Cherokee af orginal yfir á 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Cherokee af orginal yfir á 44"
Jæja þá var loksins ákveðið að setjast niður og útbúa þráð um breytingar verkefni vetursins.
Sem er að reyna að koma 2003 Grand Cherokee af öllu orginal dótinu yfir á eitthvað stærra.
það helsta sem verður gert til að byrja með er að skifta hásingunum út fyrir pínulítið sverara.
en báðar hásingar sem verða notaðar eru undan scout II og hafa verið teknar upp frá a-ö.
Það eina sem vantar í upptektina eru nýir öxlar og koma þeir síðar. en ætli það sé ekki best að leyfa myndunum að tala og ég mun reyna að uppfæra þennan þráð eftir sem verkið vinnst.
Þetta mun vonandi breytast töluvert á næstu mánuðum
Fyrsti varhluta pakkinn. Sem innihélt ARB lás, 5,13 hlutföll og allt annað. Í þetta átti eftir að bætast allt í aftur hásinguna sem sagt annar ARB lás, legur og pakkdósir
Þar sem hásingarnar voru undan scout II þá var drifkúlan á fram hásingunni vitlausu megin og þurfti að snúa henni en í öllum æsingnum þá gleymdist að taka myndir af því þegar hún var þrykkt í sundur svo að samsetningin verður bara að duga
hásingin alveg samsett
ein mynd sem ég laumaði á
þar sem þetta er fyrsta alvöru breytingar verkefnið mitt þá megið þið alveg koma með hugmyndir sem einfalda mér lífið.
þetta er verk í vinnslu en endilega látið ljós ykkar skína varðandi hugmyndir, skítkast og annað tal, ég er með breitt bak svo að ég hlýt að þola það.
Sem er að reyna að koma 2003 Grand Cherokee af öllu orginal dótinu yfir á eitthvað stærra.
það helsta sem verður gert til að byrja með er að skifta hásingunum út fyrir pínulítið sverara.
en báðar hásingar sem verða notaðar eru undan scout II og hafa verið teknar upp frá a-ö.
Það eina sem vantar í upptektina eru nýir öxlar og koma þeir síðar. en ætli það sé ekki best að leyfa myndunum að tala og ég mun reyna að uppfæra þennan þráð eftir sem verkið vinnst.
Þetta mun vonandi breytast töluvert á næstu mánuðum
Fyrsti varhluta pakkinn. Sem innihélt ARB lás, 5,13 hlutföll og allt annað. Í þetta átti eftir að bætast allt í aftur hásinguna sem sagt annar ARB lás, legur og pakkdósir
Þar sem hásingarnar voru undan scout II þá var drifkúlan á fram hásingunni vitlausu megin og þurfti að snúa henni en í öllum æsingnum þá gleymdist að taka myndir af því þegar hún var þrykkt í sundur svo að samsetningin verður bara að duga
hásingin alveg samsett
ein mynd sem ég laumaði á
þar sem þetta er fyrsta alvöru breytingar verkefnið mitt þá megið þið alveg koma með hugmyndir sem einfalda mér lífið.
þetta er verk í vinnslu en endilega látið ljós ykkar skína varðandi hugmyndir, skítkast og annað tal, ég er með breitt bak svo að ég hlýt að þola það.
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 21.apr 2012, 12:45
- Fullt nafn: Theodór Haraldsson
- Bíltegund: Patrol 44"
- Staðsetning: Neskaupstaður
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Átti hann ekki að vera klár núna, ég var að kaupa mér stærri jeppa til að geta kannski verið í förunum þínum en ég
hefði alveg getað beðið með það sé ég.
Þú veist að það er verið að stefna á aðra ferð eins og síðasta vetur.
hefði alveg getað beðið með það sé ég.
Þú veist að það er verið að stefna á aðra ferð eins og síðasta vetur.
Nissan Patrol 44"
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Já ég hélt einmitt að hann ætti að vera farinn að standa í hjólin núna :) hehe en djöfull líst mér vel á þetta hjá þer Atli, verður gaman að sjá hann full kláraðann og kominn í spotta fyrir aftan Isuzu ;)
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Glæsilegt! Þurftiru að breyta olíupönnunni mikið útaf hásingunni eða er komið eitthvað annað hjarta í hann heldur en orginal??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Teddi og örvar, Ég gaf það út að bíllinn ætti að standa í hjólin áður en ég færi á sjó næst svo að ég hef enn nokkra daga.
Síðan er það eitthvað sem við Örvar þekkjum, það tekur lengri tíma að breyta bíl heldur en að kaupa hann fullklárann á fjöll Teddi minn
Bíllinn fór þó ekki inn fyrr en undir lok síðustu viku sem er kannski óafsakanlegt, veit það ekki.
Silli olíupannan sjálf kom breytingunni ekkert við, eina ryðið sem ég hef fundið í bílnum var í hjólaskálinni að aftan og svo í olíu og sjálfskifti pönnunum.
Bíllinn lak bara svo mikilli olíu að það var ákveðið að þétta hana.
Síðan er það eitthvað sem við Örvar þekkjum, það tekur lengri tíma að breyta bíl heldur en að kaupa hann fullklárann á fjöll Teddi minn
Bíllinn fór þó ekki inn fyrr en undir lok síðustu viku sem er kannski óafsakanlegt, veit það ekki.
Silli olíupannan sjálf kom breytingunni ekkert við, eina ryðið sem ég hef fundið í bílnum var í hjólaskálinni að aftan og svo í olíu og sjálfskifti pönnunum.
Bíllinn lak bara svo mikilli olíu að það var ákveðið að þétta hana.
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Já ok svoleiðis en hvað ertu með 4.7 eða?
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 21.apr 2012, 12:45
- Fullt nafn: Theodór Haraldsson
- Bíltegund: Patrol 44"
- Staðsetning: Neskaupstaður
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Þetta er óafsakanlegur slóðaháttur, síðast þegar ég vissi átti hann að vera BÚINN og klár í September ;)
Nissan Patrol 44"
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Sæll. hvað er hásingarfærslan mikil að framan svo 44" sleppi undir og hvað ertu að reikna með að lyfta honum mikið?
kv. einn í pælingum
kv. einn í pælingum
Land Rover Defender Td5
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Vel gert, Grandinn er flottur á 44". Hvaða vél er í þessum, 4.7 ?
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Þessi verður glæsilegur og vel gerður maður sér það bara um leið og maður fer að spá í vinnuna á þessu.kveðja guðni á sigló
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Ja þad er 4,7 vél og færslan fram verdur 13-15 cm á eftir að ákveða það að fullu, nidur er 15 cm
það gerðist voðalega lítið í dag, dagurinn fór að mestu í pælingar hvernig ætti að koma fjöðruninni fyrir.
en hér eru myndir af afreki dagsins
svo tekur tekur bara næsta lota við
það gerðist voðalega lítið í dag, dagurinn fór að mestu í pælingar hvernig ætti að koma fjöðruninni fyrir.
en hér eru myndir af afreki dagsins
svo tekur tekur bara næsta lota við
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
en geta fróðir menn frætt mig um það hvort hægt sé að fá lækkaðan sectors arm á stýrismaskínuna í þessa bíla ??? mér finnst vera full mikill halli á togstönginni
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
-
- Innlegg: 623
- Skráður: 08.mar 2010, 19:59
- Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
- Bíltegund: 4Runner '87 38''
- Staðsetning: Egilsstaðir
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
sæll mundi prufa að tala við stál og stansa gæti trúað að þeir vissu um ef þeir eiga ekki kv Heiðar Brodda
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
http://www.jeep4x4center.com/drop-pitma ... 00654.html
Held að Ljónstaðir versli við þennan aðila, þannig að ef þú getur örugglega beðið þá um panta þetta ef þú treystir þér ekki til þess sjálfur.
Held að Ljónstaðir versli við þennan aðila, þannig að ef þú getur örugglega beðið þá um panta þetta ef þú treystir þér ekki til þess sjálfur.
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Armur eins og á þessari mynd er fínn til að gulltryggja það að maskínan fari í drasl, sektorinn brotni eða svigni.
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Já ok, mundi bara að ég hefði séð þetta einhvern tíma þegar ég var að skoða þessa síðu, hvernig er þetta þá leist ef ég má forvitnast?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
jæja það var stuttur dagur í dag, bara klárað að sjóða upp það sem komið var.
Núna er bara þverstýfan eftir og þá er hægt að fara að setja bílinn á hjólin að framan, klára að skera úr og ákveða endanlegann samslátt.
og takk fyrir uppl. en hvað er svona slæmt við þennan arm fyrir utan hvað það er mikil lækkun á honum ???
ef menn ætla að fullyrða þá verður að fylgja rökstuðningur.
Núna er bara þverstýfan eftir og þá er hægt að fara að setja bílinn á hjólin að framan, klára að skera úr og ákveða endanlegann samslátt.
og takk fyrir uppl. en hvað er svona slæmt við þennan arm fyrir utan hvað það er mikil lækkun á honum ???
ef menn ætla að fullyrða þá verður að fylgja rökstuðningur.
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Atttto wrote:jæja það var stuttur dagur í dag, bara klárað að sjóða upp það sem komið var.
Núna er bara þverstýfan eftir og þá er hægt að fara að setja bílinn á hjólin að framan, klára að skera úr og ákveða endanlegann samslátt.
og takk fyrir uppl. en hvað er svona slæmt við þennan arm fyrir utan hvað það er mikil lækkun á honum ???
ef menn ætla að fullyrða þá verður að fylgja rökstuðningur.
Armur með t.d. 2x meiri niðurfærslu en orginal tvöfaldar beygjuvægið sem sektorsöxulinn þarf að þola. Því þarf 50% minna beygjuálag til að eyðileggja öxulinn í maskínu ef svona armur er notaður í stað orginal (miðað við 2x meiri niðurfærslu). Í mínum huga er ekki spennandi að veikja íhlut í stýrisbúnaði um 50% um leið og sett eru 44" dekk undir bílinn og djöflast í torfærum í stað þess að aka á 30" dekkjum á vegum. Einnig eykur þetta að sama skapi álagið á rillurnar á arminum og öxlinum, eykur líkurnar á því að samsetningin nái að kjagast þannig að los verði á samtengingunni. Að lokum gefur armur svona í laginu meira eftir (svignar) heldur en beinni armur sem eykur líkur á jeppaveiki þar sem stýrisgangurinn er ekki eins stífur og sveiflur eiga auðveldara með að ná sér á strik, þó er ólíklegt að þetta komi að sök í heildarmyndinni.
Ef það á að fara í niðurfærsluarm myndi ég fara í mjög litla niðurfærslu. Á þessari síðu kemur fram að þetta passi í xj, zj og wj svo armar passa á milli þeirra. Ég þekki ekki wj arminn en minnir að zj armur sé með 2 cm meira drop en xj, mætti e.t.v. skoða það mál...
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Hættu nú að nördast í tölvuni og haltu áfram að breyta Atli.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Freyr wrote:Atttto wrote:jæja það var stuttur dagur í dag, bara klárað að sjóða upp það sem komið var.
Núna er bara þverstýfan eftir og þá er hægt að fara að setja bílinn á hjólin að framan, klára að skera úr og ákveða endanlegann samslátt.
og takk fyrir uppl. en hvað er svona slæmt við þennan arm fyrir utan hvað það er mikil lækkun á honum ???
ef menn ætla að fullyrða þá verður að fylgja rökstuðningur.
Armur með t.d. 2x meiri niðurfærslu en orginal tvöfaldar beygjuvægið sem sektorsöxulinn þarf að þola. Því þarf 50% minna beygjuálag til að eyðileggja öxulinn í maskínu ef svona armur er notaður í stað orginal (miðað við 2x meiri niðurfærslu). Í mínum huga er ekki spennandi að veikja íhlut í stýrisbúnaði um 50% um leið og sett eru 44" dekk undir bílinn og djöflast í torfærum í stað þess að aka á 30" dekkjum á vegum. Einnig eykur þetta að sama skapi álagið á rillurnar á arminum og öxlinum, eykur líkurnar á því að samsetningin nái að kjagast þannig að los verði á samtengingunni. Að lokum gefur armur svona í laginu meira eftir (svignar) heldur en beinni armur sem eykur líkur á jeppaveiki þar sem stýrisgangurinn er ekki eins stífur og sveiflur eiga auðveldara með að ná sér á strik, þó er ólíklegt að þetta komi að sök í heildarmyndinni.
Ef það á að fara í niðurfærsluarm myndi ég fara í mjög litla niðurfærslu. Á þessari síðu kemur fram að þetta passi í xj, zj og wj svo armar passa á milli þeirra. Ég þekki ekki wj arminn en minnir að zj armur sé með 2 cm meira drop en xj, mætti e.t.v. skoða það mál...
Kv. Freyr
Ég er ekki sammála með að niðurtekinn armur auki beygjuvægið á sektorsöxulinn því álagið á arminn er ekki um þann ás. Ef niðurtekni armurinn er jafn langur (ef þú horfir á lengd úr miðju gats fyrir togstöng og miðju gats fyrir sektorsöxulinn í plani) þá er sama snúningsvægi á báðum örmum. Eina álagið sem getur aukið beygjuvægi á sektorsöxulinn er ef þú myndir keyra t.d. á grjót sem myndi lenda beint á togstönginni. Hins vegar spyr maður sig hvort það borgi sig ekki frekar að eiga við arminn á hásingunni.
Þar fyrir utan tel ég að hallinn á togstönginni verði að vera eins nálægt hallanum á þverstífunni (helst alveg samsíða) því annars leitast bíllinn við að beygja þegar hann fjaðrar og það getur verið ömurlegt gagnvart aksturseiginleikunum.
Flottur bíll annars og flott framtak.
Rokk og ról, kv Tolli
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Það skiptir engu þó miðja stýrisendans falli ekki á miðlínu öxulsins. Beygjuvægið sem verkar á öxulinn er margfeldi kraftsins sem verkar á arminn og vegalengdarinnar frá kraftinum (miðja stýrisendans) inn í miðja leguna neðaná maskínunni sem heldur við öxulinn. Þó kraftinum sé hliðrað (lengdin frá öxulmiðju í stýrisendamiðju) reiknast beygjuvægið á sektorsöxlinum eins og eykst eftir því sem síkkunin er meiri, vex línulega með vegalengdinni.
Það sem þú ert að tala um er ekki beygjuspennan heldur spenna vegna snúningsvægis og það er alveg rétt að hún breytist ekki með niðurfærslunni heldur með breytingu á fjarlægð milli öxulmiðju og stýrisendamiðju.
Einnig er til staðar skerspenna vegna þverkrafts en hún er hverfandi og hefur ekkert að segja samanborið við vindings- og beygjuspennuna. Það þarf að reikna þessar 3 spennugerðir hverja fyrir sig og fá svo út samsetta spennu í lokin.
Varðandi stangarhallann er ég hinsvegar alveg sammála þér, þær þurfa að hafa sama halla og því minni halli því betra. Það er bara spurning hvaða leið skal fara að settu marki.
Kv. Freyr
Það sem þú ert að tala um er ekki beygjuspennan heldur spenna vegna snúningsvægis og það er alveg rétt að hún breytist ekki með niðurfærslunni heldur með breytingu á fjarlægð milli öxulmiðju og stýrisendamiðju.
Einnig er til staðar skerspenna vegna þverkrafts en hún er hverfandi og hefur ekkert að segja samanborið við vindings- og beygjuspennuna. Það þarf að reikna þessar 3 spennugerðir hverja fyrir sig og fá svo út samsetta spennu í lokin.
Varðandi stangarhallann er ég hinsvegar alveg sammála þér, þær þurfa að hafa sama halla og því minni halli því betra. Það er bara spurning hvaða leið skal fara að settu marki.
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 21.apr 2012, 12:45
- Fullt nafn: Theodór Haraldsson
- Bíltegund: Patrol 44"
- Staðsetning: Neskaupstaður
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
jeepson wrote:Hættu nú að nördast í tölvuni og haltu áfram að breyta Atli.
Hehe já Atli drífðu þig nú
Nissan Patrol 44"
-
- Innlegg: 194
- Skráður: 14.jún 2012, 21:59
- Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
- Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
- Staðsetning: Rvk
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Sælir.
Ég er reyndar með XJ bíl en þar hefur snekkjan verið færð niður á "grindinni" um að mig minnir ca 5-7cm.
Það var sett þykk járnplata á milli grindar og snekkju, hún boltuð í orginal götin á "grindinni" og svo snekkjan á hana, það er svo styrktar stýfa neðarlega á þessu settuppi og þvertyfir í "grindina" hinumegin.
Bara svona til að koma með fleiri hugmyndir ;)
Kv
Doddi
Ég er reyndar með XJ bíl en þar hefur snekkjan verið færð niður á "grindinni" um að mig minnir ca 5-7cm.
Það var sett þykk járnplata á milli grindar og snekkju, hún boltuð í orginal götin á "grindinni" og svo snekkjan á hana, það er svo styrktar stýfa neðarlega á þessu settuppi og þvertyfir í "grindina" hinumegin.
Bara svona til að koma með fleiri hugmyndir ;)
Kv
Doddi
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Doddi23 wrote:Sælir.
Ég er reyndar með XJ bíl en þar hefur snekkjan verið færð niður á "grindinni" um að mig minnir ca 5-7cm.
Það var sett þykk járnplata á milli grindar og snekkju, hún boltuð í orginal götin á "grindinni" og svo snekkjan á hana, það er svo styrktar stýfa neðarlega á þessu settuppi og þvertyfir í "grindina" hinumegin.
Bara svona til að koma með fleiri hugmyndir ;)
Kv
Doddi
Þetta er mikið vandaðari leið. Er stýrisleggurinn ekkert tæpur að rekast í sætið fyrir mótorpúðann?
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Má ekki líka setja á hann almennilegan stýristjakk og gelda power assistið í maskínuni. Þá er allt álag tekið af togstönginni og fært yfir á tjakkinn og þó svo að draslið brotni þá er það tjakkurinn sem sér um að stýra.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Stebbi wrote:Má ekki líka setja á hann almennilegan stýristjakk og gelda power assistið í maskínuni. Þá er allt álag tekið af togstönginni og fært yfir á tjakkinn og þó svo að draslið brotni þá er það tjakkurinn sem sér um að stýra.
Hvernig stýrir þú vökvaflæðinu inn á tjakkinn ef ekki gegnum deilinn í maskínunni? Er hægt að loka á milli svo olían fari ekki um maskínuna sjálfa heldur bara um lagnir í tjakk?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Freyr wrote:Stebbi wrote:Má ekki líka setja á hann almennilegan stýristjakk og gelda power assistið í maskínuni. Þá er allt álag tekið af togstönginni og fært yfir á tjakkinn og þó svo að draslið brotni þá er það tjakkurinn sem sér um að stýra.
Hvernig stýrir þú vökvaflæðinu inn á tjakkinn ef ekki gegnum deilinn í maskínunni?
Notar allan þrýstinginn í maskínuni til að keyra tjakkinn ekki sectorsarminn. Veit ekki nákvæmlega hvernig sú aðgerð er framkvæmd en veit um einn svona WJ með þessu systemi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Freyr wrote:Það skiptir engu þó miðja stýrisendans falli ekki á miðlínu öxulsins. Beygjuvægið sem verkar á öxulinn er margfeldi kraftsins sem verkar á arminn og vegalengdarinnar frá kraftinum (miðja stýrisendans) inn í miðja leguna neðaná maskínunni sem heldur við öxulinn. Þó kraftinum sé hliðrað (lengdin frá öxulmiðju í stýrisendamiðju) reiknast beygjuvægið á sektorsöxlinum eins og eykst eftir því sem síkkunin er meiri, vex línulega með vegalengdinni.
Það sem þú ert að tala um er ekki beygjuspennan heldur spenna vegna snúningsvægis og það er alveg rétt að hún breytist ekki með niðurfærslunni heldur með breytingu á fjarlægð milli öxulmiðju og stýrisendamiðju.
Einnig er til staðar skerspenna vegna þverkrafts en hún er hverfandi og hefur ekkert að segja samanborið við vindings- og beygjuspennuna. Það þarf að reikna þessar 3 spennugerðir hverja fyrir sig og fá svo út samsetta spennu í lokin.
Varðandi stangarhallann er ég hinsvegar alveg sammála þér, þær þurfa að hafa sama halla og því minni halli því betra. Það er bara spurning hvaða leið skal fara að settu marki.
Kv. Freyr
Rétt hjá þér, skil núna hvað þú ert að fara með þetta, fannst eins og beygjuáhrifin sem þú talar um væru í lengdarstefnu bílsins en að sjálfsögðu gerist þetta í þveráttina. Kv Tolli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
oki eftir að hafa lesið mig í gegnum lestinguna hjá Freyr (3x til að ná áttum í þessu)þá styð ég þessa kenningu og 120% sammála hallanum á togstöng og þverstýfu.
Líka leist mér best á að færa maskínuna niður það hljómaði rosalega vel og einföld lausn á þessu vandamáli.
En Gísli og Teddi við skulum vera alveg rólegir ég vill frekar fá vandaðann bíl frekar en að vera tilbúinn eftir helgi með allt illa smíðað og alltaf í vandræðum þegar ég er á fjöllum (þótt að ég viti að Tedda þætti það ekki leiðinlegt að draga mig niður.)
Líka leist mér best á að færa maskínuna niður það hljómaði rosalega vel og einföld lausn á þessu vandamáli.
En Gísli og Teddi við skulum vera alveg rólegir ég vill frekar fá vandaðann bíl frekar en að vera tilbúinn eftir helgi með allt illa smíðað og alltaf í vandræðum þegar ég er á fjöllum (þótt að ég viti að Tedda þætti það ekki leiðinlegt að draga mig niður.)
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Mjög áhugaverð pæling að gelda tjakkinn í stýrismaskínunni. Þetta ætla ég að skoða betur, að geta stýrt aðeins þó að t.d. togstöngin fari í tvennt er mjög áhugaverður fídus, auðvitað yrði það eitthvað skrykkjótt þar sem maður þyrfti líklega að beygja í botn til að hreyfa tjakkinn...eða hvað? en kannski væri þetta nóg til að bjarga einhverju. Venjulegt aukatjakks setup er ekki fjarri þessu (man eftir einhverju svona brasi í einhverri ferð) en slatti fer samt í að knýja innbyggða tjakkinn í maskínunni. Spurning hvaða áhrif þetta hefur á jeppaveiki, megin álagið fer þá væntanlega um tjakkinn en ekki maskínuna, en hún miðjar alltaf allt.
Varðandi þessa breytingu...spurning að athuga hvort maskína með lengri stút fyrir sektorsöxulinn er til, og svo lækka eins og nefnt var hérna að ofan.
Gaman gaman
Grímur
Varðandi þessa breytingu...spurning að athuga hvort maskína með lengri stút fyrir sektorsöxulinn er til, og svo lækka eins og nefnt var hérna að ofan.
Gaman gaman
Grímur
-
- Innlegg: 194
- Skráður: 14.jún 2012, 21:59
- Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
- Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
- Staðsetning: Rvk
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Freyr wrote:Doddi23 wrote:Sælir.
Ég er reyndar með XJ bíl en þar hefur snekkjan verið færð niður á "grindinni" um að mig minnir ca 5-7cm.
Það var sett þykk járnplata á milli grindar og snekkju, hún boltuð í orginal götin á "grindinni" og svo snekkjan á hana, það er svo styrktar stýfa neðarlega á þessu settuppi og þvertyfir í "grindina" hinumegin.
Bara svona til að koma með fleiri hugmyndir ;)
Kv
Doddi
Þetta er mikið vandaðari leið. Er stýrisleggurinn ekkert tæpur að rekast í sætið fyrir mótorpúðann?
Kv. Freyr
Heyrðu ég var búinn að gleima því, mótorpúða braketinu var breitt og gengur stýrisleggurinn í gegnum það núna undir púðanum :p
Það var sem sagt tekið vel úr sætinu legnum komið fyrir og svo soðin góð styrking fyrir neðan hann til að halda draslinu á sínum stað.
Hefur verið alveg vandræðalaus lausn þau 12 ár sem ég hef átt bílinn.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
heilir og sælir
það kom babb í bátinn varðandi að færa maskínuna neðar annað en mótorpúðinn.
Til að færa maskínuna neðar þarf ég að taka úr "grindinni" svo að þetta verður bara látið eiga sig í bili.
Þverstífan var bara soðin með sama halla og togstöngin, þar verður látið við sitja í bili
en hann er farinn að standa í lappirnar að framan eins og hann á að vera.
til að bæta við þetta þá var fjöðrunin lengd úr 19 cm í 23 cm
það kom babb í bátinn varðandi að færa maskínuna neðar annað en mótorpúðinn.
Til að færa maskínuna neðar þarf ég að taka úr "grindinni" svo að þetta verður bara látið eiga sig í bili.
Þverstífan var bara soðin með sama halla og togstöngin, þar verður látið við sitja í bili
en hann er farinn að standa í lappirnar að framan eins og hann á að vera.
til að bæta við þetta þá var fjöðrunin lengd úr 19 cm í 23 cm
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Flott verkefni. Ertu búinn að finna lausn á hraðamælinum, hann er tekinn original í gegnum ABS skynjarana.
Finnst síðan hallinn á þessu ekkert skelfilegur ef þetta er fullur sundursláttur. Áttu mynd af því hvernig þetta hallar í akstursstöðu?
Finnst síðan hallinn á þessu ekkert skelfilegur ef þetta er fullur sundursláttur. Áttu mynd af því hvernig þetta hallar í akstursstöðu?
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Atttto wrote:oki eftir að hafa lesið mig í gegnum lestinguna hjá Freyr (3x til að ná áttum í þessu)þá styð ég þessa kenningu og 120% sammála hallanum á togstöng og þverstýfu.
Líka leist mér best á að færa maskínuna niður það hljómaði rosalega vel og einföld lausn á þessu vandamáli.
En Gísli og Teddi við skulum vera alveg rólegir ég vill frekar fá vandaðann bíl frekar en að vera tilbúinn eftir helgi með allt illa smíðað og alltaf í vandræðum þegar ég er á fjöllum (þótt að ég viti að Tedda þætti það ekki leiðinlegt að draga mig niður.)
Mér þætti nú ekkert leiðinlegt að draga þig niður heldur. Ég held að Teddi sé bara kominn í svo mikinn ferðagír útaf nýja jeppanum :) Ertu að smíða um helgina Atli?
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Sælir.
Ef ég man rétt var algengt í þá gömlu góðu daga að smíðaður var upphækkunararmur á liðhúsið sjálft hægrameginn á Scout hásinguna Ég man ekki betur en ég hafi verið með Scout liðhús frekar en Wagoner/Blaser á sínum tíma það voru nokkrir aðilar með samþykki til að smíða þetta meðal annars Hvati á Blönduósi einhverjir á Akureyri og Jón Hólm í stál og stönsum.
kv.
JK
Ef ég man rétt var algengt í þá gömlu góðu daga að smíðaður var upphækkunararmur á liðhúsið sjálft hægrameginn á Scout hásinguna Ég man ekki betur en ég hafi verið með Scout liðhús frekar en Wagoner/Blaser á sínum tíma það voru nokkrir aðilar með samþykki til að smíða þetta meðal annars Hvati á Blönduósi einhverjir á Akureyri og Jón Hólm í stál og stönsum.
kv.
JK
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Gísli: já ég verð að smíða um helgina eins og alla aðra daga þangað til að ég fer á sjó.
Kiddi: Ég var búinn að skoða nokkra möguleika á hraðamælinum en mér leist best á að kaupa tölvu frá summitracing.com sem hægt er að eiga við dekkjastærðina ásamt því að hressa aðeins við vélina.
hér er linkurinn
http://www.summitracing.com/parts/SRC-3875/
annars er alltaf hægt að fast tengja GPS mæli við bílinn og nota hann bara sem hraðamæli.
hér er sjálfsagt skásta myndin sem ég á af togstönginni í keyrslustöðu en ég skal græja betri mynd á morgun.
en annars er staðan þannig að ég á eftir að skera mig inn í bíl og þá ætti skurðurinn að vera búinn að framan.
Kiddi: Ég var búinn að skoða nokkra möguleika á hraðamælinum en mér leist best á að kaupa tölvu frá summitracing.com sem hægt er að eiga við dekkjastærðina ásamt því að hressa aðeins við vélina.
hér er linkurinn
http://www.summitracing.com/parts/SRC-3875/
annars er alltaf hægt að fast tengja GPS mæli við bílinn og nota hann bara sem hraðamæli.
hér er sjálfsagt skásta myndin sem ég á af togstönginni í keyrslustöðu en ég skal græja betri mynd á morgun.
en annars er staðan þannig að ég á eftir að skera mig inn í bíl og þá ætti skurðurinn að vera búinn að framan.
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
þá er skurðar vinnan alveg búin að framan og fékk ég svolitla aðstoð í dag og í gær þegar pabbi mætti loks á svæðið. Hann tók það að sér að renna nýja millibilsstöng til að svera hana upp og losna við hina haug ryðgaða, bogna og almennt ógeðslegu stöng.
ásamt því að vera mér innan handar til að passa að ég kveikji ekki í bílnum þegar ég skar inn í bíl
þetta gætu verið helgispjöll en það fara patrol stýrisendar í millibilstöngina þeir virkuðu töluvert öflugri en hinir
hrikalega óþægilegt hvað er alltaf búið að troða mikið af rafkerfinu þarna niður í horninu á bílum í dag
en svona smá spurnig til þeirra sem þekkja betur til cherokee.
Er búið að frauða inn í sílsann á öllum cherokee bílum af þessu body því ég var mjög hissa þegar ég sá að það var frauð svona 15 cm inn í sílsinn frá horninu báðum megin en allt strá heilt og ekkert ryð.
ásamt því að vera mér innan handar til að passa að ég kveikji ekki í bílnum þegar ég skar inn í bíl
þetta gætu verið helgispjöll en það fara patrol stýrisendar í millibilstöngina þeir virkuðu töluvert öflugri en hinir
hrikalega óþægilegt hvað er alltaf búið að troða mikið af rafkerfinu þarna niður í horninu á bílum í dag
en svona smá spurnig til þeirra sem þekkja betur til cherokee.
Er búið að frauða inn í sílsann á öllum cherokee bílum af þessu body því ég var mjög hissa þegar ég sá að það var frauð svona 15 cm inn í sílsinn frá horninu báðum megin en allt strá heilt og ekkert ryð.
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Gæjalegur, ætlaði mér nokkrum sinnum að koma til þín um helgina, eitt skiptið var vinnugallinn kominn í bílinn og allt klárt. Þú fyrirgefur það bara og við tökum törn í næstu landlegu :)
Já og frauðið er orginal í þeim öllum.
Já og frauðið er orginal í þeim öllum.
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Cherokee af orginal yfir á 44"
Flott verkefni,
sé það ekki á myndunum en var eitthvað vesen með stýrismaskínuna við að færa hásinguna fram?
sé það ekki á myndunum en var eitthvað vesen með stýrismaskínuna við að færa hásinguna fram?
Dents are like tattoos but with better stories.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: StefánDal og 1 gestur