Hef verið í vandræðum með væl í talstöð hjá mér (Yaesu Vx-2000) sem jókst við hærri snúning , var búinn að bilanagreina það sem Ground loop noise . Það er ef jarðtengingar eru á fleiri en einum stað leiðir á milli þeirra, skilst mér. Það var í boði þéttir fyrir þessa stöð á 8000+ kr. en hann virkaði ekki alveg og er ekki notaður. Er með aukarafkerfi og allt aukadót á því og það var staðsett frammí húddi. Að hugmynd Sigga Harðar færði ég aukarafkerfið inní bíl tók allar jarðtengingar og tengdi þær allar á sama stað í þykkt rör undir mælaboði og núna er ekki vottur af væli í stöðinni.
Bara smá upplýsingar í bankann.
Kv Elmar.
Væl í talstöð LEYST
-
- Innlegg: 43
- Skráður: 09.mar 2013, 12:33
- Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
- Bíltegund: 90 Cruiser
Re: Væl í talstöð LEYST
Ég var líka í vandræðum með væl í minni Yesu stöð og var búinn að reyna ímislegt til að reyna að losna við það. Í ljós kom svo að lætin stöfuðu út frá 220V innverternum sem ég notaði fyrir tölvuna mína og ekkert hægt að gera fyrir hann nema að hætta að nota hann.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Væl í talstöð LEYST
Inverterinn minn truflaði þegar hann var tengdur við tölvu en það var útaf litlu hraðgengu viftunni inní honum, skipti um viftu fékk mér stærri og hægari lagaðist við það.
-
- Innlegg: 1025
- Skráður: 18.apr 2010, 20:42
- Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
- Bíltegund: NISSAN PATROL
Re: Væl í talstöð LEYST
sælir
ég var einusinni í radiodeildini hjá bílanaust n1
við vorum að selja þétta á rafamagnssnúruna fyrir yaesu stöðvarnar
ég var einusinni í radiodeildini hjá bílanaust n1
við vorum að selja þétta á rafamagnssnúruna fyrir yaesu stöðvarnar
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur