Sælir spjallverjar, ég var að kaupa þennan í dag, og ég er svona eiginlega á báðum áttu hvort ég eigi að rífa hann eða gera hann upp.
þetta er '85 árg af 70 krúser með 2.4 diesel turbo í húddinu. keyrður næstum til tunglsins. þyrfti annaðhvort uppgerð frá a-ö eða niðurrif. hvoru tveggja kemur til greina.
kannski er vert að nefna að ég á slatta af varahlutum í svona bíl, ef ekki flest allt sem vantar.
hér eru myndir af honum.
hvort skal rífa að gera upp
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: hvort skal rífa að gera upp
Ef þú hefur tíma, þá gera hann upp. Ekki nota helluna framan við afturhjólið.
Síðast breytt af villi58 þann 02.feb 2014, 13:14, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1100
- Skráður: 07.mar 2012, 12:17
- Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
- Bíltegund: Nissan King Cab 1991
Re: hvort skal rífa að gera upp
Geri ráð fyrir að þú eigir þennan bláa þarna í bakgrunninum. Er það þá ekki jeppinn sem þú ert að nota og búinn að vera að nostra við? Ef svo, hefur það þá einhvern tilgang að vera að gera upp annan? Svo kemur á móti að þá eru þetta ekki mjög algengir bílar orðið þannig séð. Ef litið er til langtímaeignar á þessum bláa, væri þá ekki ágætt að eiga einn svona í varahluti uppí hillu inní skúr?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159
787-2159
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: hvort skal rífa að gera upp
ég á einn annan í varahluti, og þessi bláai er svona næstum 100%, pælingin var að gera græna upp í tímanum sem maður hefur aukalega. og auðvitað nota þann bláa eins hann hefur verið notaður. ég hugsa að ég geri hann bara upp.
og Villi, það eru múrsteinar fyrir bæði afturhjólin, útaf klaka við framhjólin. einnig er engin handbremsa og ekkert drifskaft, né gírkassi til að halda honum. hendi salt á þetta við tækifæri, svona svo hann fari ekki í garðinn hjá nágrananum.
og Villi, það eru múrsteinar fyrir bæði afturhjólin, útaf klaka við framhjólin. einnig er engin handbremsa og ekkert drifskaft, né gírkassi til að halda honum. hendi salt á þetta við tækifæri, svona svo hann fari ekki í garðinn hjá nágrananum.
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: hvort skal rífa að gera upp
Hvað hefur þú upp úr því að rífa hann?
Eru peningar í sölu varahluta úr svona bíl eða færi það bara upp í hillu sem varahlutir í þann bláa?
Einnig, þegar þú værir búinn að leggja alla vinnuna og peningana í að gera hann upp, hversu mikils virði yrði hann? Annað hvort fyrir þig eða til sölu.
Þessi tvö atriði eru það sem skera úr um það hvora leiðina þú ferð að mínu mati.
Eru peningar í sölu varahluta úr svona bíl eða færi það bara upp í hillu sem varahlutir í þann bláa?
Einnig, þegar þú værir búinn að leggja alla vinnuna og peningana í að gera hann upp, hversu mikils virði yrði hann? Annað hvort fyrir þig eða til sölu.
Þessi tvö atriði eru það sem skera úr um það hvora leiðina þú ferð að mínu mati.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: hvort skal rífa að gera upp
þessi verður ekki rifinn, hann verður gerður upp, svona sem 'project' hjá mér og afa.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur