Já líst vel á þessi framtíðarplön PalliP :)
(Fyrir þá sem að nenna ekki að lesa neðanritaðan texta þá er ég einfaldlega að spyrja hvaða læsingu ég ætti að fá mér sem kostar ekki endalaust mikið ;) )
Þá er það eitt sem að mér sárlega vantar en það eru læsingar. Hvað myndu menn gera í þeim málum? Ekki má þetta nú kosta skelfilega mikið þar sem að ég er nú einungis námsmaður. Þessar hásingar sem undir fara, koma undan LC 70, 2,4 turbo disel og ætla ég nota næstu mánuði til afla mér upplýsinga um hvaða læsing henti bílnum og veskinu best.
Nú hef ég ekki mikla reynslu varðandi læsingar en eitt og annað les maður og heyrir. Hef lesið mér til um torsen læsingar og þar virðist vera læsing sem að er fremur ódýr og án nokkurs viðhalds. Hún að vísu læsir kannski ekki eins og no-spin á ögurstundu en virðist geta mun betur en venjuleg tregðulæsing.
Ég var sjálfur með original tregðulæsingu í cherokee á 37" og lenti nokkrum sinnum í kröppum dansi á 90 km/klst algjörlega upp úr þurru ef hálka var og horft var út um hliðargluggann til að sjá hvert bíllinn var að fara.. Vil helst ekki lenda í slíku á enn þá styttri bíl auk þess að tregðulæsingin sveik alltaf ef maður náði að festa sig.
Af sömu ástæðu vil ég vil helst ekki no-spin eða álíka þar sem að mér er sagt að það gæti verið enn þá varhugarverðara í akstri, ekki síst fyrir bíl sem að er rétt um 216 cm á milli hásinga... eða hvað? Á móti þá bregðast þær ekki ef þær eru í lagi og eru ódýrar.
Nú og að lokum eru það jú manual-læsingar: Barka-, rafmagns- eða loftlæsing. Það er jú draumurinn og klárlega framtíðin en eru ansi dýrar og alls ekki viðhaldsfríar.
Hvað segja menn um að maður fái sér torsen læsingu? Þær virðast virka vel hjá einum sem er á þessu spjalli sem á cherokee.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=19&t=57Eða er það bara bull og á maður að kaupa sér notaða rafmagnslæsingu og breyta fyrir loftlæsingu? Hvað kostar þannig pakki?