LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 30.nóv 2010, 09:36

Sælir allir, nú reynir á ykkur sem gætu sagt mér hvað er að. Ég er með LC Hj61 árg 88, mikill víbringur þegar hann er settur í framdrifið og þá sérstaklega í átaki (inngjöf), búinn að skipta um alla hjöruliðskrossa í báðum sköftum (aftur/fram) það eru nýjar legur og pakkdósir í öllum nöfum. Ég er alltaf með hann í lokum þegar hann er ekki í framdrifi, búinn að herða upp á jóka bæði fram og aftur hásingu og í millikassa fram og aftur, virðist vera í lagi með legur.

Veit ekki hvað ég get talið meira upp hér, ef einhver sérfróður maður þarna úti gæti vitað hvað þetta er væri það vel þegið að fá hugmyndir.

Er búin að ná einni fjallaferð á bílnum í vetur og sú fyrsta á bílnum og þá kom þessi víbringur, nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér í allan vetur, langar á fjöll.



User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Tómas Þröstur » 30.nóv 2010, 09:48

Er drifskaftsjókar í beinni línu við hvorn annan ? Ef ekki þá er titringur í skaftinu og þarf að stilla af með að draga út draglið og setja rétt inn aftur svo jökar séu í línu.


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 30.nóv 2010, 10:20

Skaftið er frekar rétt miðað við jókana, mætti vera betra en ekki nógu mikið skakkt til að mynda þennan víbring.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Izan » 30.nóv 2010, 10:55

Sæll

Ertu með einfaldann eða tvöfaldann lið að í framakaftinu?

Mér sýnist þú hafir athugað flesta póla nokkuð vel en þá er kannski spurning hvort geti verið að eitthvað hafi komið uppá, eitthvað sem gtur hafa skekkt drifskaftið, þarf ekki mikið. Eins hvort millikassinn hafi fengið einhvert áfall og úttakið sé ekki rétt. Mætti sjá þetta með bílinn á lyftu og láta hann ganga í gír.

Er einhver séns að það sé ekki sama hlutfallið að framan og aftan eða eru dekkin mikið mismunandi slitin að framan og aftan?

Þetta er það sem mér dettur í hug.

Kv Jón Garðar


gamlikruiser
Innlegg: 6
Skráður: 01.feb 2010, 15:05
Fullt nafn: Björn Jónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá gamlikruiser » 30.nóv 2010, 10:59

Sæll,

Af lýsingunni að dæma (mikill hristingur) hef ég grun um að dekkin hjá þér séu orsakavaldurinn, ég mundi byrja á því að útiloka þann möguleika með því að víxla fram og afturdekkjum, eða jafnvel að reyna að fá annan dekkjaumgang að láni, ný dekk og gera prufu með þau.

Ég losnaði nánast algerlega við hristing hjá mér með nýjum umgangi, en til þess að klára dæmið, þá reyndist nauðsynlegt að láta balansera skaftið, hjá Stáli & Stönusm, og eftir það er bíllinn hristingslaus. Það er að vísu dálitið dýrt að láta balansera skaftið (rúm 60'000,-) en stundum er það óhjákvæmilegt.

Björn


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 30.nóv 2010, 11:13

gamlikruiser wrote:Sæll,

Af lýsingunni að dæma (mikill hristingur) hef ég grun um að dekkin hjá þér séu orsakavaldurinn, ég mundi byrja á því að útiloka þann möguleika með því að víxla fram og afturdekkjum, eða jafnvel að reyna að fá annan dekkjaumgang að láni, ný dekk og gera prufu með þau.

Ég losnaði nánast algerlega við hristing hjá mér með nýjum umgangi, en til þess að klára dæmið, þá reyndist nauðsynlegt að láta balansera skaftið, hjá Stáli & Stönusm, og eftir það er bíllinn hristingslaus. Það er að vísu dálitið dýrt að láta balansera skaftið (rúm 60'000,-) en stundum er það óhjákvæmilegt.

Björn


Þetta er reyndar ekki hristingur heldur víbrar allt og nötrar, frekar ólíklegt að þetta séu dekkin því þau eru í fínu lagi.
Izan wrote:Sæll

Ertu með einfaldann eða tvöfaldann lið að í framakaftinu?

Mér sýnist þú hafir athugað flesta póla nokkuð vel en þá er kannski spurning hvort geti verið að eitthvað hafi komið uppá, eitthvað sem gtur hafa skekkt drifskaftið, þarf ekki mikið. Eins hvort millikassinn hafi fengið einhvert áfall og úttakið sé ekki rétt. Mætti sjá þetta með bílinn á lyftu og láta hann ganga í gír.

Er einhver séns að það sé ekki sama hlutfallið að framan og aftan eða eru dekkin mikið mismunandi slitin að framan og aftan?

Þetta er það sem mér dettur í hug.

Kv Jón Garðar


Sæll Jón, já ég er með tvöfaldan lið í framskapti þá upp við millikassa. Fór þessa einu ferð mína í vetur, lenti reyndar í því alveg óvart að keyra of hratt í brekku, sá ekki vegna myrkurs að þarna var smá stökk, þeir sem voru fyrir aftan mig héldu að bíllinn myndi fara á hliðina (hægri hlið), ég er skynsamur og geri lítið í því að skemma dýrt dót með því að vera með fíflaskap en þarna varð mér á í messunni. Það er orginal hlutföll í kögglum, búið að lækka láadrifið um 17%.

Takk fyrir skjót svör, betri viðbragðstími en á f4x4 síðunni :-)

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá JonHrafn » 30.nóv 2010, 11:27

gamlikruiser wrote:Sæll,

Af lýsingunni að dæma (mikill hristingur) hef ég grun um að dekkin hjá þér séu orsakavaldurinn, ég mundi byrja á því að útiloka þann möguleika með því að víxla fram og afturdekkjum, eða jafnvel að reyna að fá annan dekkjaumgang að láni, ný dekk og gera prufu með þau.

Ég losnaði nánast algerlega við hristing hjá mér með nýjum umgangi, en til þess að klára dæmið, þá reyndist nauðsynlegt að láta balansera skaftið, hjá Stáli & Stönusm, og eftir það er bíllinn hristingslaus. Það er að vísu dálitið dýrt að láta balansera skaftið (rúm 60'000,-) en stundum er það óhjákvæmilegt.

Björn


Ballancering er kannski ekki alveg svona dýr, er frá 10-15þús , fljótt að hækka ef það þarf að skipta um krossa eða brasa eitthvað.

Mæli með því að þú gerir það, afturskaptið hjá okkur víbraði eftir lengingu, við inngjöf og það hvarf eftir ballanceringu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Sævar Örn » 30.nóv 2010, 11:29

fylgir þessum víbring einhver spenna/þvingun?

pottþétt sama dekkjastærð og loftþrystingur og drifhlutföll milli fram og aftur?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 30.nóv 2010, 12:16

Sævar Örn wrote:fylgir þessum víbring einhver spenna/þvingun?

pottþétt sama dekkjastærð og loftþrystingur og drifhlutföll milli fram og aftur?


Nei engin þvingun, búinn að láta bílinn á lyftu og snúa öllum hjólum frístandandi, bæði með skapti upp við milli kassa og tók það af við millikassa, engin þvingun. Sama dekkjastærð og hlutföll þau sömu. Eins og ég tók fram hér áðan þá kom þetta eftir mína fyrstu fjallaferð á bílnum, áður var þetta ekki í honum. Veit samt ekki hvort það skipti einhverju máli en ég er ný búinn að breyta honum á gorma að framan og var allt eðlilegt eftir það.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Tómas Þröstur » 30.nóv 2010, 15:09

Brotið framdrif við stökkið ? Tékka á aftöppunartappa - svarf.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá StefánDal » 30.nóv 2010, 15:22

Boginn öxull eftir stökkið.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Izan » 30.nóv 2010, 16:26

Sæll

Það breytir stöðunni svolítið að bíllinn hafi fengið högg að framan en það þarf samt ekki að vera tengt því. Boginn öxull, skemmd hjólalega, ónýtur dragliður, skemmt framdrif og jafnvel bogin hásing. Hásingarrörin sjálf geta bognað. Ég hef ekki prófað það sjálfur en mér skilst að það lýsi sér í undarlegum titringi.

Svo er ekki víst að það tengist stökkinu á nokkurn hátt og mér fyndist allt í lagi að athuga tvöfalda liðinn, ekki krossana heldur liðinn sjálfann. Málið er að þeir geta skemmst líka. Ég er ekki með svona lið en eftir lýsingum að dæma er einhver snertiflötur á milli krossana sem slitnar og getur myndað víbring.

Þú varst búinn að kíkja á afstöðu drifskaftsins en hún á að vera þannig að gafflarnir á skaftinu snúi nákvæmlega eins (gæti þýtt að tvöfaldi liðurinn breyti afstöðunni um 90°en þannig á það að vera. Ef það er tvöfaldur liður á ekki að vera sama horn milli pinions og skafts og milli úttaks úr millikassa og skafts heldur á pinioninn að standa beint á móti hásingunni. (þetta vita örugglega einhverjir hérna betur en ég).

Kv Jón Garðar

P.s. þú veist náttúrulega að þú getur verið að elta hrikalega litla skekkju ef eitthvað er bogið í framhásingunni. Tæplega mælt með öðru en nákvæmri klukku.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Stebbi » 30.nóv 2010, 16:27

stedal wrote:Boginn öxull eftir stökkið.


Hæpið að beygja öxul án þess að beygja hásinguna. Þú virðist vera búin að athuga allt nema dragliðinn sjálfan, ég átti hilux sem lét svona og það var handónýtur dragliðurinn í honum. Ef hann lagast aðeins við að dæla í hann koppafeiti þá ertu búin að finna vandamálið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 30.nóv 2010, 17:38

Allt þetta getur komið til greina. Var að taka framskaftið undan áðan, fór með það á verkstæði og við sáum þá í tvöfalda liðnum að hann er að merjast á snertiflötunum þar. Við skoðuðum líka hvort skaftið væri skakkt en svo virtist ekki vera. Held að næsta verk sé að ath afstöðuna á milli jóka.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá ellisnorra » 30.nóv 2010, 18:39

Víbrar bílinn ennþá þegar framskaftið vantar?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá JonHrafn » 30.nóv 2010, 19:12

Er hann ekki að teygja mun meira eftir að þú gormavæddir hann að framan? Þá þarf að fræsa innan úr tvöfalda liðnum svo hann ráði við niður teygjuna.


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 30.nóv 2010, 22:03

Jú hann er að gera það, allt önnur hreifing á hásingunni líka, held að það sé næsta verk að prufa eitthvað í þessum dúr, annað hvort að laga hallan á skaftinu eða skoða þetta með liðinn.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá jeepson » 01.des 2010, 22:28

er einmitt með þennan víbring hjá mér líka. hann kemur inn á svona 80kmh. Mér var sagt það væri komið slit í dragliðinn í framsakptinu en ekki nóg til þess að það væri vit í að gera við það. Þessa má geta að lokurnar eru fastar hjá mér þannig að ég get ekki sett þær í frí. Enda er mér sagt að lokur í patrol séu drasl.. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 06.des 2010, 18:36

Jæja ekki var það skaftið, fór með það í balanceseringu og var bætt einhverju blíi á það. Var að vona að það væri orsökin, en vitir menn, allt víbrar enn. Svo það næsta í stöðunni er að fara að rífa. Er jafnvel komin á þá niðurstöðu að skipta um gírkassa með millikassa, ekkert rafmagns system eða loftmembra þegar maður setur í 4x4. Svo þarf að taka allt úr hásingunni aftur.

Óska eftir öllum þeim andlega stuðningi þessa dagana.

Kv. Guðjón S


arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá arntor » 06.des 2010, 22:29

legurnar í framdrifinu?


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 06.des 2010, 22:34

Veit ekki, er nýbúinn að skipta um þær innan við 1000km síðan, dekkin eru ekkert óeðlilega laus ef tekið er á þeim.


arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá arntor » 06.des 2010, 22:49

legurnar í drifinu réttara sagt, tad kemur víbringur ef taer fara

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Startarinn » 07.des 2010, 19:17

jeepson wrote:Mér var sagt það væri komið slit í dragliðinn í framsakptinu en ekki nóg til þess að það væri vit í að gera við það.


Þú getur prófað að skreppa með skaftið í landvélar og fengið þá til að pressa dragliðinn saman með pressunni sem er notuð til að pressa endana á glussaslöngunum. Ég reddaði draglið í Bensanum mínum svona (reyndar ekki í landvélum), pressaði bara í stuttum skrefum og hætti þegar liðurinn var orðinn alveg fastur, þá var hann passlegur þegar pressunni var slakað.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá jeepcj7 » 07.des 2010, 20:23

Sæll

Fyrir allnokkrum árum átti ég 60 cruiser 81 model 4ra gíra og setti í hann 5 gíra kassa og komst þá að því að ég gat ekki notað minn millikassa og leitaði mikið að yngri millikassa fyrir 5 gíra kassa,fann svo fyrir rest einn sem margir höfðu gefist upp á við að finna út úr víbringi.Ég fékk þann kassa fyrir lítið(var talinn ónýtur) en ég skoðaði hann og það sem að var að mig minnir var skakkur flangs eða boginn öxull framúr fyrir framskaft man bara ekki alveg hvort var meinið allavega frekar lítið mál að fiffa.
Þá fékk ég einmitt söguna að bíllinn sem kassinn var úr hafði tekið eitthvað feikna flug og lent á framhásingunni og líklega keyrt skaftið saman og aftur í kassa og beygt öxul/flangs í lendingunni.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 08.des 2010, 10:18

jeepcj7 wrote:Sæll

Fyrir allnokkrum árum átti ég 60 cruiser 81 model 4ra gíra og setti í hann 5 gíra kassa og komst þá að því að ég gat ekki notað minn millikassa og leitaði mikið að yngri millikassa fyrir 5 gíra kassa,fann svo fyrir rest einn sem margir höfðu gefist upp á við að finna út úr víbringi.Ég fékk þann kassa fyrir lítið(var talinn ónýtur) en ég skoðaði hann og það sem að var að mig minnir var skakkur flangs eða boginn öxull framúr fyrir framskaft man bara ekki alveg hvort var meinið allavega frekar lítið mál að fiffa.
Þá fékk ég einmitt söguna að bíllinn sem kassinn var úr hafði tekið eitthvað feikna flug og lent á framhásingunni og líklega keyrt skaftið saman og aftur í kassa og beygt öxul/flangs í lendingunni.


Þetta hljómar ósköp svipað og er að hjá mér. Er farinn að hallast að því að þetta sé meinið.


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 13.des 2010, 13:45

Jæja, nú er annar millikassi og gírkassi kominn í, það var einfaldara að setja settið saman í. EN...... ekki varð nein breyting á. Fór með skaftir fyrir nokkru í Stál og Stansa og þeir útskrifuðu það í lagi.

Er kominn á það að fá lánað annað skaft til að útiloka hvort um er að ræða skaftið eða eitthvað annað.

Einhverjar fleiri hugmyndir?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá HaffiTopp » 13.des 2010, 13:50

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 19:19, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 13.des 2010, 17:24

Jú felgurnar sitja alveg rétt, enda þá væri víbringurinn alltaf ef svo væri. Kemur bara þegar sett er í framdrifið.


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá KÁRIMAGG » 13.des 2010, 18:58

Ertu búinn að taka skaftið úr og keya bílinn þannig í lokunum ?
þannig útilokarðu eða staðfestir skaftið


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 14.des 2010, 14:41

Ég er búinn að prufa svo margt að ég bara man það ekki, búinn að taka skaftið svo oft undan. En næst þegar ég tek það undan þá prufa ég það klárlega.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá birgthor » 14.des 2010, 18:04

Sko þetta er orðinn svolítið langur þráður en skemmtilegur (fyrir þá sem ekki eiga bílinn og þurfa ekki að liggja undir honum heldur bara að giska) :) svo það væri kannski sniðugt Guðjón að taka aðeins saman hvað er búið að gera í einn póst.

Ertu búinn að einangra vandann?

Ef þú keyrir ekki í driflokunum og ekki í 4wd hvað þá?
Ef þú setur svo í driflokurnar, hvað þá?
Ef þú er svo ekki í driflokunum en í 4wd hvað þá?
Ef þú er bæði í driflokunum og í 4wd hvað þá?
Ef þú er svo ekki í driflokunum en í 4wd lo hvað þá?
Ef þú er bæði í driflokunum og í 4wd lo hvað þá?
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 15.des 2010, 12:48

birgthor wrote:Sko þetta er orðinn svolítið langur þráður en skemmtilegur (fyrir þá sem ekki eiga bílinn og þurfa ekki að liggja undir honum heldur bara að giska) :) svo það væri kannski sniðugt Guðjón að taka aðeins saman hvað er búið að gera í einn póst.

Ertu búinn að einangra vandann?

Ef þú keyrir ekki í driflokunum og ekki í 4wd hvað þá? Þá er allt eðlilegt
Ef þú setur svo í driflokurnar, hvað þá? Þá er allt eðlilegt, án 4wd
Ef þú er svo ekki í driflokunum en í 4wd hvað þá? Þá er allt eðlilegt, skaftið snýst ekki ef lokur eru ekki á
Ef þú er bæði í driflokunum og í 4wd hvað þá?þá víbrar allt
Ef þú er svo ekki í driflokunum en í 4wd lo hvað þá? þá er allt eðlilegt, nema hann fer ekki í lo ef hann er ekki í lokunum
Ef þú er bæði í driflokunum og í 4wd lo hvað þá?
þá víbrar allt

Ég er farinn að halda að þetta sé skaftið þótt að það hafi verið útskrifað í lagi hjá Stál og stönsum.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá birgiring » 15.des 2010, 14:09

Ef þú ert ekki með driflokurnar á, en í 4wd þá snýst drifskaftið og mismunadrifið og allavega annar öxullinn.


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 15.des 2010, 17:05

birgiring wrote:Ef þú ert ekki með driflokurnar á, en í 4wd þá snýst drifskaftið og mismunadrifið og allavega annar öxullinn.


Já ég misreiknaði mig aðeins þarna, en samt sem áður þá er lítið sem ekkert átak á skaftið.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Izan » 15.des 2010, 18:04

Sæll

Það er greinilegt að víbringurinn kemur ekki fyrr en það kemur átak á framdrifið.

Í mínum huga kemur þrennt til greina:
1. tvöfaldi liðurinn, sem þú sagðir að væri eitthvað kjagaður, úr því að þú fékkst gír og millikassa lánaðann hlýtur einhver að geta lánað þér drifskaft.
2. ónýtt drif eða vitlaust hlutfall. Farðu undir bílinn og teldu hringina á drifskaftinu þegar hjólið fer nokkra hringi fyrst að aftan og svo að framan. Þetta hefur gerst á ótrúlegustu bílum.
3. Hásingin er bogin. Þetta er bara rör sem er búið að sjóða og smíða hægri vinstri og með tímanum bognar þetta, þetta er ekki splunkunýtt og ég veit um allavega 3 nýrri bíla en þetta sem fengu að prófa þetta. Ég skildi málið þannig að þú hafir fengið slynk á framhjólastellið, hásingin er nánastþví pottþétt bogin. Brosir pínulítið.

Kv Jón Garðar


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá birgthor » 16.des 2010, 00:30

Okey þetta kemur semsagt bara þegar millikassi og hjól eru tengd.
Þar á milli eru þá þessir hlutir er það ekki:
Driflokur Lítið þar sem getur valdið víbringi ekki satt?
Hjólalegur Þú segist búnn að taka á þeim og þær séu í lagi.
Einhverjar legur í drifi? Eru einhverjar ónýtar legur þar?
Drif Rétt hlutföll? Kemur svarf á tappan þegar þú tappar olíu af? Er mikið slag í því? Er það rétt stillt inn?
Öxlar Einhver stakk uppá að þeir gætu bognað varstu búinn að skoða það?
pinnjón Er ekki einhver lega þar gæti hún verið skemmd?
tvöfaldur hjöruliður Þú segir hann í lagi
annar hjöruliður Hann var líka í lagi
Dragliður Þú hélst hann væri í lagi en ætlar að skoða það betur
öxull í millikassa Er eitthvað slag þar?

Á hvaða hraða kemur þessi víbringur og fer hann ef þú ferð eitthvað yfir þann hraða?



Kv.
Kveðja, Birgir


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá birgthor » 16.des 2010, 00:40

Heyrðu ég var að lesa þetta aðeins aftur frá byrjun, er að vera obsessed með þessa bilun þína.

En ef þetta kemur fram strax í inngjöf á lítilli ferð þá held ég því miður að þetta sé millikassi eða drifið og þar sem þú ert búinn að prófa skipta úr kassanum þá er drifið eftir. Ég held að þetta séu tennur að hlaupa á tönnum og ef það fylgir þessum vibring hávaði þá styrkir það mína skoðun.
Ef þetta ætti að vera titringur vegna einhvers ójafnvægis þá held ég að þetta kæmi bara þegar ákveðnum snúningi væri náð en ætti ekki að fylgja átaki. T.d. ef þetta væri tvöfaldi liðurinn þá hefði ég haldið að þetta kæmi sama hvort þú værir í lokum 4wd eða ekki, nóg væri bara að hann snérist á ákveðnum hraða.

Allavega mitt ágisk.

Kv. Birgir
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Guðjón S » 16.des 2010, 10:44

Sæll Birgir og takk fyrir þinn gífurlega áhuga á að aðstoða mig við þetta sem ég virði til mikils.
birgthor wrote:Okey þetta kemur semsagt bara þegar millikassi og hjól eru tengd.
Þar á milli eru þá þessir hlutir er það ekki:
Driflokur Lítið þar sem getur valdið víbringi ekki satt? Jú ég myndi halda það.
Hjólalegur Þú segist búnn að taka á þeim og þær séu í lagi.
Einhverjar legur í drifi? Eru einhverjar ónýtar legur þar? Skipti út öllum legum og pakkdósum í náum, reyndar ekki upp við flangs í drifköggli.
Drif Rétt hlutföll? Kemur svarf á tappan þegar þú tappar olíu af? Er mikið slag í því? Er það rétt stillt inn? Það eru orginal drifhlutföll í kögglum.
Öxlar Einhver stakk uppá að þeir gætu bognað varstu búinn að skoða það? Nei ég var ekki búinn að skoða það og vil helst ekki trúa því að það sé meinið (svo sterkt í þessum bílum :-)
pinnjón Er ekki einhver lega þar gæti hún verið skemmd? Veit ekki
tvöfaldur hjöruliður Þú segir hann í lagi Já eða Stál og Stansar segja það.
annar hjöruliður Hann var líka í lagi allir hjöluliðir nýjir 5 stk(aftur og framskaft).
Dragliður Þú hélst hann væri í lagi en ætlar að skoða það betur hann er í fínu lagi.
öxull í millikassa Er eitthvað slag þar? Millikassaskipti framkvæmd síðustu helgi og sami víbringur í gangi.

Á hvaða hraða kemur þessi víbringur og fer hann ef þú ferð eitthvað yfir þann hraða? Hann er stanslaus frá sirka 20 og uppúr og einungis í átaki

Svo gæti þetta líka verið eins og þú nefnir með brotnar tennur.



Kv.

Izan wrote:Sæll

Það er greinilegt að víbringurinn kemur ekki fyrr en það kemur átak á framdrifið.

Í mínum huga kemur þrennt til greina:
1. tvöfaldi liðurinn, sem þú sagðir að væri eitthvað kjagaður, úr því að þú fékkst gír og millikassa lánaðann hlýtur einhver að geta lánað þér drifskaft.
2. ónýtt drif eða vitlaust hlutfall. Farðu undir bílinn og teldu hringina á drifskaftinu þegar hjólið fer nokkra hringi fyrst að aftan og svo að framan. Þetta hefur gerst á ótrúlegustu bílum.
3. Hásingin er bogin. Þetta er bara rör sem er búið að sjóða og smíða hægri vinstri og með tímanum bognar þetta, þetta er ekki splunkunýtt og ég veit um allavega 3 nýrri bíla en þetta sem fengu að prófa þetta. Ég skildi málið þannig að þú hafir fengið slynk á framhjólastellið, hásingin er nánastþví pottþétt bogin. Brosir pínulítið.

Kv Jón Garðar


Sæll Jón.
1. Já er að vinna í því að fá annað skaft í bílinn.
2. Held ekki með hlutföllin þar sem þau eiga að vera orginal.
3. Djöfull ætla ég að vona að það sé ekki hásingin sem er bogin, það kostar bara meira vesen. Ég var að skoða það um daginn en sá engar krumpur á nýju málningunni sem ég er nýbúinn að setja á hásingu eftir gormavæðingu, ætti maður ekki að sjá það þannig.....eða hvað?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Izan » 16.des 2010, 20:52

Sæll

Nei ég held að þú sjáir aldrei brot í málningu þegar rörin svigna, þetta er það lítið.

Ég held að Fjallabílar ættu að geta mælt þetta með litlum tilkostnaði og ég held meira að segja að þeir geti rétt þetta líka.

Ertu búinn að opna inn á drifið og skoða það vel?

Þetta er mín túlkun en það er greinilegt að það víbrar ekkert fyrr en það kemur átak á dótið. Ég er sammála þeim sem talaði um að drifið sjálft væri hugsanlega slitið eða farnar hliðarlegur en mér finnst þetta líkleg skýring.

Kv Jón Garðar

P.s. því fer fjarri að ég sé viss svo að þú verður að halda okkur upplýstum um gang mála.


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: LC61 víbringur í 4x4, vantar hjálp!

Postfrá Offari » 16.des 2010, 21:21

Sæll ég var að lesa þetta því ég á við sama vandamál að glíma í gömlum Gemsa. Hinsvegar kemur sá víbringur hjá mér ekki fyrr en driflokur eru settar á hvort sem millikassi sé settur í 4x4 eður ei. Augljóst er hjá mér að dragliðurinn er slitinn þannig að ég kenni skaptinu um víbringinn hjá mér. Því tel ég að þú findir þennan víbring líka í afturdrifinu ef þú keyrir með lokurnar á ef víbringurinn væri í skaptinu.

margir nefna hér bogna hásingu eða brotna tönn í drifi. (ný búið að gormavæða og kannski miklar suður geta auðveldlega skekkt hásingu ef rangt er fari að) Einhvernveginn held ég samt að þú findir fyrir þessum víbring líka ef þú keyrðir hann í afturdrifi með lokurnar á. (þekki það samt ekki) Þannig að ég teldi helst að þú ættir að leita að bilun í millikassa.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur