Hjörturinn wrote:Það er reyndar rétt að bmep á LQ9 er 5psi hærri en á LM7 við hámarksálag, en þetta er miðað við hámarks álag á vélina (325lbf á lm7 og 380lbf á lq9).
En í venjulegum akstri ætti LM7 að skila betri nýtni, fyrir utan að það þarf varla að anda á hana og þá er nú kominn í sömu afltölur og stock LQ9.
Ef maður ætlaði í svona umræður í alvöru þyrftum við að fá brake specific fuel consumption chart fyrir þessar vélar, leiðinlegt hvað framleiðendur eru nískir á þau, ekki að það er hægt að reikna sig í töluvert góð svona chört ef maður hefur tíma og nennu.
brake specific fuel consumption chart:

Ég veit við erum búnir með þessa umræðu en ég bara verð að bæta einu við.
Til þess að svona graf gagnist þér til þess að bera saman tvær vélar í sama bíl þarftu eiginlega að vita nokkrunvegin hve mikið afl þú ert að nota td í þjóðvegaakstri.
Það afl geturðu teiknað sem línu í gegnum þetta rpm vs load graf, þar sem vélin getur framleitt sama aflið við margar mismunandi aðstæður. Með þær upplýsingar að vopni geturðu séð hvaða gírhlutfall hentar vélinni best, það er hlutfallið sem staðsetur hana á þann stað á línunni þar sem BSFC er lægst. Þannig geturðu einnig séð hvor vélin nær lægra BSFC gildi á þeirri línu. Ágætt að plotta nokkrar línur fyrir mismunandi aflgildi og finna gírhlutfall sem gefur besta meðalgildið yfir td 3 línur.
Almennt er BSFC lægra á meira álagi en það eru fleiri hlutir sem spila inn í. Á mjög lágum snúningi vantar turbulance í brunahólfið og bruninn verður hægur með tilheyrandi varmatapi. Á lágum snúningi eru einnig kjöraðstæður fyrir knock sem veldur því að ekki er hægt að flýta kveikjunni á þann stað sem hún þarf að vera á til þess að vega á móti hluta af tapinu af völdum hægs bruna. Svo á mesta álagi getur vélin þurft "power enrichment" eins og Ari nefndi, og þá fer BSFC einnig beinustu leið upp.
Svo til gamans, þá er hér tilraun sem ég keyrði á bekknum um daginn, með olíutankinn standandi á vigt til að meta eyðsluna.
http://youtu.be/KIGKFZD8NBA