Jæja allt komið saman og nú eru mælapælingar
tveir nýjir komnir í hús
Afgasmælir og Hitamælir fyrir skiftinguna
Afgasmælir er ekkert mál en hvar á skiftinguna 4l80e á ég að setja skynjara fyrir hitamælin
mér fróðari menn endilega komið með tillögur og lausnir
Hitamælir á Skiftingu
-
- Innlegg: 165
- Skráður: 05.feb 2010, 16:19
- Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
- Staðsetning: Sandgerði
Re: Hitamælir á Skiftingu
Slepoa honum ferð bara að horfa á hann of mikið og það skemmir algerlega ánægjuna við að standa þetta upp brekkur
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team
TurboCrew Offroad Team
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hitamælir á Skiftingu
Hefði haldið að það væri eðlilegast að hafa hann í pönnuni, þar ertu að mæla hitann á þeim vökva sem skiptingin kemur til með að dæla í gegnum sig eftir að hann hefur farið í gegnum kælir. Þá sérðu hvort að kælirinn er að hafa við hitamynduninni í skiptinguni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Hitamælir á Skiftingu
Hef séð ýmsar hugmyndir og velt þessu fyrir mér. Niðurstaðan var sú að setja þá þar sem framleiðendur þeirra vilja að þeir séu, í pönnuna.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Hitamælir á Skiftingu
Ég setti minn á lögnina frá kæli og að skiptingu. Ég vil sjá hitastigið rétt eftir að olían hefur farið í gegnum kælinn og áður en hún blandast olíunni sem er í skiptingunni, þannig finnst mér ég fá nokkuð skýra mynd af því hvort kælirinn afkasti nægu og sneggri svörun heldur en ef mælirinn væri í pönnu.
Það er svosem sjónarmið að maður eigi ekki að fylgjast með þessu en ég er nú þeirrar skoðunar að ef hitinn rýkur upp þegar dótið er staðið í brekku eða eitthvað álíka þá sé nú betra að gera viðeigandi ráðstafanir eins og betri kælingu til dæmis...
svo má ekki gleyma að það er alveg í góðu lagi þó hitinn stígi eitthvað svo lengi sem vökvinn ofhitnar ekki og brennur.
Það er svosem sjónarmið að maður eigi ekki að fylgjast með þessu en ég er nú þeirrar skoðunar að ef hitinn rýkur upp þegar dótið er staðið í brekku eða eitthvað álíka þá sé nú betra að gera viðeigandi ráðstafanir eins og betri kælingu til dæmis...
svo má ekki gleyma að það er alveg í góðu lagi þó hitinn stígi eitthvað svo lengi sem vökvinn ofhitnar ekki og brennur.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hitamælir á Skiftingu
Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvar hitamælir á að mæla sjálfskiptivökvan.
Aðalatriðið (finnst mér) er að hita vökvan aldrei það mikið að hann "brenni" og fari að skemmast.
Þá fyndist mér skynsamlegast að hafa mælinn þar sem olían er heitust, þ.e. áður en hún fer inn á kælinn.
En það er bara mín skoðun...
Svo má bæta við að sumir hafa tvo mæla.
Aðalatriðið (finnst mér) er að hita vökvan aldrei það mikið að hann "brenni" og fari að skemmast.
Þá fyndist mér skynsamlegast að hafa mælinn þar sem olían er heitust, þ.e. áður en hún fer inn á kælinn.
En það er bara mín skoðun...
Svo má bæta við að sumir hafa tvo mæla.
Re: Hitamælir á Skiftingu
Ég leysti þetta vandamál með að vera með tvo mæla :) einn í pönnunni og annan í lögn frá kæli (á TH400). Sumir hafa sett einn mæli og tvo skynjara og síðan rofa á línurnar þar sem að þeir skipta á milli. Hefði gert það ef ég hefði ekki átt þessa mæla uppí hillu.
Á öðrum bíl sem ég á með TH700R4 var sérstakur staður sem ég gat skrúfað þetta beint inní skiptinguna og var mælt með að nota hann (farþegameginn, rétt hjá pick barkanum).
Á öðrum bíl sem ég á með TH700R4 var sérstakur staður sem ég gat skrúfað þetta beint inní skiptinguna og var mælt með að nota hann (farþegameginn, rétt hjá pick barkanum).
_________________________________
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
Jón H. Guðjónsson
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 21.apr 2012, 12:45
- Fullt nafn: Theodór Haraldsson
- Bíltegund: Patrol 44"
- Staðsetning: Neskaupstaður
Re: Hitamælir á Skiftingu
Subbi wrote:Jæja allt komið saman og nú eru mælapælingar
tveir nýjir komnir í hús
Afgasmælir og Hitamælir fyrir skiftinguna
Afgasmælir er ekkert mál en hvar á skiftinguna 4l80e á ég að setja skynjara fyrir hitamælin
mér fróðari menn endilega komið með tillögur og lausnir
Hvernig mæli fékkst þú þér á skiptinguna, ég er með eins skiptingu og var að spá í að setja mæli á hana
Nissan Patrol 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: Hitamælir á Skiftingu
universal mæli úr N1 með hitanema fyrir skiftingar
Kemst allavega þó hægt fari
Re: Hitamælir á Skiftingu
Ég keypti "T" í landvélum og plöggaði þessu inná úttakið af skiptingunni þar sem lögnin yfir í kælinn er. Ég komst síðan að því eftirá að það er hitamælir á skiptingunni sem þú getur lesið af með tölvu. Það ætla ég amk. að gera meðan ég er að sannfærast um að hitavandamál séu úr sögunni hjá mér. Ég fékk mér líka aðra pönnu neðan á skiptinguna sem er sérstaklega ætluð til að kæla.
Neðst á þessari síðu finnurðu nafnið á hugbúnaðinum sem ég fann til að lesa úr tölvunni (og aðeins ofar mynd af kælipönnunni) :
viewtopic.php?f=9&t=17870
Neðst á þessari síðu finnurðu nafnið á hugbúnaðinum sem ég fann til að lesa úr tölvunni (og aðeins ofar mynd af kælipönnunni) :
viewtopic.php?f=9&t=17870
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur