Á vef F4x4 er þráður um hópkaup á ofurtógi og teygjuspottum. Þar á blaðsíðu þrú kemur fram að félagar í 4x4 fá hörkuafslátt af efni hjá Ísfelli í hafnarfirði http://www.isfell.is og þar sem ég er nýbúinn að eignast spil sem mig langaði að setja dynex á þá fór ég þangað og sótti mér 6 mm Dyneema sem er feikinógu sterkt að þeirra sögn.
Fann svo þessi 2 vídeó á youtube sem sýna hvernig maður á að splæsa svokallaða læsta lykkju á endann. Annað þeirra gerir ráð fyrir því að lengri endinn sé laus (engar lykkjur eða annað á honum), en ef maður ætlar t.d. að splæsa lykkjur á báða enda (fyrir "framlengingarsnúrurnar") þá sýnir seinna vídeóið aðferð til að splæsa læsta lykkju á spottann án þess að nota lausa endann.
Ég verslaði 30 metra af 6mm ofurtógi og 3 kósa og fékk góð ráð og gott spjall í kaupbæti.
vídeó 1: http://www.youtube.com/watch?v=M9kImggLWUQ
vídeó 2: http://www.youtube.com/watch?v=wMBG-Lvmh0k
Splæsa augu á Dyneema (Dynex)
Moderator: Hordursa
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Splæsa augu á Dyneema (Dynex)
Ég hefði átt að taka myndir af þegar ég var var að splæsa svona í síðustu viku, ég stakk ekki gegn, heldur splæsti þræðina, ekkert ósvipað og þegar maður splæsir 4ra þátta spotta, sára einfalt ef maður er búinn að gera þetta einu sinni, mér finnst sú aðferð allavega snyrtilegri en stungna aðferðin
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Til baka á “Handbækur og tækniupplýsingar.”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur