Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Alveg ótrúlegt að þetta sé ekki algengara ! hljóta allir vitibornir menn að sjá að þessar keðjur eru stórhættulegar.
http://www.ruv.is/frett/vinnuslys-a-thordalsheidi
http://www.ruv.is/frett/vinnuslys-a-thordalsheidi
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Hvorki það fyrsta né það síðasta, fæst af þessum slysum hafna í fjölmiðlum! Þetta er lífshættulegt, og þessu tilfelli er það víst Vegagerðin sem er i forsvari fyrir þessum keðjum.
Allur er varinn góður, því árin 2005/2006 komu upp tilvik þar sem vír hafði verið strengdur yfir gamla þjóðveg #1 í nággreni Litlu Kaffustofunnar, sem talið var að væru ætlaðir til þess að fella vélhjólafólk, en sem betur fer kom árverkni manna í veg fyrir slys/dauðsföll í báðum tilfellum.
Allur er varinn góður, því árin 2005/2006 komu upp tilvik þar sem vír hafði verið strengdur yfir gamla þjóðveg #1 í nággreni Litlu Kaffustofunnar, sem talið var að væru ætlaðir til þess að fella vélhjólafólk, en sem betur fer kom árverkni manna í veg fyrir slys/dauðsföll í báðum tilfellum.
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Vegurinn var lokaður og glitmerkin sjást að framanverðu en ekki að aftan svo var þessi einstaklingur ekki að fara í fyrsta skipti þarna um en hann slasaðist ílla og vona ég að hann nái sér að fullu kv HB
-
- Innlegg: 146
- Skráður: 14.jan 2011, 23:54
- Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
- Bíltegund: JEEP
- Staðsetning: Borgarnes
- Hafa samband:
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru skiltin ekki sýnileg úr þeirri átt sem mennirnir komu og þá var keðjan - sem mennirnir óku á - ekki merkt.
keðjan ekki merkt.... þó svo að skilti séu til staðar er þetta slysagildra !
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Ég hef séð nokkrar keðjur sem hafa verið þræddar í gengum 30-40cm rörbúta með endurskynsmerkjum, það er tilvalin lausn sem ætti að skrá í viðeigandi reglugerð.
-
- Innlegg: 279
- Skráður: 01.júl 2011, 19:19
- Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
- Bíltegund: Rauður Hilux
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
ég keyrði upp að Skjaldbreið um daginn og fór þaðan fram hjá Gullkistu og niður á þjóðveg við Miðdal og svo á Laugarvatn. Aldrei varð ég var við skilti sem sögðu að nokkuð væri lokað, fyrr en ég kom aftan að svona keðju við Miðdal, sá engin skildi, bara keðjuna. Munaði litlu að ég hefði keyrt á hana.
Vegurinn upp að Gullkistu frá Miðdal var sem sagt lokaður, en bara í annan endan. Þetta er auðvitað stórhættulegt, hefði ég verið á meiri ferð þá hefði ég farið á keðjuna, stórskemmt bílinn og jafnvel slasað mig og farþegana.
Þetta virðist vera svona víða, svo ég vil bara benda öllum að fara mjög varlega þegar menn koma niður á þjóðveg, sérstaklega ef það er ekki sama leið og farið var upp.
Vegurinn upp að Gullkistu frá Miðdal var sem sagt lokaður, en bara í annan endan. Þetta er auðvitað stórhættulegt, hefði ég verið á meiri ferð þá hefði ég farið á keðjuna, stórskemmt bílinn og jafnvel slasað mig og farþegana.
Þetta virðist vera svona víða, svo ég vil bara benda öllum að fara mjög varlega þegar menn koma niður á þjóðveg, sérstaklega ef það er ekki sama leið og farið var upp.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"
2003 Toyota Hilux DC 38"
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Heiðar Brodda wrote:Vegurinn var lokaður og glitmerkin sjást að framanverðu en ekki að aftan svo var þessi einstaklingur ekki að fara í fyrsta skipti þarna um en hann slasaðist ílla og vona ég að hann nái sér að fullu kv HB
Veist þú eitthvað um það hvernig veður var þarna ?? var eitthvað skyggni ? sé ekkert réttlæta það að settar séu upp slysa/dauðagildrur fyrir menn uppi á fjöllum. Það hefur alveg komið fyrir að ég hef þurft að keyra á vélsleða eftir slóða á GPS tæki til að komast til byggða í slæmu skyggni. Þó ég hafi nokkuð vissa hugmynd um hvar keðjan er þá vitum við það allir að í slæmu skyggni þá getur maður ekki verið 100% öruggur um hvar hliðin eru. Það er líka stór munur á því að lenda á svona keðju óvarin á vélsleða eða hjóli ,,, eða á bíl
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
keyrði einu sinni á svona gildru fyrir löngu..það hafði einhver hægðaæta bundið baggaband á milli staurs og tré þvert yfir göngu/hjólastíg og ég kom á skellinöðruni ts 50 súkku allveg eins og druslan dróg(ca.50 km/h):) svo sat ég bara eftir í loftinu.heppinn að hengja mig ekki.
þessi keðju frágangur er ekki boðlegur.
þessi keðju frágangur er ekki boðlegur.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
spámaður wrote:keyrði einu sinni á svona gildru fyrir löngu..það hafði einhver hægðaæta bundið baggaband á milli staurs og tré þvert yfir göngu/hjólastíg og ég kom á skellinöðruni ts 50 súkku allveg eins og druslan dróg(ca.50 km/h):) svo sat ég bara eftir í loftinu.heppinn að hengja mig ekki.
þessi keðju frágangur er ekki boðlegur.
Þú varst s.s. á skellinöðru á göngu- og REIÐ-hjólastíg?
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
jongud wrote:spámaður wrote:keyrði einu sinni á svona gildru fyrir löngu..það hafði einhver hægðaæta bundið baggaband á milli staurs og tré þvert yfir göngu/hjólastíg og ég kom á skellinöðruni ts 50 súkku allveg eins og druslan dróg(ca.50 km/h):) svo sat ég bara eftir í loftinu.heppinn að hengja mig ekki.
þessi keðju frágangur er ekki boðlegur.
Þú varst s.s. á skellinöðru á göngu- og REIÐ-hjólastíg?
Það á ekki að skipta máli, það á ekki að refsa mönnum fyrir að keyra þarna á skellinöðru með því að reyna að drepa þá..
Davíð Örn
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Doror wrote:jongud wrote:
Þú varst s.s. á skellinöðru á göngu- og REIÐ-hjólastíg?
Það á ekki að skipta máli, það á ekki að refsa mönnum fyrir að keyra þarna á skellinöðru með því að reyna að drepa þá..
Nei, að sjálfsögðu ekki...
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Tek það fram að þetta eru 21 ár síðan....þetta var ekki merktur göngustígur..gamall moldasneiðingur í brekkuni fyrir neðan þar sem ég bjó en það var búið að setja staura og band meðfram...þú mátt allveg hringja í lögguna á húsavík..talaðu bara við sigga hann er fínn og það er kannski hægt að græja eitthvað mál úr þessu...mér fannst dauðarefsingin þá samt ekki réttlætanleg fyrir að hafa keyrt þarna.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Ótrúlegt að þetta skuli ekki vera bannað, vorkenni þessum pésum sem stýra vegagerðinni ekkert ef þeir þurfa að skipta þessum hausaklippum út fyrir almennileg hlið eins og eru td. við Rallýkross brautina. Svo gera stór skilti með dagsetningum og lokunartímum ótrúlegustu hluti fyrir fólk sem er bara að flækjast um svæðiði í sunnudagsrúnti.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 2
- Skráður: 07.des 2013, 20:32
- Fullt nafn: Þór Sigurjónsson
- Bíltegund: Toyota LC80
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Sælir félagar
Spurt er hér neðar hvernig aðstæður voru þegar slysið varð.
Aðstæður voru eins og best verður á kosið, bjart veður og auður og þurr vegur.
Það var 10 stiga frost og stífur vindur, mikil kæling í andlit og þess vegna ókum við
rólega þegar að þessari lokun var komið.
Á heimasíðu Landsnet.is er frétt um þennan atburð og er þar góð ljósmynd sem
sýnir lokunina þeim megin sem ekið var á hana. Ég ók öðru sexhjóli á eftir Landsnets-
manninum sem slasaðist og lenti ég einnig á keðjunni. Ég sá hann kippast til baka og
áttaði mig þá á að þarna var keðja, náði að beygja aðeins til hægri og fara undir keðjuna
úti við stólpa þar sem hærra er undir hana. Með því að kasta mér aftur á bak og
leggjast eins flatur og ég gat, þá náði ég að afstýra því að fá keðjuna í bringu eða
háls, en fékk hana á vinstri kjálka, mun og nef. Ég slapp sem sagt vel.
Kveðja,
Þór S.
Spurt er hér neðar hvernig aðstæður voru þegar slysið varð.
Aðstæður voru eins og best verður á kosið, bjart veður og auður og þurr vegur.
Það var 10 stiga frost og stífur vindur, mikil kæling í andlit og þess vegna ókum við
rólega þegar að þessari lokun var komið.
Á heimasíðu Landsnet.is er frétt um þennan atburð og er þar góð ljósmynd sem
sýnir lokunina þeim megin sem ekið var á hana. Ég ók öðru sexhjóli á eftir Landsnets-
manninum sem slasaðist og lenti ég einnig á keðjunni. Ég sá hann kippast til baka og
áttaði mig þá á að þarna var keðja, náði að beygja aðeins til hægri og fara undir keðjuna
úti við stólpa þar sem hærra er undir hana. Með því að kasta mér aftur á bak og
leggjast eins flatur og ég gat, þá náði ég að afstýra því að fá keðjuna í bringu eða
háls, en fékk hana á vinstri kjálka, mun og nef. Ég slapp sem sagt vel.
Kveðja,
Þór S.
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Hvernig er lídan hans ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Takk fyrir upplýsingarnar Þór.
Miðað við myndina er þetta ólögleg keðja þ.s. glitmerki vantar á hana beggja vegna.
Af Landsnet.is

http://Landsnet.is/landsnet/upplysingatorg/frettir/frett/2013/12/05/Vinnuslys-i-Thorudal/
Miðað við myndina er þetta ólögleg keðja þ.s. glitmerki vantar á hana beggja vegna.
Af Landsnet.is

http://Landsnet.is/landsnet/upplysingatorg/frettir/frett/2013/12/05/Vinnuslys-i-Thorudal/
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Ég er með eina spurningu;
Hver lokaði þessu svona?
Nú er þetta þjóðvegur ( númer 936) eða allavega undir umsjón Vegagerðarinnar, standa þeir fyrir svona lokunum?
Hver lokaði þessu svona?
Nú er þetta þjóðvegur ( númer 936) eða allavega undir umsjón Vegagerðarinnar, standa þeir fyrir svona lokunum?
-
- Innlegg: 2
- Skráður: 07.des 2013, 20:32
- Fullt nafn: Þór Sigurjónsson
- Bíltegund: Toyota LC80
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Vegagerðin lokaði veginum. Þegar við höfðum ekið á keðjuna var ég ekki viss um það, en morguninn eftir fór ég aftur á vettvang til að klára verk sem ég og Landsnets- maðurinn vorum að vinna við, og sá þá tvo starfsmenn Vegagerðarinnar koma og setja keðjuna upp aftur. Þeir settu á hana lítil þríhyrnd flögg í daufgulum lit. Ég er ekki viss um hvort flöggin hafa endurskin.
Ég kann ekki að setja myndir inn á þessa síðu en fæ annan á eftir til að setja inn myndir af starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeir eru búnir að hengja keðjuna upp aftur og eru að byrja að hengja litlu flöggin á.
Kveðja,
Þór S.
Ég kann ekki að setja myndir inn á þessa síðu en fæ annan á eftir til að setja inn myndir af starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeir eru búnir að hengja keðjuna upp aftur og eru að byrja að hengja litlu flöggin á.
Kveðja,
Þór S.
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Setti þennan þráð inn hjá Vegagerðinni á feisbook.
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Sælir
Ég hitti vinnufélaga hans í fyrradag og hann sagði að það bendi allt til að hann nái sér alveg að fullu. Hvernig ástandið er á honum akkúrat núna veit ég ekki. Það vill til að hinn slasaði er fílhraustur og í raun vafaatriði hvort gæfi sig á undann keðjan eða hann.
Kv Jón Garðar
-Hjalti- wrote:Hvernig er lídan hans ?
Ég hitti vinnufélaga hans í fyrradag og hann sagði að það bendi allt til að hann nái sér alveg að fullu. Hvernig ástandið er á honum akkúrat núna veit ég ekki. Það vill til að hinn slasaði er fílhraustur og í raun vafaatriði hvort gæfi sig á undann keðjan eða hann.
Kv Jón Garðar
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Sæl öll
Hér eru myndir sem faðir minn (sá sem ók aftara hjólinu) sendi á mig til að setja hingað inn. Þær sýna starfsmenn vegagerðarinnar koma keðjunni fyrir aftur um kl. 11 morguninn eftir slysið.
Kveðja, Freyr


Hér eru myndir sem faðir minn (sá sem ók aftara hjólinu) sendi á mig til að setja hingað inn. Þær sýna starfsmenn vegagerðarinnar koma keðjunni fyrir aftur um kl. 11 morguninn eftir slysið.
Kveðja, Freyr


-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
ja endileag að slasa sem flesta eða drepa,, vegagerðin i fararbroddi ,
en jeppa men utivistar fólk þegar þið komið að slikum slysagildrum þá er bara ein skylda ykkar að klippa á eða fjarlæga slikt þið eruð full fær um það að meta slikt maður lokar ekki vegum með keðjum bandi eða vir sem fara i kaf eða sjást ekki ,,, menn setja hlið ,,,,
ég átti nú efnilegan frænda sem ók vélsleða á vir sem var settur yfir hlið allt var i kafi snjó hann fekk virinn i hálsinn og dó , aðeins 17 ara
svo ég lit á svona sem dauða gildrur ekkert annað
en jeppa men utivistar fólk þegar þið komið að slikum slysagildrum þá er bara ein skylda ykkar að klippa á eða fjarlæga slikt þið eruð full fær um það að meta slikt maður lokar ekki vegum með keðjum bandi eða vir sem fara i kaf eða sjást ekki ,,, menn setja hlið ,,,,
ég átti nú efnilegan frænda sem ók vélsleða á vir sem var settur yfir hlið allt var i kafi snjó hann fekk virinn i hálsinn og dó , aðeins 17 ara
svo ég lit á svona sem dauða gildrur ekkert annað
Síðast breytt af lecter þann 08.des 2013, 18:07, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1
- Skráður: 21.feb 2013, 10:27
- Fullt nafn: Ólafur Arnar Gunnarsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Mér finnst að við eigum að fjarlægja allar svona slysagildrur áður en fleiri alvarleg slys verða!
44" Nissan Patrol 6,5GM
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Takið járnsögina með og fjarlægið draslið.
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Þad á að draga þetta drasl niður... þeir geta svo valið hvort þeir setji upp ny skilti og keðjur í hverri viku.... eða láta skiltin bara duga.. heilalausir halfvitar....
Re: Slys á Þórdalsheiði , ekið á lokunarkeðju
Hér er frétt um merkingar VG
... "Keðjuna sem sett er yfir veginn má þó auðveldlega losa þurfi til dæmis vélsleðamenn að komast leiðar sinnar"....
http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/4912
... "Keðjuna sem sett er yfir veginn má þó auðveldlega losa þurfi til dæmis vélsleðamenn að komast leiðar sinnar"....
http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/4912
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur