Nissan Patrol V8 38" Verkefni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 15.des 2012, 22:01
- Fullt nafn: Árni Páll Þorbjörnsson
- Bíltegund: Grand Cherokee
Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Daginn, kæru spjallverjar
Við feðgarnir erum mikið fyrir Patrol og höfum við átt Patrol í mörg ár.
Sá fyrri, árg.1991 vorum við með á 35“ dekkjum en sá bíll fór síðar á 38“ og seinna rifinn og það body orðið 35“.
Síðustu ár höfum við átt 1998 árg af patrol og hefur hann verið á 35“dekkjum hingað til .
Síðastliðinn vetur tókum við bílinn af númerum og síðasta árið hefur bíllinn verið í slipp.
Ástæða þess að við fórum að rífa bílinn og endurbæta var að við ætlum að skipta út vélinni í honum. Vélin sem á að fara í bílinn er 5.2L, V8, 318 Dodge og fannst okkur þá tilvalið að ryðbæta og breyta honum í 38“ í leiðinni. Ef við hefðum farið að skipta um vél og geyma það að bæta bílinn þá hefðum við fengið það í bakið á okkur fljótlega, vegna mikils ryðs í aftari hluta bílsins.
Ákveðið var að vinna body og grind í sinnhvoru lagi. Smíðuð var kerra undir boddyið og grindinni rúllað inn í skúr. Bodyið er lítið ryðgað en þó sér orlítið á hjólskálum. Það ryð fer hinsvegar allt frá við 38“ breytinguna.
Hásingarnar voru rifnar undan, grindin strípuð og svo sandblásin. Eftir blástur sáum við að grindin var heldur verr farin en við áttum von á. Því var ekkert annað í stöðunni en að skera úr henni allt ryð en var þó bara ryð í henni í aftari hluta bílsins.
Fyrst við erum nú með grindina strípaða fyrir framan okkur ætlum við að breyta bílnum almennilega. Síkka á allar stífur um 10cm og gormaskálar síkkaðar líka, þetta gerir okkur kleift að þurfa ekki að nota upphækkunarklossa og verður bíllinn ekki hækkaður á boddyi.
Ýmsar pælingar hafa verið í gangi um lit á bílinn en appelsínugulur hefur komið sterkur inn.
Nú vantar okkur „rebuilt kit“ í vélina, þ.e. með stimplum pakkningum,undirliftum o.s.frv.
Hvar er hagstæðast af fá kit í þetta ?
Mjög líklegt að það sé hagstæðara að flytja það inn sjálfur, en ef svo er væri gott ef þið gætuð hennt á mig linkum.
Þetta er semsagt 318, 5.2L Dodge, sennilega 1997mdl.
Verkefnið gengur hægt fyrir sig en : „Góðir hlutir,gerast hægt!“
Hér eru svo myndir úr verkferlinu ! ( Fleiri myndir koma seinna!)
Patrolkveðjur
Við feðgarnir erum mikið fyrir Patrol og höfum við átt Patrol í mörg ár.
Sá fyrri, árg.1991 vorum við með á 35“ dekkjum en sá bíll fór síðar á 38“ og seinna rifinn og það body orðið 35“.
Síðustu ár höfum við átt 1998 árg af patrol og hefur hann verið á 35“dekkjum hingað til .
Síðastliðinn vetur tókum við bílinn af númerum og síðasta árið hefur bíllinn verið í slipp.
Ástæða þess að við fórum að rífa bílinn og endurbæta var að við ætlum að skipta út vélinni í honum. Vélin sem á að fara í bílinn er 5.2L, V8, 318 Dodge og fannst okkur þá tilvalið að ryðbæta og breyta honum í 38“ í leiðinni. Ef við hefðum farið að skipta um vél og geyma það að bæta bílinn þá hefðum við fengið það í bakið á okkur fljótlega, vegna mikils ryðs í aftari hluta bílsins.
Ákveðið var að vinna body og grind í sinnhvoru lagi. Smíðuð var kerra undir boddyið og grindinni rúllað inn í skúr. Bodyið er lítið ryðgað en þó sér orlítið á hjólskálum. Það ryð fer hinsvegar allt frá við 38“ breytinguna.
Hásingarnar voru rifnar undan, grindin strípuð og svo sandblásin. Eftir blástur sáum við að grindin var heldur verr farin en við áttum von á. Því var ekkert annað í stöðunni en að skera úr henni allt ryð en var þó bara ryð í henni í aftari hluta bílsins.
Fyrst við erum nú með grindina strípaða fyrir framan okkur ætlum við að breyta bílnum almennilega. Síkka á allar stífur um 10cm og gormaskálar síkkaðar líka, þetta gerir okkur kleift að þurfa ekki að nota upphækkunarklossa og verður bíllinn ekki hækkaður á boddyi.
Ýmsar pælingar hafa verið í gangi um lit á bílinn en appelsínugulur hefur komið sterkur inn.
Nú vantar okkur „rebuilt kit“ í vélina, þ.e. með stimplum pakkningum,undirliftum o.s.frv.
Hvar er hagstæðast af fá kit í þetta ?
Mjög líklegt að það sé hagstæðara að flytja það inn sjálfur, en ef svo er væri gott ef þið gætuð hennt á mig linkum.
Þetta er semsagt 318, 5.2L Dodge, sennilega 1997mdl.
Verkefnið gengur hægt fyrir sig en : „Góðir hlutir,gerast hægt!“
Hér eru svo myndir úr verkferlinu ! ( Fleiri myndir koma seinna!)
Patrolkveðjur
- Viðhengi
-
- Patrolinn fyrir breytingu
- aaaa.JPG (31.02 KiB) Viewed 6847 times
-
- Grindin þrifin fyrir endurbætingu
- IMG_0306-2.jpg (133.91 KiB) Viewed 6847 times
-
- Grindin á leið í skúrinn
- IMG_0310-2.jpg (116.74 KiB) Viewed 6847 times
-
- Slæmt var það orðið
- IMG_0854.JPG (227.49 KiB) Viewed 6847 times
-
- Fyrir sandblástur
- IMG_0856.JPG (160.48 KiB) Viewed 6847 times
-
- Blásin vs. ekki
- IMG_0862.JPG (158.15 KiB) Viewed 6847 times
-
- Blásin og komin í skúrinn
- IMG_0875.JPG (130.69 KiB) Viewed 6847 times
-
- Grindin grunnuð og fín
- IMG_0879.JPG (148.87 KiB) Viewed 6847 times
Síðast breytt af Potlus þann 01.jan 2014, 20:21, breytt 2 sinnum samtals.
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
gaman að sjá menn taka svona vel á því. hann verður allt annar með moparnum
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 15.des 2012, 22:01
- Fullt nafn: Árni Páll Þorbjörnsson
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
íbbi wrote:gaman að sjá menn taka svona vel á því. hann verður allt annar með moparnum
Verður gaman að sjá hvað hann gerir !
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Gott val á mótor hjá ykkur. Er með grand cherokee '95 með þessu krami. Hellingur af power og torki í þessari sígildu gömlu vél, sem chrysler endurbætti stig af stigi í stað þess að finna upp hjólið að nýju. Kanarnir hreykja sig af því að keyra 350-400 þúsund km án þess að vélin sé opnuð, þannig að þetta er solid mótor. Mun traustari en nýja 4.7 lítra vélin. Grandinn hjá mér eyðir alls ekki svo miklu, þ.e. ef maður er nettur á petalanum.
Á þjóðvegaakstri 10-13 lítrum, en 15-20 í bæjarsnatti.
Þú færð allt í þessar vélar á góðu verði, þú getur fengið OEM parts á fínu verði ef þú vilt bara orginal hluti, svo kemur Summit alltaf sterkt inn hvað vara- og aukahluti varðar (summitracing.com). Hef verslað við þá í 18 ár og aldrei orðið fyrir vonbrigðum.
Kveðja, Stebbi Þ.
Á þjóðvegaakstri 10-13 lítrum, en 15-20 í bæjarsnatti.
Þú færð allt í þessar vélar á góðu verði, þú getur fengið OEM parts á fínu verði ef þú vilt bara orginal hluti, svo kemur Summit alltaf sterkt inn hvað vara- og aukahluti varðar (summitracing.com). Hef verslað við þá í 18 ár og aldrei orðið fyrir vonbrigðum.
Kveðja, Stebbi Þ.
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Flott, en hverning er það fórstu bara með loftpressu og græjur niður í fjöru og grófsigtaðir sand ? :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Hérna er rebuild (re-ring) kit frá Federal Mogul, hef notað þetta með góðum árangri...
http://www.summitracing.com/int/parts/f ... /overview/
svo er hérna fyrir nokkur auka folöld fyrst að mótorinn er opinn:
http://www.summitracing.com/int/parts/s ... /overview/
knastás og lifters ;) sem að kosta klink !
og svo ef að menn vilja hræra með þjöppuna og fá enn meira spark:
http://www.summitracing.com/int/parts/u ... make/dodge
400$ fyrir stimpla sem að bumpa þjöppunni aðeins, væri mjög flott combo með þessum knastás og lifters :D
http://www.summitracing.com/int/parts/f ... /overview/
svo er hérna fyrir nokkur auka folöld fyrst að mótorinn er opinn:
http://www.summitracing.com/int/parts/s ... /overview/
knastás og lifters ;) sem að kosta klink !
og svo ef að menn vilja hræra með þjöppuna og fá enn meira spark:
http://www.summitracing.com/int/parts/u ... make/dodge
400$ fyrir stimpla sem að bumpa þjöppunni aðeins, væri mjög flott combo með þessum knastás og lifters :D
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Skulum ekki gleyma heddum og smá dress-up:
http://www.summitracing.com/int/parts/e ... make/dodge
http://www.summitracing.com/int/parts/d ... make/dodge
eða
http://www.summitracing.com/int/parts/e ... make/dodge
en svona að öllu gríni slepptu, þá myndi ég taka knastás-settið sem að ég póstaði og rebuild kit...
ef að þú vilt eyða auka 400$ þá tekur þú stimplana líka... með stimplunum (hækkar þjappan úr 9:1 í 9.7:1) og þessum knastás ættir þú að vera í 290-310whp myndi ég halda...
gætir auðveldlega bumpað því í 350+ með heddum, kveikju og öflugari innspýtingu eða bara stærri spíssum....
http://www.summitracing.com/int/parts/e ... make/dodge
http://www.summitracing.com/int/parts/d ... make/dodge
eða
http://www.summitracing.com/int/parts/e ... make/dodge
en svona að öllu gríni slepptu, þá myndi ég taka knastás-settið sem að ég póstaði og rebuild kit...
ef að þú vilt eyða auka 400$ þá tekur þú stimplana líka... með stimplunum (hækkar þjappan úr 9:1 í 9.7:1) og þessum knastás ættir þú að vera í 290-310whp myndi ég halda...
gætir auðveldlega bumpað því í 350+ með heddum, kveikju og öflugari innspýtingu eða bara stærri spíssum....
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 15.des 2012, 22:01
- Fullt nafn: Árni Páll Þorbjörnsson
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Fetzer : Sandurinn sem við notum í þetta er foksandur. Hann er það fínn að ekki þarf að sigta hann. Tókum hann úr landareigninni í Rangárvallasýslu.
Hr.Cummins : Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Ýmislegt búið að gerast og grindin fer fljótlega að verða tilbúin.
Bkv.Árni
Hr.Cummins : Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Ýmislegt búið að gerast og grindin fer fljótlega að verða tilbúin.
Bkv.Árni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 15.des 2012, 22:01
- Fullt nafn: Árni Páll Þorbjörnsson
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Málið er að það reynist erfiðara að finna knastás sem er með roller undirlyftum (og auka torki)
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Tja, það er reyndar alveg rétt..
en ásinn sem að ég benti þér á er að virka flott á orginal stimplunum 9:1 og virkar enn betur með hærri þjöppu...
gott low-midrange power og því engin þörf á að vera að snúa þessu neitt endalaust....
formúlan er alltaf sú að togið framleiðir hestöflin, hestafla og togkúrvurnar skarast alltaf á 5252rpm.. (lb.ft. tog þ.e.)
1 hestafl stendur alltaf fyrir 33.000 ft.lb. af vélrænni orku á mínútu, ég þyrfti að teikna myndir og gröf og eitthvað til þess að útskýra þetta nánar og er svo ekkert viss um hvort að allir myndu skilja það, en bottom line er að þessi knastás eykur þar af leiðandi togið og ég get alveg "garanterað" að þú átt eftir að finna gífurlegan mun...
Ódýrt og flott modd, svo er þessi patrol það léttur að stock 318 væri bara plenty... en maður vill alltaf meira :)
en ásinn sem að ég benti þér á er að virka flott á orginal stimplunum 9:1 og virkar enn betur með hærri þjöppu...
gott low-midrange power og því engin þörf á að vera að snúa þessu neitt endalaust....
formúlan er alltaf sú að togið framleiðir hestöflin, hestafla og togkúrvurnar skarast alltaf á 5252rpm.. (lb.ft. tog þ.e.)
1 hestafl stendur alltaf fyrir 33.000 ft.lb. af vélrænni orku á mínútu, ég þyrfti að teikna myndir og gröf og eitthvað til þess að útskýra þetta nánar og er svo ekkert viss um hvort að allir myndu skilja það, en bottom line er að þessi knastás eykur þar af leiðandi togið og ég get alveg "garanterað" að þú átt eftir að finna gífurlegan mun...
Summit wrote:Fair idle, good low midrange power. Largest stock engine cam, but works best with 9:1 and higher compression and gearing.
Ódýrt og flott modd, svo er þessi patrol það léttur að stock 318 væri bara plenty... en maður vill alltaf meira :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
[quote="Hr.Cummins"]
formúlan er alltaf sú að togið framleiðir hestöflin, hestafla og togkúrvurnar skarast alltaf á 5252rpm.. (lb.ft. tog þ.e.)
1 hestafl stendur alltaf fyrir 33.000 ft.lb. af vélrænni orku á mínútu, ég þyrfti að teikna myndir og gröf og eitthvað til þess að útskýra þetta nánar og er svo ekkert viss um hvort að allir myndu skilja það, en bottom line er að þessi knastás eykur þar af leiðandi togið og ég get alveg "garanterað" að þú átt eftir að finna gífurlegan mun...
quote]
af einskærri forvitni og áhuga, hvernig fara þessar kúrvur að þessu ?
ef þetta er fært í kW-Nm töflu skerast þessar línur þar líka ?
er heldur ekki að ná reikningnum við hp í 33.000 pund fet, viltu útskýra betur takk.
er að kenna vélfræði í vélskólanum og það væri flott að fá nýja vídd í fræðina takk :)
formúlan er alltaf sú að togið framleiðir hestöflin, hestafla og togkúrvurnar skarast alltaf á 5252rpm.. (lb.ft. tog þ.e.)
1 hestafl stendur alltaf fyrir 33.000 ft.lb. af vélrænni orku á mínútu, ég þyrfti að teikna myndir og gröf og eitthvað til þess að útskýra þetta nánar og er svo ekkert viss um hvort að allir myndu skilja það, en bottom line er að þessi knastás eykur þar af leiðandi togið og ég get alveg "garanterað" að þú átt eftir að finna gífurlegan mun...
quote]
af einskærri forvitni og áhuga, hvernig fara þessar kúrvur að þessu ?
ef þetta er fært í kW-Nm töflu skerast þessar línur þar líka ?
er heldur ekki að ná reikningnum við hp í 33.000 pund fet, viltu útskýra betur takk.
er að kenna vélfræði í vélskólanum og það væri flott að fá nýja vídd í fræðina takk :)
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
þetta er nú eitthvað skrítin fullyrðing hjá Viktori með skurðinn á kúrfunum. Togkúrfa er alltaf mismunandi eftir hverri vél og hestaflakúrfan sker hana á mismunandi stað.
En með 33000 lb-ft þá skiptir öllu máli í því samhengi að þetta er á mínútu.
Þ.e. afl er alltaf mælt sem vinna á tímaeiningu
En með 33000 lb-ft þá skiptir öllu máli í því samhengi að þetta er á mínútu.
Þ.e. afl er alltaf mælt sem vinna á tímaeiningu
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Viktori til smá varnaðar þá er þessi 5252rpm tala skrifuð um allt internet sem sá punktur sem tog og hestafla kúrfur mætast í bensínvélum. Hvort það sé algilt eða bara mjög algengt veit ég ekki en þessi tala birtist grunsamlega oft.
Ef að menn með phd, bsa og hbo í vélfræðum geta útskýrt þetta eða leiðrétt þá væri það gott og þá helst á mannamáli.
Ef að menn með phd, bsa og hbo í vélfræðum geta útskýrt þetta eða leiðrétt þá væri það gott og þá helst á mannamáli.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 141
- Skráður: 19.jún 2011, 11:44
- Fullt nafn: Óskar Gunnarsson
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Sælir höfðingjar
Pattin sem þið rifu er það ekki svarti bíllin min sem ég byggði upp fyrir tveim árum
Pattin sem þið rifu er það ekki svarti bíllin min sem ég byggði upp fyrir tveim árum
Potlus wrote:Daginn, kæru spjallverjar
Við feðgarnir erum mikið fyrir Patrol og höfum við átt Patrol í mörg ár.
Sá fyrri, árg.1991 vorum við með á 35“ dekkjum en sá bíll fór síðar á 38“ og seinna rifinn og það body orðið 35“.
Síðustu ár höfum við átt 1998 árg af patrol og hefur hann verið á 35“dekkjum hingað til .
Síðastliðinn vetur tókum við bílinn af númerum og síðasta árið hefur bíllinn verið í slipp.
Ástæða þess að við fórum að rífa bílinn og endurbæta var að við ætlum að skipta út vélinni í honum. Vélin sem á að fara í bílinn er 5.2L, V8, 318 Dodge og fannst okkur þá tilvalið að ryðbæta og breyta honum í 38“ í leiðinni. Ef við hefðum farið að skipta um vél og geyma það að bæta bílinn þá hefðum við fengið það í bakið á okkur fljótlega, vegna mikils ryðs í aftari hluta bílsins.
Ákveðið var að vinna body og grind í sinnhvoru lagi. Smíðuð var kerra undir boddyið og grindinni rúllað inn í skúr. Bodyið er lítið ryðgað en þó sér orlítið á hjólskálum. Það ryð fer hinsvegar allt frá við 38“ breytinguna.
Hásingarnar voru rifnar undan, grindin strípuð og svo sandblásin. Eftir blástur sáum við að grindin var heldur verr farin en við áttum von á. Því var ekkert annað í stöðunni en að skera úr henni allt ryð en var þó bara ryð í henni í aftari hluta bílsins.
Fyrst við erum nú með grindina strípaða fyrir framan okkur ætlum við að breyta bílnum almennilega. Síkka á allar stífur um 10cm og gormaskálar síkkaðar líka, þetta gerir okkur kleift að þurfa ekki að nota upphækkunarklossa og verður bíllinn ekki hækkaður á boddyi.
Ýmsar pælingar hafa verið í gangi um lit á bílinn en appelsínugulur hefur komið sterkur inn.
Nú vantar okkur „rebuilt kit“ í vélina, þ.e. með stimplum pakkningum,undirliftum o.s.frv.
Hvar er hagstæðast af fá kit í þetta ?
Mjög líklegt að það sé hagstæðara að flytja það inn sjálfur, en ef svo er væri gott ef þið gætuð hennt á mig linkum.
Þetta er semsagt 318, 5.2L Dodge, sennilega 1997mdl.
Verkefnið gengur hægt fyrir sig en : „Góðir hlutir,gerast hægt!“
Hér eru svo myndir úr verkferlinu ! ( Fleiri myndir koma seinna!)
Patrolkveðjur
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 06.jan 2013, 18:03
- Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
- Bíltegund: Dodge Ram 1500
- Hafa samband:
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Navigatoramadeus wrote:Hr.Cummins wrote:
formúlan er alltaf sú að togið framleiðir hestöflin, hestafla og togkúrvurnar skarast alltaf á 5252rpm.. (lb.ft. tog þ.e.)
1 hestafl stendur alltaf fyrir 33.000 ft.lb. af vélrænni orku á mínútu, ég þyrfti að teikna myndir og gröf og eitthvað til þess að útskýra þetta nánar og er svo ekkert viss um hvort að allir myndu skilja það, en bottom line er að þessi knastás eykur þar af leiðandi togið og ég get alveg "garanterað" að þú átt eftir að finna gífurlegan mun...
quote]
af einskærri forvitni og áhuga, hvernig fara þessar kúrvur að þessu ?
ef þetta er fært í kW-Nm töflu skerast þessar línur þar líka ?
er heldur ekki að ná reikningnum við hp í 33.000 pund fet, viltu útskýra betur takk.
er að kenna vélfræði í vélskólanum og það væri flott að fá nýja vídd í fræðina takk :)
viewtopic.php?f=2&t=22842
gerði sér þráð hérna... kem með meiri skrif þarna ef að menn vilja... og ef að ég nenni :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 15.des 2012, 22:01
- Fullt nafn: Árni Páll Þorbjörnsson
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Óskar , jú þetta er hann! Grindin fór í bíl á Hellu held eg ! Breyttir mú ekki Bodyinu í 35"aftur ? Fannst þetta alltaf helv. Fínn bíll !
-
- Innlegg: 141
- Skráður: 19.jún 2011, 11:44
- Fullt nafn: Óskar Gunnarsson
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Potlus wrote:Óskar , jú þetta er hann! Grindin fór í bíl á Hellu held eg ! Breyttir mú ekki Bodyinu í 35"aftur ? Fannst þetta alltaf helv. Fínn bíll !
Jú við siggi suðum í hjólbogana að aftan og svo notaði ég fram endan af gamla mínum,hann var 35" hélt mig við þá stærð.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 61
- Skráður: 15.des 2012, 22:01
- Fullt nafn: Árni Páll Þorbjörnsson
- Bíltegund: Grand Cherokee
Re: Nissan Patrol V8 38" Verkefni
Sælir/ar aftur
Nú hefur dágóður tími liðið og ýmislegt gerst hjá okkur feðgum !
Búið er að ryðbæta og breyta grind. Stífufestingar voru síkkaðar um 10cm og gormaskálar einnig. Demparafestingarnar voru einnig færðar eins og sjá má á myndum.
Næsta mál á dagskrá er að smíða millistykki fyrir millikassa á sjálfskiptinguna svo hægt sé að staðsetja mótorfestingar.
Annars segja myndir allt sem þarf !
Bkv.Árni og Tobbi
Nú hefur dágóður tími liðið og ýmislegt gerst hjá okkur feðgum !
Búið er að ryðbæta og breyta grind. Stífufestingar voru síkkaðar um 10cm og gormaskálar einnig. Demparafestingarnar voru einnig færðar eins og sjá má á myndum.
Næsta mál á dagskrá er að smíða millistykki fyrir millikassa á sjálfskiptinguna svo hægt sé að staðsetja mótorfestingar.
Annars segja myndir allt sem þarf !
Bkv.Árni og Tobbi
- Viðhengi
-
- IMG_6766.JPG (85.29 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_6764.JPG (137.58 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_6760.JPG (117.74 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_0893.JPG (93.43 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_2203.JPG (64.15 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_2204.JPG (48.78 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_2202.JPG (82.94 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_2199.JPG (97.74 KiB) Viewed 4066 times
-
- IMG_2200.JPG (86.79 KiB) Viewed 4066 times
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur