at405
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 128
- Skráður: 30.jan 2010, 22:35
- Fullt nafn: Eiður Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Reykjavík
Re: at405
saevars wrote:helvíti er kínverjin ódýr 20.000 kall dekkið spurning um að pannta gám af þessu ::
http://www.alibaba.com/product-gs/1400238151/Arctic_Trucks_AT405_Radial_38x15_50R15.html
Texti og myndir fengnar að láni héðan: http://www.4x4offroads.com/at405-radial.html
Re: at405
Þú segir nokkuð, spurning hvað flutningurinn myndi reiknast fyrir hvert dekk, ætti varla að fara mikið yfir 50.000 kr heildarkostnaður á hverju dekki með tollum og gjöldum, sést hér hversu mikið er verið að leggja á þetta dót hérna heima.
kv Tolli
kv Tolli
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: at405
Eruð þið vissir um að þetta sé "the real thing" en ekki eftirlíking? Hljómar of gott til að vera satt!
Re: at405
Óskar - Einfari wrote:Eruð þið vissir um að þetta sé "the real thing" en ekki eftirlíking? Hljómar of gott til að vera satt!
Akkúrat það sem ég var að hugsa, þetta getur bara ekki staðist, hljóta að vera b-dekk sem eru seld sérstaklega
kv Tolli
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: at405
AT dekkin eru framleidd útí kína, og alibaba er ekkert nema samansafn af byrgjum frá verksmiðjum í kína..
Ég er 99% viss um þetta sé hið eina sanna AT dekk hef heyrt að það hafi verið hægt að kaupa þau eithverstaðar á netinu.
En það þýðir nátturulega ekkert að flytja þetta inn til þess að selja þetta, en það væri töff ef við söfnuðum saman í hópkaup svona eins og ég gerði með lyfturnar!
Ég er 99% viss um þetta sé hið eina sanna AT dekk hef heyrt að það hafi verið hægt að kaupa þau eithverstaðar á netinu.
En það þýðir nátturulega ekkert að flytja þetta inn til þess að selja þetta, en það væri töff ef við söfnuðum saman í hópkaup svona eins og ég gerði með lyfturnar!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: at405
Ég hef heyrt þessa tölu áður varðandi innkaupsverð á at dekkjunum, en var ekki alveg að trúa því þá. En jæja 200 stk x 20000 kr eru 4 mills og svo flutningskostnaður + tryggingar + VSK. Svo er það skemmtilegasta eftir sem er ef einhver tekur að sér að sjá um pöntunina þá þarf hann kannski að sjá til þess að hátt i 50 einstaklingar leggi inn fyrir sínum hluta.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: at405
Skoðið tollflokk 4011.1000, þar er bætt 60 kr á hvert kíló sem dekkin vigta í vörugjald (20 kr/kg) og úrvinnslugjald (40 kr/kg), þetta tvöfaldaði verð á dekkjum á sínum tíma, ég átti von á því að þetta væri meira
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 228
- Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
- Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
- Bíltegund: Defender 130
Re: at405
Hérna á reyndar eftir að gera ráð fyrir sendingarkonstaðir. En hérna sér maður gjöldin á þessu.
- Viðhengi
-
- Capture.JPG (60.99 KiB) Viewed 21489 times
-
- Innlegg: 228
- Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
- Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
- Bíltegund: Defender 130
Re: at405
280stk af dekkum í gám.
Stykkið á 20.000
280*20.000 = 5.900.000
Flutningskostnaður 700.000
Heildarverð = 6.600.000
Heild af gúmmí = 10920KG
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 10,00 PR 660.000
BR Úrvinnslugjald á hjólbarða. Gjaldið er kr/kg 40,00 KR 436.800
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR 0
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 12,00kr/kg. 12,00 KR 0
XA Vörugjald kr/kg - taxti gjalds er tengdur tollskrárnúmeri 20,00 KR 218.400
Ö4 Virðisaukaskattur 25,5% VSK 25,50 PR 2.018.376
Heildarverð 9.933.576
Verð per dekk 9.933.576 / 280 = 35.477 kr.
Stykkið á 20.000
280*20.000 = 5.900.000
Flutningskostnaður 700.000
Heildarverð = 6.600.000
Heild af gúmmí = 10920KG
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 10,00 PR 660.000
BR Úrvinnslugjald á hjólbarða. Gjaldið er kr/kg 40,00 KR 436.800
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR 0
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 12,00kr/kg. 12,00 KR 0
XA Vörugjald kr/kg - taxti gjalds er tengdur tollskrárnúmeri 20,00 KR 218.400
Ö4 Virðisaukaskattur 25,5% VSK 25,50 PR 2.018.376
Heildarverð 9.933.576
Verð per dekk 9.933.576 / 280 = 35.477 kr.
Re: at405
Johnboblem wrote:280stk af dekkum í gám.
Stykkið á 20.000
280*20.000 = 5.900.000
Flutningskostnaður 700.000
Heildarverð = 6.600.000
Heild af gúmmí = 10920KG
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 10,00 PR 660.000
BR Úrvinnslugjald á hjólbarða. Gjaldið er kr/kg 40,00 KR 436.800
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR 0
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 12,00kr/kg. 12,00 KR 0
XA Vörugjald kr/kg - taxti gjalds er tengdur tollskrárnúmeri 20,00 KR 218.400
Ö4 Virðisaukaskattur 25,5% VSK 25,50 PR 2.018.376
Heildarverð 9.933.576
Verð per dekk 9.933.576 / 280 = 35.477 kr.
Heldurðu að þú komir 280 dekkjum fyrir í gámnum?
dekkin eru um 1 m í þvermál og eru um 0,4 á breiddina, því ætti einn gámur að geta verið með 3 dekk á þverveginn og 12 á langveginn og ca 6 á hæðina, það gera 216 dekk
-
- Innlegg: 228
- Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
- Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
- Bíltegund: Defender 130
Re: at405
Þetta er svona nett ágiskun.
En þá kemur þetta svona út:
Dekkjafjöldi 216
Verð per dekk 20.000 kr.
Fluttningskostnaður 700.000 kr.
Heildarverð 5.020.000 kr.
Heildarþyngd 8424
Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 502.000 kr.
Úrvinnslugjald á hjólbarða. Gjaldið er kr/kg 336.960 kr.
Vörugjald kr/kg - taxti gjalds er tengdur tollskrárnúmeri 168.480 kr.
Virðisaukaskattur 25,5% VSK 1.536.997 kr.
Heildarverð með gjöldum 7.564.437 kr.
Verð per dekk 35.021 kr.
En þá kemur þetta svona út:
Dekkjafjöldi 216
Verð per dekk 20.000 kr.
Fluttningskostnaður 700.000 kr.
Heildarverð 5.020.000 kr.
Heildarþyngd 8424
Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 502.000 kr.
Úrvinnslugjald á hjólbarða. Gjaldið er kr/kg 336.960 kr.
Vörugjald kr/kg - taxti gjalds er tengdur tollskrárnúmeri 168.480 kr.
Virðisaukaskattur 25,5% VSK 1.536.997 kr.
Heildarverð með gjöldum 7.564.437 kr.
Verð per dekk 35.021 kr.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: at405
Hverjar eru svo líkurnar á að tollurinn hleypi þessu í gegn, frekar en gámi af sviknum eða stolnum Levi´s gallabuxum?
Er einhver tilbúinn til að veðja 5 milljónum á það?
Ég held það væri nær að reyna að fá gott hóptilboð frá Arctic Trucks. Því fylgir líka sá kostur að geta fengið hugsanlega gölluð dekk bætt, eins og menn hafa lent í með flestar tegundir dekkja.
Kv.
Gísli.
Er einhver tilbúinn til að veðja 5 milljónum á það?
Ég held það væri nær að reyna að fá gott hóptilboð frá Arctic Trucks. Því fylgir líka sá kostur að geta fengið hugsanlega gölluð dekk bætt, eins og menn hafa lent í með flestar tegundir dekkja.
Kv.
Gísli.
Re: at405
Ég verð að viðurkenna að þetta rennir stoðum undir mínar fyrri áætlannir.
Verslanir eru að leggja allt allt of mikið á þessi stóru dekk.
Á sínum tíma þegar ég keypti 46" þá var útreiknað heildsöluverð frá Kletti uþb 110þ per dekk og á sama tíma 164þ í lausasölu hjá N1. Þá þarf enginn að segja mér að Klettur sé að tapa á þessu svo 46" er sennilega búinn að tvöfaldast í verði frá upprunalegum innkaupsaðila til endanlegs notenda.
Sama er uppá teningnum með flest önnur dekk sem ég hef lagst yfir. Heildarálagning innan íslands er 60-100%+ per dekk.
Ef AT er að fá dekkin á 35þ stk og selja þau á 90-100þ þá getur hver sem er reiknað álagninguna.
Í þessu tilfelli með AT dekkin væri ég alveg tilbúinn að taka áhættu með 150þ í svona ævintýri en því miður vantar mig ekki 38" :)
Skal hinsvegar vera með í svona innflutningsævintýri ef menn vilja skoða stærri dekk.
Verslanir eru að leggja allt allt of mikið á þessi stóru dekk.
Á sínum tíma þegar ég keypti 46" þá var útreiknað heildsöluverð frá Kletti uþb 110þ per dekk og á sama tíma 164þ í lausasölu hjá N1. Þá þarf enginn að segja mér að Klettur sé að tapa á þessu svo 46" er sennilega búinn að tvöfaldast í verði frá upprunalegum innkaupsaðila til endanlegs notenda.
Sama er uppá teningnum með flest önnur dekk sem ég hef lagst yfir. Heildarálagning innan íslands er 60-100%+ per dekk.
Ef AT er að fá dekkin á 35þ stk og selja þau á 90-100þ þá getur hver sem er reiknað álagninguna.
Í þessu tilfelli með AT dekkin væri ég alveg tilbúinn að taka áhættu með 150þ í svona ævintýri en því miður vantar mig ekki 38" :)
Skal hinsvegar vera með í svona innflutningsævintýri ef menn vilja skoða stærri dekk.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: at405
Mér finnst alveg merkilegt eins og þetta úrvinnslugjald á gúmmíið er lítið, að það hafi verið notað til að hækka verð per dekk um hátt í 50% á sínum tíma, gott ef það var ekki meiri hækkunin. Mig minnir að 38" gangurinn hafi þá farið úr 120 þús í u.þ.b. 200 þús. núna kostar gangurinn milli 500 og 600 þús og innkaupsverð miðað við þessa útreikninga undir 150 þús, það þykir mér svolítið gróf álagning
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: at405
Fyrir mitt leiti þá væri ég til í að taka séns fyrir 150 þús. En ég held að það verði svaka mál að halda utanum svona stóra pöntun. Þ.e. fjöldann sem stendur að baki 216 stk. Og ég held ég hafi lesið á f4x4 að einhvern tíma hafi staðið til hópkaup á 44" dick cebek og þá hafi Arctic Trucks haupið til og selt úr gámi 44" dekk án ábyrgðar. Þ.e. ekki var hægt að skila inn hoppdekkjum.
Re: at405
Mér finnst bara nauðsynlegt að neytendur fari að sýna þessum endursöluaðilum hérna á Íslandi smá aðhald. Við megum ekki láta fara svona með okkur, það má svo sem safna saman fólki sem er til í að skuldbinda sig í dekkjakaup og fara svo í Arctic Trucks og fá tilboð en það væri líka frábært ef við gætum í sameiningu komið okkur upp tengslum við traustan aðila sem gæti séð okkur fyrir dekkjum. Ef eitthvað er öruggt þá er það þörfin á dekkjum undir bílana okkar og þau eru bara hreinlega alltof dýr. Við þurfum sjálf að sjá til þess að einokun á Íslandi verði sjálfhætt. Annar factor í þessu er sá að um leið og við þröngvum verðunum niður lækka lánin okkar ;)
kv Tolli
kv Tolli
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: at405
Dekk 38X15,5R15 AT405 Arctic Trucks Verð: 119000\ ISK
http://www.arctictrucks.is/Forsida/Voru ... -jeppadekk
Haleljúja. 476þúsund gangurinn.
http://www.arctictrucks.is/Forsida/Voru ... -jeppadekk
Haleljúja. 476þúsund gangurinn.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: at405
Er eitthvað sem bannar einstaklingi/fyrirtæki að flytja inn svona dekk og selja á sanngjörnu verði, fyrir utan náttúrlega ábyrgð sem hann þarf að sjá um?
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: at405
Mig grunar nú samt að ef það yrði tekinn gámur af þessum dekkjum þá myndi Arctic Trucks berjast fyrir að þessi gámur yrði sendur aftur út.
Dekkin eru íslenskt hugvit og er framleiðslan höfundarréttarvarin þó svo að það sé fengin kínversk verksmiðja til að framleiða þau, hér á landi væri Arctic Trucks sennilega í fullum rétti til að stöðva svona sendingu.
Mér fynst líklegt að verksmiðjan sé að brjóta á rétti Arctic Trucks með því að selja dekkin þarna, en ég er nokkuð viss um að þetta yrði stoppað af tollinum hér á landi.
Spurning hvernig samningur Arctic Trucks og verksmiðjunar hljómar. Þekkir enginn til í Arctic sem veit eitthvað meira um þetta ?
Mér fynst samt ótrúlegt að Arctic Trucks sé að fá dekkið inn á 35.000 og selja það á 117.000 kr.
Sérstaklega þar sem sala á dekkjum hefur minkað frá því sem áður var og það segir sig sjálft að með því að lækka verð, selur þú meira, sem kemur út í meiri hagnaði og veltu á styttri tíma.
Dekkin eru íslenskt hugvit og er framleiðslan höfundarréttarvarin þó svo að það sé fengin kínversk verksmiðja til að framleiða þau, hér á landi væri Arctic Trucks sennilega í fullum rétti til að stöðva svona sendingu.
Mér fynst líklegt að verksmiðjan sé að brjóta á rétti Arctic Trucks með því að selja dekkin þarna, en ég er nokkuð viss um að þetta yrði stoppað af tollinum hér á landi.
Spurning hvernig samningur Arctic Trucks og verksmiðjunar hljómar. Þekkir enginn til í Arctic sem veit eitthvað meira um þetta ?
Mér fynst samt ótrúlegt að Arctic Trucks sé að fá dekkið inn á 35.000 og selja það á 117.000 kr.
Sérstaklega þar sem sala á dekkjum hefur minkað frá því sem áður var og það segir sig sjálft að með því að lækka verð, selur þú meira, sem kemur út í meiri hagnaði og veltu á styttri tíma.
Re: at405
aronicemoto wrote:Mér fynst líklegt að verksmiðjan sé að brjóta á rétti Arctic Trucks með því að selja dekkin þarna, en ég er nokkuð viss um að þetta yrði stoppað af tollinum hér á landi.
Ég velti fyrir mér hvernig þetta virkar með "eftirlíkingar". Ef þetta er ein og sama verksmiðjan sem framleiðir vöruna getur varla verið um eftirlíkingu að ræða (engar fullyrðingar hér). Þá finnst mér skrítið að hægt sé að senda þetta til baka. Þetta er bara eins og ef N1 myndi flytja Mickey Tompson sjálfir beint inn, á þá Klettur rétt á að vísa gámnum frá???
aronicemoto wrote:Mér fynst samt ótrúlegt að Arctic Trucks sé að fá dekkið inn á 35.000 og selja það á 117.000 kr.
Ef ég á að vera eins hreinskilinn og ég get, þá finnst mér líklegt að AT sé að borga MAX 35þ fyrir stykkið. Sennilega eru þeir á betri díl en það.
Enn annað sem ég fer að velta upp og það er lengd á einkaleyfum, ef það er fyrir hendi á annað borð. Kannski er það runnið út?
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: at405
Ég myndi segja að Arctic Trucks gæti sagt að þarna sé um "stolna" vöru að ræða þar sem þeir eiga réttinn af þessum dekkjum, hönnun o.svf. En þetta eru bara vangaveltur hjá mér.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: at405
Er ekki málið að senda bara póst á Tollinn og spyrja um þeirra afstöðu til þessa?
Ef þeir segjast ætla að hleypa þessu í gegn þá er það sterkt vopn að eiga það E-mail ef eitthvað kæmi svo uppá.
Ef þeir segjast ætla að hleypa þessu í gegn þá er það sterkt vopn að eiga það E-mail ef eitthvað kæmi svo uppá.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: at405
Tollinn wrote:Eða bara hreinlega setja AT dekkin í salt í smá tíma og versla eitthvað annað þangað til þessir aðilar sjá að sér, þeir eiga ekki að komast upp með svona okur!!
Kv Tolli
Og láta þá bara hina okra á sér á meðan ?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 63
- Skráður: 27.maí 2013, 15:14
- Fullt nafn: sævar snorrason
- Bíltegund: jeep wrangler
Re: at405
að flytja svona inn er ekki brot á neinum höfundarrétt . þú ert ekki að láta framleiða fyrir þig einhverjar replikur þú ert bara að versla vöruna frá öðrum aðila . það er eins og að elko meigji bara flytja inn sony en ekki neinn annar .að arctic trucks eigi höfundarrétt að þessu dekki er eflaust til staðar en það seigjir ekki til um að þeir séu með einkaleyfi á innfluttning eða sölu , fynnst hálf fyndið að heyra hvað margir eru hálf smeikir við arctic trucks .
vona að svona pöntunn verði sett í gang fljótlega til að þetta okur embætti sem hefur verið að selja þessi dekk hér heima fái nú einhvað annað til að hugsa um en að telja peningana sína . ég hef bara því miður ekki efni á að eyða hálfri milljón í dekk eins og svo margir aðrir og myndi vel eiða 300 kalli i 2 ganga af þessum dekkjum ...
mér skilst að at405 dekkin hafi verið send til landsins í ákveðnu magni til sölu hér og svo slatti seldur erlendis .
vona að svona pöntunn verði sett í gang fljótlega til að þetta okur embætti sem hefur verið að selja þessi dekk hér heima fái nú einhvað annað til að hugsa um en að telja peningana sína . ég hef bara því miður ekki efni á að eyða hálfri milljón í dekk eins og svo margir aðrir og myndi vel eiða 300 kalli i 2 ganga af þessum dekkjum ...
mér skilst að at405 dekkin hafi verið send til landsins í ákveðnu magni til sölu hér og svo slatti seldur erlendis .
-
- Innlegg: 228
- Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
- Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
- Bíltegund: Defender 130
Re: at405
Búinn að koma mèr í samband við þà. Þeir framleiða AT dekkin bara fyrir ArticTrucks og selja þeim bara dekkin.
Sögðu samt þetta:
"for example.silver stone MT117 is a popular pattern in your marke, but it has no the size you want. but we can develop that size. radial or bias. Just need to make some small changes on the pattern, because it relates to infringement act."
"yes, we can do similar pattern like atric truck tires but other names on it."
"First we will finish pattern design about 3-5 days. As we have professional 4*4 tyre designger in our company. Then make 3D for you. The most important point is mould production. This kind of mould is more complicated than usual tyre, so it needs longer time. About 4-6 months. Third, we can start trial production to have sample tyre. Last, batch production could be arranged."
Kostnaðurinn við þetta er 70.000 USD
Sögðu samt þetta:
"for example.silver stone MT117 is a popular pattern in your marke, but it has no the size you want. but we can develop that size. radial or bias. Just need to make some small changes on the pattern, because it relates to infringement act."
"yes, we can do similar pattern like atric truck tires but other names on it."
"First we will finish pattern design about 3-5 days. As we have professional 4*4 tyre designger in our company. Then make 3D for you. The most important point is mould production. This kind of mould is more complicated than usual tyre, so it needs longer time. About 4-6 months. Third, we can start trial production to have sample tyre. Last, batch production could be arranged."
Kostnaðurinn við þetta er 70.000 USD
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: at405
Þetta eru áhugaverðar pælingar.
Það er verið að tala um 70þús$, 8,7 milljónir fyrir að hanna nýja tegund af jeppadekki, plús langar prófanir til að fá réttu gúmmíblönduna. Það lengir líka tímann að fá prófunardekkin frá Kína.
Hins vegar mætti e.t.v. stela að láni gamla radial-mudder mynstrinu, breyta því þannig að það væri eins og á vel skornu dekki fyrir úrhleypingar (þá er maður ekki að borga úrvinnslugjald á gúmmí sem maður sker í burtu).
En þetta kostar helling...
En ef við náum í 100 (jeppa)menn (og konur) sem eru til í áhættufjárfestingu upp á 87 þúsund...
Það er verið að tala um 70þús$, 8,7 milljónir fyrir að hanna nýja tegund af jeppadekki, plús langar prófanir til að fá réttu gúmmíblönduna. Það lengir líka tímann að fá prófunardekkin frá Kína.
Hins vegar mætti e.t.v. stela að láni gamla radial-mudder mynstrinu, breyta því þannig að það væri eins og á vel skornu dekki fyrir úrhleypingar (þá er maður ekki að borga úrvinnslugjald á gúmmí sem maður sker í burtu).
En þetta kostar helling...
En ef við náum í 100 (jeppa)menn (og konur) sem eru til í áhættufjárfestingu upp á 87 þúsund...
Síðast breytt af jongud þann 13.des 2013, 09:49, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: at405
saevars wrote: fynnst hálf fyndið að heyra hvað margir eru hálf smeikir við arctic trucks .
Ég held að það sé almennt tollurinn sem menn eru hræddir við frekar en Arctic trucks, ég hef lent í því að dót var stoppað í tollinum vegna gruns um að þetta væri fölsuð vara, kostaði sem betur fer smotterí, ég vil ekki taka svoleiðis áhættu fyrir fleiri hundruð þúsund ef ekki milljónir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: at405
Það er annað sem kemur líklega inn sem vandamál ef ný dekk eru hönnuð og það er gerðaviðurkenning og öryggisviðurkenning.
Ég hef ekki hugmynd um hvaða pappírsmyllu þarf að fara í gegnum til að fá dekk viðurkennd, að maður tali ekki um 40-tommu dekk sem eru aldrei framleidd í Evrópu.
Hinsvegar eru menn eitthvað að reyna að gera auðveldari leið gegnum pappírsfarganið sérstaklega fyrir minni fyrirtæki, en bara fyrir þau sem eru innan EES svæðisins (sem útilokar Kína).
Ég hef ekki hugmynd um hvaða pappírsmyllu þarf að fara í gegnum til að fá dekk viðurkennd, að maður tali ekki um 40-tommu dekk sem eru aldrei framleidd í Evrópu.
Hinsvegar eru menn eitthvað að reyna að gera auðveldari leið gegnum pappírsfarganið sérstaklega fyrir minni fyrirtæki, en bara fyrir þau sem eru innan EES svæðisins (sem útilokar Kína).
-
- Innlegg: 1100
- Skráður: 07.mar 2012, 12:17
- Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
- Bíltegund: Nissan King Cab 1991
Re: at405
við prófuðum að senda póst og samkvæmt því svari er eina sem stoppar þá í að senda þetta hingað er sá að þeir HALDA að Artic Trucks séu þeir einu sem hafa rétt á að selja þetta á íslandi. ef hægt er að sýna frammá að Artic Truck hafa ekki einkarétt á sölu þessara dekkja á íslandi er hægt að panta frá þeim ;)
Og ef hægt er að sækja um einkarétt á sölu þessara dekkja afhverju eru ekki allir með einkasölurétt á hlutum svo sem raftækjum og öðru?
Og ef hægt er að sækja um einkarétt á sölu þessara dekkja afhverju eru ekki allir með einkasölurétt á hlutum svo sem raftækjum og öðru?
Síðast breytt af Big Red þann 13.des 2013, 15:28, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159
787-2159
-
- Innlegg: 228
- Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
- Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
- Bíltegund: Defender 130
Re: at405
Þetta var svarið sem ég fékk:
"yes, sir, but that pattern and size is our customers' mould. we only produce for him. so sorry to say, we cannot supply to other customers."
"some of our customers cooperate with us to develop new size and pattern with us. They know the popular sizes and pattern in their market. we know production technology. so we work together. do you have interest in developing new product with us as well?"
"we cooperate with our customer not only in pattern design but also in capital. Usually, we have following ways to cooperate:
1. our customers invest all the costs by themselves, they will be the sole distributor of this kind of tyre in their market. (Þetta kostar um 60.000-70.000 USD)
2. customers cooperate with our company together, invest together. 50%-50% or other percentage."
"yes, sir, but that pattern and size is our customers' mould. we only produce for him. so sorry to say, we cannot supply to other customers."
"some of our customers cooperate with us to develop new size and pattern with us. They know the popular sizes and pattern in their market. we know production technology. so we work together. do you have interest in developing new product with us as well?"
"we cooperate with our customer not only in pattern design but also in capital. Usually, we have following ways to cooperate:
1. our customers invest all the costs by themselves, they will be the sole distributor of this kind of tyre in their market. (Þetta kostar um 60.000-70.000 USD)
2. customers cooperate with our company together, invest together. 50%-50% or other percentage."
-
- Innlegg: 1100
- Skráður: 07.mar 2012, 12:17
- Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
- Bíltegund: Nissan King Cab 1991
Re: at405
já sá sem við fengum svar frá tók þetta framm að þeir gætu breytt mynstrinu lítillega. Hann tók þetta reyndar ekki framm: "our customers invest all the costs by themselves, they will be the sole distributor of this kind of tyre in their market. (Þetta kostar um 60.000-70.000 USD)"
Við ætlum að sjá hversu langt við komumst með þetta, þurfum í raun bara að vita hvort Arctic Trucks er með einkasölurétt á þessum dekkjum hér heima. Ef ekki þá er í raun ekkert því til fyrirstöðu að fá sendan gám. Einnig þá er líka hægt að fara þá leið að fá einhvern í Noregi eða Svíðþjóð til að vera kaupandi að þessu og hann sendir gáminn til íslands. Það er hægt að fara margar leiðir frammhjá þessu. Okkur finnst ekki rétt að AT sé að okra svona heiftarlega á hverju dekki.
Við ætlum að sjá hversu langt við komumst með þetta, þurfum í raun bara að vita hvort Arctic Trucks er með einkasölurétt á þessum dekkjum hér heima. Ef ekki þá er í raun ekkert því til fyrirstöðu að fá sendan gám. Einnig þá er líka hægt að fara þá leið að fá einhvern í Noregi eða Svíðþjóð til að vera kaupandi að þessu og hann sendir gáminn til íslands. Það er hægt að fara margar leiðir frammhjá þessu. Okkur finnst ekki rétt að AT sé að okra svona heiftarlega á hverju dekki.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159
787-2159
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: at405
Er nokkuð ólíklegt að AT hafi einkasölurétt minnst hér á klakanum vegna þáttöku þeirra í að hanna dekkið, hefði viljað það sjálfur ef ég hefði eitt peningum og tíma í hönnun á dekkinu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur