Gleðilegt árið, hvar gæti ég fengið hitaþráð eins og í afturrúðuhiturum? Hef séð svona þráð sem var lagður í framrúðu við þurrkurnar og það svínvirkaði. Miðstöðvarblásturinn nær ekki að halda þurrkunum og upp með hliðunum hjá mér íslausum, ég vill hafa hlýtt í bílnum svo kaldur blástur kemur ekki til mála :-) þó að það virki vel. Búinn að ath í Bílanaust og google skilar engu.
Kv Elmar.
Hitaþráður á rúðu
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hitaþráður á rúðu
Hérna er einhver sölusíða;
http://www.frostfighter.com/clear-view-defrosters-about.htm
Þeir eru líka með þræði fyrir þurrkusvæðið og kanntana;
http://www.frostfighter.com/clear-view-front-wiper-defrosters.htm
http://www.frostfighter.com/clear-view-defrosters-about.htm
Þeir eru líka með þræði fyrir þurrkusvæðið og kanntana;
http://www.frostfighter.com/clear-view-front-wiper-defrosters.htm
Re: Hitaþráður á rúðu
Ég er búinn að nota hituð þurkublöð í nokkur ár og líkar vel.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
-
- Innlegg: 118
- Skráður: 19.aug 2011, 20:42
- Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Hitaþráður á rúðu
Gormur wrote:Ég er búinn að nota hituð þurkublöð í nokkur ár og líkar vel.
Hvar færðu þau og hvað kosta þau?
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015
Re: Hitaþráður á rúðu
Þetta var ég að skoða um daginn, finn bara ekki seljanda með "free shipping". http://www.aliexpress.com/item/Heated-w ... 78125.html
Það eru oft margir seljendur með sömu vöruna, bara málið að fylgjast með og sjá hvenær einhver býður þetta með sendingarkostnaðinn inni í verðinu.
Það eru oft margir seljendur með sömu vöruna, bara málið að fylgjast með og sjá hvenær einhver býður þetta með sendingarkostnaðinn inni í verðinu.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hitaþráður á rúðu
Free shipping á aliexpress þýðir bara að það er búið að setja flutninginn inn í verðið sem þú færð gefið upp í leitini. Svo oftast þegar maður skoðar nánar þá er skilgreindur flutningur og verð á vöru.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Hitaþráður á rúðu
Sorry, langt síðan ég hef komið hér.
Þau voru seld í BOÐA ehf. Bolholti 6
Þau voru seld í BOÐA ehf. Bolholti 6
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur