Bestu verkfærasettin í bílinn?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 09.jan 2013, 10:54
- Fullt nafn: Ingólfur Árni Haraldsson
- Bíltegund: LC-90
Bestu verkfærasettin í bílinn?
Jæja kappar ég ætlaði að forvitnast um verkfæri, ætla að láta konuna gefa mér verkfæri í jólagjöf og var að velta fyrir mér hvaða verkfæri væru að koma best út.
Hvaða verkfæri eruð þið að nota og eruð með í bílnum hjá ykkur, þá er ég að tala aðalega um fasta lykla, skroll ,skrúfjárn og þessháttar .
Hvaða verkfæri eruð þið að nota og eruð með í bílnum hjá ykkur, þá er ég að tala aðalega um fasta lykla, skroll ,skrúfjárn og þessháttar .
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Það gildir eitt um verkfæri í ferðum að því betur sem þú þekkir bílinn því minna þarftu af verkfærum, því þá veistu hvaða stærðir þú þarft og á hvaða boltastærðum þarf að taka betur á.
Maður hefur auðvitað alltaf fasta lykla með sér og skrúfjárnasett.
Vatnsdælutöng og krafttöng er fínt að hafa.
Topplyklasett er gott að hafa og sumir létta verkfærakassan með því að nota 3/8 sett.
Ef jeppinn er með Torx einhverstaðar þarf svoleiðis verkfæri.
Ef maður ekur um með varahluti eins og legur eða öxla þurfa viðeigandi verkfæri að vera með.
Einnig þarf að hafa græjur til að koma olíum á kassa og drif er þeir vökvar eru með í för.
Rafmagnstengi til að skítmixa það helsta er gott að hafa, sem og prufuskrúfjárn.
JB-weld eða annað tveggjaþátta kítti getur bjargað miklu.
Og svo auðvitað baggaband og og vírherðatré.
Maður hefur auðvitað alltaf fasta lykla með sér og skrúfjárnasett.
Vatnsdælutöng og krafttöng er fínt að hafa.
Topplyklasett er gott að hafa og sumir létta verkfærakassan með því að nota 3/8 sett.
Ef jeppinn er með Torx einhverstaðar þarf svoleiðis verkfæri.
Ef maður ekur um með varahluti eins og legur eða öxla þurfa viðeigandi verkfæri að vera með.
Einnig þarf að hafa græjur til að koma olíum á kassa og drif er þeir vökvar eru með í för.
Rafmagnstengi til að skítmixa það helsta er gott að hafa, sem og prufuskrúfjárn.
JB-weld eða annað tveggjaþátta kítti getur bjargað miklu.
Og svo auðvitað baggaband og og vírherðatré.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Ég hef keypt slatta af verkfærum af Sindra og hafa þau reynst vel og margt sem er á skikkanlegu (verði) svona miða við verðlagningu hjá mörgum öðrum, en samt bölvaðir ræningjar eins og flestir.
Hafa síutöng á hráolíusíu ef það á við og topplyklasett, skrúfjárn, hamra, ým. gerðir af töngum, fasta lykla, felgujárn 2 stk. geta skipt um allar olíur, bindivír, herðatré eins og jongud segir, meitla, úrrek, járnsög, nóg af boltum, smurspray, feyti, öflugan hníf, höfuðljós og venjulegt, voru til fín led-ljós í Elko, rafmagnsmæli, sandpappír, og fl.og fl. og þá er veskið tómt hjá konunni. Gashitari algjört möst, Mergi í tankinn til að losna við vatn í síu eða lögnum, dragbönd að stærstu gerð, auka slöngur af ým. stærðum, þjalir, allar reimar, stórann strappa helst tvo, slatta af spottum, rafmagnsvír og tengi Nú er bankinn tómur. Svo fullt að öðrum verkfærum sem ég nenni ekki að telja upp núna . Kveðja! VR
Hafa síutöng á hráolíusíu ef það á við og topplyklasett, skrúfjárn, hamra, ým. gerðir af töngum, fasta lykla, felgujárn 2 stk. geta skipt um allar olíur, bindivír, herðatré eins og jongud segir, meitla, úrrek, járnsög, nóg af boltum, smurspray, feyti, öflugan hníf, höfuðljós og venjulegt, voru til fín led-ljós í Elko, rafmagnsmæli, sandpappír, og fl.og fl. og þá er veskið tómt hjá konunni. Gashitari algjört möst, Mergi í tankinn til að losna við vatn í síu eða lögnum, dragbönd að stærstu gerð, auka slöngur af ým. stærðum, þjalir, allar reimar, stórann strappa helst tvo, slatta af spottum, rafmagnsvír og tengi Nú er bankinn tómur. Svo fullt að öðrum verkfærum sem ég nenni ekki að telja upp núna . Kveðja! VR
-
- Innlegg: 28
- Skráður: 21.aug 2013, 23:26
- Fullt nafn: Íris Eva Einarsdóttir
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Ég er með sett af föstum lyklum frá Toptul (sem selt er í Sindra) hafa reynst mjög góðir. Er svo með topplyklasett af gerðinni Topex minnir mig (Húsasmiðjan) en held að það er aðeins ódýrara merki, en er alveg nóg fyrir mig... og svo er ég bara með fullt af dóti sem maður sankar að sér. En þetta eru allavega helstu merkin sem ég er með sem ég man eftir.....
- Toyota Hilux ´91 2.4 turbo diesel 38"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
villi58 wrote:Mergi í tankinn til að losna við vatn í síu eða lögnum
Losar Mergi raka úr eldsneytinu??
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Hamar, meitil, baggaband og ísólíngaband.
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Af reynslu segi ég að þú fáir mest fyrir peninginn í Toptool. Gæða verkfæri. Þeir flytja inn beint frá framleiðanda svo verðið er helmingi lægra en sambærileg verkfæri. Færð gott sett á 25-30 kall. Lífstíðar ábyrgð á föstum lyklum og toppum. En hvað þarf að vera í bílnum er spurning. Svona sett, tangir og þ.h er möst. Svo það helsta til að geta bjargað sér heim.
-
- Innlegg: 118
- Skráður: 19.aug 2011, 20:42
- Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Sindri er með góða heimasíðu, getur skoðað úrvalið þar.
http://www.sindri.is/is/handverkfaeri
http://www.sindri.is/is/handverkfaeri
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Startarinn wrote:villi58 wrote:Mergi í tankinn til að losna við vatn í síu eða lögnum
Losar Mergi raka úr eldsneytinu??
Mergi virkar þannig að ég hef ekki fengið vatn í síu síðan 1993. áður þurfti að tappa undan reglulega, á að vera líka brensluhvati betri brensla. Mergi hefur líka verið notað á báta og skuttogara.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Já, ég er vélstjóri og er með þetta á skipinu hjá mér, blandað 1:4000, ég hef ekki heyrt þetta með rakadrægnina, en það er náttúrulega snilld og skýrir væntanlega afhverju við höfum aldrei lent í gróðurvandamálum í olíunni.
Maður ætti að vera duglegri að nota þetta á bílana. Ég fæ þetta um borð í 200 ltr tunnum
Maður ætti að vera duglegri að nota þetta á bílana. Ég fæ þetta um borð í 200 ltr tunnum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Hætta á gróðurmyndun er til mun meiri ef olian er vatnsblönduð, ég get ekki annað en mælt með Mergi því að ég er kominn með svo langa reynslu. Svo er ekkert gaman að þurfa að skipta um síu í snarvitlausu veðri upp á hálendinu þannig ef menn vilja vera lausir við vatn þá nota Mergi eða eitthvað sambærilegt efni en hef bara ekki fundið neitt sem virkar svona vel.
Svo á þetta að vera brennsluhvati og líka einhver sparnaður á olíu sem veitir af þegar olíufélögin keppast um að ræna mann.
Kveðja! VR
Svo á þetta að vera brennsluhvati og líka einhver sparnaður á olíu sem veitir af þegar olíufélögin keppast um að ræna mann.
Kveðja! VR
-
- Innlegg: 99
- Skráður: 18.sep 2011, 16:47
- Fullt nafn: óskar georg jónsson
- Bíltegund: trooper/g vitara
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Og hvar er hægt að versla þetta?(Mergi)
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4910246
Efnið fæst líka í Marás og er líka brunakvati,
Kv. Atli
Efnið fæst líka í Marás og er líka brunakvati,
Kv. Atli
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
villi58 wrote:Hætta á gróðurmyndun er til mun meiri ef olian er vatnsblönduð, ég get ekki annað en mælt með Mergi því að ég er kominn með svo langa reynslu. Svo er ekkert gaman að þurfa að skipta um síu í snarvitlausu veðri upp á hálendinu þannig ef menn vilja vera lausir við vatn þá nota Mergi eða eitthvað sambærilegt efni en hef bara ekki fundið neitt sem virkar svona vel.
Svo á þetta að vera brennsluhvati og líka einhver sparnaður á olíu sem veitir af þegar olíufélögin keppast um að ræna mann.
Kveðja! VR
Virkar þetta fyrir bensín bíla líka?
kv Tolli
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Það á að gera það, ég fékk prufur sendar um borð frá seljanda, 1 brúsa handa hverjum vélstjóra, ég hef ekki prófað þetta ennþá. En ég hef mjög slæma reynslu af því að geyma þetta í gosflösku í skottinu.....
.....Þetta er ekki gott á bragðið
.....Þetta er ekki gott á bragðið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Gosflaska (plastflaska) fer að leka eftir einhverja x mánuði, efnið eyðileggur plastið búinn að prufa það sjálfur, skiptu strax um helst í stál eða gler. Getur líka notað polietiline brúsa.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
villi58 wrote:Gosflaska (plastflaska) fer að leka eftir einhverja x mánuði, efnið eyðileggur plastið búinn að prufa það sjálfur, skiptu strax um helst í stál eða gler. Getur líka notað polietiline brúsa.
Meinaru landaflösku?
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
StefánDal wrote:villi58 wrote:Gosflaska (plastflaska) fer að leka eftir einhverja x mánuði, efnið eyðileggur plastið búinn að prufa það sjálfur, skiptu strax um helst í stál eða gler. Getur líka notað polietiline brúsa.
Meinaru landaflösku?
Þvagflaska er fín.
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
við seljum þetta líka í útibúi skeljungs á akureyri í littlum þæginlegum flöskum, man ekki verð enn held það sé á milli 2-4þúsund.
(sama húsi og eimskip)
(sama húsi og eimskip)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
fæst þetta í reykjavík í svipuðum brúsum? og er blönduhlutfallið það sama? 1:4000?
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Held að heiti Marás, er það ekki í Kópavogi ????????
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Bestu verkfærasettin í bílinn?
Þeir eru fluttir í Garðabæ við hliðina á 66 gráðum norður.
http://www.maras.is/index.php?option=co ... &Itemid=37
http://www.maras.is/index.php?option=co ... &Itemid=37
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur