myndir


Höfundur þráðar
s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

myndir

Postfrá s.f » 14.des 2010, 12:09

eiga ekki enhverjir hér myndir innan úr jeppanum einsog frágang á tölvum, gps, vhf, cb, ljósatökum , lofttpúða stíringum og bara því sem menn eru með í bílnum



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: myndir

Postfrá Sævar Örn » 14.des 2010, 17:55

Þessi uppsetning stendur mér undir 40 þúsundum, þá meina ég tölva, gps, heimabíohátalarakerfi, VHF, og cb til skrauts



og nei engu stolið bara keypt notað af fólki sem gerir sér ekki grein fyrir verðlagningu hlutanna


Image




Þetta er allt pínu sjoppulegt hjá mér, ég bjó til tölvuborð úr plötujárni 0,8mm galv og setti á það dúk sem er með lími(ætlaður sem hljóðdeyfir inn í hjólskálar á jeppum) og setti svo dragband yfir tölvuna. Enginn stuðningur neðan frá eingöngu flatjárn rekið inn í miðstöðvarstokkinn og fest með tveimur gegnumgangandi boltum í miðstöðvarstokkinn sjálfann.

GPS tækið hangir á talstöðvarfestingu og er í raun eingöngu notað sem móttakari fyrir tölvuna, en þó er viss öryggistilfinning að hafa það.

Aflgjafinn er borskrúfaður í teppið, JÁ í teppið á bílnum og hangir vel. Farþegamegin og er ekki fyrir neinum og er nokkuð ofarlega á miðjustokknum þannig sennilega verður dautt orðið á bílnum áður en vatn nær upp að aflgjafanum ef svo yfir höfuð færi.

en svona hefur þetta hangið í rúmlega ár og reynist mér vel, ég vil frekar hafa þetta tuskulegt og vera ekki að borga tugi þúsunda fyrir smáhluti þó auðvitað það geri hlutina snyrtilegri
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur