Sælir spjallverjar! núna vantar mig nauðsynlega hjálp frá ykkur varðandi miðstöðina í bílnum hjá mér
er með 99 módelið af 2.8 tdi og beinskiftur þessi bíll er búinn að vera yndislegur síðan ég keyftan fyrir um ári, þar sem ég er frekar heitfengur þá var miðstöðin oftast á köldu bara
en núna í vetur fékk ég að finna fyrir þessu!!!
miðstöðin blæs bara volgu en köldu þegar ekið er, miðstöðin afturi virkar ekki.
mótor hitnar eðlilega, og allt virðist í lagi
Búið að gera:
Skifta um vatnslás, gamli var orðinn ljótur( ekkert breyttist)
Skift um vatnsdælu, gamla var í lagi ( ekkert breyttist)
skolaði einnig út kerfið, kom slatti af drullu.
Það sem mér dettur í hug er
Stífla í elementi ? , vatnið fari bara stiðstu leið í gegn ? ( má setja venjulega stíflueyði í svona element?)
Elementið sjálft sé að klikka
Eða spjaldið sem lokar á kaldablásturinn?
Eitthvað sem ykkur snillingunum dettur í hug??
Með fyrirframm þökk Hrannar
Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 22.sep 2011, 18:40
- Fullt nafn: sigurður már sigþórsson
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
Athugaðu kranan sem hleypir vatninu inn á miðstöðina
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
Hvar er þessi krani til staðar, er hann upp við hvalbak mótormeginn eða ?
Kv, einn sem er alls ekki vanur miðstöðvarbilunum
Kv, einn sem er alls ekki vanur miðstöðvarbilunum
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
Ef að miðstöðin afturí virkar ekki heldur þá er þetta ekki miðstöðvarkraninn. Reyndu frekar að lofttæma kælikerfið með því að leggja bílnum uppá háum kannt eða í brattri brekku og láta hann ganga heitan með vatnskassalokið opið. Taktu með þér svolítið af vatni og frostlög til að bæta á hann ef hann ropar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
Ef þetta eru kranarnir þá er kraninn á afturmiðstöðinni við elementið þú þarft að lyfta h.aftursæti og losa 6 6mm. bolta/skrúfur og svo 2-3 litlar skrúfur og þá sérðu hvort kraninn er að opna á afturmiðstöðinni.Í bílnum hjá mér var mótorinn brunninn og barkinn vanstilltur afturí.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
getur miðstöðin afturí haft eitthver áhrif á miðstöðina frammí ?? það er aðalega hún sem er vandamálið hjá mér í augnablikinu
En þetta með miðstöðina afturí þá snýst mótorinn ekki heldur þannig ég reikna með að hann sé brunninn yfir eða fái ekki straum ég á eftir að rífa hana úr ásamt að yfirfara allar miðstöðvar slöngur sem liggja að henni en það verður ekki gert fyrr en í sumar svo ég ætla ekki að hafa áhyggjur af miðstöðinni afturí núna.
ég lofttæmdi kerfið þegar ég skifti um vatnsdælu og hreinsaði í leiðinni út vatnsskassan forðabúr og allt sem tengist setti nýjan kælivökva á og lofttæmdi það.
þakka svörin en gott væri að fá fleiri góð ráð jafnvél reynslusögur ef eitthver hefur lent í svipuðu atviki með sína pæju
Kv, Hrannar
En þetta með miðstöðina afturí þá snýst mótorinn ekki heldur þannig ég reikna með að hann sé brunninn yfir eða fái ekki straum ég á eftir að rífa hana úr ásamt að yfirfara allar miðstöðvar slöngur sem liggja að henni en það verður ekki gert fyrr en í sumar svo ég ætla ekki að hafa áhyggjur af miðstöðinni afturí núna.
ég lofttæmdi kerfið þegar ég skifti um vatnsdælu og hreinsaði í leiðinni út vatnsskassan forðabúr og allt sem tengist setti nýjan kælivökva á og lofttæmdi það.
þakka svörin en gott væri að fá fleiri góð ráð jafnvél reynslusögur ef eitthver hefur lent í svipuðu atviki með sína pæju
Kv, Hrannar
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
Ert þú nokkuð búinn að skipta um heddpakningu nýlega ?
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
Ég myndi skoða hvort elemebtið hleipi i gegnum sig
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Miðstöðvar vandamál.. vantar ráð
elementið hleypir i gegnum sig, en spurning hvort það fari ekki bara stiðstu leið í gegnum það
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir