Sælir
Núna nýlega fékk ég nýjan bíl þar sem fygldi loftdæla með úrtaki í bensínloki. Það fylgdi engin slanga með þannig að mig langaði að spyrjast fyrir hvar sé best að kaupa slöngu ?
Einnig langaði mér að spyrja til hvers pílulyklar eru notaðir? Er nauðsynlegt að hafa þá með ?
Hef aldrei átt loftdælu áður og er því að reyna að fræðast sem mest um þetta
Slöngur fyrir loftdælur
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Sæll, ég nota alltaf pílulykil þegar ég er að pumpa í dekkin því afköstin eru alveg 2x meiri..
En ég keypti ódýra slöngu í verkfæralagernum um daginn, hún er með tilbúnunm endum, gallinn við þessa ódýru slöngu er að hún er of mjó og hleypur litlu lofti í gegnum sig og hún er líka mjög stirð, það er skelfilega leiðinlegt að vera með stirðar slöngur, sérstaklega í kulda..
Best væri að vera með góða gúmmí slöngu, strákarnir hérna vita vonandi hvar hægt er að fá slíka á góðum prís :)
En ég keypti ódýra slöngu í verkfæralagernum um daginn, hún er með tilbúnunm endum, gallinn við þessa ódýru slöngu er að hún er of mjó og hleypur litlu lofti í gegnum sig og hún er líka mjög stirð, það er skelfilega leiðinlegt að vera með stirðar slöngur, sérstaklega í kulda..
Best væri að vera með góða gúmmí slöngu, strákarnir hérna vita vonandi hvar hægt er að fá slíka á góðum prís :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Til hamingju með bílinn, geri ráð fyrir að hann sé breyttur. Þú færð slöngu í Barka eða landvélum sem ekki verður stíf í frosti og hraðtengi sem passar á úttakið í bensínlokinu. Pílulyklar eru notaðir til að taka pílur úr ventlum. Ef það er einn ventill á felgunum hjá þér þá er best að hafa hann pílulausann ef það eru 2 ventlar þá er vengjulega annar pílulaus (til að hleypa úr ) og hinn með pílu (til að mæla)..
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Landvelar eru já með góða lausn muna bara að hafa hana aðeins lengri en styttri :) gott að láta þá þrykkja hana í stað þess að pirrandi sig á hosuklemmum
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Takk fyrir svörin.
Jú hann er breyttur. 35 " LandCruiser. Tók ekki eftir að það væri loftdæla í honum fyrr en eftir að ég hafði keypt hann þannig að það kom skemmtilega á óvart :)
Þá ætla ég að heyra í þessum stöðum varðandi slöngu.
nokkrar spurningar í viðbót :)
Set ég þá pílulykilin á annan endan á slöngunni til þess að dæla í ?
Ef ég tek píluna út ventlinum get ég þá sett hana aftur í þegar ég er búin að hleypa úr ? Verður pílan ekki að vera í til að halda loftinu ?
kv.
Einn að læra þessi fræði :)
Jú hann er breyttur. 35 " LandCruiser. Tók ekki eftir að það væri loftdæla í honum fyrr en eftir að ég hafði keypt hann þannig að það kom skemmtilega á óvart :)
Þá ætla ég að heyra í þessum stöðum varðandi slöngu.
nokkrar spurningar í viðbót :)
Set ég þá pílulykilin á annan endan á slöngunni til þess að dæla í ?
Ef ég tek píluna út ventlinum get ég þá sett hana aftur í þegar ég er búin að hleypa úr ? Verður pílan ekki að vera í til að halda loftinu ?
kv.
Einn að læra þessi fræði :)
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Sæll, tekur píluna úr dekkjaventlinum til að hleypa úr og pumpa í, getur svo lika sett píluna aftur í dekkjaventilin (pílan skrúfast í gengju í ventlinum) annars er ég aldrei með píluna í yfir vetratíman, nota bara lokið/tappan á dekkjaventlinum. En ég myndi fá mér ventiltengi á slönguna með opnu flæði s.s pílulausan svo dælan erfiði ekki of mikið og hægari loftfylling.
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Sammála, ef það er einn ventill á felgunni er um að gera að taka hann úr áður en farið er í ferð og láta hetturnar um að halda loftinu í. Passa bara að þetta séu vandaðar ventlahettur.
Ef það eru 2 ventlar í felgunni er hægt að hafa pílu í öðrum og mæla loftþrýsting þar meðan tappað er úr/fyllt í gegnum hinn.
Ég var með 2 járnventla (ekki gúmmí) og tók mig til og boraði annan út með 4mm bor og hafði pílu í hinum. Það munaði svolitlu á úrhleypi- og ídælingartíma.
Ef það eru 2 ventlar í felgunni er hægt að hafa pílu í öðrum og mæla loftþrýsting þar meðan tappað er úr/fyllt í gegnum hinn.
Ég var með 2 járnventla (ekki gúmmí) og tók mig til og boraði annan út með 4mm bor og hafði pílu í hinum. Það munaði svolitlu á úrhleypi- og ídælingartíma.
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Það er aðeins 1 ventill hjá mér.
Ef ég tek píluna úr honum get ég þá ekki mælt loftþrýstinginn í dekkjumnum nema setja píluna í aftur?
Ef ég tek píluna úr honum get ég þá ekki mælt loftþrýstinginn í dekkjumnum nema setja píluna í aftur?
-
- Innlegg: 92
- Skráður: 18.mar 2011, 09:48
- Fullt nafn: Ragnar Rafn Eðvaldsson
- Bíltegund: Wrangler
- Staðsetning: Reykjavík (stundum Djúpivogur)
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Jú þú getur það. En það minnkar alltaf eitthvað loftið í dekkinu á meðan þú ert að koma hettunni á aftur. En ég er bara með einn ventil hjá mér og ég er aldrei með pílu í honum.
Kv Ragnar Rafn Eðvaldsson
ragnarrafn@gmail.com
ragnarrafn@gmail.com
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Muna að hafa með sér varahettur, því að það er hætta á að maður glopri niður hettu og tíni , þegar maður er krókloppinn í snjó og frosti
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Já og nota stálhettur, og passa að gúmmíið inní þeim (þéttingin) sé örugglega í, hún á það til að skjótast úr þegar maður er að setja hetturnar á.
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"
Musso 2000 árg, 2,9 38"
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 01.feb 2010, 19:49
- Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
- Bíltegund: 38" Musso
- Hafa samband:
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Allar hetturnar hjá mér eru stál hettur og málaðar gular, þá sé ég þær fyr í felgunni og svo er maður líka fljótari að sjá þær þegar maður missir þær.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Best er náttúrulega að setja krana í felgurnar og sleppa við þetta vandamál með hetturnar og pílurnar , og auk þess vera mikið fljótari að hleypa úr og dæla í
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Slöngur fyrir loftdælur
kjartanbj wrote:Best er náttúrulega að setja krana í felgurnar og sleppa við þetta vandamál með hetturnar og pílurnar , og auk þess vera mikið fljótari að hleypa úr og dæla í
Sammála því, og sérstaklega ef menn eru á annað borð með tvo ventla, þá er eina vitið að bora út aukaventilinn og setja krana í staðinn!
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Re: Slöngur fyrir loftdælur
held að eigandi þráðarins selji jeppan eftir öll þessi svör haha :)
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Fetzer wrote:held að eigandi þráðarins selji jeppan eftir öll þessi svör haha :)
Engin hætta á því :)
En menn eru kannski aðeins að fara framúr sér þar sem ég kann ekki ennþá á pílulykil :) En maður spyr til að læra og það kom mikill fróðleikur fyrir mig í þessum þræði og ég segi takk fyrir svörin :)
Re: Slöngur fyrir loftdælur
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur