pæling varðandi viftureimaútreikning
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 78
- Skráður: 08.nóv 2010, 22:22
- Fullt nafn: Hjörtur Vífill Jörundsson
pæling varðandi viftureimaútreikning
Sælir er með smá pælingu sambandi við útreikning á lengd á viftureim... leif mér að útskýra málið.
Var að skipta um ac dælu í bíl sem er notuð sem loftdæla. Fékk alveg eins dælu í staðin. Ég ákvað að skifta um reim í leiðinni og fékk aðra í sömu lengd.
Í þessum blessaða bíl er ekkert hlaupið að því að skipta um þessa blessuðu reim og er plássið ekkert og útsýnið á sömu leið. Eftir smá svita og miklar formælingar fór þó reimin í en..... hún passaði ekki?
Ég hélt nú fyrst að ég hefði þrætt hana vitlaust en svo var ekki? reimarnar bar ég saman fyrir aðgerð og voru þær jafnlangar.
Eftir mikið klór í hausnum fattaði ég loksins meinið og var það að trissan á dælunni var stærri en á dælunni sem var fyrir í bílnum.
Nýja trissan er 14mm stærri í þvermáli en sú gamla. Kom þá upp sú pæling hvort væri hægt að reikna út hvað reimin þyrfti að vera mikið lengri en hún í raun er? Er það því sem munar á trissunum í þvermáli? eða helmingurinn af því? eða mitt á milli?
Smá pæling. hvað segja reiknisnillingar
Var að skipta um ac dælu í bíl sem er notuð sem loftdæla. Fékk alveg eins dælu í staðin. Ég ákvað að skifta um reim í leiðinni og fékk aðra í sömu lengd.
Í þessum blessaða bíl er ekkert hlaupið að því að skipta um þessa blessuðu reim og er plássið ekkert og útsýnið á sömu leið. Eftir smá svita og miklar formælingar fór þó reimin í en..... hún passaði ekki?
Ég hélt nú fyrst að ég hefði þrætt hana vitlaust en svo var ekki? reimarnar bar ég saman fyrir aðgerð og voru þær jafnlangar.
Eftir mikið klór í hausnum fattaði ég loksins meinið og var það að trissan á dælunni var stærri en á dælunni sem var fyrir í bílnum.
Nýja trissan er 14mm stærri í þvermáli en sú gamla. Kom þá upp sú pæling hvort væri hægt að reikna út hvað reimin þyrfti að vera mikið lengri en hún í raun er? Er það því sem munar á trissunum í þvermáli? eða helmingurinn af því? eða mitt á milli?
Smá pæling. hvað segja reiknisnillingar
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Ef þú margfaldar þvermál trissuhjólsins með pí (3,14), þá færðu út ummálið.
Dregur svo ummál litla hjólsins frá því stóra, og þá áttu að fá út mismuninn. Þ.e.a.s lengdina sem vantar upp á.
Vona að þetta sé rétt hjá mér..
Dregur svo ummál litla hjólsins frá því stóra, og þá áttu að fá út mismuninn. Þ.e.a.s lengdina sem vantar upp á.
Vona að þetta sé rétt hjá mér..
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
þú þarft samt að finna út hvað reimin fer um mikinn part af hjólinu og einungis nota þann part í endanlegan útreikning þar sem reimin fer væntanlega ekki fullann hring á því :)
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Hun þarf að vera um 1cm stærri
Strekkjarinn tekur afgangsslaka
Strekkjarinn tekur afgangsslaka
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 78
- Skráður: 08.nóv 2010, 22:22
- Fullt nafn: Hjörtur Vífill Jörundsson
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Reimin fer svona aðeins svona mitt á milli 2/4 - 3/4 á trissunni sirka
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Sæll
svona held ég að þú getir reiknað þetta
14mmx3,14x5/8=27,5mm
kv Hörður
svona held ég að þú getir reiknað þetta
14mmx3,14x5/8=27,5mm
kv Hörður
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
En að fara einföldu leiðina, þú segir að dælurnar séu alveg eins, afhverju notaru ekki gamla hjólið á nýju dæluna? Það hlýtur að vera hægt. Það er óþarfi að finna upp nýtt hjól :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 78
- Skráður: 08.nóv 2010, 22:22
- Fullt nafn: Hjörtur Vífill Jörundsson
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
hjólið er ónýtt á gömlu. gamla dælan fór alveg í skrall.... kúpling, trissa, allt brotið inní dæli líka. Stangir og sveifarás ónýtir
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
hjotti wrote:hjólið er ónýtt á gömlu. gamla dælan fór alveg í skrall.... kúpling, trissa, allt brotið inní dæli líka. Stangir og sveifarás ónýtir
Helvítis böðulskapur er þetta í þér :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 78
- Skráður: 08.nóv 2010, 22:22
- Fullt nafn: Hjörtur Vífill Jörundsson
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
hehe ég er saklaus... á ekki þennann trukk
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Gamla reimin er X lengd + Y.
Y er hér sá hluti sem fór yfir gamla hjólið. (sem ég veit ekki þvermálið á)
Ummál hrings er "þvermál sinnum pí"
Köllum þvermál hjólsins H1
Og gerum ráð fyrir að reimin fari 3/4 úr hring umhverfis hjólið.
Y er þá H1 sinnum pí sinnum 3/4 hlutar hjólsins. Eða Y= H1xPix3/4
Köllum þvermál nýja hjólsins H2
Og gerum ráð fyrir að reimin fari 3/4 úr hring umhverfis það líka (sem er tæplega alveg rétt því að það er svolítið stærra en líklega skiptir ekki máli)
Nýtt þvermál er þá Z = H2 sinnum pí sinnum 3/4 eða Z= H2xPix3/4
Reimin þarf að lengjast um sem nemur lengdinni yfir nýja hjólið mínus lengdina yfir gamla hjólið = Z-Y
Eða H2xPix3/4-H1xPix3/4
Þetta má skrifa sem Pix3/4(H2-H1)
Nú gefur þráðastofnandi upp að nýja hjólið sé 14mm stærra að þvermáli en það gamla og það er einmitt H2-H1
Þá stendur þetta eftir: Pi x 3/4 x 14mm
Sem er viðbótin í millimetrum.
Y er hér sá hluti sem fór yfir gamla hjólið. (sem ég veit ekki þvermálið á)
Ummál hrings er "þvermál sinnum pí"
Köllum þvermál hjólsins H1
Og gerum ráð fyrir að reimin fari 3/4 úr hring umhverfis hjólið.
Y er þá H1 sinnum pí sinnum 3/4 hlutar hjólsins. Eða Y= H1xPix3/4
Köllum þvermál nýja hjólsins H2
Og gerum ráð fyrir að reimin fari 3/4 úr hring umhverfis það líka (sem er tæplega alveg rétt því að það er svolítið stærra en líklega skiptir ekki máli)
Nýtt þvermál er þá Z = H2 sinnum pí sinnum 3/4 eða Z= H2xPix3/4
Reimin þarf að lengjast um sem nemur lengdinni yfir nýja hjólið mínus lengdina yfir gamla hjólið = Z-Y
Eða H2xPix3/4-H1xPix3/4
Þetta má skrifa sem Pix3/4(H2-H1)
Nú gefur þráðastofnandi upp að nýja hjólið sé 14mm stærra að þvermáli en það gamla og það er einmitt H2-H1
Þá stendur þetta eftir: Pi x 3/4 x 14mm
Sem er viðbótin í millimetrum.
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
hjotti wrote:Reimin fer svona aðeins svona mitt á milli 2/4 - 3/4 á trissunni sirka
Las betur - mitt á milli 2/4 og 3/4 er - eins og Hörður bendir á - 5/8
Þá er þetta svona, 5/8 í stað 3/4
Pi x 5/8 x 14mm
Svar: ~ 27,5 mm
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Sæll er líka vitlaus í reikningi svo ég hefði bara set spotta utan um hjólin og séð muninn þannig kveðja Tilli
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Eitt af mínum sérstöku mælitækjum sem ég er með í verkfærakassanum er skraddaramálband.
Sumir kalla það "saumakonumálband"

Fínt að nota til að mæla reimar "svona nokkurnvegin" og líka ef maður þarf að mæla hve langa plötu þarf í eitthvað sem liggur í beygju.
Sumir kalla það "saumakonumálband"

Fínt að nota til að mæla reimar "svona nokkurnvegin" og líka ef maður þarf að mæla hve langa plötu þarf í eitthvað sem liggur í beygju.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 78
- Skráður: 08.nóv 2010, 22:22
- Fullt nafn: Hjörtur Vífill Jörundsson
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
þakka góð svör drengir... og Guðni og Jón auðvitað notar maður bara baggaband eða stelst í saumaskrínið hennar ömmu sinnar en það var ekki POINTIÐ með þessum þræði.
Þetta var meira svona hugleiðing um hvort þetta væri hægt að reikna.
En svona fyrir utan allt það að þá var ekki til nógu stór reim í landinu til að redda þessu. Þannig að aðrar lausnir voru notaðar... því miður... því mér langaði að bera reikniformúlu tillögurnar saman við endanlega reim en ekki kom til þess. Prufa bara útreikningana seinna þegar ég hef ekkert að gera.
En aftur þakka góð svör
Þetta var meira svona hugleiðing um hvort þetta væri hægt að reikna.
En svona fyrir utan allt það að þá var ekki til nógu stór reim í landinu til að redda þessu. Þannig að aðrar lausnir voru notaðar... því miður... því mér langaði að bera reikniformúlu tillögurnar saman við endanlega reim en ekki kom til þess. Prufa bara útreikningana seinna þegar ég hef ekkert að gera.
En aftur þakka góð svör
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1
Chevy Camaro Lt1
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Ef trissuhjólið er "óendalega langt í burtu" þá lengist reiminn um (Dnew-Dold)*pí/2 eða um 1,57 sinnum munin á þvermálunum trissana nýju og gömlu.
Örugglega nógu nákvæmt fyrir þetta og trúlega nákvæmara en málbandið.
l.
Örugglega nógu nákvæmt fyrir þetta og trúlega nákvæmara en málbandið.
l.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: pæling varðandi viftureimaútreikning
Mæla bilið milli miðjanna á trissunum og margfalda með 2
Taka þvermál trissuhjóls-1, margfalda með Pí og deila með tveimur. Bæta þeirri tölu við
Taka þvermál trissuhjóls-2, margfalda með Pí og deila með tveimur. Bæta þeirri tölu við
Taka þvermál trissuhjóls-1, margfalda með Pí og deila með tveimur. Bæta þeirri tölu við
Taka þvermál trissuhjóls-2, margfalda með Pí og deila með tveimur. Bæta þeirri tölu við
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur