Um leið og ég reif þetta úr var ljóst að um þreytubrot sem fer af stað vegna pyttatæringar var að ræða, sjá mynd:

Það er ekkert spennandi að fá varaluti í þessa bíla, Hekla sver þá af sér og segist ekkert geta gert. BL er litlu betra, segjast geta pantað í þá eftir einhverjum bókum.
22.000 kall síðast þegar þetta var til(þetta er sko stýrisendi innbyggður í pitman arm).
En það er kannski aukaatriði þannig lagað. Ástæðan fyrir því að ég er að pósta þessu er sú að þetta er klárlega ekki eina eintakið af Galloper sem hefur farið/á eftir að fara svona. Ég var svo heppinn að vera að taka U-beygju á heppilegum stað, einn í bílnum og "kjöraðstæður" fyrir svona óhapp.
Myndi ekki vilja hugsa það til enda ef þetta hefði farið í sundur með alla familíuna um borð úti á þjóðvegi.
Þegar ég fór að nefna þetta hér og þar kom í ljós að Pajero var innkallaður útaf nákvæmlega sama galla (1990 til 1999 módel).
Ekki neitt sem ég finn á netinu bendir til að Galloper hafi verið innkallaður útaf þessu, en það er greinilega ástæða til. Notaður varahlutur sem ég fékk í vöku úr óbreyttum bíl keyrðum ca 190.000km er með sömu einkenni:

Alveg sama mynstur er sjáanlegt á leggnum:

OK. Hvað er til ráða?
1: Pressa á BL að innkalla Galloper útaf þessu(ólíklegt til árangurs, en reyna má samt).
2: Láta alla Galloper eigendur vita af þessu
3: Útvega slatta af svona örmum á þokkalegu verði svo menn geti og tími að skipta.
Það er mikilvægt að hafa í huga að það er nánast ógerningur að greina þetta fyrir brot (almennt) og útilokað að þetta finnist í skoðun.
Skoðunarstöðvar ættu samt að vita af þessu og láta eigendur þessara bíla vita af veikleikanum.
Svonalagað er ekkert grín og Toyota hefur t.d. innkallað 16 ára gamlan bíl sem ég átti út af millibilsstöng.
kv
Grímur