Langaði að gera betri þráð um bílinn þar sem ég mun uppfæra fyrsta póst hverju sinni og láta vita í commenti. Hinn er svolítið út og suður og vildi hafa þetta meira svona í tímaramma.
Þar sem mér hefur alltaf langað að ferðast um fjöll og firnindi og búin að eiga misgóða og skemmtilega bíla var ákveðið að finna eitthvað hrikalega ódýrt (í kaupum, rekstri og varahlutakostnaði). Helst orðinn fornbíll eða að detta í fornbíl. Sem ég gæti svo með tíð og tíma sniðið að minni hentisemi. Það er líka skemmtilegra að geta sagt að ég hafi staðið í þessu öllu sjálfur, þó enn sem komið er það kanski ekki ýkja merkilegt miðað við margt annað hér inni.
Eftir mikla leit og mikin hausahristing yfir verðlagningu á gömlum diselryðhrúgum eins og Patrol, Hilux og 4runner, að þá rakst ég á þennan. (Átti að vera disel) Eftir að hafa grennslast fyrir um þessa bíla á alnetinu og líka séð að ekki var nú mikið um þessa breytta hér heima, var ákveðið að skella sér á hann. Því það er alltaf gaman að vera öðruvísi.
30.11.'12 Sóttur í Hólmavík, eftir að hafa staðið þar síðan fyrrihluta árs 2009. Þar þjónaði hann sem bryggjubíll en lítið sem ekkert ryð var í bílnum. Framstykki alveg heilt sem og gólfið og hornin aftan á húsinu. Pallurinn var líka merkilega heill og allar bodyfestingar líka.
Númerin voru tekin út í RVK og svo hoppað uppí strætó og af stað til Hólmavíkur. Lagt var af stað í þetta verkefni samt vegna þess hann átti að vera dísel sem reyndist ekki þegar í Hólminn var komið. En hann rauk í gang og allt virtist vera í lagi svo keyrt var að stað í rvk. Hann fór með 35lítra þessa leið á original dekkjum og 85km meðalhraða. Komst svo að því að hann er Ameríkutýpa með öllum "lúxus", topplúgu og rafmagn í rúðum, stærri drifum og fleira
Strax eftir að komið var í RVK var farið í að skipta út öllum vökvum á bílnum nema það gleymdist að skoða kúplingsvökvann. Sprakk svo neðri þrællinn í gær 13.12.'12 þegar átti að fara að sækja varahlutabílinn. Kom í ljós að vökvinn var orðin svo gamall og ónýtur að hann var orðinn að svartri leðju. Svo allt var rifið úr og hreinsað, skipt um gúmmí og þéttingar. AB varahlutir áttu til gúmmísett í þetta merkilegt nokk og kostaði rétt um 3000 krónur. Í umboði var hægt að panta það fyrir rétt um 15þúsund krónur.
14.12.'12 er búið að keyra bílinn í tvær vikur og skoðað var ástand á öllu. Farið var yfir allar olíur á mótor, kössum, drifum og allir vökvar í lagi. Brennir ekki olíu og er bara með sæmilega eyðslu miðað við gamlan V6 bíl.
18.12.'12 Síðan bíllinn var sóttur þá er búið að þurfa að skipta um kveikjulok, hamar, kertaþræði og lagfæra kúplinguna (þrælanna). Fór svo hleðslan að haga sér leiðinlega í gær. Alternatorinn var tekinn úr og skoðuð kolin og fl. Setti hann í aftur þar sem hann heldur við og bílinn ekki mikið notaður og ekki peningar til fyrir viðgerð á honum á þessum tíma. Einnig var pústinu reddað en það var orðið frekar dapurt. Svo var ákveðið að keyra bílinn í tvær vikur í viðbót og sjá hvort eitthvað fleira gefur sig. Ef ekki þá bara í skoðun og vona það besta og svo í framhaldi vinna í áttina að 36".
Reyndar var ljósatakkinn með leiðindastæla og hann kostaði nýr úr umboði 34þúsund (Skýring fyrir þessu verði var víst sú að hann væri svo gamall og búinn að liggja lengi hjá þeim uppí hillu!). Gamli var rifinn úr og hreinsaður upp, reynt að laga snerturnar og virkaði þannig í viku en byrjaði svo aftur.
30.12.'12 fékk partabíl (King Cab 1987) frá akranesi og aðal ástæða sem sóst var eftir honum var vegna bremsudælanna, ljósatakkans, manual lokunum, handbremsubörkunum og tanknum.
Ekki var hann fallegur greyið. Orðinn svolítið þreyttur og bjóst ekki við að geta nýtt mikið úr honum.

fékk þessa fínu heysátu með

Enn þegar verið var farið að rýna undir allt ryðið og drulluna uppgötvuðust svo að segja gersemar. Polyurithan fóðringar í öllu og poly samsláttarpúðar.

Hér eru nokkrar myndir:
Þegar sóttur. Bryggjubílinn góði. Fylgdu honum ýmis gömul veiðafæri og sjómennskutengt ónýtt dót.



En hann var voða kózý að innan

9.1.'13
Varð mér útum felgur og 33" dekk í skiptum fyrir túpusjónvarp. Felgurnar reyndust illa farnar og dekkin eins og svissneskir ostar.

sandblásnar og málaðar

Henti svissnesku ostunum því ég fékk 33" nánast gefins og aðeins skorið úr fyrir aftan frammdekk til að hægt væri að beygja að framan og fjaðra um leið. Svona var ákveðið að láta hann vera meðan beðið var eftir að finna það sem þyrfti fyrir 36" (kantar dekk og felgur.)

Til að fá fjármagn í meiri aðgerðir var húsið selt af honum norður á Dalvík.
Þá uppgötvaðist leiðindaleki í opnanlegu afturrúðunni, þar sem það var heil rúða í partabílnum ákvað ég að setja hana bara í.
Gamla afturrúðan með opnanlega faginu.

Fannst þá svolítið ryð í fölsunum þannig hreinsaði upp og grunnuð.

Grunnað og nýja rúðan komin í

gamla rúðan

Það var bunað á þetta allt svo með brunaslöngu og engin leki með neinum rúðum nema framrúðu.
18.1.'12 Fór með bílinn í skoðun og sett var útá óþétt púst, demparagúmmí, bremsulagnir og breidd kanta. Átti eftir að setja gúmmirenninga á þá. (En endaði á að fá 5 16" Terrano felgur, 2 splunkunýjar og 3 notaðar. Með þessum felgum passaði 33" undir original kantanna. Seldi þá fínu felgurnar og dekkin til að geta fjármagnað meiri dútlerí í bílnum.)
Mér var líka vinsamlega bent á að það þyrfti að skipta um frammrúðu.
Þar sem það var nánast splunkuný frammrúða í partabílnum var hún rifin úr og sett í bílinn. Hreinsuðum upp ryðið sem byrjað var að myndast í fölsum.
22.2.'13 Tók hann í gegn að innan þreif allt hátt og lágt. Bar eitthvað efni á allt plastið inní honum til að lífga við innréttinguna. Orðin þurr en sem betur fer ekki byrjuð að springa. Leit út og ilmaði eins og hann var bara að koma frá verksmiðju. (allavega að innan)
2.2.'13 Einhverstaðar hér í millitíðinni byrjaði hann að eyða öllu sem var á hann sett og haga sér leiðinlega, varð hálfkraftlaus. Skipt var um kerti aftur og smíðaði "nýtt" 2" púst og notast var við einn kút og litlu öftustu túpuna úr patrol. Í leiðinni var pústkynjaranum skipt út og aðrir skynjarar hreinsaðir upp. Fór hann þá að haga sér eðlilega aftur.
7.2.'13 Nú eru komið í hann ALLT nýtt í bremsurnar. Var allt nýtt og ónotað í partabílnum. Frammdælurnar gerðar upp samt aftur með nýjum gúmmíum og keyptar nýjar dælur að aftan frá Stillingu. Lagðar voru nýjar bremsulagnir í hann líka.
16.2.'13 Hér fékk ég í skiptibraski Patrolhræ. Sem er með handónýt body og grind. Er innréttingarlaus en allt kram virðist vera í fínu standi og einhvertíma mun þetta fara í bílinn. Svona þegar ég verð ríkur og eignast bílskúr ;)
19.2.'13 Alternatorinn var rifinn úr og farið með hann í PG þjónustuna. Þar buðust þeir til að taka hann uppí 150amp alternator uppgerðan og borgaði nánast sama á milli og hefði kostað að gera gamla upp. Settar voru nýjar reimar í hann líka.
11.3.'13 Setti CB stöð í hann, svaka fína Midland stöð. Tók startarann úr og skipti um kolin í honum.
4.4.'13 Hérna er hann kominn með fulla skoðun á 33" dekkjunum og farið var í stuttar jeppaferðir, einu sinni inní Þórsmörk.
16.4.'13 Ákvað snemma að smíða sjálfur pallgrind á hann, sem myndi geyma loftnetin og kastara. 4 kastara framm og 2 aftur. Kostaði hún undir 5þús krónum tilbúin. Beygði 2.5" ryðfrítt pústefni eftir miklar pælingar og úthugsanir. Allt soðið saman og smíðaði á hana eyru fyrir loftnetin. Boraði með 2.5" dósabor í 3mm járnplötu 4x. tók svo "útskornu" hringina og stækkaði miðjugatið og sauð ró á hana. Því næst stakk ég þessum plötum 3cm inní hvern rörabotn og sauð fast með rónna fyrir innan. boraði 4 göt í pallinn og þarsem grindinn settist niður og stakk rústfríum boltum í gegn og þar með var grindin skrúfuð niður og föst á pallinum.




Hér er grindin máluð og fín

18.4.'13
Fékk 35" dekk frekar slitin gefins og setti hana á 8.5" breiðar felgur og fittaði hana undir bílinn. Gat fjaðrað í sundur að endingu og beygt fulla beygju. Þannig ekki ætti að vera mikið mál að koma 36" undir á góðum felgum. Var hann svona framm undir sumarið og þá sett undir hann aftur Terrano felgurnar með 33" dekkjum sem mun bara vera sumagangurinn.



18.6.'13
Fékk original aircondælu og setti hana í, en það á eftir að klára frágang á henni svo hún verði fullfrísk loftdæla..
15.8.'13
Vann svo í bílnum um sumarið. Farið í að ryðhreinsa og mála. Pallurinn var tekinn og ryðhreinsaður sem mest mátti, á eftir að taka hann í gegn að innan. Ekki er búið að ákveða hvort verður sett í hann svona gúmmíkvoðu frá Arctic truck. Eða bara ryðhreinsað, vinnuvélalakkað og svo makað koppafeiti yfir allt saman. Þar sem það er plastskúffa í pallinum hvort eðer. En í ljós kom að frambrettin voru ónýt.

Ekkert hægt að gera til að bjarga þeim, hefði þurft að skera þau fyrir ofan miðlínu til að ná öllu ryði burt, svo þeim var hent og farið í að leita að öðrum.
Allar rúður (já líka topplúgan) voru teknar úr og allt ryð hreinsað burt (reyndar óþarfi með frammrúðu).
Það á eftir að ryðhreinsa milli palls og húss, það verður gert þegar body verður hækkað um 2". Allir þéttilistar voru teknir burt og öll föls ryðhreinsuð og máluð. Þetta var allt málað með bláu vinnuvélalakki með gljástigi 90 frá Hörpu ;) Kom þetta líka bara ágætlega út. Allt auka á bílnum verður hvítt, pallgrind, speglar, húnar, kantar og svo framvegis. Það á eftir að taka hurðarnar í gegn sem og ristina fyrir neðan framrúðuna. Og náttúrluega frambretti þegar þau myndu finnast.
Verst er að það gleymdist alveg að taka myndir af ryðhreinsuninni og sparslvinnunni. Kom líka í ljós að bíllinn hefur einhvertíma tjónast á vinstri hlið og var búið að skera burðar/árekstrarbitan úr hurðinni. Húddið var líka leiðinlega dældað og líklega krakkar búnir að hoppa og skoppa á því. Fékk hurð og húdd af 1996 bíl sem var alveg óryðgað og ódældað dót.
Nýja húddið sem er óbeyglað og óryðgað og er aðeins öðruvísi look á því.

Nýja húddið komið á.

Hérna var enn verið að vinna í að mála fölsin

Hér er eftir að búið var að raða saman aftur og mála kantanna hvíta og setja grindina á pallinn.

1.10.'13 Fann eftir ábendingu frá spjallmeðlimi þessi bretti í vöku. Eru svo að segja ryðlaus og komst ég að ástæðunni þegar ég var að skrúfa þau af. Einhvertíma hefur einhver tekið þessi bretti líklegast af og makað þykku lagi af koppafeiti innan í þau. Það eru 3 ryðbólur á þeim að utanverðu en það er allt og sumt fyrir utan náttúrulega gatið fyrir loftnetið. En þvi verður hvort eðer lokað alveg.


1.11.'13 Var hálfpartinn búinn að gefast uppá að finna 36" undir hann bara vegna verðs á þeim að þá ætlaði ég ekkert að pæla meir í því í smátíma. En ég fékk dekk í hendurnar sem ég vorum beðin um að selja en gátum samið um að fá í vinnuskiptum. Svo nú er þetta allt á góðri leið aftur. Þó svo það verði ekki klárað að mála fyrr en næsta sumar.
16.11.'13 Þá er 36" komin undir með góðri hjálp frá heimasætunni

Stendur orðið í öll hjól

hér sést hvernig þetta fittar nokkurnvegin orðið í hjólskálina
Bílstjórmegin:

Farþegamegin:

Það þarf ekki að skera mikið úr að aftan.
Fékk í skiptum 36" kanta af 1982 Hilux (held þeir komi frekar af 1986 útaf laginu á þeim) virðast þeir ganga upp að aftan án neinna bellibragða. Í fljótu bragði virðist ekki mikið þurfa að gera til að fitta þá að framan líka.
25.11.'13 En svona stendur hann í dag og ég bíð bara eftir að geta orðið mér útum hækkun á body og verslað nýju demparanna að framan. Þá er nánast ekkert eftir nema fíneseringar. Setja brettin á og fitta kanta. Vonandi klárað að tengja loftdæluna líka.
A öllu jafna ætti ég loks að geta farið út að leika á honum í jan-feb.
Svo næsta sumar verður aukatankurinn fittaður undir, klárað að ryðhreinsa og mála. Örugglega eitthvað fleira sem á eftir að skríða uppá smíðaborðið.
Fékk allt lakk, sparsl og þess háttar gefins nema gerðum ein mistök, keypti tilboðsmálningarrúllu í BYKO sem voru stór mistök því hún tættist með í lakkið. Svo það þarf að slípa yfir og fara eina umferð aftur.
Þetta kemur allt hægt og rólega. Enda má þetta ekki kosta neitt nema vinnu.
27.11.'13 Tók allt úr tengt framljósunum. Sandblés allt heila klabbið og málaði. Sandblés einnig ljósin úr partabílnum því það var farið að sjást á þeim en þau eru ekki samlokur eins og voru í bílnum, heldur hægt að skipta um perurnar í þeim. Sem er stór kostur.
Versta er að engar myndir voru teknar af því þegar dóti var rifið úr. En hér eru myndir eins og þetta er núna.




11.01.'14
Skrúfaði undir hann sumarganginn þar sem 36" breyting er á smá bið. Setti svo á hann brettin sem ég fékk af Pathfindernum á hann og pössuðu þau bara svaka vel. Þakka aggibeip hérna kærlega fyrir aðstoðina. Einnig erum ég búinn að setja á hann svokallað facelift held ég að það sé kallað. Margfalt betri lýsing sem ég fékk með þeim framkvæmdum :D Tók líka kastaranna og vatnsþétti þá, þar sem ég komst að því að þeir voru óþéttir nánast með öllu. Lak inn með vírunum og rammanum sjálfum. En það leiðinlega er að þegar ég var að skipta um frammendan að þá komst ég að nokkrum hlutum, vatnskassinn Var orðinn handónýtur, (fékk annan ársgamlan fríkeypis) og frammstykkið orðið mjög illa farið eftir seltuna og að húddið er brunnið eftir einhverja vitleysinga um áramótin svo ég þarf að gera það aftur.
Því miður var myndavélin með leiðindi og vildi ekki tengjast tölvunni til að færa á milli myndir og svo gufuðu þær upp. En hérna er smá sýnishorn reyni að taka betri við tækifæri.
Brekkan sem virðist hafa sjokkerað mótorinn, reyndar tekin á leiðinni niður aftur.

Hér sést nýji frammendinn

og hér sést skemmtilega litasamsetningin sem er á honum núna

13.01.'14
Fékk forláta spilara, eitthvað ódýrt dót en virkar fínt og setti í hann ásamt BOSE hljóðkerfinu sem ég fékk úr einhverjum Pathfinder. Komnar skemmtilegar græjur í hann núna.
16.01.'14
Mótorinn virðist vera búinn að leggja inn uppsagnarbréf, eftir að hafa verið keyrður áfram af hörku upp vegaslóða sem var á kafi í snjó og góður halli á honum, virðist hafa ákveðið að vinna uppsagnafrestinn með hangandi hendi svo nú er leitað að staðgengli fyrir hann. Ég hef fengið frábær viðbrögð við þeim leitum og allnokkrir búnir að hafa samband með 2.7DT og bjóða mér. Svo nú er bara að bíða eftir fjármunum. Versta er að mótorinn sem ég var búinn að fá velyrði fyrir, verður ekki aðgengilegur fyrr en eftir 7mánuði í fyrsta lagi. Svo ég ætla að sjá hvort ég geti ekki skrapað saman eða skiptibraskað fyrir öðrum.
23.01.'14
Ákvað að leggja inn númerin því það borgar sig ekki að fara að standa í samningaviðræðum á gamla mótornum þar sem hann heimtar meiri fríðindi en munu borga sig, þar sem búið er að ákveða að finna staðgengil fyrir hann vegna langrar starfsævi og heilsufars og kominn tími á eftirlaun.
02.02.'14
Fór og sótti Terrano II 2.7TDi 1999 í voganna (fékk hann frá Hr.Cummins) og keyrði hann í reykjavík. Mótor virðist virka fínt eina sem virðist vera að svona í fljótu bragði, það þarf að skipta um startara og sakar ekki að kauppa nýtt í kúplingu.


08.12.´14
Næst á dagskrá er eftirfarandi listi:
[ ] - Taka pall af, ryðbæta almennilega og klára að mála.
[ ] - Rífa kram úr + Rafkerfi.
[ ] - Bretti og húdd af, ryðverja almennilega og klára að mála.
[ ] - Finna skóp á húdd og setja á vegna top mount coolers
[ ] - Hurðar af, klára að ryðverja og mála.
[ ] - Hús af grind, ryðbæta, ryðverja og klára að mála.
[ ] - Ryðbæta framstykki, ryðverja og mála.
[ ] - Sandblása grind, ryðverja og mála.
[ ] - Setja í hann original 80l bensíntank á móti hinum. Þá tekur hann samtals 160l af eldsneyti.
[ ] - Setja undir hann 3" OEM upphækkunarsett á fjöðrun.
[ ] - 2" hækkun á body
[ ] - Breikka og lengja 33" kantanna
[ ] - Koma 2.7 turbo fyrir úr terrano.
[ ] - Leggja og hreinsa upp rafkerfið úr Terrano í pikkann.
[ ] - Finna þæginlegri stóla í hann.
[ ] - Finna önnur frammbretti af pathfinder skera til og skeyta við pall. Bæði vegna ryðbætinga og útvíkkunar
[ ] - Setja allt saman og fara glaður að keyra um fjöll og firnindi.