Sælir eins og alvöru jepp þá lenti ég í að brjóta driföxul þegar eg var að berjast við að komast upp úr á sennilega gaf sig hjólalega og svo koll af kolli og driflokan Warn bjargaði því sem bjargað varð en koparfóðringin fór.
Vitið þið um einhvern sem selur varahluti í loku ? eða gott koparefni til að renna fóðringu
Ef ekki þar sem ég fékk heilt naf með öxli og öllu til að setja undir í staðin þar fylgdi auto loka en hún er að valda mér smá veseni þegar hún tekur upp á að aflæsa sér og slá svo inn með leiðindar höggi og að sjálfsögðu á verstu tímum.
Get eg soðið tannhjólin föst í henni þannig að hún sé bara læst ? Svona sem skítareddingu þar til ég fæ handvirka loku.
Driflokuvesen
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Driflokuvesen
Nú kemur ekki fram á hvernig bíl þú ert en miðað við auto-loku-höggs kommentið geri ég ráð fyrir því að þú sért á Patrol.
Menn hafa soðið þær fastar og reynast þær þá vel. Ég hef samt ekki gert það sjálfur.
Menn hafa soðið þær fastar og reynast þær þá vel. Ég hef samt ekki gert það sjálfur.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Driflokuvesen
Sæll ég er á Terrano
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Driflokuvesen
Ef það vantar efni í koparfóðringar hafa margir bara farið í pípulagnadeildina í Byko eða Húsasmiðjunni og náð í koparfittings og rennt hann til.
Re: Driflokuvesen
Takk fyrir þessar upplýsingar en einhver sagði mér að sumt koparefni væri ekki gott og myndi eyðilegjast strax svo ég var að fiska einmitt eftir því hvar og hvaða efni menn notuðu.
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Driflokuvesen
Steini H wrote:Takk fyrir þessar upplýsingar en einhver sagði mér að sumt koparefni væri ekki gott og myndi eyðilegjast strax svo ég var að fiska einmitt eftir því hvar og hvaða efni menn notuðu.
Það er satt, sumt af þessum koparfittings er lílega of harður til að nota í fóðringar vegna t.d. sinkinnihalds.
http://is.wikipedia.org/wiki/L%C3%A1t%C3%BAn
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Driflokuvesen
Bílabúð Benna á ýmislegt til í Warn lokur.
Re: Driflokuvesen
Takk fyrir þetta heyri í þeim
Re: Driflokuvesen
Ef þú ætlar að renna koparfóðringu í lokuna held ég að þú ættir að fá þér fóðringa kopar. Það er yfirleitt hægt að kaupa búta af hæfilegu efni hjá stærri verkstæðum fyrir sangjarnt verð.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur