Sælinú,var að prófa núna í frostinu að gangsetja gamla,það eru engir geymar í honum þannig að ég dró bara í hann en gat aldrei fengið hann til að taka við sér,nú þá var bara dregið áframm og uppað skúr þarsem ég skellti nýhlöðnum geymi í hann(einn geymir hefur alltaf verið nóg til að starta)en þegar ég svissaði á bílinn gerðist ekkert, engin ljós í mælaborðið og ekki neitt.Ég fór yfir öriggin og það var eitt sprungið 7,5 öryggi inní bíl. Þegar ég skifti um það þá birtist hleðslu ljósið í mælaborðinu og maður gat kveikt á frammljósum en ekkert annað!!? Bíllinn er bara búinn að standa núna í ár eða svo en síðast þegar ég vissi var hann í góðu lagi.Er ekki einhver hérna sem að þekkir þetta kerfi og getur miðlað upplýsingum.Gæti verið einhver ádrepari eða eitthvað svoleiðis sem er að trufla?
bíllinn stendur núna inni og er að þiðna,gæti verið að kuldinn spili eitthvað inní. Kv.steinar
Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Ertu pottþéttur á að geymirinn hafi verið í lagi yfirhöfuð? Prófaðu að tengja startkapla af öðrum bíl á geyminn.
Kveðja, Birgir
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Sæll
Geymislausann díeselbíl geturðu dregið til tunglins án þess að hann fari í gang.
Annað er höfuðverkur fyrir þig að eiga við!
Kv Jón Garðar
Geymislausann díeselbíl geturðu dregið til tunglins án þess að hann fari í gang.
Annað er höfuðverkur fyrir þig að eiga við!
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Án þess að ég þekki rafkerfið í þessum bíl þá dettur mér í hug relay, það hljóta að vera einhver svoleiðis sem smella inn þegar þú svissar á bílinn, spurning hvort það/þau standa á sér eða eru brunnin og hafa valdið því að öryggið sprakk
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
settiru geyminn nokkud vitlausu megin? er ekki bara annar teirra tengdur á startara?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 195
- Skráður: 09.mar 2010, 21:16
- Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Já ég er að hugsa hvort það geti verið rely,en hvað þá?hvernig einangrar maður svona vanda?Ég held það skifti engu máli hvoru megin geymirinn er en það má nátturnlega reyna allt. Mér finnst bara eins og hann muni ekki hoppa í gang nema kvikni á mælaborði og forhitun.
Það var það fyrsta sem ég gerði var að tengja kapla frá lc 60 í bílinn en það var allt dautt,þá tók ég eftir að hann var 24 volt:)Veit ekki hvort það skipti máli samt.En afhverju hefði hann ekki átt að hoppa í gang í drætti?Maður er alltaf að stunda þetta með dráttar vélarnar
Það var það fyrsta sem ég gerði var að tengja kapla frá lc 60 í bílinn en það var allt dautt,þá tók ég eftir að hann var 24 volt:)Veit ekki hvort það skipti máli samt.En afhverju hefði hann ekki átt að hoppa í gang í drætti?Maður er alltaf að stunda þetta með dráttar vélarnar
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
farðu yfir öll öryggi, ef hann hefur fengið einhva sjokk frá 24v þá gæti hafa farið stofn öryggi, þau eru í öryggja boxi frammí húddi vinstramegin ef þú stendur fyrir framan hann...
fyrir það fyrsta þá fer bíllinn hjá þér aldrei í gang ef hann fær ekki straum niður á ádreparann hann er aftaná olíuverkinu, hvítt tengi sem er fest utaná olíuverkið með klemmu, kemur einn vír í hann, sá vír á að fá sviss straum.
ef að bíllinn er ekki að starta yfir höfuð (startarinn tekur ekki við sér)
þá er það bara að rekja sig frá startara, byrja á að gá hvort hann fái stöðugan straum og stýrisstraum, stóri vírinn er stöðugur straumur og sá litli er stýrisstraumur. átt að fá 12 volt á stýristrauminn þegar þú startar.
ef þú færð ekki stýrisstraum þá skaltu rekja þig að relay'i sem er staðsett hægra megin í vélasalnum upp við bretti (ef þú stendur fyrir framan hann) það stendur á því starter relay, gáðu hvort það fái : jörð, stýrisstraum eða stýrisstraum.
síðan ef þú færð hann til að starta og þú færð straum á ádreparann þá skalltu gá með glóðarkertin, þú getur mælt á greinina á milli kertana og niður á jörð og látið eihvern svissa á, ef allt er eðlilegt ætti hann að fá 12v +
prófaðu þetta og komdu svo með uppdate ;)
fyrir það fyrsta þá fer bíllinn hjá þér aldrei í gang ef hann fær ekki straum niður á ádreparann hann er aftaná olíuverkinu, hvítt tengi sem er fest utaná olíuverkið með klemmu, kemur einn vír í hann, sá vír á að fá sviss straum.
ef að bíllinn er ekki að starta yfir höfuð (startarinn tekur ekki við sér)
þá er það bara að rekja sig frá startara, byrja á að gá hvort hann fái stöðugan straum og stýrisstraum, stóri vírinn er stöðugur straumur og sá litli er stýrisstraumur. átt að fá 12 volt á stýristrauminn þegar þú startar.
ef þú færð ekki stýrisstraum þá skaltu rekja þig að relay'i sem er staðsett hægra megin í vélasalnum upp við bretti (ef þú stendur fyrir framan hann) það stendur á því starter relay, gáðu hvort það fái : jörð, stýrisstraum eða stýrisstraum.
síðan ef þú færð hann til að starta og þú færð straum á ádreparann þá skalltu gá með glóðarkertin, þú getur mælt á greinina á milli kertana og niður á jörð og látið eihvern svissa á, ef allt er eðlilegt ætti hann að fá 12v +
prófaðu þetta og komdu svo með uppdate ;)
1988 Toyota Hilux
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 195
- Skráður: 09.mar 2010, 21:16
- Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Okei,stofnöryggi?ertu þá að meina litlu boxin í kassanum í húddinu eða venjulegu öryggin?ég kem með update er að fara í þetta í fyrramálið;)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 195
- Skráður: 09.mar 2010, 21:16
- Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Jæja,þessi er kominn í lag:)Eitt öryggi sem ég var ekki búinn að finna af einhverjum ástæðum inní bíl og svo eitt stórt öryggi í húddinu,geymir í og fergi gamli í gang;)Takk fyrir ábendingarnar.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Rafmagnsvandamál,Hilux 2,4D 88 árg.
Alltaf gaman þegar spjallið hjálpar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur