GPS sem hraðamælir
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
GPS sem hraðamælir
Nú er uppi sú pæling hvort maður fái skoðun á bílinn ef eini virki hraðamælirinn er GPStækið þekkja einhverjir þau mál?
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: GPS sem hraðamælir
Stórefast um það , þar sem maður fær ekki breytingaskoðun nema hraðamælirinn sé réttur, samt er maður nú alltaf með gps-ið líka. Svo er spurning hvort það yrði nokkuð tekið eftir því.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 02.feb 2010, 18:20
- Fullt nafn: Árni Bragason
Re: GPS sem hraðamælir
Ef að maður kemur ekki með hraðamælavottorð
færðu ekki skoðun, er búin að prufa það að hafa Gps mælir,
færðu ekki skoðun, er búin að prufa það að hafa Gps mælir,
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is
sími 8953840
smidur@islandia.is
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: GPS sem hraðamælir
Hraðamælirinn verður að vera virkur í breytingaskoðun, en í venjulegri skoðun þar sem bíllinn keyrir í gegnum skoðunarstöðina löturhægt getur enginn séð að hraðamælirinn virkar ekki. Hinsvegar ef það er margra ára vandamál og alltaf sama km talan skráð þá gæti orðið vesen...
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 177
- Skráður: 06.mar 2011, 16:07
- Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
- Bíltegund: Patrol Y61
Re: GPS sem hraðamælir
þetta er patrol sem er búinn að vera breyttur í ábyggilega tíu ár og mælirinn gafst upp í sumar einhverntíman, haldiði að maður komist upp með það?
en ef einhver hefur lent í þessu á patrol væru allar ábendingar vel þegnar.
en ef einhver hefur lent í þessu á patrol væru allar ábendingar vel þegnar.
Re: GPS sem hraðamælir
Ég hef oft farið með bilaðan hraðamælir í skoðun án þess að fá athugasemd, en hinsvegar má teljarinn ekki sýna sömu tölu og í síðustu skoðun. Átti bíl með bila hraðamæladrif í gírkassanum þannig að ég gata alltaf spólað aðeins inn á hraðamælirinn með borvél áður en farið var í skoðun.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: GPS sem hraðamælir
Árni Braga wrote:Ef að maður kemur ekki með hraðamælavottorð
færðu ekki skoðun, er búin að prufa það að hafa Gps mælir,
Síðan 2008 þarf ekkert vottorð, þeir prufa mælirinn með GPS sjálfir í breytingarskoðun.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: GPS sem hraðamælir
Mælirinn á nú aðeins að lyftast í bremsuprófuninni en ekkert víst að þeir taki eftir því að hann geri það ekki.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: GPS sem hraðamælir
Þar sem það er verið að ræða þetta á öðrum stað á spjallinu þá ákvað ég að "uppa" þennan þráð.
Þetta þykir mér skrítið þar sem ég hef í nokkrum tilfellum flétt upp bílum á uh.is (er með aðgang þar og get skoðað skoðunarferil, breytingar ofl.) og rekið augun í að bíllinn er búinn að vera keyrður það sama síðustu 4 ár. Einn 38" 4Runner auglýstur hérna meira að segja sem er búinn að vera keyrður það sem stendur í auglýsingunni síðustu þrjú árin minnir mig, samkvæmt skoðunarseðlinum :)
Annars hef ég oft velt því fyrir mér hvort maður geti ekki einfaldlega verið með GPS tæki sem hraðamæli. Sú hugmynd breyttist aðeins um daginn þegar ég ók Hvalfjarðargöngin á fólksbíl með ónýtan mæli og GPS í staðin. GPS tækið dettur út í göngunum. Og þar eru einmitt flestar hraðamyndavélar miðað vegalengd, á öllu landinu held ég.
Offari wrote:Ég hef oft farið með bilaðan hraðamælir í skoðun án þess að fá athugasemd, en hinsvegar má teljarinn ekki sýna sömu tölu og í síðustu skoðun. Átti bíl með bila hraðamæladrif í gírkassanum þannig að ég gata alltaf spólað aðeins inn á hraðamælirinn með borvél áður en farið var í skoðun.
Þetta þykir mér skrítið þar sem ég hef í nokkrum tilfellum flétt upp bílum á uh.is (er með aðgang þar og get skoðað skoðunarferil, breytingar ofl.) og rekið augun í að bíllinn er búinn að vera keyrður það sama síðustu 4 ár. Einn 38" 4Runner auglýstur hérna meira að segja sem er búinn að vera keyrður það sem stendur í auglýsingunni síðustu þrjú árin minnir mig, samkvæmt skoðunarseðlinum :)
Annars hef ég oft velt því fyrir mér hvort maður geti ekki einfaldlega verið með GPS tæki sem hraðamæli. Sú hugmynd breyttist aðeins um daginn þegar ég ók Hvalfjarðargöngin á fólksbíl með ónýtan mæli og GPS í staðin. GPS tækið dettur út í göngunum. Og þar eru einmitt flestar hraðamyndavélar miðað vegalengd, á öllu landinu held ég.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: GPS sem hraðamælir
Það er til alveg hellingur af lausnum fyrir hraðamæla. Ef það er millikassi af "gömlu" gerðinni fyrir barka er hægt að fá stykki sem skrúfast þar á og gefur púlsa inn á rafrænan hraðamæli. Svo eru til nokkrar lausnir á því að rétta púlstíðnina, Arduino, truspeed, powerchip....
-
- Innlegg: 43
- Skráður: 09.mar 2013, 12:33
- Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
- Bíltegund: 90 Cruiser
Re: GPS sem hraðamælir
Það er hrikalega góð regla að laga það sem bilar í bílnum hjá manni
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: GPS sem hraðamælir
Seacop wrote:Það er hrikalega góð regla að laga það sem bilar í bílnum hjá manni
Það er ekki endilega rétt, ég átti hilux sem gerði ekki annað en að bila á mig og refsa mér fyrir að nota sig. Einn daginn þegar að bremsurnar biluðu bílstjóramegin að aftan þá sagði ég hingað og ekki lengra. Keyrði bílinn í eitt og hálft ár á þrem bremsum og ekkert bilaði á meðan. Svo lagaði ég bremsurnar og hann bræddi úr sér. Þá var komið að mér að refsa honum og ég sagaði hann í tvennt og keypti mér Pajero.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: GPS sem hraðamælir
jeepcj7 wrote:Mælirinn á nú aðeins að lyftast í bremsuprófuninni en ekkert víst að þeir taki eftir því að hann geri það ekki.
ég hef aldrei séð bremsuprófara sem snýst nógu hratt til að hraðamælar lyftist (sem þeir gera yfirleitt ekki fyrr en við 10-20km/h)
1992 MMC Pajero SWB
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: GPS sem hraðamælir
Seacop wrote:Það er hrikalega góð regla að laga það sem bilar í bílnum hjá manni
Það er alltof einfalt
Re: GPS sem hraðamælir
Mer var nu sagt i skoðun einu sinni að GPS væri tekið gilt sem hraða mælir ef það er tæki fast i bilnum , semsagt ekki göngutæki i framruðunni :)
Re: GPS sem hraðamælir
Ef að þetta er breytingar skoðunn þá þarf hraðamælir að vera réttur. Ef þetta er bara venjuleg aðalsoðun þá í flestum tilfellum eru þessir góðu skoðunnar menn ekki mikið að spá í þetta af minni reynslu.
Kv. Ragnar
Kv. Ragnar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur