Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Polarbear » 17.nóv 2010, 14:49

Sem eldstneytisnotandi er ég orðinn helvíti pirraður á bensín og olíuverði á íslandi.

Fyrir mér er alveg augljóst að menn eru aftur komnir í samráð og nú eru allir með, líka Atlantsolía.

Eru allir búnir að gefast upp? hvers vegna segir enginn orð þegar bensín og olía er aftur komin yfir 200 krónur??????

ég sendi þetta bréf hérna á Atlantsolíu áðan og skora á aðra hérna að vera með!

----------------------------------------------

Góðan daginn.

Ég hef verið ánægður viðskiptavinur Atlantsolíu frá því þið komuð með fögur fyrirheit á markaðinn í kringum 2004.

En nú eru að renna á mann tvær grímur. Þið eruð með nánast sama bensín/olíuverð og -allir- hinir á markaðnum, líka stærri félögin sem eru með mikið meiri yfirbyggingu. Maður fer að hugsa sig um fljótlega hvort þið séuð enn í einhverri samkeppni eða hvort maður á bara að fara í drulluslaginn og elta alltaf ódýrasta dæluverðið á hverjum tíma, sem er ótrúlega oft Orkan.

Dollari hefur hrunið í gildi, heimsmarkaðsverð á olíu er í kringum 80 dollara sem er miklu lægra en síðast þegar bensínverð nálgaðist 200 krónurnar síðast og krónan hefur styrkst um 20% síðasta árið.

HVERSVEGNA ER BENSÍN- OG OLÍUVERÐ ENN Í KRINGUM 200 KRÓNUR?


Ég skora hér með á ykkur að taka ykkur saman í andlitinu og fara aftur í alvöru samkeppni!


með von um góð viðbrögð,

Lárus Rafn Halldórsson.

------------------------------------

Engar líkur eru á að eitthvað breytist eða ég fái vitrænt svar... en maður má ekki hætta að berjast!!
Baráttukveðjur,
hrikalega pirraður Lárus.




birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá birgthor » 17.nóv 2010, 17:11

Heyr heyr fyrir þér
Kveðja, Birgir


arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá arntor » 17.nóv 2010, 17:17

tetta er alveg hárrétt hjá tér. og glaesilegt bréf sem tú hefur skrifad. ég vona ad tú fáir einhver svor. ég verd reyndar ad játa tad ad tad er langt sídan ég haetti ad nenna ad fylgjast med verdinu á eldsneyti, ég bara daeli og borga. tetta rokkar svo upp og nidur og er svo svipad hjá ollum ad ég fer bara á naestu stod, hvort sem tad er atlantsolía, n1, olís, orkan eda hvad eina. og mér finnst tetta líka svívirdilegt ad atlantsolía og orkan séu ekki med laegra verd. ég hef aldrei séd meiri mun en ca 1kr á tessum stodvum og teim stóru. mér finnst tad líka glatadur hugsunarháttur ad eltast vid ákvednar stodvar, t.d orkuna og atlantsolíu, madur eydir tessum aurum sem madur "sparar ´ser" bara vid tad ad keyra á tessar stodvar.

User avatar

khs
Innlegg: 151
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá khs » 17.nóv 2010, 17:36

Við þurfum bara að gera eins og húsmæðurnar í Danmörku. Ef ein búðin hækkar verð á nauðsynjavöru umfram góðu hófi gegnir að þá hætta þær að versla við þær búð. Þetta hefur verið reynt hér á Íslandi en við erum lélegar undirtektir. Tel þetta eina sem virkar að sniðganga eitt olíufélag í einhvern tíma svo það bregðist við.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá jeepson » 17.nóv 2010, 17:51

Það versta af öllu er að sumastaðar útá landi er erfitt að sniðganga olíufélög. T.d hérna fyrir vestan þar sem að þetta gengur meir og minna í N1 Hinsvegar er orkan, n1 og ób á Ísafirði og shell í bolungarvík. En t.d hérna á Þingeyri er bara um n1 að velja. En við ættum að taka til annara ráða hvað þetta varðar. Þess má geta að ríkið leggur um 105kr á hvern líter. Ímyndið ykkur ef að ríkið færi að leggja rúmlega 100kr á pylsu?? Þá myndu nú fáir fá sér pylsu. Að leggja um 100% í skatt á hvern líter er alveg útí hött. Maturinn sem að við þurfum að kaupa væri með 100% álagningu. Þá myndu allir slátra heima og menn myndu kaupa sem allra minst. Þannig að þá ekki altaf bara ráðast á olíufélögin. Envissulega þegar gengið styrkist svona eins og það hefur nú verið að gera, þá er nú frekar skrítið að eldsnyetið skuli hækka svona. En ég held að ég fari bara að snúa mér að repjurækt og rækti mitt eigið eldsneyti á minn bíl.

Einnig vil ég benda á hóp sem að ég er með á facebook sem heitir Áskorun á ríkið um að lækka skatta á eldsneyti.Ég vil fá sem flesta í þennan hóp þar sem að ég vil geta komið þessari áskorun til ríkisins. En það dugar ekki að vera með einungis 9700 meðlimi. Ég vil fá í það minsta 50-100þús. Svo vill ég helst fá undirskriftir þegar meðlimir eru ornir fleiri og því verður svo skilað inná alþingi í þeirri von um að skattarnir verði lækkaðir.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Polarbear » 17.nóv 2010, 20:10

SHIT HAPPENS!

Haldið ekki bara að háttsettur starfsmaður Atlantsolíu hafi ekki hringt í mig í kvöld til að svara bréfinu efnislega í síma.... ég bað hann reyndar um að svara mér bréflega eða hérna á spjallinu en hann kaus frekar að hringja :)

Hann útskýrði mál sitt og Atlantsolíu ágætlega en ég lét hann heyra það fyrir okkar hönd og skammaði þá fyrir lélegt upplýsingaflæði hvað varðar ákvarðanir um bensínverð og hann tók ágætlega í það að í það minnsta mætti upplýsingaflæði vera betra.

það verður áhugavert að fylgjast með næstu vikurnar hvort Atlantsolía fer að birta meiri upplýsingar um innkaupsverð og heimsmarkaðsverð og þessháttar hluti.....

Nú er það bara spurningin, voru þetta orðin tóm hjá þessum ágæta manni eða munum við sjá breytingu til batnaðar í upplýsingamálum hjá Atlantsolíu????? og munu fleiri olíufélög fylgja á eftir??


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Lada » 17.nóv 2010, 20:27

Sæll.
Auðvitað þorði maðurinn ekki að svara þér í skriflega, hann vildi ekki að þú ættir lygarnar frá honum á prenti. Hvernig rökstuddi hann hækkanir á eldsneytisverði? Og hvernig svaraði hann spurningum um samkeppni á markaði?

Kv.
Ásgeir

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Polarbear » 17.nóv 2010, 22:41

Ásgeir, ég er ekkert hættur sko. Ég sætti mig ekki við að fá ekki viðbrögð frá þeim á prenti og ætla að senda línu á forstjórann. Ég mun afrita það bréf hingað inn líka.

en þangað til má allavega reikna þeim það til tekna að hann hafði þó samband....


gudnithor
Innlegg: 45
Skráður: 01.feb 2010, 12:07
Fullt nafn: Guðni Þór Björgvinsson

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá gudnithor » 17.nóv 2010, 22:51

jeepson wrote:Þess má geta að ríkið leggur um 105kr á hvern líter.


Það kostar að halda uppi vegakerfinu. Geðveikin er kannski frekar sú að við séum að borga 105kr á líter til ríkisins og það sé virkilega í umræðunni að setja VEGTOLLA líka!?!


Óskar Dan
Innlegg: 65
Skráður: 20.feb 2010, 15:21
Fullt nafn: Óskar Dan Skúlason

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Óskar Dan » 17.nóv 2010, 23:02



geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá geirsi23 » 17.nóv 2010, 23:22

gudnithor wrote:
jeepson wrote:Þess má geta að ríkið leggur um 105kr á hvern líter.


Það kostar að halda uppi vegakerfinu. Geðveikin er kannski frekar sú að við séum að borga 105kr á líter til ríkisins og það sé virkilega í umræðunni að setja VEGTOLLA líka!?!



Vissulega kostar að halda uppi vegakerfinu, en það er marg viðurkennt að það fer ekki nema brot af þessum sköttum í viðhald eða endurnýjun vegakerfisins, þess vegna er þetta í meira lagi álagning


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Kalli » 18.nóv 2010, 10:23

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í Asíu í nótt og í morgun en svo virðist sem fjárfestar hafi áttað sig á því að hráolíubirgðir hefðu minnkað í Bandaríkjunum og hvað það þýðir fyrir bandarískt efnahagslíf. Minni birgðir virtust lítil áhrif hafa í New York í gærkvöld er hráolía lækkaði mikið í verði.

Í morgun hefur hráolía til afhendingar í desember hækkað um 94 sent á NYMEX markaðnum í New York og er 81,34 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía til afhendingar í janúar hækkað um 77 sent og er 84,05 dalir tunnan.
Tekið af http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/11/18/heimsmarkadsverd_a_oliu_haekkar/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Stebbi » 18.nóv 2010, 11:25

Hérna er olíuverð samkvæmt OPEC. Það virðist vera á niðurleið þar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá jeepson » 18.nóv 2010, 18:34

geirsi23 wrote:
gudnithor wrote:
jeepson wrote:Þess má geta að ríkið leggur um 105kr á hvern líter.


Það kostar að halda uppi vegakerfinu. Geðveikin er kannski frekar sú að við séum að borga 105kr á líter til ríkisins og það sé virkilega í umræðunni að setja VEGTOLLA líka!?!



Vissulega kostar að halda uppi vegakerfinu, en það er marg viðurkennt að það fer ekki nema brot af þessum sköttum í viðhald eða endurnýjun vegakerfisins, þess vegna er þetta í meira lagi álagning


Akkúrat!!! En við verðum klárlega að gera eitthvað í þessu. Ég er samt ekkert svo viss um að verðstríð geri neitt rosalegt gagn. Ekki nema þá bara í fáa daga. Við verðum að gera eitthvað meira. en spurningin er bara hvað. Mér hefur altaf dottið í hug að allir landsmenn taki sér til og keyri ekkert í viku eða meir. En ég held að það muni seint gerast. menn virðast hreinlega ekki vera nógu duglegir í að standa saman.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Polarbear » 19.nóv 2010, 14:06

JÆJA!!!!

segið svo að röfl litla mannsins sé tilgangslaust :)

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/1 ... r_laekkad/

ég tek fullt kredit!

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá gislisveri » 19.nóv 2010, 15:30

Svo er til önnur lausn á þessu:
www.metangas.is

Grænar kveðjur,
Gísli

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá jeepson » 19.nóv 2010, 17:33

Fyrir okkur sem eru með grútarbrennara undir húddinu. Þá er bara að byrja að rækta repju.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá gislisveri » 19.nóv 2010, 17:39

Ég sáði einmitt repju í kartöflubeðið hennar mömmu í vor. Reikna með að uppskera ca. 2L af Biodísel næsta haust, það gæti dugað út í sjoppu og til baka.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá jeepson » 19.nóv 2010, 21:07

gislisveri wrote:Ég sáði einmitt repju í kartöflubeðið hennar mömmu í vor. Reikna með að uppskera ca. 2L af Biodísel næsta haust, það gæti dugað út í sjoppu og til baka.


Það verður þá allavega sparnaður í þeirri sjoppuferð.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá gislisveri » 20.nóv 2010, 12:56

jeepson wrote:
gislisveri wrote:Ég sáði einmitt repju í kartöflubeðið hennar mömmu í vor. Reikna með að uppskera ca. 2L af Biodísel næsta haust, það gæti dugað út í sjoppu og til baka.


Það verður þá allavega sparnaður í þeirri sjoppuferð.


...og sérdeilis umhverfisvænt og gjaldeyrissparandi.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá jeepson » 20.nóv 2010, 13:22

gislisveri wrote:
jeepson wrote:
gislisveri wrote:Ég sáði einmitt repju í kartöflubeðið hennar mömmu í vor. Reikna með að uppskera ca. 2L af Biodísel næsta haust, það gæti dugað út í sjoppu og til baka.


Það verður þá allavega sparnaður í þeirri sjoppuferð.


...og sérdeilis umhverfisvænt og gjaldeyrissparandi.


Nákvæmlega. Svo geturu líka keypt meira nammi í þeirri ferð þar sem að það fer minna í eldnseyti :p
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Polarbear » 03.des 2010, 20:20

Jæja. þetta er búið.

Augljóst að menn eru komnir aftur í samráð og nú eru allir með. þetta er staðreynd.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/1 ... ad_haekka/

Bless bless kæra bensínverð, þú ert greinilega komið til himna þaðan sem þú ert ekki væntanlegt aftur.

það er augljóslega bara besta leiðin að elta ódýrasta dæluverð eða mesta mögulega afslátt sem maður getur fengið í gegnum vinnu/félög eða annað.

samkepni á bensínmarkaði er búið spil.


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá steinarxe » 03.des 2010, 20:27

Lituð olía kostar 140 kr;)

User avatar

dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá dabbi » 03.des 2010, 20:47

Lalli þú talar eins og það hafi eitthverntíma verið samkeppni á þessum markaði? ég tel svo ekki hafa verið.

Atlandsolíumenn eru í raun fáránlega dýrir miðað við stærð á stöðvum þeirra. hef ákveðið að versla aldrei aftur við þá. (fyrr en náttúrulega þeir fara í alvöru samkeppni)

ég hef verið núna í talsverðan tíma að eltast við ódýrasta dropan (án þess að keyra landshorna á milli) og atlandsolía hefur ekki verið sérstaklega áberandi þar á listanum,

mbk
Dabbi
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá jeepson » 04.des 2010, 09:21

Það vantar alveg alla samkeppni líkt og með síma fyrirtækin.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Izan » 04.des 2010, 12:55

Sælir

Er eitthvað meira samráð þarna heldur en gengur og gerist í öðrum fyrirtækjum. Ekki finnst mér fjarskiptafélögin vera til þess fallin að fá verðlaun fyrir virka samkeppni og því síður bankarnir. Við getum líka farið í að spjalla um tryggingafélögin en öll þessi fyrirtæki standa á línunni og bíða eftir að "samkeppnisaðilinn" fái nýja hugmynd um hvernig hægt sé að troða sauðsvörtum almúginum um tær og þá apa hinir upp asnaskapinn eftir þeim. Samkeppnin á þessum stöðum er s.s. öfug.

Ætli mitt svar við spurningunni sé ekki bara já, ég er búinn að gefast upp, fyrir löngu. Ef dæluverð á íslandi myndi lækka niður í það sem það ætti að vera er ég sannfærður um að hækkunin kæmi til okkar í formi skatta og ef skattar eru lagðir á fara þeir ekki aftur, markaðsverðið sveiflast allavega aðeins og olíufélögin eiga til að lækka smávegis af og til.

Hinsvegar er tilfellið það að úr því að olíuverð er svona hátt á ríkisstjórnin ekki möguleika á að smella nýjum sköttum í eldsneytisverð en gerir það á annan hátt í staðin, með nýjum kolefnissköttum. Ég held að ef menn nenna að lesa frumvarpið í gegn þá er 200kr lítraverð ásættanlegt og olíufélögin kannski ekki uppspretta óeirða heldur alþingi.

Menn meiga ekki halda fram að ég sé að mæla háu eldsneytisverði bót, síður en svo en með einum eða öðrum hætti verður vinnandi fólki á Íslandi haldið við hungurmörk næstu ár, bara spurning hver er að verki og hvar.

Kv Jón Garðar

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá jeepson » 04.des 2010, 13:07

Þetta endar bara þannig að fólk mun ekki einusinni hafa efni á að setja eldsneyti á yaris.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá Izan » 04.des 2010, 14:13

enda skiptir það engu máli því að það á enginn eftir að hafa efni á að kaupa hann.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá hobo » 04.des 2010, 14:41

Bara flytja þetta bíladót úr landi og taka fram hlaupa eða hjólaskóna, þá verða allir jeppamenn stæltir og flottir ;)


kalliguðna
Innlegg: 87
Skráður: 08.des 2010, 12:52
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: Bensínverð, eru allir búnir að gefast upp?

Postfrá kalliguðna » 08.des 2010, 13:19

ég cópí pastea þetta af öðrum þræði hér ofar

gott framtak að röfla svolítið í þessum kónum en málið er ekki svona flókið ,því að ef "ALLIR" myndu kaupa eldsneyti þar sem það er ódýrast jafnvel þó það væri ekki nema 10 aurum ódýrara og þó að við þyrftum að keyra smá spotta til að nálgast samkeppnisaðilann sem selur 10 aurum ódýrara þá yrðu hinir að keppa við þá lægstu. Vandamálið erum við sjálf því við nennum stundum ekki að eltast við þessa "smámuni" og þessvegna dreyfist verslunin. Gerum það að reglu að aka einn hring um næsta nágreni og skoða verð hjá helstu sölu aðilum eldsneytis og verslum svo þar sem er ódýrast . Þessi rúntur kostar kannski meira en aurarnir sem við spörum við að versla þar sem er ódýrast en til lengri tíma litið þá erum við að græða. vandinn er bara sá að það verða lang flestir að gera það sama svo þeir dýrari neyðist til að lækka og fara í alvöru samkeppni.
kv:Kalli


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur