Er búinn að lesa hér um að sjóða framdif í staðinn fyrir lás sem ég ætla EKKI að gera, en hvernig er með afturdifið? Er t.d á stuttum, léttum (1400Kg) og ódýrum bíl á 33" en er ekki tilbúinn til að borga alla þessa peninga fyrir lás í hann, mér sýnist að Powertrax Lock-Right gæti verið úr tolli 65.000 til 80.000 kr. 3 vörunúmer í boði. Gæti huxað mér að sjóða afturdrifið en hvernig kæmi bílinn til með að haga sér og hverjir eru ókostirnir? Það var svolítið bras stundum í sumar í skornum vegum og stórgrýti og greyið náði ekki niður :-)
Kv. Elmar
Sjóða afturdrif?
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Sjóða afturdrif?
Fyrir utan stóraukið dekkjaslit og að bíllinn verður mikið erfiðari í hálku þá ýmist með afturendan út um allt eða fer bara beint þá er ekkert að þessu :-) Held reindar að þú fáir ekki skoðun með soðið afturdrif er samt ekki viss.
Ég sauð afturdrifið í gamla cherokee hjá mér þegar ég braut mismunadrifið og keyrði bílinn svoleiðis í heilt ár. Það kom mér á óvart hvað maður fann lítið fyrir þessu á malbikinu. Það var ekki nema maður væri að troða sér í stæði eða taka u-beyjur en það var töluvert meira dekkjavæl í beyjum og það sá talsvert á dekkjunum á stuttum tíma. Í hálkunni varð maður meira var við þetta. Svona læsing eins og þú nefnir er að kosta svipað og eitt 35" dekk í dag og að sjóða drifið fer illa með öll dekkin undir bílnum. Ég myndi mæla með læsingunni eða sætta mig við að drífa minna.
Ég sauð afturdrifið í gamla cherokee hjá mér þegar ég braut mismunadrifið og keyrði bílinn svoleiðis í heilt ár. Það kom mér á óvart hvað maður fann lítið fyrir þessu á malbikinu. Það var ekki nema maður væri að troða sér í stæði eða taka u-beyjur en það var töluvert meira dekkjavæl í beyjum og það sá talsvert á dekkjunum á stuttum tíma. Í hálkunni varð maður meira var við þetta. Svona læsing eins og þú nefnir er að kosta svipað og eitt 35" dekk í dag og að sjóða drifið fer illa með öll dekkin undir bílnum. Ég myndi mæla með læsingunni eða sætta mig við að drífa minna.
Re: Sjóða afturdrif?
Helsti gallinn við að vera með soðið drif er að öxlarnir endast mjög illa, það snýst upp á í beygjum á þurru malbiki.
Re: Sjóða afturdrif?
færð ekki skoðun með soðið afturdrif því að það er ekki hægt að bremsumæla bílinn með þannig.
Annars skil ég ekki afhverju þú vilt EKKI soðið frammdrif en ert tilbúinn að vera með soðið afturdrif..
Hef prufað bæði og það er ekki hægt að bera þetta saman fyrir utan að þú getur ekki kúplað út afturdrifinu þegar þú keyrir á auðum veg.
Myndi aldrei sjóða afturdrif.
Annars skil ég ekki afhverju þú vilt EKKI soðið frammdrif en ert tilbúinn að vera með soðið afturdrif..
Hef prufað bæði og það er ekki hægt að bera þetta saman fyrir utan að þú getur ekki kúplað út afturdrifinu þegar þú keyrir á auðum veg.
Myndi aldrei sjóða afturdrif.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Sjóða afturdrif?
Eins og ég sagði gæti ég huxað mér að sjóða drifið en vissi svosum ekkert um þetta. Miðað við lýsingarnar á soðnu framdrifi þá er það alveg útúr myndinni og held það sé bezt að sleppa bara svona æfingum :-) maður verður bara að vanda sig.......
Re: Sjóða afturdrif?
en eins og með þessi soðnu fram drif er þá ekki bara að vera með lokur þá er læsingin ekker tað pira þig að framan verðu þegar þú ert ekkert með lokurnar á er það ekki rétt hjá mér :S?
Nissan Patrol 2,8 '94 46" breitur á 38" dekkjum :(
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Sjóða afturdrif?
Jú þú finnur ekkkert fyrir læsingunni ef þú hefur lokurnar ekki á, en það er nú bara þannig með þessa jeppa okkar að í hálku eru þeir vonlausir úti á vegi á afturdrifinu einu saman yfirleitt.
Og ef þú ætlar að taka beygju í hálku með læst framdrif þá skaltu vera tilbúinn því að þurfa að fara verulega rólega
Og ef þú ætlar að taka beygju í hálku með læst framdrif þá skaltu vera tilbúinn því að þurfa að fara verulega rólega
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Sjóða afturdrif?
Ef þu ert aferðinni i halku með soðið framdrif og þa er eg að tala um þjoðvegaakstur og innanbæjar þa ertu bara með aðra lokuna a, ja eg veit strakar þetta er ekki æskilegt en samt betra en að hafa baðar lokurnar a, og svona þarf einfaldlega að hafa hugann við aksturinn ekki gleyma ser neitt með þetta, og ja eg er buin að prufa þetta
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Sjóða afturdrif?
Ég hef prufað þetta. Minn fyrsti bíll var með nospin að aftan og soðinn að framan. Tek undir með Helga að hafa hann í annari lokunni í þjóðvegarakstri í hálku. Í mínu tilfelli var þetta svagur jeppi með átta sýlendra vél og vaggaði svolítið við inngjöf eða "sneri upp á sig".
Mér fannst því þægilegra að hafa hann í lokuni bílstjóramegin minnir mig.
Þettur lærist eins og allt annað en þvílíkt sem ég varð þreyttur á að keyra bílinn í lengri tíma. Maður þarf að hafa hugann 100% við aksturinn og ekkert hægt að slaka á. Það spilaði kannski inn í hjá mér að þetta var Willys með ónýta dempara og flestar fóðringar í fjöðrun lélegar ;)
Mér fannst því þægilegra að hafa hann í lokuni bílstjóramegin minnir mig.
Þettur lærist eins og allt annað en þvílíkt sem ég varð þreyttur á að keyra bílinn í lengri tíma. Maður þarf að hafa hugann 100% við aksturinn og ekkert hægt að slaka á. Það spilaði kannski inn í hjá mér að þetta var Willys með ónýta dempara og flestar fóðringar í fjöðrun lélegar ;)
-
- Innlegg: 20
- Skráður: 16.aug 2012, 02:29
- Fullt nafn: Sigurjón Örn Vilhjálmsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Akureyri
Re: Sjóða afturdrif?
Djöfullegt í hliðarhalla.
Sigurjón Örn Vilhjálmsson
´91 Ford Ranger með blásinn 4.0 l eldsneytishreyfil í húddi á 38" börðum
´91 Ford Ranger með blásinn 4.0 l eldsneytishreyfil í húddi á 38" börðum
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Sjóða afturdrif?
RangerSTX wrote:Djöfullegt í hliðarhalla.
Það er reyndar punktur sem ég var búinn að gleyma. Lenti einu sinni í háska í hliðarhalla með 6-8 metra þverhnípi hægra megin við bílinn.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur