Sælir.
Nú stendur til að fara í verslunarferð með konunni til Bandaríkjana.
Hún mun án efa versla sér föt og skó sem hún á annars nóg af fyrir en ég á hvorki VHF stöð eða nothæft GPS tæki og langar að versla mér hvor tveggja.
Ég er búinn að finna VHF stöðvar á ebay, t.d. frá Kenwood sem ég mundi alveg leggja í að prófa en ég hef ekki minnstu hugmynd um það hvaða GPS maður á að vera að skoða.
Mig langar í einhvað með snertiskjá því það er einhvað í líkindum við það sem maður er að nota dags daglega s.s. síminn manns og slíkt.
Ef þið væruð að versla ykkur nýtt GPS í jeppann ykkar í dag, hvað mundið þið fá ykkur?
Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 31.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
- Bíltegund: Dodge Ram 2500
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Ég myndi versla mér lítinn laptop og handheld gps, að mínu mati besta og þægilegasta viðmótið
Ég er með svona laptop og eTrex30 GPS.
Hef prófað að nota GPS með snertiskjá, og er alsekki hrifinn af því.
En allar aðgerðir eru mun auðveldari í laptopnum heldur en þessum venjulegu GPS tækjum.
Einnig er þetta mun ódýrari kostur.
Ég er með svona laptop og eTrex30 GPS.
Hef prófað að nota GPS með snertiskjá, og er alsekki hrifinn af því.
En allar aðgerðir eru mun auðveldari í laptopnum heldur en þessum venjulegu GPS tækjum.
Einnig er þetta mun ódýrari kostur.
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Ég á gamalt nRoute loftnet og á lítinn laptop fyrir.
Eru þessu nRoute loftnet einhvað að virka eða mundi kannski duga að kaupa sér kortagrunninn og almennilegt loftnet?
Ps bið að heilsa kallinum honum pabba þínum ;)
Eru þessu nRoute loftnet einhvað að virka eða mundi kannski duga að kaupa sér kortagrunninn og almennilegt loftnet?
Ps bið að heilsa kallinum honum pabba þínum ;)
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Ég er með 276c fast í jeppanum. Svo er ég með 10" Asus tent við tækið. Mér líka vel við þetta setup og þegar ég fer í stutta túra þá nota ég bara Garmin tækið. Ég mæli með svona setupi
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Mæli með Kenwood 271 í http://www.hamradio.com/detail.cfm?pid=H0-011362 (búðir um öll Bandaríkin). Góðar og traustar stöðvar. Einungis ætlaðar radioamörum en hægt að modda hana svo hún virki að óskum:)
l.
l.
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 31.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
- Bíltegund: Dodge Ram 2500
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
firebird400 wrote:Ég á gamalt nRoute loftnet og á lítinn laptop fyrir.
Eru þessu nRoute loftnet einhvað að virka eða mundi kannski duga að kaupa sér kortagrunninn og almennilegt loftnet?
Ps bið að heilsa kallinum honum pabba þínum ;)
Hef ekki prufað þessi loftnet en þau vika ábyggilega mjög vel.
Ég hef bara alltaf viljað hafa handheld GPS svona ef fartölvan tœki uppá því að bila eða eitthvað, sömuleiðis uppá að geta notað það í annað en bara jeppan
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Það er einnig rétt að benda á að VHF stöðvar frá USA eru læstar á tíðnisvið frá 144 MHz til 147 MHz. Þennan lás þarf að fjarlægja og víða hægt finna upplýsingar um svoleiðis... Ég myndi, af fenginni eigin reynslu, kaupa mér VHF stöð hér heima, það eru margar krókaleiðir sem þarf að fara til að hafa not af amatörstöð, svo maður gleymi ekki hvernig á að forrita stöðina ? Þú færð ekki hvern sem er til þess.
Þegar kemur að GPS myndi ég mæla með Garmin, endu albestu GPS tæki sem ég hef átt við á lífsleiðinni og hef samt notað ýmsar gerðir. Hvað týpa hinsvegar hentar þér, get ég ekki ákveðið en; stór litaskjár, kort og stórt minni og tæki með t´ökkum, ekki með snertiskjá.
Góða ferð westur í hreppinn.
Þegar kemur að GPS myndi ég mæla með Garmin, endu albestu GPS tæki sem ég hef átt við á lífsleiðinni og hef samt notað ýmsar gerðir. Hvað týpa hinsvegar hentar þér, get ég ekki ákveðið en; stór litaskjár, kort og stórt minni og tæki með t´ökkum, ekki með snertiskjá.
Góða ferð westur í hreppinn.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Svo eru VHF stöðvar af Ameríkumarkaði ekki CE merktar þannig að þarf Amatörskírteini til að koma henni inn án þess að gerast smyglari.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Takk fyrir góð svör strákar.
Það stóð til að fara núna í dag fimmtudaginn 14. en erum búin að fresta því um viku vegna jarðafarar.
Ég þarf greinilega að skoða þetta betur með talstöðvarnar. Það gildir þá væntanlega það sama með stöðvar sem maður kaupir beint frá kína. Það er t.d. í boði að kaupa Kenwood stöðvarnar beint þaðan.
Á hvaða tíðnisviði eru stöðvarnar okkar hérna heima?
Það stóð til að fara núna í dag fimmtudaginn 14. en erum búin að fresta því um viku vegna jarðafarar.
Ég þarf greinilega að skoða þetta betur með talstöðvarnar. Það gildir þá væntanlega það sama með stöðvar sem maður kaupir beint frá kína. Það er t.d. í boði að kaupa Kenwood stöðvarnar beint þaðan.
Á hvaða tíðnisviði eru stöðvarnar okkar hérna heima?
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Ef tollurinn kemst í varning hjá þér (allavega rafmagnsdót) sem ekki er CE merktur þá færðu aldrei að sjá hann aftur.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Það er agalegt.
Ætli maður kaupi sér ekki bara stöð hérna heima. Hverjir eru að selja góðar stöðvar?
Ætla að fara og fá upplýsingar um GPS tæki hérna heima og tek svo ákvörðun út frá því.
Verst að flott GPS tæki kostar bara um 200 þús :(
Ég veit allavegana hvað verður á jólagjafarlistanum í ár.
Ætli maður kaupi sér ekki bara stöð hérna heima. Hverjir eru að selja góðar stöðvar?
Ætla að fara og fá upplýsingar um GPS tæki hérna heima og tek svo ákvörðun út frá því.
Verst að flott GPS tæki kostar bara um 200 þús :(
Ég veit allavegana hvað verður á jólagjafarlistanum í ár.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
firebird400 wrote:Það er agalegt.
Ætli maður kaupi sér ekki bara stöð hérna heima
Það er sjálfsagt það gáfulegasta sem þú getur gert í stöðuni, þá færðu líka stöð sem þú getur notað án þess að vera með leiðarvísir sem minnir á símaskrána 2011 og bara virkar án vandamála. Amatör stöðvar eru bara fyrir radíoamatöra og eru ekkert annað en leiðindi í höndunum á einhverjum sem kann ekki almennilega á þær.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Ég verð nú að segja svona amatör stöðvum til varnar að ég hef verið með TM-271 frá kenwood í sennilega 5-6 ár núna.
Tók mig vissulega 1-2 kvöld að lesa á netinu og önnur 1-2 kvöld að forrita hana inn en hef ekki þurft að snerta á henni síðan.
Til marks um það keypti ég forrit til í tölvuna til að forrita stöðina í gegnum USB en hef aldrei notað það setup.
Annar "kostur" við amatör stöðvarnar er að þær er hægt að stilla inná dauða tíðni og þá ertu kominn með "einkarás"
Hinsvegar veltur þetta vissulega mikið á hvernig notkunnin er og hentar sumum að fá tilbúna stöð út úr bílanaust.
Tók mig vissulega 1-2 kvöld að lesa á netinu og önnur 1-2 kvöld að forrita hana inn en hef ekki þurft að snerta á henni síðan.
Til marks um það keypti ég forrit til í tölvuna til að forrita stöðina í gegnum USB en hef aldrei notað það setup.
Annar "kostur" við amatör stöðvarnar er að þær er hægt að stilla inná dauða tíðni og þá ertu kominn með "einkarás"
Hinsvegar veltur þetta vissulega mikið á hvernig notkunnin er og hentar sumum að fá tilbúna stöð út úr bílanaust.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Langar að kaupa mér GPS og VHF í USA
Ég hefði kanski átt að segja fyrir radíoamatöra og tæknilega sinnaða einstaklinga. Amatörstöðvar eru mjög sniðug tæki en að sama skapi geta þær verið algjört helvíti fyrir aðra þegar að einhver er með hana stillta á 50w í hópkeyrslu og er garga yfir hálft landið og inn í samtöl í öðrum landsfjórðungi. Svo þurfa menn að hafa skilning á sítónum og fleiru til að geta haft not af þessu og fyrir utan það að hafa amatörréttindi.
En þetta með einkarásina er ólöglegt og borgar sig ekki að ræða það frekar hérna. :)
En þetta með einkarásina er ólöglegt og borgar sig ekki að ræða það frekar hérna. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir