Hvaða reynslu hafa menn af efri spindilkúlum í þessum bílum?
Er með 94 4runner með tveggja ára First Line kúlum úr AB varahlutum sem voru dæmdar ónýtar í skoðun í dag. Þetta finnst mér ekki nógu góð ending, svo spurningin er hvaða tegund ætti maður að prufa næst.
Fann á summit kúlur sem heita proforged og mér sýnist parið af þeim koma heim á um 36 þúsund. Þær eru smyrjanlegar sem er klárlega kostur.
Hvað segiði um þetta spekingar?
Spindilkúlur í 4runner / Hilux
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Er öruggt að þetta sé hliðarslag í kúlunum en ekki upp og niður slag?
Það má nefnilega vera töluvert slag í þessum kúlum upp og niður, 2 mm +- 2 mm ef ég man rétt, get flett því upp í skoðunarhandbók á morgun fyrir þig
Það eru alls ekki allir skoðunarmenn sem gera sér grein fyrir þessu enda er þetta svolítið sérstakt í Hilux & 4runner
Það má nefnilega vera töluvert slag í þessum kúlum upp og niður, 2 mm +- 2 mm ef ég man rétt, get flett því upp í skoðunarhandbók á morgun fyrir þig
Það eru alls ekki allir skoðunarmenn sem gera sér grein fyrir þessu enda er þetta svolítið sérstakt í Hilux & 4runner
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 21
- Skráður: 18.apr 2013, 16:46
- Fullt nafn: Einar Örn Kristjánsson
- Bíltegund: Toyota
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Sævar Örn wrote:Er öruggt að þetta sé hliðarslag í kúlunum en ekki upp og niður slag?
Það má nefnilega vera töluvert slag í þessum kúlum upp og niður, 2 mm +- 2 mm ef ég man rétt, get flett því upp í skoðunarhandbók á morgun fyrir þig
Það eru alls ekki allir skoðunarmenn sem gera sér grein fyrir þessu enda er þetta svolítið sérstakt í Hilux & 4runner
Þeir voru eitthvað að skoða skoðunarhandbókina og það má einmitt vera dálítið endaslag (2mm held ég) en ekkert hliðarslag. Þeir þóttust vissir um að þetta væri hliðarslag.
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Ef vel ætti að vera myndi maður bora svona kúlur fyrir kopp ef hann er ekki original.
Gerði það á t.d. A-Stífu kúlunni í Landróvernum hjá pabba fyrir mörgum árum, það var líka í síðasta skipti sem þurfti að skipta um þá kúlu.
Gerði það á t.d. A-Stífu kúlunni í Landróvernum hjá pabba fyrir mörgum árum, það var líka í síðasta skipti sem þurfti að skipta um þá kúlu.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Smurð kúla er málið, ég átti bíl sem var alltaf að rústa spindilkúlunum, á endanum fékk ég smurða kúlu og boraði kúluna hinumegin og setti kopp, ég þurfti aldrei að skipta um kúlu aftur á þeim bíl
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Svo er þetta First Line merki frá AB algjört rusl.
Hef keypt framspyrnu í Micru sem kláraði gúmmífóðringuna eftir árið, þ.e.a.s gúmmíið var horfið!
Svo handbremsubarki í Focus sem passaði illa.
Er alveg hættur að kaupa þetta, eyði frekar aðeins meira og fæ það til baka með tímanum.
Hef keypt framspyrnu í Micru sem kláraði gúmmífóðringuna eftir árið, þ.e.a.s gúmmíið var horfið!
Svo handbremsubarki í Focus sem passaði illa.
Er alveg hættur að kaupa þetta, eyði frekar aðeins meira og fæ það til baka með tímanum.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Einari wrote:Hvaða reynslu hafa menn af efri spindilkúlum í þessum bílum?
Er með 94 4runner með tveggja ára First Line kúlum úr AB varahlutum sem voru dæmdar ónýtar í skoðun í dag. Þetta finnst mér ekki nógu góð ending, svo spurningin er hvaða tegund ætti maður að prufa næst.
Fann á summit kúlur sem heita proforged og mér sýnist parið af þeim koma heim á um 36 þúsund. Þær eru smyrjanlegar sem er klárlega kostur.
Hvað segiði um þetta spekingar?
Þú getur notað spindilkúlurnar frá AB ef þær eru ekki of dýrar og sett smurkoppa á þær.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 21
- Skráður: 18.apr 2013, 16:46
- Fullt nafn: Einar Örn Kristjánsson
- Bíltegund: Toyota
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Fékk mér original Toyota kúlur. Fékk þær á rétt innan við 30 þús parið og þær eru boraðar fyrir smurkopp.
Sá síðan þegar ég var að setja þær í að það er tappi í neðri kúlunum þannig að þar er líka hægt að setja smurkopp sem ég mun klárlega gera.
Held að þetta sé eitthvað sem sé mjög sniðugt að gera fyrir alla klafa toyota eigendur.
TOYOTA - tákn um gæði :)
Sá síðan þegar ég var að setja þær í að það er tappi í neðri kúlunum þannig að þar er líka hægt að setja smurkopp sem ég mun klárlega gera.
Held að þetta sé eitthvað sem sé mjög sniðugt að gera fyrir alla klafa toyota eigendur.
TOYOTA - tákn um gæði :)
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Veistu hvaðan kúlurnar sem þú fékkst í Toyota koma?
Er það ekki bara úr stillingu eða AB? ;)
Nú ef ekki þá sennilega frá sama framleiðanda og fyrir aðra varahlutabirgja, svona er þetta nú bara, toyota hefur ekki smíðað hjólabúnað frekar en aðrir framleiðendur í lengri tíma heldur hafa þeir sett bíla sína saman með hlutum annarra
Er það ekki bara úr stillingu eða AB? ;)
Nú ef ekki þá sennilega frá sama framleiðanda og fyrir aðra varahlutabirgja, svona er þetta nú bara, toyota hefur ekki smíðað hjólabúnað frekar en aðrir framleiðendur í lengri tíma heldur hafa þeir sett bíla sína saman með hlutum annarra
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 21
- Skráður: 18.apr 2013, 16:46
- Fullt nafn: Einar Örn Kristjánsson
- Bíltegund: Toyota
Re: Spindilkúlur í 4runner / Hilux
Sævar Örn wrote:Veistu hvaðan kúlurnar sem þú fékkst í Toyota koma?
Er það ekki bara úr stillingu eða AB? ;)
Nú ef ekki þá sennilega frá sama framleiðanda og fyrir aðra varahlutabirgja, svona er þetta nú bara, toyota hefur ekki smíðað hjólabúnað frekar en aðrir framleiðendur í lengri tíma heldur hafa þeir sett bíla sína saman með hlutum annarra
Nei ég veit það reyndar ekki, eða þær eru allavega ekki eins og first line kúlurnar úr AB og ekki eins og kúlurnar sem eru á myndunum á síðunni hjá Stillingu.
En sjálfsagt er hægt að fá þetta beint frá framleiðandanum í einhverri annarri búð, bara spurning um að finna búðina :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir