Góðan dag, dömur mínar og herrar!
Áður en ég kynni keppnina vil ég renna yfir nokkur atriði tengd síðunni okkar:
Vefurinn var settur á laggirnar í febrúar 2010. Við erum þrír sem stöndum að honum, ég sjálfur, Eiður Ágústsson og Gísli Sverrisson.
Til að byrja með var vefurinn hýstur á gamalli fartölvu á gólfinu í betri stofunni hjá honum Eiði en þegar diskurinn í henni gaf sig ákvað hann að flytja til Svíþjóðar að safna fyrir nýjum disk. Við komum því síðunni fyrir hjá lífrænt vottuðum og hýsingaraðila sem hefur gengið í gegnum umhverfismat. Vona ég.
Fyrsta árið gékk vel, heimsóknir nokkuð stöðugar og myndaðist strax góður hópur af fastagestum. Nokkrir af þeim fyrstu eru nú póststjórar sem aðstoða okkur við daglega umsýslu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, sannkallaðir öðlingar.
Á fyrsta árinu jukust heimsóknir jafnt og þétt frá um 600-800 einstaka heimsóknum á dag upp í um 1000-1500. Ekki svo slæmt.
Þetta vaxtarferli hefur haldið áfram, síðan hægt og rólega byggst upp og notendahópurinn orðin allstór.
Sunnudaginn 10. nóvember 2013 féllu svo öll fyrri met, 5.172 einstaka gestir á einum degi, sem bendir til þess að veturinn verði áhugaverður.
Þess vegna langar okkur að halda keppni!
Keppnin eða kosningin öllu heldur, skal snúast um verkefni ársins. Við viljum taka við tilnefningum frá ykkur um hvaða verkefni er það flottasta á árinu 2013.
Uppástungur þurfa þó að uppfylla viss skilyrði:
Eingöngu er tekið á móti uppástungum af verkefnum þar sem ferlinu er lýst innan jéppaspjallsins. Það þýðir að ef þú vilt tilnefna einhvern þá segir þú “Ég vil stinga upp á honum Jóni Jónssyni sem er að gera þetta við þennan bíl. Hér er hlekkur á verkefnið: http://www.jeppaspjall.is/….” Við munum svo uppfæra listann reglulega hér í þessu upphafinnleggi.
Ef verkefnið sem þú vilt stinga upp á er nú þegar komið á listann þá þarftu auðvitað ekkert að segja en mátt gjarnan segja eitthvað uppbyggilegt eins og “Djöfull er ég ánægður með ykkur alla, við erum öll sigurvegarar” eða “Like á nr 3”.
Einnig skal miðast við að verkefnið hafi verið að miklu leiti unnið á árinu 2013 og að það sjái mögulega fyrir endann á því. Ekki bílskúr fullur af óskornum prófíl, það væri þá efni í keppni næsta árs.
Kosning á milli samþykktra tilnefninga fer fram í janúar 2014
Annað sem ber að hafa í huga:
Markmiðið með þessari keppni er alls ekki að gera upp á milli manna, særa tilfinningar eða á annan hátt að stofna til leiðinda.
Þvert á móti, markmiðið er að efla þá enn frekar sem hafa haldið úti verkefnisþráðum og hvetja þá sem eru með verkefni í vinnslu að setja saman þráð. Ef tæknin er að stríða mönnum eiga þeir allir litla frændur eða einhvern annan að sem getur aðstoðað.
Með það í huga skal athuga það að ekki er eingöngu verið að leita eftir klikkuðustu hugmyndinni eða flottustu framkvæmdinni, heldur líka góðri framsetningu á efni. Allir kjósa þó það sem þeim þykir best.
Sá tímarammi sem við tökum á móti tilnefningum verður vel rúmur, gerum ráð fyrir því að kosning verði í kringum áramót. Það er þó ekki meitlað í stein.
Þetta er gert til þess að þeir sem eru með þræði nú þegar geti betrumbætt þá en hinir sem eiga eftir að búa til þræði geti hafist handa. .
Ath: Tilnefning jafngildir ekki atkvæði! Kosningin verður haldin sérstaklega eftir að við hættum að taka á móti tilnefningum.
Verðlaun:
Fyrstu verðlaun eru að sjálfsögðu heiðurinn.
Þó er ekki öll von úti um einhverja pakka en tilkynnt verður um það síðar ef af verður.
Þangað til er ein kippa af bjór frá hverjum okkar, eða sem samsvarar 18 vinnustundum í skúrnum. Það gerir um 200.000 á verkstæðiðtaxta, ekki slæmt það.
(Ef sponsunarhæfir aðilar sjá þetta og finna sig knúna til að taka þátt tökum við því fagnandi (ef þeir eru siðlaus risasamsteypa sem ætlar að níðast á Jeppaspjallsnotendum, þá verða þeir að múta okkur ríflega fyrst)).
Ef það gengur vel að safna pökkum í verðlaun og þátttaka verður góð er aldrei að vita nema hvað að jéppaspjallið sjálft útnefni einhverja sérstaklega. T.d. fyrir budgetverkefni ársins, bjartsýnisverðlaunin eða hvað svo sem það verður.
tl;dr Ef þér líst vel á jeppabreytingu sem er lýst í orði og myndum hér á vefnum, vinsamlegast bentu á hana með því að svara þessum þræði!.
Látið uppástungunum rigna!
Tilnefningar:
1. Snilli og Tilli á 54"

2. Súkkan hans Sævars
3. Sfinnur og 4runner

4. Hlynur og Hilux
5. Hörður og Avalanche

6. Baldur og Hilux

7. Gummi og Subbi

8. Elli ofur og Cummins Subbi

9. Örn og Jeepster
10. Gunnar og Hilux
11. Hjörtur og Cherokee/Cruiser

12. Anna og King cab

13. Elías og Pajero

14. Ólafur og 4runner
15. G.Fannar og Patrol
16. Finnur og 4runner

17. Hjalti og 4runner
18. Ástmar og Hilux

19. Kristján og Jeep

20. Bjarni og Vitara

21. Fannar og Fox

22. Jóhann og Discovery

23. Sverrir og Fox