekki farið í neinar krefjandi torfærur á honum ennþá, þá hef ég aðeins farið útfyrir veg og sú reynsla er mjög jákvæð. Hann er hinsvegar svakalega svagur, það er ekki fyrir neinar ungmeyjar að keyra hann eins og hann er núna, út um allan veg og þannig. Ég var með lífið í lúkunum þegar ég var að keyra hann heim úr Reykhólahreppnum, vegurinn í gegnum Dalina er gamall og mjór og það var óþægilegt að mæta Vestfjarðaflutningabílunum þar, vægast sagt. Þetta hefur þó vanist að hluta og maður lærir á hann. Jeppaveiki er engin, hann er eins og draumur í stýri :)
Þegar ég fer að prufa hann eftir þessar breytingar þá verð ég fyrst á 41" irok radial, verður gaman að sjá hvernig hann verður á þeim dekkjum með óbreytta fjöðrun. Annars er planið að setja í hann ballansstangir, en þær eru ekki til staðar núna. Frekari fjöðrunarbreytingar eru ekki á döfunni, þó með honum hafi fylgt einhverjir heví djútí deparar sem fyrri eigandi sagði mér að væru ætlaðir í beyjubúkka í scania. Þeir eru nýjir og ónotaðir. Ég veit ekki hvort þeir eiga erindi í þennan bíl, ég á eftir að rannsaka það mál.
Ég skal reyna að muna að komast að því hvað dempararnir hjá mér heita næst þegar ég ligg undir honum :)
Varðandi felgurnar. Þær voru úti í bíl yfir nótt og það féll strax örlítið á þær.
Ég er búinn að ákveða að þær fara í sýru og galvaninseringu eftir að ég er búinn að setja á þær suðumúffu fyrir krana, bora ventlagöt á öðrum stöðum og sjóða á þær eyru fyrir úrhleypibúnað.
Stór hluti af þeirri ákvörðun er útaf ryðpollum sem í tveimur felgunum eru, þó þeir séu að mestu hreinir þá er örlítið eftir í sumum þeirra. Einnig eru botnarnir ekki alveg fullblásnir, það er útaf því að þetta var blásið í vél og þar sest sandurinn í botnana og eru smá helgidagar þar.

http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: Chevrolet Suburban 46"
Eitt sem að vinur minn hann Sveinn Finnur á svarta runner hérna á spjallinu sagði við mig með sýnar felgur sem eru galvaðar og ekki málaðar, er að það sest mikill snjór í þær því að það er ekki sleipt yfirborð á þeim. þannig að það er líklega best að galva þær og mála svo
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
Re: Chevrolet Suburban 46"
þetta er alveg drulluflott hjá þér. Keep up the good work
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Ég ætla að smella svörtu á felgurnar þegar fram líða stundir.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Chevrolet Suburban 46"
Nei Elli ekki svartar, felgur verða að vera ljósar, bíllinn virkar alltaf svo skítugur eitthvað með svartar felgur!:)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
Alls ekki, þetta er fínt á svörtum bíll...
Fær sér svo stóran límmiða á rassgatið.... "Svartur á leik..."
Fær sér svo stóran límmiða á rassgatið.... "Svartur á leik..."
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Hr.Cummins wrote:Fær sér svo stóran límmiða á rassgatið.... "Svartur á leik..."
Ég er kominn með límmiða Viktor..

:)
Bjarni bíllinn er allur svartur og ekkert króm á honum nema smá að framan, 46" er á svörtum felgum og mér finnst það mjög flott þannig :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Chevrolet Suburban 46"
Og druslan fór í gang!
http://www.youtube.com/watch?v=JQGHCKzR4TI
Auka frethljóðið er í loftpressunni :)
Meira um þetta síðar.
http://www.youtube.com/watch?v=JQGHCKzR4TI
Auka frethljóðið er í loftpressunni :)
Meira um þetta síðar.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 02.mar 2011, 19:34
- Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
- Bíltegund: Chevrolet K2500
- Staðsetning: Vík í Mýrdal
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
stórt like á þetta!


-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Chevrolet Suburban 46"
hehehe, snilld :)
Þetta er bara gaman :D
Þetta er bara gaman :D
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur