Lindemann wrote:þetta er nú eitthvað skrítin fullyrðing hjá Viktori með skurðinn á kúrfunum. Togkúrfa er alltaf mismunandi eftir hverri vél og hestaflakúrfan sker hana á mismunandi stað.
En með 33000 lb-ft þá skiptir öllu máli í því samhengi að þetta er á mínútu.
Þ.e. afl er alltaf mælt sem vinna á tímaeiningu
Dynobekkur mælir tog og umreiknar það yfir í hestöfl...
tökum sem dæmi, bensínvél togar 500nm @ 3800rpm (BMW S62?)... 500nm eru 369lb.ft reiknum þá út hestöfl við sama snúning... þá gerum við það þannig:
369 x 3800 / 5252 = ~267hp (þetta eru crank hp nota bene)
ef að við síðan skoðum þetta dyno graph:

þá sjáum við að hestöfl og tog (hp & lb.ft) skarast á 5252rpm eins og ég tók áður fram, einnig þá sjáum við að mótorinn togar ~265ft.lbs @ ~6650rpm (mestu hestöflin eru þar) skvt grænu kúrvunni...
reiknum þetta aftur 265 x 6650 / 5252 = ~335.5hp sem að stenst samkvæmt grafinu...
tog og hestöfl haldast því ALLTAF í hendur elsku drengirnir mínir, það er hinsvegar misjafnt HVAR togið er og hversu fljótt það er að fade-a....
Ég held kannski áfram að henda inn fróðleik í þennan þráð ef að menn þyrstir í meira...