Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
-
- Innlegg: 88
- Skráður: 13.apr 2011, 20:23
- Fullt nafn: mikael ekardson
- Bíltegund: Jeep, Ford
- Staðsetning: Vestfirðir
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
frábert
mer langar lika i svona.
hvað kosta dotið ??
mer langar lika i svona.
hvað kosta dotið ??
38" xj árg 87
Ford f 150 árg 04
Ford f 150 árg 04
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Takk fyrir, meirihluti tímans fór í pælingar um hvar best væri að koma öllu draslinu fyrir, hvort ég ætti að nota segulloka með spólu í hluta af kerfinu og ég fór nokkra hringi með þetta síðustu helgi áður en ég lenti þessu svona :)
Ég tók því miður ekki saman kostnaðinn, sumt átti ég til en annað keypti ég með miklum afslætti. Ætli ég skjóti ekki á efniskostnaðurinn í svona kerfi (ódýrir mælar) í Barka með venjulegum afslætti sé ca 30-40 þús (breytingar á felgum ekki innifaldar). Það er samt bara ágiskun .....
Ég tók því miður ekki saman kostnaðinn, sumt átti ég til en annað keypti ég með miklum afslætti. Ætli ég skjóti ekki á efniskostnaðurinn í svona kerfi (ódýrir mælar) í Barka með venjulegum afslætti sé ca 30-40 þús (breytingar á felgum ekki innifaldar). Það er samt bara ágiskun .....
-
- Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Ég var að biðja um kosnaðar áætlun í þetta verkefni frá barka (var einnig með alla loftpúða pælinguna með) en með öllum fittings (frá felgum og upp) og 60m af slöngum (allt lagt í 8mm frá dælu, veit ekki hvort það er of grannt) þá stóð pakkinn í 83 Þús.
Gæti verið um 55-60 Þús bara úrhleypibúnaðurinn.
En þetta er með öllu annað hvort í ryðfríu eða kopar svo að það ætti að vera hægt að sleppa eitthvað ódýrara ef menn fara í plastið
Kv. Atli
Gæti verið um 55-60 Þús bara úrhleypibúnaðurinn.
En þetta er með öllu annað hvort í ryðfríu eða kopar svo að það ætti að vera hægt að sleppa eitthvað ódýrara ef menn fara í plastið
Kv. Atli
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
AgnarBen wrote:Takk fyrir, meirihluti tímans fór í pælingar um hvar best væri að koma öllu draslinu fyrir, hvort ég ætti að nota segulloka með spólu í hluta af kerfinu og ég fór nokkra hringi með þetta síðustu helgi áður en ég lenti þessu svona :)
Ég tók því miður ekki saman kostnaðinn, sumt átti ég til en annað keypti ég með miklum afslætti. Ætli ég skjóti ekki á efniskostnaðurinn í svona kerfi (ódýrir mælar) í Barka með venjulegum afslætti sé ca 30-40 þús (breytingar á felgum ekki innifaldar). Það er samt bara ágiskun .....
Hvernig er það með smurningu á A/C dælunni hjá þér?
Ertu með smurglas eða dassaru bara reglulega inn í öndunina olíu til að smyrja hana?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Hagalín wrote:AgnarBen wrote:Takk fyrir, meirihluti tímans fór í pælingar um hvar best væri að koma öllu draslinu fyrir, hvort ég ætti að nota segulloka með spólu í hluta af kerfinu og ég fór nokkra hringi með þetta síðustu helgi áður en ég lenti þessu svona :)
Ég tók því miður ekki saman kostnaðinn, sumt átti ég til en annað keypti ég með miklum afslætti. Ætli ég skjóti ekki á efniskostnaðurinn í svona kerfi (ódýrir mælar) í Barka með venjulegum afslætti sé ca 30-40 þús (breytingar á felgum ekki innifaldar). Það er samt bara ágiskun .....
Hvernig er það með smurningu á A/C dælunni hjá þér?
Ertu með smurglas eða dassaru bara reglulega inn í öndunina olíu til að smyrja hana?
Las mig aðeins í gegn um þráðinn og fékk svar við þessari spurningu......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Hagalín wrote:Hagalín wrote:AgnarBen wrote:Takk fyrir, meirihluti tímans fór í pælingar um hvar best væri að koma öllu draslinu fyrir, hvort ég ætti að nota segulloka með spólu í hluta af kerfinu og ég fór nokkra hringi með þetta síðustu helgi áður en ég lenti þessu svona :)
Ég tók því miður ekki saman kostnaðinn, sumt átti ég til en annað keypti ég með miklum afslætti. Ætli ég skjóti ekki á efniskostnaðurinn í svona kerfi (ódýrir mælar) í Barka með venjulegum afslætti sé ca 30-40 þús (breytingar á felgum ekki innifaldar). Það er samt bara ágiskun .....
Hvernig er það með smurningu á A/C dælunni hjá þér?
Ertu með smurglas eða dassaru bara reglulega inn í öndunina olíu til að smyrja hana?
Las mig aðeins í gegn um þráðinn og fékk svar við þessari spurningu......
Já ég dassa alltaf smá sjálfskiptiolíu inn á hana fyrir hverja ferð. Hvort þetta sé góð leið veit ég ekki, aðeins tíminn mun leiða í ljós ...
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Þetta er orðið ansi flott hjá þér :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Jæja, þá er þetta skriðið saman (bætti við nokkrum myndum af útfærslu á felgunum framar í þræðinum) og búið að prófa og allt virkar vel, lofar bara virkilega góðu. Eini "hönnunargallinn" á þessu er að ég leyddi ekki úrhleypilögnina út úr bílnum og það kemur ferleg fýla af loftinu sem hleypt er úr dekkjunum :) Þarf að græja það við fyrsta tækifæri. Enn vantar þakbogana og vinnuljósin á bílinn en ég er að fara að ryðbæta og sprauta þakið í næstu viku vonandi. Hendi inn myndir af honum þegar hann er endanlega tilbúinn eftir þessa törn.


-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Þetta er mjög flott og vel gengið frá. Glæsilegt :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Þetta er flott maður!
Ég sá þetta með útloftunina fyrir, að það yrði ólíft inn í bíl ef hleypt væri úr. Lagði þetta niðurúr.
Svo er lúmskur hávaði í því líka.
Ég sá þetta með útloftunina fyrir, að það yrði ólíft inn í bíl ef hleypt væri úr. Lagði þetta niðurúr.
Svo er lúmskur hávaði í því líka.
-
- Innlegg: 82
- Skráður: 05.apr 2011, 14:12
- Fullt nafn: Kári Þorleifsson
- Bíltegund: JEEP
- Staðsetning: Austurrísku ölpunum
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
virkilega flottur og eigulegur hjá þér.
..er hann falur?
..er hann falur?
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Takk fyrir jákvæð komment :) Stýringin virkar mjög vel en var í vandræðum með snjó og krapa innan í felgunum sem ollu því að hnén snerust með hjólunum og það vafðist upp á slöngurnar. Þarf að finna eitthvað út úr því.
Er hann falur .... ég efast stórkostlega um að nokkur maður sé tilbúinn að borga það sem ég myndi vilja fá fyrir hann, búinn að eyða allt of miklu tíma og peningum í hann til að vilja selja hann á einhverju "eðlilegu" verði ;-)
Er hann falur .... ég efast stórkostlega um að nokkur maður sé tilbúinn að borga það sem ég myndi vilja fá fyrir hann, búinn að eyða allt of miklu tíma og peningum í hann til að vilja selja hann á einhverju "eðlilegu" verði ;-)
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
AgnarBen wrote:Takk fyrir jákvæð komment :) Stýringin virkar mjög vel en var í vandræðum með snjó og krapa innan í felgunum sem ollu því að hnén snerust með hjólunum og það vafðist upp á slöngurnar. Þarf að finna eitthvað út úr því.
Er hann falur .... ég efast stórkostlega um að nokkur maður sé tilbúinn að borga það sem ég myndi vilja fá fyrir hann, búinn að eyða allt of miklu tíma og peningum í hann til að vilja selja hann á einhverju "eðlilegu" verði ;-)
Þú verður bara að setja hjólkoppa á hann sem eru alveg lokaðir. haha. Ég hef einusinni séð benz jeppa með hjólkoppa á 14" breiðum felgum og það leit ekki vel út.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Alternatorinn gaf sig hjá mér enda svo sem ekki skrýtið eftir 18 ára notkun og 220 þús.km akstur :) Staðsetningin á alternatornum á 4.0 lítra vélinni er heldur ekki góð, neðarlega á vélinni farþegamegin og alveg opið niður í götu (búinn að fjarlægja hlífðarplötuna sem var undir bílnum). Þegar þetta gerist þá er skemmtilegur valkostur að fá sér stærri alternator. Í mínum bíl er 90Amp Denso alternator en hægt er að fá nánast alveg eins tor með nákvæmlega eins festingum sem er 136Amp úr 97-98 Cherokee ZJ V8 og úr nokkrum tegundum af Dodge. Yfirlit yfir þá bíla sem þessi alternator kemur úr er finna á meðfylgjandi mynd.
136Amp torinn er þó stærri um sig og því þarf að gera smá "lagfæringar" á bracketinu sem heldur alternatornum og slípa smá af blokkinni til að koma honum fyrir.
Tók nokkrar myndir af þessu fyrir þá sem hafa áhuga á þessu.

Eins og sést þá er sá nýi aðeins meiri um sig en allar boltafestingar og rafmagnstengingar eins. Fann finan tor úr ´97 Grand með V8 vél.
Á nýja tornum eru fleirir rásir á trissuhjólinu en það skiptir engu máli, ein verður þá bara ónotuð.

Nýi kominn í bracketið og eins og sést þá kemst hann ekki fyrir og því þarf að búa til smá pláss.


Eftir smá vinnu með rokknum þá smellur torinn í boltagötin og hægt er að setja bracketið aftur í.

Þegar bracketið er komið í þá þarf að slípa aðeins utan af boltagötunum á blokkinni svipað og gert var á Tornum (aðeins minna þó) - Svo er bara að skrúfa torinn í.
Það er líklega líka góð hugmynd að svera upp og endurnýja allar plús og mínus leiðslur á milli geymis, boddý, blokkar, alternator, PCM og startara í kjölfarið á þessu en ég ætla að bíða eitthvað með það og sjá hvernig þetta virkar.
136Amp torinn er þó stærri um sig og því þarf að gera smá "lagfæringar" á bracketinu sem heldur alternatornum og slípa smá af blokkinni til að koma honum fyrir.
Tók nokkrar myndir af þessu fyrir þá sem hafa áhuga á þessu.

Eins og sést þá er sá nýi aðeins meiri um sig en allar boltafestingar og rafmagnstengingar eins. Fann finan tor úr ´97 Grand með V8 vél.
Á nýja tornum eru fleirir rásir á trissuhjólinu en það skiptir engu máli, ein verður þá bara ónotuð.

Nýi kominn í bracketið og eins og sést þá kemst hann ekki fyrir og því þarf að búa til smá pláss.


Eftir smá vinnu með rokknum þá smellur torinn í boltagötin og hægt er að setja bracketið aftur í.

Þegar bracketið er komið í þá þarf að slípa aðeins utan af boltagötunum á blokkinni svipað og gert var á Tornum (aðeins minna þó) - Svo er bara að skrúfa torinn í.
Það er líklega líka góð hugmynd að svera upp og endurnýja allar plús og mínus leiðslur á milli geymis, boddý, blokkar, alternator, PCM og startara í kjölfarið á þessu en ég ætla að bíða eitthvað með það og sjá hvernig þetta virkar.
Síðast breytt af AgnarBen þann 22.jan 2013, 17:51, breytt 1 sinni samtals.
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
mæti til þín með tösku fulla af bláum seðlum þegar ég vinn í víkingalottóinu !
finnst þetta klárlega flottasti XJ á klakanum
finnst þetta klárlega flottasti XJ á klakanum
1992 MMC Pajero SWB
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Oskar K wrote:mæti til þín með tösku fulla af bláum seðlum þegar ég vinn í víkingalottóinu !
finnst þetta klárlega flottasti XJ á klakanum
Hann er meira svona fjarskafallegur ;-) Þeir eru nú til nokkrir ansi flottir og flottari en minn held ég .....
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
AgnarBen wrote:Oskar K wrote:mæti til þín með tösku fulla af bláum seðlum þegar ég vinn í víkingalottóinu !
finnst þetta klárlega flottasti XJ á klakanum
Hann er meira svona fjarskafallegur ;-) Þeir eru nú til nokkrir ansi flottir og flottari en minn held ég .....
heyrðu ekkert svona, hef alveg séð hann upclose líka :D
maður sér líka bara hvernig vinnubrögðin eru í þínum skúr ;)
1992 MMC Pajero SWB
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Fór í smá aðgerðir á Cherokee í vikunni.
Grindarendinn þar sem prófílbeislið er boltað var orðin vægast sagt "slöpp", þetta var allt skorið í burtu og sniðið nýtt í þetta. Steingleymdi að taka myndir af þessu en ég fékk Tryggva í Stýrivélaþjónustunni til að græja suðuvinnuna.
Skipti um bensíntankinn í leiðinni en sá gamli var orðinn mjög slappur. Tankurinn í Cherokee er hannaður þannig að öndunin nær aðeins niður í tankinn þannig að það komast aðeins 75 lítrar í hann en þetta er gert til að það myndist loftpúði í honum og þannig minnka líkurnar á að hann springi í árekstri. Hérna sést ágætlega hvernig önduninni var breytt og færð upp á gamla tanknum þannig að hann tók 95 lítra í stað 75. Ég passa mig bara á að fylla hann aldrei í bænum !
Nýi tankurinn nýmálaður fyrir utan smá part þar sem eftir er að breyta önduninni.
Þetta er allt komið saman núna og útskrifað og núna er ég byrjaður að dunda mér aðeins í fellihýsinu.
Síðast breytt af AgnarBen þann 08.júl 2013, 08:49, breytt 3 sinnum samtals.
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Virkilega snyrtilegur frágangur

Og eins jeppinn, hrikalega flottur!
Stilltirðu drifin inn sjálfur?

Og eins jeppinn, hrikalega flottur!
Stilltirðu drifin inn sjálfur?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
sælir
Takk fyrir, það fóru ansi margir klukkutímar í að koma þessu fyrir í stokknum en ég er mjög sáttur við hvernig þetta kom út.
Nei ég stillti drifin ekki inn sjálfur, þau voru reyndar stillt inn af tveimur mismunandi aðilum en það var nú bara tilviljun !
Takk fyrir, það fóru ansi margir klukkutímar í að koma þessu fyrir í stokknum en ég er mjög sáttur við hvernig þetta kom út.
Nei ég stillti drifin ekki inn sjálfur, þau voru reyndar stillt inn af tveimur mismunandi aðilum en það var nú bara tilviljun !
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"


Skellti mér í það í desember að skipta um dempara og fékk mér stillanlega Koni og skellti mér í ferð inn á Fjallabak í kjölfarið. Þetta átti nú bara að verða saklaus uppfærsla á lösnum dempurum en hafði nú aðeins meiri afleiðingar en ég hafði ráðgert því ég var ekki par hrifinn af fjöðruninni í þessari ferð, fjaðrirnar voru hreinlega orðnar of lélegar til höndla þessi átök og ljóst að eitthvað þurfti að gera.

Bílnum var því bakkað inn í skúr aftur í byrjun janúar og ráðist í uppfærslu á afturfjöðrun.
Á sama réðst ég líka í að yfirfara gólfið í skottinu en ég vissi að það var orðið ryðgað í köflum.

Gólfið var þó ekki eins slæmt og ég bjóst við !

Skar í burtu allt alvarlegt ryð sem ég fann.

Svo var bara byrjað að sjóða bætur í aftur.

Lokaði með 0,8 rafgalv plötum eða 1,5 mm plötum þar sem burður var undir. Ekki fallegustu suður í heimi en fullgott fyrir gamlan Cherokee.

Bútasaumur

Gólfið síðan hreinsað með vírbursta, rust converter borinn á og svo grunnað með Zinc grunni.

Suður síðan kýttaðar og gólfið málað í þessum gullfallega græna "go fast" lit :)

Bætti við nokkrum öflugum farangursfestingum í gólfið.

Allt tilbúið !
Síðan var ráðist á afturfjöðrunina og fyrir valinu varð að smíða 4-link fjöðrun (5-link).

Varð mér út um afturgorma úr ´95 Grand Cherokee V8 ásamt gúmmíspacerum og gormastýringu að ofan. Fékk einnig þverstífu úr sama bíl. Áður hafði ég fengið ryðfríar 4-link stífur undan forlátum Wrangler sem er núna í Ultimate breytingu. Allar fóðringar í stífunum eru úr Cherokee. Restin var síðan smíðuð á staðnum úr 2-4 mm stálplötum. Ég fékk svo félaga minn til að hafa yfirumsjón með smíðinni og skipa mér fyrir :)

Búið að hreinsa allt af hásingunni, tankurinn farinn undan og aftasti hlutinn skorinn af pústinu. Ég ákvað að hafa hásinguna áfram á sama stað og því fór engin vinna í boddý eða brettakanta.

Fremri stífuturnar að taka á sig mynd en þeir eru soðnir við grindina þar sem fremri fjaðrafestingarnar eru. Hugsuðum um að reyna að nota fjaðrafestingarnar eitthvað en féllum frá því.

Stífufestingar á Ford 8.8 og vísir að gormasætum tilbúnar.

Styrkingar soðnar á grindina þar sem efri gormaturnar, demparafestingar og festing fyrir þverstífu koma. Þetta fannst okkur nauðsynlegt þar sem ekki er reiknað með neinu álagi þarna á Unibody-ið frá framleiðanda.

Stífur komnar á sinn stað og búið að festa við hásingu.

Demparafestingar, þverstífufesting og gormasæti fullsmíðuð og allt grunnað með tveggja þátta epoxy.

Benz samsláttarpúðar boraðir til að mýkja þá. Þeir standa 12 cm en geta krumpast saman niður í 5 cm undir fullu álagi.

Efri gormasæti, demparafestingar og þverstífufesting tilbúið og grunnað. Eins og sést þá er þverstífunni komið fyrir fyrir framan hásinguna sem er líklega frekar óvenjulegt !

Allt tilbúið og skrúfað saman og málað. Það eina sem vantar eru dempararnir.

4-link kerfið tilbúið með þverstífuna fyrir framan hásingu.

Tilbúinn í ferð en ég fór á honum í prufutúr upp í Setur síðustu helgi og kom fjöðrunin mjög vel út. Það eina sem vantar eru nýju dempararnir sem ég fæ í næstu viku frá Ameríkuhreppi en það eru Bilstein 5100 monotube demparar. Í ferðinni notaðist ég við gamla dempara sem ég fékk á partasölu og stóðu þeir sig í raun ótrúlega vel miðað við útlit og ástand :)
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Vel gert, hrikalega flottur jeppi hjá þér
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 19.mar 2013, 13:33
- Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
- Bíltegund: Wrangler Ultimate
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Fagmaður út í fingurgóma og mjög flottur XJ á ferðinni.
Djöfull eru þetta magnaðar stífur hjá þér ;)
Flott breyting, ánægður með valið á dempurunum :)
k kv
Gunnar Ingi
Djöfull eru þetta magnaðar stífur hjá þér ;)
Flott breyting, ánægður með valið á dempurunum :)
k kv
Gunnar Ingi
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Takk fyrir það drengir, yfirsmiðsstrumpurinn stóð sig vel :)
Já og takk fyrir stífurnar Gunnar, þær smellpössuðu undir bílinn og það var eiginlega bara fyndið hvað þverstífan sem kom úr Grandinum passaði vel þarna fyrir framan hásinguna. Nú bíður maður bara eftir því að geta hent Bilstein dempurunum í og prófa svo aftur :)
Já og takk fyrir stífurnar Gunnar, þær smellpössuðu undir bílinn og það var eiginlega bara fyndið hvað þverstífan sem kom úr Grandinum passaði vel þarna fyrir framan hásinguna. Nú bíður maður bara eftir því að geta hent Bilstein dempurunum í og prófa svo aftur :)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Með þessa bens púða, hafa menn ekki verið að lenda í því að fá einhverskonar "öflugt sundurslag", þe þegar maður lemur bílnum fast í samslátt að samsláttarpúðarnir sprengi bílinn í sundur aftur?
Ég lenti í þessu á hiluxnum hjá mér, var reyndar ekki með þá neitt boraða en var samt með hring utanum þá til styrkingar en eftir að ég skar neðsta hringinn af þá varð bíllinn allt annar. Mér finnst þessir púðar vera of langir original.
Ég lenti í þessu á hiluxnum hjá mér, var reyndar ekki með þá neitt boraða en var samt með hring utanum þá til styrkingar en eftir að ég skar neðsta hringinn af þá varð bíllinn allt annar. Mér finnst þessir púðar vera of langir original.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Já hann er mjög flottur hjá þér, mig langar alveg svakalega í einn svona á 38"
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
elliofur wrote:Með þessa bens púða, hafa menn ekki verið að lenda í því að fá einhverskonar "öflugt sundurslag", þe þegar maður lemur bílnum fast í samslátt að samsláttarpúðarnir sprengi bílinn í sundur aftur?
Ég lenti í þessu á hiluxnum hjá mér, var reyndar ekki með þá neitt boraða en var samt með hring utanum þá til styrkingar en eftir að ég skar neðsta hringinn af þá varð bíllinn allt annar. Mér finnst þessir púðar vera of langir original.
Ég hef nú ekki orðið sérstaklega var við þetta að framan en þar er reyndar búið að skera neðan af púðunum og stytta þá. Verður að koma í ljós að aftan hvernig þetta reynist ! Ég var nú kominn með það á prjónana að kaupa mér Polyurethan púða sem eru "dauðir" en komst ekki í að skoða það núna.
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
hrikalega flottur hjá þér !
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Takk fyrir það !
Og by the way þá eru Bilstein 5100 dempararnir komnir í :)
ZJ back 33-151670
XJ front 24-188197

Og by the way þá eru Bilstein 5100 dempararnir komnir í :)
ZJ back 33-151670
XJ front 24-188197


Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Glæsilegt hjá þér, Hva kostuðu dempararnir hjá þér komnir heim og hvaðað tókstu þá. Ég er í sömu sporum þarf að endurnýja dempara og ætlaði að fá mér svona.....
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Ég mæli með að þú setjir einhverja tæringarvörn á þá. Mínir eru orðnir ógeðslegir eftir nokkra mánuði í íslenskri veðráttu.
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Ég pantaði demparana á Summit fyrir ca 90$ stykkið. Þeir komu svo heim í ferðatösku hjá félaga mínum. Reyndar finnst mér framdempararnir aðeins of mjúkir miðað við gömlu demparana, ætli ég endi ekki með því að setja nýja stífari framgorma !
Já spurning með tæringarvörn, kannski maður ætti grunna þá og mála svarta !
Já spurning með tæringarvörn, kannski maður ætti grunna þá og mála svarta !
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Ég myndi setja glæru á þá og láta það gott heita, mér finnst þeir allavega koma vel út svona burstaðir.
Hvaða gorma ertu með í bílnum ?
Hvaða gorma ertu með í bílnum ?
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Takk fyrir svarið Agnar, lét vaða í að panta þetta i gærkvöldi. :)
Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"
Stjáni Blái wrote:Ég myndi setja glæru á þá og láta það gott heita, mér finnst þeir allavega koma vel út svona burstaðir.
Hvaða gorma ertu með í bílnum ?
Ég er með orginal afturgorma úr V8 Grand ´95 (pantaði dempara að aftan fyrir þannig bíl) sem eru fínir en framgormarnir eru progressívir og koma frá Moog. Þeir virðast mýkjast upp með aldrinum og eru núna orðnir aðeins of mjúkir finnst mér. Ætla að skoða að finna stífari framgorma fyrir næsta vetur.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur