Sævar Örn wrote:baraflottur og verður gaman að fylgjast með nákomnu framhaldinu
Takk fyrir það Sævar, alltaf velkominn ef þú átt leið framhjá :)
sonur wrote:Þetta er glæsilega aðstaða!!
já endilega komdu með myndir af parketinu..
Gaman að skoða myndir af smíði næstum sama úr hvaða efni það er, en segðu mér hvort var ódýrara að gera veggina úr 2x4 furu eða járngdrindarefni eða barstu verðin kanski ekki saman? og ertu með einfalt gyps eða tvöfalt?
hvað eydduru svo í heildina í þessa veggi?
p.s. einn sem er alltaf að pæla eitthvað
Takk fyrir það :) Ég hendi inn myndum þegar ég kem aftur suður. Ég gerði engan sérstakan verðsamanburð á grindarefninu, mér var ráðlagt að nota bara timbur í grindarefni, það er líka bara svo þæginlegt að vinna það..
En ég notaði 3x7 efni í þetta, held ég hafi notað svona 150 metra af því, meterinn kostar um 2-3xx kall í Bauhaus minnir mig, það sem var dýrast af þessu var ullinn, hún kostaði um 3-40 þús.
3X150 Platan hjá Bauhaus var akkúrat á tilboðsverði, hún kostaði um 1500 kall, held ég hafi notað um 25-30 þannig plötur.
Ég er ekki með neina tölu yfir hvað þetta kostaði, það er bara dýrt að koma sér fyrir í tómu húsnæði, kosturinn samt við að fá nýtt húsnæði er að það er snyrtilegt, því verður haldið þannig í framtíðinni, hafa allt eins plain og hægt er svo það verði auðvelt að smúla eftir sig :)