Terrano II Reykmökkur.


Höfundur þráðar
bergura
Innlegg: 9
Skráður: 22.des 2010, 12:58
Fullt nafn: Bergur Arnarson

Terrano II Reykmökkur.

Postfrá bergura » 22.des 2010, 13:00

Sælir,

Ég fékk bláann reykmökk í jólagjöf frá Jeppanum :(

Nú er spurningin hvað er að???
Það er töluverð olía í kringum túrbínuna og upp að afloftuninni sem kemur inn á soghliðina.
Potaði inn í túrbínuna en fann ekkert slag eða neitt en allt blautt. Setti plastpoka utanum öndunina og hann virtist ekkert blása þar út þ.e. hlutlaust loft.
Í gær kom mökkur og hann hökti og drap á sér. Fór svo aftur í gang síðar um daginn og gekk ágætlega fyrir utan reykmökkinn.
Eftir næturveru í heitum bílskúr er sama sagan gengur ágætlega en reykir grá-bláum reyk.

Gæti þettað verið eitthvað annað en túrbínan???

kv, Bergur



User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Terrano II Reykmökkur.

Postfrá JonHrafn » 22.des 2010, 13:58

Heddpakkning kemur líka til greina. Vélarþvottur og reyna sjá olían er að leka út?
Síðast breytt af JonHrafn þann 22.des 2010, 19:10, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Terrano II Reykmökkur.

Postfrá Startarinn » 22.des 2010, 15:42

Ef soggreinin er löðrandi í olíu frá túrbínu þá er nánast öruggt að pakkdósirnar eru farnar í túrbínunni.
Er öndunin á vélinni ekki á undan túrbínu?
Ef svo er og soggreinin á undan túrbínu er sæmilega hrein, þá geturu útilokað að olían komi frá önduninni.
ÞAð er ekki öruggt að þú finnir slag í túrbínunni þó pakkdósirnar séu farnar, enda ekki gefið að legurnar séu búnar þó pakkdósirnar fari, en það margborgar sig að taka túrbínuna upp áður en hún fer, sá kostnaður er MUN minni en upptekt eftir að allt er ónýtt.

Maður sér stundum á vélum ef einn sílender fer að reykja þá er oft olíusmit í kring um eldgreinina frá þeim sílender. Nú segir þú að túrbínan sé löðrandi og bíllinn reyki, ef það læki undan heddpakkningunni þá myndi vélin ekki reykja.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Terrano II Reykmökkur.

Postfrá Brjótur » 22.des 2010, 21:24

Um daginn fór bíllinn hjá mér að mökkreykja þegar ég átti stutt eftir á áfangastað og hann virtist líka missa úr slög, nú þegar ég tók pústið af túrbínunni þá var allt löðrandi í oliu og mikið endaslag í bínunni, þannig ljóst var að hún var farinn, ok þá ákvað ég að gera alveg upp vélina og reif meira og þá kom í ljós sprunginn stimpill og það segja menn mér að hafi skeð þegar bíllinn fór að reykja og hökta, lýsir sér svipað hjá þér finnst mér.

kveðja Helgi


Höfundur þráðar
bergura
Innlegg: 9
Skráður: 22.des 2010, 12:58
Fullt nafn: Bergur Arnarson

Re: Terrano II Reykmökkur.

Postfrá bergura » 24.des 2010, 10:28

Jæja,

Nú hefur bíllinn líklega komist í nikótín tyggjó því hann hætti að reykja í gær...

Olíubleytan í innsoginu byrjaði við loftunina fyrir framan túrbínu. Olían ætti líklega ekki að ná að renna á móti loftflæðinu.
Mælikvarðinn fyrir olíuna var ekki réttur í og loftsían var skítug af ösku og vegryki. Mér dettur helst í hug að hann hafi sogað loft niður meðfram kvarðanum og því fengið loft með olíu slettum í gegnum öndunina þar sem viðnámið í loftsíunni var búið að aukast...

Jeppinn verður því í gjörgæslu næstu vikurnar...

kv, Bergur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Terrano II Reykmökkur.

Postfrá Stebbi » 27.des 2010, 20:56

bergura wrote:... Olíubleytan í innsoginu byrjaði við loftunina fyrir framan túrbínu. Olían ætti líklega ekki að ná að renna á móti loftflæðinu.
Mælikvarðinn fyrir olíuna var ekki réttur í.........


Miðað við lýsingarnar þá er bíllinn að blása ofan í sveifarhús meðfram stimpilhringjum eða túrbínu. Yfirþrýstingur þar lyftir olíukvarðanum og blæs olíu í gegnum öndunarslönguna fram í loftinntak.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
bergura
Innlegg: 9
Skráður: 22.des 2010, 12:58
Fullt nafn: Bergur Arnarson

Re: Terrano II Reykmökkur.

Postfrá bergura » 28.des 2010, 23:00

Það var enginn blástur af loftuninni þegar ég setti plastpoka yfir hana...

Ef hann blési niður með stimpli ætti plastpokinn ekki að tútna út???

Reyndar var hann bara í hægagangi allann tímann.

En það hefur ekki komið reykur frá honum síðan um daginn...

kv, Bergur


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur