Drifhlutföll í Runner.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Drifhlutföll í Runner.
Ég var að skoða Runner hásingu sem ég veit ekki hvaða hlutföll eru í, prufaði að snúa öðru hjólinu 1 hring með hitt hjólið fast. Pinnjónninn snérist rúma 2 hringi, sem er rugl, veit einhver hvað veldur svona vitleysu.....
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Drifhlutföll í Runner.
Trúlega þarf eitthvað að skoða kollinn á þér, mundi prufa aftur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Drifhlutföll í Runner.
Ég gerði þessa tilraun nokkrum sinnum í vitna viðvist, þannig að kollurinn á mér er sennilega hvorki betri né verri en verið hefur, en ég póstaði þessu vegna þess að þessi útkoma er mínum skilningi ofvaxin........ ef ske kynni að einhver hefði lausn á þessum draugagangi....
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Drifhlutföll í Runner.
Vantar ekki bara tennur í kamb eða pinnjón ?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Drifhlutföll í Runner.
Formúlan er þá 2 deilt með 1, deilt með 2. Samasem 1, Sem gerir 1:1
Semsagt þú er ekki með hlutföll, eða þannig..
Semsagt þú er ekki með hlutföll, eða þannig..
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Drifhlutföll í Runner.
það ættu að vera nánast jafnmargar tennur í kamb og pinnjón skv, þessu en það er auðvitað ekki málið, snúningurinn á pinnjón er jafn og hnökralaus, sama í hvora átt er snúið, ef það vantaði aðra hvora tönn, hlyti að vera eitthvað hökt....
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Drifhlutföll í Runner.
Þú þarft að skoða þetta betur því einhver er ástæðan, oft hægt að snúa drifi þrátt fyrir að vanti tennur en ætti að sjást hvort snúningur á pinnjón sé eðlilegur. Gangi þér vel Kári.
Re: Drifhlutföll í Runner.
karig wrote:Ég var að skoða Runner hásingu sem ég veit ekki hvaða hlutföll eru í, prufaði að snúa öðru hjólinu 1 hring með hitt hjólið fast. Pinnjónninn snérist rúma 2 hringi, sem er rugl, veit einhver hvað veldur svona vitleysu.....
Hér er engin vitleysa á ferðinni - drifhlutfallið er 2 x "rúmir 2 hringir" = 4 komma eitthvað á móti einum.
Þegar annað hjólið er fast og hinu er snúið þá gírar mismunadrifið upp (akkúrat tvöfalt) - alveg eins og þegar bíll sem spólar á öðru hjóli með hitt fast snýr lausa hjólinu tvöfalt hraðar. Þannig virkar mismunadrif.
*edit* smá viðbót:
Þú getur leikandi fundið út hlutfallið með þessari aðferð, best að merkja bæði dekk og drifskaft og snúa nokkra hringi til að minnka skekkjumörkin.
Dæmi:
Dekk snýst 10 hringi.
Drifskaftið snýst 24 hringi.
24/10=2,4
Margfalda með 2 af því að annað hjólið var fast.
2,4x2=4,8 - sem er þá drifhlutfallið.
Síðast breytt af olei þann 18.nóv 2013, 13:45, breytt 3 sinnum samtals.
Re: Drifhlutföll í Runner.
Er mismunadrifið ekki bara að fíflast í þér? ;-) Þú færð ekki rétta talningu á hlutfallinu dekk vs. pinion nema bæði dekk snúist jafnt...
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Drifhlutföll í Runner.
olei wrote:karig wrote:Ég var að skoða Runner hásingu sem ég veit ekki hvaða hlutföll eru í, prufaði að snúa öðru hjólinu 1 hring með hitt hjólið fast. Pinnjónninn snérist rúma 2 hringi, sem er rugl, veit einhver hvað veldur svona vitleysu.....
Hér er engin vitleysa á ferðinni - drifhlutfallið er 2 x "rúmir 2 hringir" = 4 komma eitthvað á móti einum.
Þegar annað hjólið er fast og hinu er snúið þá gírar mismunadrifið upp (akkúrat tvöfalt) - alveg eins og þegar bíll sem spólar á öðru hjóli með hitt fast snýr lausa hjólinu tvöfalt hraðar. Þannig virkar mismunadrif.
Já það hljómar betur. Maður er alltaf jafn stirður í þessum útreikningum.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Drifhlutföll í Runner.
Að þetta sé 4.10 eða 4.30. Það er algeng hlutföll í Toyota Hilux.
Runnerinn hlítur að vera með önnur hlutföll en Hilux.
Runnerinn hlítur að vera með önnur hlutföll en Hilux.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Drifhlutföll í Runner.
villi58 wrote:Að þetta sé 4.10 eða 4.30. Það er algeng hlutföll í Toyota Hilux.
Runnerinn hlítur að vera með önnur hlutföll en Hilux.
afhverju hlýtur runner að vera með önnur hlutföll en hilux?
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Drifhlutföll í Runner.
kjartanbj wrote:villi58 wrote:Að þetta sé 4.10 eða 4.30. Það er algeng hlutföll í Toyota Hilux.
Runnerinn hlítur að vera með önnur hlutföll en Hilux.
afhverju hlýtur runner að vera með önnur hlutföll en hilux?
kanski Því að þeir eru með mismunandi vélar og gírkassa / skiptingar
Runner kom með 4.10, 4.30, 4.56, 4.88 stock , fór eftir vélum og skiptingum
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Drifhlutföll í Runner.
Kærar þakkir, auðvitað hlaut að liggja svona í þessu, það passar að margfalda með 2 til að fá rétt hlutfall, hafandi annað hjólið fast, svona getur maður verið vitlaus...kv,k.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur