Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu uppfært 27.06.16
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar ég er bara á öllum áttum um hvort ég setji þetta á eða ekki. Gísli við verðum að setja upp skoðana könnu um þetta þegar maður verður svona sjöviltur. Á ,af, Á. af. hluti kveðja Guðni áttavilti
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta er ogeðslegt, keyra yfir þetta a jarðýtu.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Gæti komið vel úr að hafa aðeins stittri kút og sverari aftan við brettið og snúa honum Þanig að endinn snúi frá bílnum.. annars er einginn þörf á snorkel, bíllin er það hár.. gera bara góða vatsgildru til að þú hafir tima til að drepa á honum ef hann dettur niður í vök,,,,
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þetta hefði betur hæft bílnum eins og hann var áður en þið byrjuðuð... en núna, ekki séns! :)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar þá er búið að setja þetta Mulinex á og það virkar bara ekki lookklega séð ekki nógu ljótt. Svo það er búið að taka það af aftur og verður smíðaður snorkel úr rústfríu efni síðar. Mikið takk fyrir hjálpina félagar við þessa erfiðu ákvörðun. Höfum ákveðið að setja hrærivélina á uppboð þetta er jú agalega verðmætt því þetta var við Cummings mótor og virkaði mjög vel sérstaklega í mikklum hríðarbyl og vatna akstri og þá má ekki gleyma hversu vel það virkaði í dimmri þoku sem þokulúður.Þetta stikki virkar vel sem auka aflgjafi fyrir Cummings vélar það td: hækkar Njú Tonn togið um 8 prósent í 6x6 Raminum og WPS hækkaði og ALDið virðist lagast mikið IP talan breitist lítið og svo ODL pumpan kom fyrr inn svo síðast en ekki síst SDLB fór úr 10 í 15 kjúl.kveðja guðni
Síðast breytt af sukkaturbo þann 18.feb 2014, 18:05, breytt 1 sinni samtals.
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Guðni, þú hefur viku til að koma bílnum í skoðun eftir að þú færð afhent númerin.
Kv, Stebbi Þ.
Kv, Stebbi Þ.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Stebbi takk fyrir þetta. Ég verð þá að leggja af stað fljótlega ef ég þarf að fara alla leið á Akureyri reikna með tveimur dögum í það ferðalag og er að hugsa um að gista á Dalvík ef vel gengur og hafa nóg af nesti. Vonandi verður ekki hvöss sunnan átt því þá verð ég viku á leiðinni með vindinn á móti og engan Mulinex. kveðja Guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ef það var endurskoðun á honumþegar númerin voru lögð inn fást þau bara afhent á skoðunarstöð.
Er ekki bara best að fá grænann miða til að geta keyrt á Akureyri í bremsutékkið? Varla neita þeir að skoða hann þó bremsugræjuna vanti.
Er ekki bara best að fá grænann miða til að geta keyrt á Akureyri í bremsutékkið? Varla neita þeir að skoða hann þó bremsugræjuna vanti.
Einar Kristjánsson
R 4048
R 4048
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Einar númer voru innlögð árið 2011 og engin kvöð með eitt eða neitt og nú er verið að smíða ný númer.Svo ætli maður fari þá ekki á endurskoðun inn á Akureyrir til að fara í bremsutestið. Best væri að fara með bílinn þangað og fá almennilega skoðun með góðum græjum og við bestu aðstæður það skilar sér síðar. kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þá er þetta bara hið besta mál. Gangi þér vel með þennann Ofur Krús.
Einar Kristjánsson
R 4048
R 4048
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
sukkaturbo wrote:Sæll Stebbi takk fyrir þetta. Ég verð þá að leggja af stað fljótlega ef ég þarf að fara alla leið á Akureyri reikna með tveimur dögum í það ferðalag og er að hugsa um að gista á Dalvík ef vel gengur og hafa nóg af nesti. Vonandi verður ekki hvöss sunnan átt því þá verð ég viku á leiðinni með vindinn á móti og engan Mulinex. kveðja Guðni
Þú hengir bara hjólhýsi aftan í fyrir ferðalagið til Akureyrar svo konan geti komið með og hellt uppá og svona þegar baslið byrjar, miðað við lýsingarnar þínar fara "Sést heim til mömmu" menn ekki langt frá kaffikönnunni og bakkelsinu ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Ástmar flott hugmynd skoðum það. kveðja guðni
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Startarinn wrote:sukkaturbo wrote:Sæll Stebbi takk fyrir þetta. Ég verð þá að leggja af stað fljótlega ef ég þarf að fara alla leið á Akureyri reikna með tveimur dögum í það ferðalag og er að hugsa um að gista á Dalvík ef vel gengur og hafa nóg af nesti. Vonandi verður ekki hvöss sunnan átt því þá verð ég viku á leiðinni með vindinn á móti og engan Mulinex. kveðja Guðni
Þú hengir bara hjólhýsi aftan í fyrir ferðalagið til Akureyrar svo konan geti komið með og hellt uppá og svona þegar baslið byrjar, miðað við lýsingarnar þínar fara "Sést heim til mömmu" menn ekki langt frá kaffikönnunni og bakkelsinu ;)
Þarf þá ekki að setja dráttarbeislið á þakið á hjólhýsinu svo að það nái nú upp í kúluna á krúsernum :)
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Óskar - Einfari wrote:Startarinn wrote:sukkaturbo wrote:Sæll Stebbi takk fyrir þetta. Ég verð þá að leggja af stað fljótlega ef ég þarf að fara alla leið á Akureyri reikna með tveimur dögum í það ferðalag og er að hugsa um að gista á Dalvík ef vel gengur og hafa nóg af nesti. Vonandi verður ekki hvöss sunnan átt því þá verð ég viku á leiðinni með vindinn á móti og engan Mulinex. kveðja Guðni
Þú hengir bara hjólhýsi aftan í fyrir ferðalagið til Akureyrar svo konan geti komið með og hellt uppá og svona þegar baslið byrjar, miðað við lýsingarnar þínar fara "Sést heim til mömmu" menn ekki langt frá kaffikönnunni og bakkelsinu ;)
Þarf þá ekki að setja dráttarbeislið á þakið á hjólhýsinu svo að það nái nú upp í kúluna á krúsernum :)
Eða setja dekk á þakið og ferja það á hvolfi.
Davíð Örn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar og áfram með vinnuna. Fékk góðan gúmídúk með filter og hljóðeinangrun úr Ram disel excab sem fittar nokkuð vel í Cruserinn. Hann er ansi stífur og töluverð vinna að leggja hann. Þarf bæði að hita hann og fergja og bíða í minnst sólarhring eftir að hann leggist að mestu að gólfinu áður en hann er full festur. Tók mig til á meðan og háþrýstiþvoði orginal sætin og er farið að glitta í upphaflega litin og ætla ég að nota þau með vigtunum. Þarf að láta laga seturnar eða fá einhversstaðar svona setur sem ég get látið laga fyrir mig hjá honum Auðun í Kársnesbrautinni, held ég muni nafn hans rétt. kveðja Guðni
- Viðhengi
-
- dúkurinn kominn í.JPG (165.18 KiB) Viewed 10433 times
-
- verið að sníða dúkinn eftir gamla teppinu eins og hægt er.JPG (124.72 KiB) Viewed 10433 times
-
- Dúkurinn góði.JPG (121.66 KiB) Viewed 10433 times
-
- byrjað að háþrýsti þvo sætin sem voru ansi drullug svo vægt sé til orða tekið..JPG (157.63 KiB) Viewed 10433 times
-
- DSC00199.JPG (136.94 KiB) Viewed 10433 times
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég háþrýsti einusinni svartann tausófa, kom svo í ljós að hann var grænn
-
- Innlegg: 138
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Baldur Pálsson
- Staðsetning: Akureyri
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Er ekki best að æsa ykkur aðeins upp með snjómyndum af crúser
- Viðhengi
-
- Flateyjardalur 2008
- Flateyjardalur 2008 030.jpg (102.73 KiB) Viewed 10300 times
-
- Hummer 49" / Crúser 54"
- Gæsavötn 2008 087.jpg (136.08 KiB) Viewed 10300 times
-
- Gæsavötn 2008
- Gæsavötn 2008 002.jpg (130.49 KiB) Viewed 10300 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Baldur djöfull er hann vígalegur gaman að bera flotið á 49 og 54 saman á fyrstu myndinni og takk fyrir myndirnar kveðja guðni
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
nicko wrote:Ég háþrýsti einusinni svartann tausófa, kom svo í ljós að hann var grænn
Ég háþrýstiþvoði einusinni konuna mína og kom svo í ljós að þetta var fimmtugur bókhaldari sem heitir Hannes. Hef ekki þrifið sjálfan mig eða aðra síðan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Stebbi þessi var góður og takk fyrir kveðja guðni
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Stebbi wrote:nicko wrote:Ég háþrýsti einusinni svartann tausófa, kom svo í ljós að hann var grænn
Ég háþrýstiþvoði einusinni konuna mína og kom svo í ljós að þetta var fimmtugur bókhaldari sem heitir Hannes. Hef ekki þrifið sjálfan mig eða aðra síðan.
Hahahaha!!
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Stebbi wrote:nicko wrote:Ég háþrýsti einusinni svartann tausófa, kom svo í ljós að hann var grænn
Ég háþrýstiþvoði einusinni konuna mína og kom svo í ljós að þetta var fimmtugur bókhaldari sem heitir Hannes. Hef ekki þrifið sjálfan mig eða aðra síðan.
hahaha. óþolandi þegar þetta gerist.
Davíð Örn
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég kafnaði næstum á kremkexi. Það er eiginlega bannað að skrifa svona gott djók!!!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar góður dagur í dag. Settum hurðarnar á og kláruðum að festa kantana. Húddið var sett á og það kemur ágætlega út. Lækkuðum framstuðarann það mikið að hann er orðin undirakstursvörn í leiðinni og eru 78 cm undir hann. Settum Xeon kastara í aðal ljósagötin og kemur það vel út fyrir augað eða þannig. Við pensluðum bílinn og er það furðu gott. Ekkert lagt í undir vinnu hvorki á köntum eða boddý og er bíllinn ansi redneck legur sem var meiningin.Síðan fórum við að pæla í stigbrettum en komumst ekki að neinni niðurstöðu og væri gott að fá álit frá ykkur jeppaspjallverjum settum upp einhverjar prufur sjá myndir. En þarf drullusokka að framan ef stigbrettin eru nægjanlega breið?? Og annað þarf ég að setja stefnuljós utan á kantana? Þetta er jú ekki Koníaksgræja heldur hugsað sem snjóvinnuvél. kveðja Snilli og Tilli
- Viðhengi
-
- kanski svona rörið undir eða bara rör.JPG (142.02 KiB) Viewed 9972 times
-
- Snilli bara nokkuð sáttur.JPG (148.27 KiB) Viewed 9973 times
-
- stigbretta pælingar svona eða ekki svona.JPG (146.14 KiB) Viewed 9973 times
-
- humm veit ekki meiri pælingar.JPG (114.92 KiB) Viewed 9973 times
-
- DSC00207.JPG (130.01 KiB) Viewed 9973 times
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
17.203 Breytt bifreið.
(1) Um breytta torfærubifreið gilda ákvæði um hjólhlíf í flokki II, að undanskildu ákvæði um sídd hjólhlífar aftan við hjól.
Auk þess gildir:
a. Hjólhlíf skal ná a.m.k. 50° aftur fyrir lóðrétt þverplan gegnum miðju hjóls.
b. Hjólhlíf skal framlengja með aurhlíf svo að kasthornið verði á bilinu 15° til 25°.
c. Ytri brún hjólhlífar skal a.m.k. ná jafnlangt út og sóli stærstu leyfilegra hjólbarða.
(2) Heimilt er að víkja frá ákvæðum liðar 17.203 (1)b varðandi framhjól ef bifreiðin er búin stigbretti eða álíka búnaði sem nær samfellt á milli fram- og afturhjólhlífa og út fyrir ystu brún sóla framhjólbarða.
(1) Um breytta torfærubifreið gilda ákvæði um hjólhlíf í flokki II, að undanskildu ákvæði um sídd hjólhlífar aftan við hjól.
Auk þess gildir:
a. Hjólhlíf skal ná a.m.k. 50° aftur fyrir lóðrétt þverplan gegnum miðju hjóls.
b. Hjólhlíf skal framlengja með aurhlíf svo að kasthornið verði á bilinu 15° til 25°.
c. Ytri brún hjólhlífar skal a.m.k. ná jafnlangt út og sóli stærstu leyfilegra hjólbarða.
(2) Heimilt er að víkja frá ákvæðum liðar 17.203 (1)b varðandi framhjól ef bifreiðin er búin stigbretti eða álíka búnaði sem nær samfellt á milli fram- og afturhjólhlífa og út fyrir ystu brún sóla framhjólbarða.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Ástmar takk fyrir þetta, þú klikkar ekki, þá þarf ekki aurhlíf en sérðu í þessari reglugerð hvort ég þurfi að setja stefnuljós á kantana eða hliðarnar og vonandi fer þessu að ljúka að finna út úr öllu þessu reglugerðar kaðraki hvað má og hvað ekki. kveðja guðni
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Verður gaman að sjá kverninn stigbrettinn koma út... Er hægt að lifta neðra stigbretinnu upp eða verður það fast?
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
sukkaturbo wrote:Sæll Ástmar takk fyrir þetta, þú klikkar ekki, þá þarf ekki aurhlíf en sérðu í þessari reglugerð hvort ég þurfi að setja stefnuljós á kantana eða hliðarnar og vonandi fer þessu að ljúka að finna út úr öllu þessu reglugerðar kaðraki hvað má og hvað ekki. kveðja guðni
Þetta er allt sem ég fann um stefnuljós, það virðast ekki vera nein sérákvæði um stefnuljós á breyttum bílum
(14) Stefnuljós.
Litur: Skal vera rauðgulur. Heimilt er að á ökutæki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada sé litur framvísandi stefnuljósa hvítur, en litur afturvísandi stefnuljósa rauður.
Dreifing: Ljós skal vera sýnilegt a.m.k. 15° ofan við og a.m.k. 15° (5° ef hæð ljóskersins er minni en 750 mm) neðan við ljóskerið. Ljós frá fram- og afturvísandi ljóskeri skal vera sýnilegt a.m.k. 45° innan við og a.m.k. 80° utan við ljóskerið en ljós frá hliðarljóskeri skal vera sýnilegt aftan við ljóskerið innan a.m.k. 55° horns frá 5° til 60° út frá hlið ökutækis.
Staðsetning: Framvísandi ljósker skulu vera framan á ökutæki og afturvísandi ljósker skulu vera aftan á ökutæki. Hæð fram- og afturvísandi ljóskera skal vera á milli 350 mm og 1500 mm. Hæð hliðarljóskera skal vera á milli 500 og 1500 mm. Hæð fram- og afturvísandi ljóskera má þó vera allt að 2100 mm og hæð hliðarljóskera allt að 2300 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Fjarlægð ljóskera frá ystu brún má mest vera 400 mm. Bil milli ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm en a.m.k. 400 mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Fjarlægð hliðarljóskers frá framenda ökutækis má mest vera 1800 mm. Fjarlægðin má þó vera allt að 2500 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Ljósker fyrir framvísandi stefnuljós og hliðarstefnuljós mega vera sameinuð í einu ljóskeri ef ákvæði um dreifingu ljóss eru uppfyllt.
Tenging: Ljósker skulu tengd um eigin rofa óháð öðrum ljóskerum. Ljóskerin skulu vera samtengd blikkandi gaumljósi og/eða hljóðgjafa sem sést og/eða heyrist greinilega í úr sæti ökumanns og gefur til kynna hvort þau vinni rétt.
Tíðni: Blikktíðni skal vera á milli 60 og 120 leiftur á mínútu.
Auka stefnuljósker: Ljósker skulu tengd öðrum stefnuljóskerum. Auka stefnuljósker eru óbundin ákvæðum um hæðarstaðsetningu, lengdarstaðsetningu hliðarstefnuljóskers og dreifingu ljóss. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin stefnuljósker.
Áskilin stefnuljósker og auka stefnuljósker mega blikka á víxl og skal lóðrétt bil milli afturvísandi ljóskera sem blikka á víxl vera a.m.k. 200 mm.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Ég mundi setja stefnuljós á kanta þar sem þeir eru ysta brún á bílnum, kanski mögulegt að mixa neðaná spegla.
Ég hélt að væri skilda að vera með ljós á hliðunum í dag, allavegana betra í umferð ef ljós eru greinileg.
Eru ekki allir bílar sem eru framleiddir í dag með ljósum á brettum, hliðum, speglum.
Lítið mál að fella ljós í kantbrúnir eða ofaná köntum, eitthvað snyrtilegt hlítur að fást.
Ég hélt að væri skilda að vera með ljós á hliðunum í dag, allavegana betra í umferð ef ljós eru greinileg.
Eru ekki allir bílar sem eru framleiddir í dag með ljósum á brettum, hliðum, speglum.
Lítið mál að fella ljós í kantbrúnir eða ofaná köntum, eitthvað snyrtilegt hlítur að fást.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Stigbrettin mundi ég hafa þannig að loki milli fram og afturkants, eins og þú stilltir upp og hafa svo tröppu undir sem hægt er að lyfta upp þannig að þú sitjir ekki fastur. Ef þú vilt vera flottur á því þá með lofttjökkum sem sér um að lyfta tröppum upp eða aftur, kanski bara auðvelt og nota handaflið, fjandi margt hægt að gera.
Fjarstýring til að lyfta tröppu, nota t.d. fjarstýringu fyrir spil sem kostar úti 16 dollara í US, endalausir möguleikar til að mixa svona. Kveðja! VR
Fjarstýring til að lyfta tröppu, nota t.d. fjarstýringu fyrir spil sem kostar úti 16 dollara í US, endalausir möguleikar til að mixa svona. Kveðja! VR
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
sukkaturbo wrote:Sæll Ástmar takk fyrir þetta, þú klikkar ekki, þá þarf ekki aurhlíf en sérðu í þessari reglugerð hvort ég þurfi að setja stefnuljós á kantana eða hliðarnar og vonandi fer þessu að ljúka að finna út úr öllu þessu reglugerðar kaðraki hvað má og hvað ekki. kveðja guðni
Þú þarf hvorki aurhlífar né hliðarstefnuljós. Það er ekki skylda að vera með stefnuljós á hliðunum/köntunum ef framstefnuljósið nær fyrir hornið inn á hliðina á bílnum (eins og það gerir hjá þér). Þegar ég breytti mínum þá fjarlægði ég mín hliðarstefnuljós og hef aldrei fengið neina athugasemd við það í skoðun. Það er líka í raun algjör óþarfi að vera með hliðarstefnuljós ef stefnuljósin að framan og aftan ná inn á hliðina á bílnum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sæll Agnar og takk fyrir svarið. Ég hef viljandi spurt margra spurninga hér og ALLTAF fengið góð og skilmerkileg svör. Þetta hef ég gert til að menn sem eru í sömu sporum og við Snilli og Tilli og eru að breita bíl geti flett hér upp og lesið sér til ef þeim vantar að vita eitthvað um sérskoðun og feira sem að því kemur. kveðja guðni.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Enda gífurlega flottur þráður Guðni :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar og takk fyrir það Elli ekki er þinn þráður verri kem þar inn á hverjum degi og að ég held hjá öllum öðrum sem hér skrifa. Hef mikkla ánægju að því og læri stundum helling með því að lesa og horfa.
Í dag var ég að vinna í hurðunum byrjaði um 09.00 og var til 16.00 og kláraði að setja vindjárn og plast í allar hurðarnar og svo spjöldin og snerla og allt sem þeim tilheyrir og er það nú allt klárt og virkar meira að segja mjög vel.Þreif síðan með WD-40
En þá mundi ég eftir konudeginum fór heim í ofboði skelti köku í ofninn og læri á grillið og brúnaði nokkrar kartöflur fór út í garð og sagaði eina grein af grenitréinum og gaf konunni hana með steikinni og er hún bara ánægð með karlinn.Gleymdi myndavélinni. kveðja guðni
Í dag var ég að vinna í hurðunum byrjaði um 09.00 og var til 16.00 og kláraði að setja vindjárn og plast í allar hurðarnar og svo spjöldin og snerla og allt sem þeim tilheyrir og er það nú allt klárt og virkar meira að segja mjög vel.Þreif síðan með WD-40
En þá mundi ég eftir konudeginum fór heim í ofboði skelti köku í ofninn og læri á grillið og brúnaði nokkrar kartöflur fór út í garð og sagaði eina grein af grenitréinum og gaf konunni hana með steikinni og er hún bara ánægð með karlinn.Gleymdi myndavélinni. kveðja guðni
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Það hefur verið alger unun að fylgjast með þessu verkefni! Þessvegna get ég ekki á mér setið að lýsa þeirri skoðun að mér finnst að þið verðið að sprauta bílinn og gera undirvinnuna og allt pottþétt, því þið eruð búnir að gera allt 100% fram að þessu!
Bíllinn myndi svo fyllilega standa undir fullkláruðu bónlúkki!:)
kv.Bjarni
Bíllinn myndi svo fyllilega standa undir fullkláruðu bónlúkki!:)
kv.Bjarni
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar. já Bjarni og takk fyrir. En það hefði verið flott ef við hefðum haft efni á að látið sprauta bílinn en það er bara of seint, það er búið að pensla bílinn og er hann allavega vatnsheldur en ekki flottur ég viðurkenni það en ég er ánægður með hann svona í fyrstu umferð. Hann er ansi redneck legur og var það ákveðið straks í upphafi að leggja ekki neinn pening í sprautun því hann er ekki til. Ég held að það mundi kosta yfir miljón að sprauta svona bíl og gera það vel. Ég setti mér markmið í upphafi verks að smíða 54" bíl sem kostaði undir 2 millum og hefur það staðist og rúmlega það. En við ryðbættum bílinn vel og vönduðum til með grunn tectil og lakk og sett var rust stopp innan í allar hurðar og skápa svo ef þetta verður einhvern tíman bíll sem keyrir og drífur og við verðum ánægðir með hann má alltaf safna fyrir sprautun. Við vöðum ansi blint í verkið um hvernig þessi bíll muni virka en það kemur í ljós því bíllinn fer í skoðun og sérskoðun þann 04.03.14 hjá Aðalskoðun á Ólafsfirði og þá verður hægt að fara í að prufa hann og stilla og sjá hvernig hann aktar á vegi og í snjó. Nú ef hann virkar ekki vel að okkar mati, en við erum báðir ferkar kröfuharðir þá hendum við hlandsprengjum inn í hann. Snilli á fullan kassa af ónotuðum hlandsprengjum kveðja guðni
- Viðhengi
-
- DSC00209.JPG (150.82 KiB) Viewed 10827 times
Síðast breytt af sukkaturbo þann 25.feb 2014, 18:43, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 126
- Skráður: 05.okt 2012, 22:18
- Fullt nafn: Hannibal Páll Jónsson
- Bíltegund: hilux,BMW
- Staðsetning: sauðanes viti
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Bjarni Ben wrote:Það hefur verið alger unun að fylgjast með þessu verkefni! Þessvegna get ég ekki á mér setið að lýsa þeirri skoðun að mér finnst að þið verðið að sprauta bílinn og gera undirvinnuna og allt pottþétt, því þið eruð búnir að gera allt 100% fram að þessu!
Bíllinn myndi svo fyllilega standa undir fullkláruðu bónlúkki!:)
kv.Bjarni
Það er bara verst við það þeir þyrftu skotbómulyftara með körfu eða góðan stiga til að bóna allan bílinn;) enda er hann harlem flottur svona.
KV Hannibal
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Kemst hann orðið út um þennan hurðarræfil sem er fyrir aftan hann?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Þú drífur ekkert á lakkinu Guðni, þetta er bílnum alveg sæmandi. Útlitslega kemur hann betur út en ég hefði fyrirfram haldið, pínu sveitalegur en mjög töff. Ánægður með litavalið líka.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Snilli og Tilli skoða 5,4" breitingu
Sælir félagar sveitalegur það er sko flott orð skal ég segja ykkur og takk fyrir það. Maður er nú sjálfur algjör Hill Bylli. Ég hefði orði sár ef þið hefðuð sagt að hann væri svona Borgarlegur eða Reykjavíkurlegur því þá hefði hann kostað 15 millur og allt á bílaláni. Það virkar ekki hér í sveitinni. Hér notum við það sem aðrir eru að henda og nýtum það. Því ekki veitir af að kunna það því risa kreppa er á leiðinni á næsta ári munið það félagar.Kveðja úr sveitinni Guðni
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur