þetta byrjaði allt á því að ég var að drekka bjór (humm hverjum datt það í hug) eitt kvöldið með vinnufélögum og var að gera við patrol með vini mínum
þegar að það var komið á þann stað að ekkert gekk upp og við gáfumst upp þá römbuðu inná verkstæði verkstæðismenn í vinnu og upphófst spjall, það spjall leiddi mig á þann stað að ég fékk símanúmer hjá manni sem var að selja ferozu í bænum sem hann varð að losna við því hún mátti víst ekki standa marga mánuði hjá bsí (skrýtið)
það varð úr að ég fer og skoða hana og enda á því að kaupa hana, tek mér flug suður, leigara á bsí, næ í lyklana þar og legg af stað upp á búðarháls á ferozu sem var orðin svo rúm á hringum að slagið á stimplum var hátt í 1cm
leiðin gekk þokkalega þrátt fyrir að ég færi með 4 lítra af smurolíu, 10kg af þolinmæði og hálft annað tonn af hugrekki að ferðast á þessu apparati tæplega 200km vitandi það að hún var búinn að stoppa 2 allaveganna af því að hún hitnaði þar til mótorinn stoppaði og allt þar eftir götum.
ég stoppaði reglulega, til að fylla á smurolíu og loftræsta bílinn því hann var smá götóttur svona hér og þar og aðallega meðfram gírstöngum og aftarlega á body....það hjálpaði ekki að pústið var eins og svissnenskur ostur einmitt á þeim stöðum svo að ég var í þessum fína mökk alla leiðina.........já eða þar til ég var komin langleiðina uppeftir og ég fann verulega hita lykt koma í bílinn og meðfylgjandi brunalykt, það hjálpaði líka til að flest allt rafmagn sló út svo ég hafði bara rúðuþurrkur, miðstöð og aðalljós, allt annað var úti, á því augnabliki var ég verulega smeikur en jafnframt þakklátur fyrir að rósa mín var með góðar bremsur svo ég stöðvaði snöggt og örugglega útí kanti, drap á henni og skreið undir að aftan til að blása á glæðurnar í rafkerfinu sem.........tjahh......var eftir skulum við orða, það var orðið leiðinlega samvaxið á meters kafla eða svo
en hvað um það, ég komst uppeftir og næstu daga þá fór ég að rífa mótor úr og skoða skemmdir og það voru nú bara komin göt á 4 útblástursventla og 2 sogventla.....en alltaf gekk fjandans mótorinn og það ekkert með neitt rosalegum hávaða......en gríðarlegri olíu og bensíneiðslu........gleimdi ég nokkuð að segja frá því að ég keirði á 70 mesta alla leið......sterkt í þessum helv.. mótorum greinilega
það sem við tók var að skipta um blokking, heddpakningu, ventlana, ventlaþéttingar og færa fáeina betri hluti af partamótor yfir, gekk þrusuvel og bíllinn fór í hið þokkalegasta lag, í leiðinni var lagað bensínlagna ves og tengt það nauðsynlegasta af rafkerfi og öðru til að komast á henni heim
ég lóðaði rafkerfið saman á pro hátt með herpihólkum og skipti út tengjum sem voru föst af hita og spanskrænu og gerði bílinn nothæfann.....fékk meira að segja skoðunn á hann og allt en þeim fannst lítið til koma af riði sem er að hrjá grei bílinn
jæja ég keirði margar ferðir ak-búðarháls og hann stíð sig að mestu eins og hetja alveg þar til ég lenti í veseni á leið heim í desember og missti eitt afturdekk undann á 90km hraða, það var verulega neiðarlegt og leiðinlegt atvik en sem betur fer á ég verulega góðann mág að (draugsii) og hann náði að redda bílakerru og ná í mig, ég beið á meðann og drakk bjór og var í fílu (ekkert annað í stöðunni) ég var þá á leiðinni heim eftir næturvakt og klukkan var um 1 eftir hádegi þegar þetta gerist, ég kom heim rétt eftir kvöldmat....ennþá í fílu!
ég læt hér fylgja með nokkrar myndir af því






það var náttúrulega ekkert annað ða gera heldur en að gera við skemmdirnar sem voru sem betur fer minniháttar og ég hringdi aftur í vinnufélaga minn og fékk sent frá ísafirði öxul með öllu tilheirandi, bara skrúfa undir, skipta um pakkdósir og af stað, ég ber honum miklar þakkir fyrir að eiga svona bíla í niðurrifi þegar mikið liggur á, þeir bræður á garðstöðum eru heiðursmenn!
ég vandaði mig nú ekki verulega við að loka þarna að aftan þar sem á þessum tímapunkti var þegar búið að ákveða að skipta um mótor og setja hásingar undir hann og á 35" dekk, með hásingarfærslu að utan svo þetta var nú aðallega gert til að loka fyrir drullu, ryk og verulegann hávaða.
myndir fylgja hér af þessu

færði mig hinum meginn og lokaði ryðgati þar, vandaði mig ógurlega á afturhorninu alveg þar til ég kom að hjólskálinni og áttaði mig á því að smíðin á því yrði hreint ekki skemmtileg ef vel ætti að vera og mundi þá að ég ætlaði hvort eð er að skera þetta úr seinna svo ég náði mér bara í einhvern bút og sauð í til að loka....ekki mjög stoltur af sjálfum mér en ég hressti mig við með að fá mér annar bjór


þá tók nú bara við að föndra í bílnum hér og þar, setja samlæsingar og fleira dúttlerí sem mig langaði að gera, smíða prófílbeisli að aftan og, og laga smá hluti hér og þar og allstaðar, setja bláar led perur í mælaborð, fá vit í mælana þrjá fyrir miðju og ýmislegt sem ég fann að í frítímanum og að jeppast dáldið á 30" dekkjunum, má leika sér býsna í snjónum óbreitt á þessu ef maður hleipir vel úr og sýnir enn og aftur þolinmæði
[img]http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/feroza/20130106_124503_zpsdc49a2c8.jpg[/img
en þá komum við að aðalatriðinu, mig langaði í aðra ferozu til að eiga í parta og laga þessa sem ég á og færa fjaðrir og annað gúmmelaði yfir svo ég hafi einhverja afturfjöðrun
svo ég fór fyrir 3 vikum síðan og náði mér í ferozu af spjallmeðlimi hér á siglufirði, sú ferð var löng og leiðinle þar sem ég nældi mér í 40 stiga hita á leiðinni en sem betur fer smíðaði ég mér prófílbeisli að framan sem er bara fest með 4 boltum og tekur undir 5 min að setja undir hvaða ferozu sem er, bara plug and play og við vorum með stöng svo að ég gat einbeitt mér að því að halda meðvitund í bílnum í skíta veðri, myrkri og leiðindum, bíllinn var settur í skúrinn og ég rétt náði að jafna mig áður en ég þurfti að fara 2 dögum seinna í vinnu, varð lítið úr því að stara á nýja bílinn og láta sér rísa hold yfir nýja dótinu
en síðann kom ég úr fríi og síðustu dagar fóru í að byrja að rífa því ég var með margar hugdettur en bara ein hafði vinningin þar sem bíllin var kúplingslaus og gírkassinn aftur í skotti og mótorinn sennielga með bogin ventil
ég byrjaði að rífa bílinn að framan og ætlaði nú bara að taka mótorinn úr, á því augnabliki áttaði ég mig á því að framendinn á ferozu er eins og á mörgum amerískum gömlum grindarbílum og er allur boltaður saman, sérlega hentugt að geta tekið framenda af og bara verið með hvalbakinn eftir og kemst að öllu í kringum mótor án nokkurs vesen, sérlega yndislega þægilegt, var ég búinn að minnast á að þessi tæki eru frábær?
jæja þessi kvöld runnu niður margir bjórar og ég reif og áttaði mig á því að þessi bíll er verulega heillegur af riði, mikið mikið heillegri en sá sem ég keipti fyrst og grindin alveg stráheil.........svo að ég tók ákvörðun um að ég ætla að breita þessum bíl og keira á hinum, þá get ég veerið að breita einni og notið þess að keira á hinni á meðan, ég er svo snjall að stundum bara hreinlega kem ég sjálfum mér á óvart
jæja, ég reif og reif framendann en á því augnbaliki sem ég ætlaði að hífa mótorinn úr þá áttaði ég mig á því að engin var talían í skúrnum.....veruelga óhentugt en þar sem ég er úr sveit þá opnaði ég 3 bjór í viðbót og tók ákvöðrun um það að sennilega væri ég ógeðslega hraustur svo að ég náði mér í smá keðjubút og húkkaði í fremri hífikrókinn á mótornum og tók undir sogreinina hinu meginn, tók með stöðu standandi á grindinni (hvað það er getnaðarlegt að geta tekið fremri enda af body af, af hverju er þetta ekki svona á öllum bílum?) og lyfti mótornum af púðum og framan á bitan undir vantskassanum, hoppaði niðrar grindinni, reykti eina sígarettu og gerði sömu aðgerð og setti hann á gólfið og út við vegg, eftir þetta fannst mér ég eiga skilið einn stórann bjór, sígarettu og fullt af nammi að éta undir sænt og horfa á mythbusters
staðan núna er sú að ég er sennilega að fara að kaupa mér 4runner líffæragjafa tilað nota drifrás og afturhásingu og mixa það allt í ferozu en meðann það er ennþá bara að gerast þá held ég áfram að vinna undir bílnum og strípa þa sem eftir er sem ég mun ekki nota en láta hann samt standa í hjólinn, ákvað líka lit sem ég ætla að sprauta hann í og byrjaði að pússa fyrsta stykkið og kláraði að mála frambretti áður en ég fór í vinnuna, ég notast bara við spreibrúsa því ég tími ekki að eiða of miklum pening í sprautun, það er of sárt að eiða hundruðum þúsunda í sprautun á bíl sem maður notar svo í allskyns jeppavitleisu og vera að rispa og skemma.....og þar að auki er loftpressan ekki alveg nægilega öflug til að sprauta með heldur. bíllinn verður heilmálaður utan sem innan í þessum lit, vélarrúm og allt, ég kem til með að sandblása grind og mála og eins alla hluti sem verða í honum, minna má nú ekki vera fyrir elsku rósu mína






ég veit ekki hvor er ánægðari með bílinn, ég eða strákurinn, hann allavega elskar að keira um með mér á rósu og það er ekki annað til umræðu en að fá að nýta öll tækifæri til að vera með mér í skúrnum og fá að snerta þetta tæki og sitja í og þykjast keira, mætti halda stundum að maður sé að ala upp tilvonandi hjálparsvein hehe

ég á í hinni tölvunni mun fleiri myndir af fyrri aðgerðum og set þær inn við gott tækifæri ef áhugi er fyrir, bæði rafkerfissmíði og annað slíkt, ég held einnig áfram að setja inn myndir af því sem ég er að gera og ætla mér helst að vera búnað breita fyrir næsta vetur kominn af stað að leika mér