Áfram með smjérið.
Á meðan kassarnir eru í samsmíði þá dundar maður sér í að sjæna, gera fínt og undirbúa mótorinn fyrir langtímalegu í húddinu á subbanum.
Ég ætlaði að sandblása mótorinn en hætti við þá vitleysu, það eru alltaf talsverðar líkur á að einhverstaðar fari sandkorn sem það á ekki að vera og það er eiginlega vonlaust að ætla að sandblása nema að rífa allt í spað, stimpla úr og þessháttar. Ég hef enga ástæðu til þess að gera það, enda mótorinn varla tilkeyrður. Ég mun þó skoða legur í kjallaranum og væntanlega skipta um þær, því ég þarf að fá nýjar endaslagslegur (því hann hrækti einum hálfmána niður í pönnu) og mér skilst að þær komi bara í setti með sveifarás og höfuðlegum. Enda fínt að vera með nýjar legur.
En ég lét nægja að hreinsa þetta með slípirokk með vírbustabolla


Síðan var bláu smellt á


Og silfurlitur á ventlalok og "aukahluti"

Ég á eftir að mála fleira, framhliðina og pönnuna og einhverja smáhluti en þetta verður allt voða fint á endanum. Gírana ætla ég líka að mála, senniega set ég einhvern annan lit á þá.
Athyglisvert hvað allt er þungt í þessu, vatnsdælan er örugglega 10kg, hvor vatnsstútur milli 1-2kg osfrv. Pabbi sagði að þetta væri greinilega ekki smíðað í flugvélar :)
Svo er ég svolítið strand með pústgrein. Sá sem hélt að ætti brúhæfa grein komst síðan að því að hún væri sennilega ekkert mikið skárri en mín gamla svo kannski endar með því að ég smíði nýja grein. Það verður flott, flækjugrein í Cummins, getur það klikkað? :)
Ef einhver veit um grein handa mér má endilega láta mig vita.