Afgasmælar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Afgasmælar
Hefur einhver prufað svona mæli ? Kv,kári.
http://www.ebay.com/itm/DRAGON-2-52MM-T ... e3&vxp=mtr
http://www.ebay.com/itm/DRAGON-2-52MM-T ... e3&vxp=mtr
Re: Afgasmælar
Ég var að henda svona í minn og þetta lítur vel út bara. Björt led lýsing og virkar nokkuð solid miðað við kínadót.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Afgasmælar
Og hræódýr boost mælir hjá sama seljanda...
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Afgasmælar
Flott verð að sjá hvað eru þessir að kosta hingað komnir?
Mig er farið að bráðvanta púst og boost mæla.
Mig er farið að bráðvanta púst og boost mæla.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Afgasmælar
NEI !!!
Ég er með bæði boost og EGT mæli frá þessum aðilum og ræð ykkur frá þessum mælum.
EGT mælirinn lofaði góðu. Fyrst hætti lýsingin á nálinni að virka og núna sýnir mælirinn ekkert að viti svo hann er bara hættur að virka. Stundum eru 500°C þegar bíllinn er ný kominn í gang kaldræstur og 200°C í góðri gjöf upp kambana.
Varðandi boost mælinn þá er styttri reynsla á honum. Ég nota hann sem dekkjaþrýstingsmæli við úrhleypibúnað.
Alltaf þegar ég virkja eh af segulrofunum resetast hann í smá stund og svo sýnir hann slatta vitlaust í kringum núllið. 4psi skv mæli eru ~7psi, 0psi = -1psi en er nokkuð réttur þegar ég er á sviðinu 12-29psi sem er hámarkið.
Þið megið kaupa þessa mæla af mér á 50% ebay verði ef þið viljið :D
Ég er með bæði boost og EGT mæli frá þessum aðilum og ræð ykkur frá þessum mælum.
EGT mælirinn lofaði góðu. Fyrst hætti lýsingin á nálinni að virka og núna sýnir mælirinn ekkert að viti svo hann er bara hættur að virka. Stundum eru 500°C þegar bíllinn er ný kominn í gang kaldræstur og 200°C í góðri gjöf upp kambana.
Varðandi boost mælinn þá er styttri reynsla á honum. Ég nota hann sem dekkjaþrýstingsmæli við úrhleypibúnað.
Alltaf þegar ég virkja eh af segulrofunum resetast hann í smá stund og svo sýnir hann slatta vitlaust í kringum núllið. 4psi skv mæli eru ~7psi, 0psi = -1psi en er nokkuð réttur þegar ég er á sviðinu 12-29psi sem er hámarkið.
Þið megið kaupa þessa mæla af mér á 50% ebay verði ef þið viljið :D
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Afgasmælar
jeepcj7 wrote:Flott verð að sjá hvað eru þessir að kosta hingað komnir?
Mig er farið að bráðvanta púst og boost mæla.
Eru búinn að skoða svona mæli? Þessi er á 170$. Boost mælir með digital skjá fyrir afgashitamæli og hitamæli.
Virkilega sniðugur kostur í japanska jeppa með takmarkað pláss í mælaborðinu. Eða bara ef maður nennir ekki að hafa mæla út um allt mælaborð.
http://www.ebay.com/itm/NEW-3IN1-WHITE- ... 9c&vxp=mtr
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Afgasmælar
Ja ég verð að viðurkenna að mig vantar ekkert mæli/a sem er ekki að mæla rétt en Stefán þekkir þú eitthvað til þessara mæla sem þú bendir á?
Bráðsniðugt að fá hitamæli fyrir skiptinguna í leiðinni.
Bráðsniðugt að fá hitamæli fyrir skiptinguna í leiðinni.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Afgasmælar
jeepcj7 wrote:Ja ég verð að viðurkenna að mig vantar ekkert mæli/a sem er ekki að mæla rétt en Stefán þekkir þú eitthvað til þessara mæla sem þú bendir á?
Bráðsniðugt að fá hitamæli fyrir skiptinguna í leiðinni.
Nei þekki þetta ekki persónulega. Sá umræðu um þessa mæla eða aðra svipaða á Land Cruiser 80 hópnum á facebook. Þar eru nokkrir sem eru komnir með svona mæla.
Re: Afgasmælar
Er að nota svona mæla og fynnst þeir allt í lagi, allavega miðað við verð, að mig minnir ca.3500kr mælir og hitanemi kominn heim til mín þegar ég keypti þá fyrir tveim árum, og virka enn.
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 23.mar 2010, 13:07
- Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
- Bíltegund: Dodge Durango
Re: Afgasmælar
Ég er með svona glowshift boost mæli sem er líka með afgas hita og olíuþrýsting. Fínt að hafa 3 mæla í einum svo maður þurfi ekki að plastera þessu uppum allt. Hefur allavega virkað fínt hjá mér hingað til, þessi örugglega næstum 2 ár síðan ég verslaði hann. Eini ókosturinn að þetta er fahrenheit í stað celsius en maður er nú samt fljótur að venjast því að breyta gróflega á milli í hausnum.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Afgasmælar
Setti svona Dragon mæla í sex bíla á síðasta ári og enginn hefur kvartað enn.
Re: Afgasmælar
Ég mæli mönnum eindregið frá því að kaupa afgashitamæla sem ekki muna hæsta gildi. Það er nú einusinni eina talan sem maður hefur áhuga á. Þegar búið er að þruma upp góða brekku er gott að geta litið á mælinn og gáð hvað hann fór hæst, því augnabliksgildið segir þér ekkert ef þú ert búinn að slá af.
-
- Innlegg: 240
- Skráður: 14.apr 2011, 19:11
- Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
- Bíltegund: Toyota Land Cruiser
- Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri
Re: Afgasmælar
Væri ekki flottast að fara í svona mæla og vera með þetta allt í einum litlum skjá og sleppa þá við að hafa mælaborðið eins og gatasigti.
http://www.zada-tech.com/product/multi- ... ulti-gauge
http://www.zada-tech.com/product/multi- ... ulti-gauge
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
Re: Afgasmælar
Svona:
https://www.merlinmotorsport.co.uk/p/st ... -st3513-14
Eða eitthvað eins og þetta en ég myndi nota betri probe heldur en þann sem fylgir (og sú ráðlegging á við nánast alla þessa mæla sem seldir eru, með einstaka undantekningum)
http://www.ebay.com/itm/DIGITAL-EGT-THE ... b6&vxp=mtr
Þetta eru próbarnir sem ég nota, sérpöntun í Miðbæjarradíó og svo á ég alltaf einhvern lager líka þar sem ég nota mikið af þessu.
http://uk.farnell.com/labfacility/xf-33 ... dp/4248211
Þetta eru 3mm ryðfríir (310) próbar sem eru lausir við samsetningar fyrir innan festingu og eru mjög áreiðanlegir. Hef hreinlega aldrei lent í því að þeir hafi klikkað, sem er gott því ef svona stykki fer af stað eru góðar líkur á að ný túrbína verði ofar á innkaupalistanum heldur en annar prób. 900°C og 4 cylendra mótor öskrandi á 6000RPM tímunum saman ekkert vandamál. Ég hef reynt að nota 1,5mm próba af sömu gerð í púst en þeir þola ekki víbringinn til lengdar og brotna. Ég hef einnig verið að nota próba frá Omega sem eru sambærilegir.
Svona eru festingarnar, maður snittar eða sýður 1/8 múffu við pústgreinina og skrúfar þetta í.
http://uk.farnell.com/labfacility/fc-13 ... /dp/254642
Það má komast upp með að nota lélega próba á N/A vélum og í púströri sem er ekki undir þrýstingi, en ef það er túrbína á mótornum þá viltu fyrst og fremst vita hitann fyrir framan túrbínu þar sem hitafallið yfir túrbínuna er misjafnt eftir álagi og þú hefur ekki hugmynd um hvort það er 100° eða 300° nema vita hver þrýstingurinn er í pústgreininni þannig að það er í raun ekki mikið gagn í því að vita hitann í púströrinu, það er hitinn við heitari hliðina á túrbínuhjólinu og við afgasventil sem er það sem skiptir máli.
https://www.merlinmotorsport.co.uk/p/st ... -st3513-14
Eða eitthvað eins og þetta en ég myndi nota betri probe heldur en þann sem fylgir (og sú ráðlegging á við nánast alla þessa mæla sem seldir eru, með einstaka undantekningum)
http://www.ebay.com/itm/DIGITAL-EGT-THE ... b6&vxp=mtr
Þetta eru próbarnir sem ég nota, sérpöntun í Miðbæjarradíó og svo á ég alltaf einhvern lager líka þar sem ég nota mikið af þessu.
http://uk.farnell.com/labfacility/xf-33 ... dp/4248211
Þetta eru 3mm ryðfríir (310) próbar sem eru lausir við samsetningar fyrir innan festingu og eru mjög áreiðanlegir. Hef hreinlega aldrei lent í því að þeir hafi klikkað, sem er gott því ef svona stykki fer af stað eru góðar líkur á að ný túrbína verði ofar á innkaupalistanum heldur en annar prób. 900°C og 4 cylendra mótor öskrandi á 6000RPM tímunum saman ekkert vandamál. Ég hef reynt að nota 1,5mm próba af sömu gerð í púst en þeir þola ekki víbringinn til lengdar og brotna. Ég hef einnig verið að nota próba frá Omega sem eru sambærilegir.
Svona eru festingarnar, maður snittar eða sýður 1/8 múffu við pústgreinina og skrúfar þetta í.
http://uk.farnell.com/labfacility/fc-13 ... /dp/254642
Það má komast upp með að nota lélega próba á N/A vélum og í púströri sem er ekki undir þrýstingi, en ef það er túrbína á mótornum þá viltu fyrst og fremst vita hitann fyrir framan túrbínu þar sem hitafallið yfir túrbínuna er misjafnt eftir álagi og þú hefur ekki hugmynd um hvort það er 100° eða 300° nema vita hver þrýstingurinn er í pústgreininni þannig að það er í raun ekki mikið gagn í því að vita hitann í púströrinu, það er hitinn við heitari hliðina á túrbínuhjólinu og við afgasventil sem er það sem skiptir máli.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Afgasmælar
Flottur þessi Stak skífumælir en helvíti dýr hann er með svona recall dæmi kann alltaf betur við skífumælir og finnst þeir flottari líka.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Afgasmælar
Já það eru til ódýrari skífumælar með recall. Alveg niður í rúma 100 dollara.
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Afgasmælar
Maður á ekki að spara í mælum, það er ALLTAF slæm hugmynd....
ISSPRO or NO-GO !
ISSPRO or NO-GO !
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
- Innlegg: 18
- Skráður: 25.júl 2012, 10:00
- Fullt nafn: Orn Torsteinsson
Re: Afgasmælar
Sælir.
Ég keifti þennan fyrir stuttu og er mjög ánægður með hann.
Virðist vera vandaður en hann kostaði um 20 þús hingað kominn með hraðflutning ( 4 dagar ) í gegnum Ebay.
http://www.deporacing.eu/catalogue/Stepper/view/32/
Helstu kostir:
1.Geta séð hæðsta gildi sem hann hefur farið í.
2. geta látið hann vara þig við ofhita með ímsum mismunandi móti td. Blikkandi nál, Blikkandi ljóss, og hávært píp
3. Mjög þægileg dimanleg lísing með svötm fleti og uplístum tölum en ekki öfugt sem mér fynst oft pirrandi bjart.
4. Hægt að setja takkana annastaðar en á mælirinn þar sem auðveldara er að ná í þá.
Kveðja Örn
Ég keifti þennan fyrir stuttu og er mjög ánægður með hann.
Virðist vera vandaður en hann kostaði um 20 þús hingað kominn með hraðflutning ( 4 dagar ) í gegnum Ebay.
http://www.deporacing.eu/catalogue/Stepper/view/32/
Helstu kostir:
1.Geta séð hæðsta gildi sem hann hefur farið í.
2. geta látið hann vara þig við ofhita með ímsum mismunandi móti td. Blikkandi nál, Blikkandi ljóss, og hávært píp
3. Mjög þægileg dimanleg lísing með svötm fleti og uplístum tölum en ekki öfugt sem mér fynst oft pirrandi bjart.
4. Hægt að setja takkana annastaðar en á mælirinn þar sem auðveldara er að ná í þá.
Kveðja Örn
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur