En þetta eintak þekki ég ágætlega þar sem að tengdaforeldrar mínir keyptu hann árið 2005 (um það leiti sem ég var að reyna við 15 ára dóttir þeirra) og breyttu honum sjálf. Tengdamamma var þá að vinna í Arctic Trucks og var honum breytt þar.
Fyrir mánuði síðan sló ég upp bílnúmerinu og fann eigandann. Fletti honum upp á facebook og spurði hann hvort hann vildi selja mér bílinn. Jújú það mætti skoða það. Á þriðjudagskvöldið var ég svo staddur í bænum og hringdi í annan Land Cruiser eiganda sem hafði meiri áhuga á því að auglýsa bílinn sinn en að selja hann. Ég bjallaði því í eigandann af þessum og sagði honum að ég væri í bænum og þyrfti að kaupa bíl til þess komast vestur sama kvöld. Ég fór og skoðaði, bauð í hann og klukkutíma síðar var ég á leiðinni vestur á þessum fína Cruiser :) Einstaklega lipur náungi og gott að eiga viðskipti við svona menn.
Þetta er '97 árgerð. Loftlás að framan og rafmagnslás að aftan. 4.88 hlutföll. Nýleg Arctic Trucks 38" dekk á að ég held 14" breiðum felgum. Loftdæla í húddi fyrir dekk og sér ARB dæla fyrir lásinn. Vinnuljós á topp og kastarar á ofsa fínni grind að framan.
Mikið endurnýjaður og vel við haldinn bíll. Enginn aukahljóð né brak. Sjálfskiptingin var tekin upp í vor og mikið dundað í honum undanfarið. Já og svo er í honum aukatankur en ég er ekki klár á stærðinni. Það getur kannski eitthver sagt mér hvað er algengasta stærðin af aukatönkum í svona bílum.
Þetta er svona það helsta. Ég er ekki með nein sérstök plön fyrir hann annað en að halda honum í toppstandi og bóna. Ætla að setja á hann aðra kastara að framan sem ég á til og láta negla dekkin. Já og svo vantar mig VHF stöð og GPS tæki. Allar lagnir og loftnet eru til staðar.
Hingað til er ég alveg hrikalega sáttur. Skemmtilegur og lipur bíll sem er ákkurat það sem ég var að leita að. Ég var ekki að leita að 44" fjallatrukk með hásingu að framan. Þetta er eini bíllinn á heimilinu og verðu notaður mikið í þjóðvegarakstri. Jómfrúarferðin verður farinn í Landmannalaugar í Janúar.
Hér eru nokkrar ómerkilegar myndir.


